Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2000, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2000, Síða 32
NISSAN PRIMERA á frábæru verði FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2000 Sigmundur Ernir: Nu eða aldrei - fréttastjóri á Stöð 2 Sigmundur Ernir „Ég vil frétta- stjórastarfið. Það er nú eða aldrei,“ sagði Sigmundur Ernir Rúnarsson, aðstoöarfréttastjóri Stöðvar 2 í gær- kvöld. „Málið ætti að skýrast innan viku eða svo þegar forstjóri fyrirtæks- ins kemur frá Ind- landi þar sem hann er á ferð með áskrifendum Stöðvar 2 og forseta ís- lands.“ Að sögn Sigmundar er umfang fréttastofu Stöðvar 2 nú orðið miklu meira en áður þar sem undir frétta- stofuna heyra nú, auk fréttanna, þættir eins og morgunsj ónvarpið bítið, skemmti- þátturinn Sjáðu og ísland í dag. „Við erum því að tala um allt annað starf og meira en frétta- stjórinn gegndi hér áður fyrr,“ sagði Sigmundur Emir. Talið er víst að Karl Garöarsson valið standi á milli Sigmundar Ern- is og Karls Garðarssonar frétta- manns en báðir hafa þeir gegnt • ^tjórnunarstörfum á fréttastofu Stöðvar 2 og deila nú með sér frétta- stjórastarfinu. „Ég vil ekkert láta hafa eftir mér um þetta. Alls ekkert," sagði Karl Garðarsson í gærkvöld. -EIR Manni hent úr bíl á ferð Manni var hent út úr bO á ferð á gatnamótum Njarðargötu og Hring- brautar um hálfljögurleytið aðfara- nótt laugardags. Tildrög málsins voru þau að bílstjórinn tók mann- inn upp í bíl sinn í miðbænum og hugðist aka honum heim. Mennim- ir komu við í söluturninum á BSÍ <•« urðu ekki ásáttir um hvaða leið skyldi svo aka. Til átaka kom í bíln- um sem leiddu til þess að bílstjór- inn varpaði farþega sínum út úr bílnum. Sá dróst spöl með bílnum en mun hafa sloppið með skrámur á andliti og kviði. -ss Maríjúana í skipi Tollgæslan í Keílavík fann hálft kíló af maríjúana um borð í flutn- ingaskipinu Geysi í Njarðvikurhöfn í gær. Érlendur skipverji sem grun- aður er um að eiga efnið hefur verið úrskurðaður í farbann vegna máls- ins. Geysir er í eigu Atlantsskipa sem hefur verið í flutningum til og frá Ameríku fyrir vamarliðið á -^líeflavikurflugvelli. -ss SIGMUNDUR ELVISI? Bóndi og heið- ursborgari Jón Guðmundsson bóndi og oddviti á Reykjum í Mosfellsdal var í gærdag hylltur sem heiðursborgari Mosfells- bæjar. Jón á Reykjum varð áttræður 19. september og fær nú þakklæti bæj- arbúa fyrir margvísleg afskipti af upp- byggingarmálum sveitarfélagsins um áratuga skeið. Jón var oddviti frá 1962 til 1981 og hreppsstjóri 1984 til 1990. Jón er annar heiðursborgari Mosfellsbæj- ar, hinn var Nóbelsskáldið Halldór Laxness. „Þetta var stór dagur í mínu lífi,“ sagði Jón í gær. -JBP Egilstaðir: Eldur í einbýli Eldur kom upp í einbýlishúsi við Furuvelli á Egilstöðum um klukkan 22 í gærkvöld. Upptök eldsins voru í eldhúsi. SlökkvÚiðinu tókst að koma í veg fyrir að eldurinn breiddist út. Skemmdir urðu því að mestu vegna reyks og sóts. Húsið var mannlaust. Að sögn lögreglunnar er unnið er að rannsókn á orsökum bmnans. -MA Ljosastaur í veginum DVA1YND HPLMAR ÞÓR Heiöursborgari Heiöursborgarinn í Mosfellsbæ, Jón Guömundsson é Reykjum, ásamt konu sinni, Málffíöi Bjarnadóttur, í Hlégaröi í gær. Ekið var á ljósastaur á Sauðár- króki á ellefta tímanum á laugar- dagskvöld. Bifreiðin sem ók á staur- inn var skilin eftir á vettvangi en ökumaður hennar hljóp á brott. Ljósastaurinn er ónýtur og bifreiðin trúlega einnig. -ss Stúlka á Akranesi sem tekin var af foreldrum sínum: Yfirgaf okkur grátandi - segir afinn sem býr í öðrum landshluta en var neitað um forræði „Það er ekki verið að hugsa um hag bamsins. Við vitum ekki hvar hún er niöurkomin. Þetta er svo grimmt,“ sagði afi telpunnar sem bamavemd- arnefnd á Akranesi hefur vistað til vandalausra þar sem foreldrar hennar vom sviptir forsjá hennar eftir að fað- irinn var dæmdur fyrir að kynferðis- lega misnotkun. Afi og amma stúlkunnar sóttu um að taka hana í fóstur í stað þess að hún yrði hjá vandalausum. Viðurkennt er að bam- ið er mjög hænt að þeim auk þess að hafa lýst ítrekað vilja sínum til að vera hjá afa sínum og ömmu sinni. „Þetta er búið að vera hreinasta martröð, við höfum grátbeðið þessar stofnanir á Akranesi um að fá að hafa telpuna. Og bamið hefur líka grátbeð- ið um að fá að vera hjá okkur. En þeir vilja hafa hana á sínu áhrifasvæði," segir afmn. Afinn segist bíða, annað geti þau hjónin ekki þótt því sé hvislað að það sé vonlaust að berjast við stofnanir eins og þessa. „Þama er eitthvað hat- rammt og ópersónulegt, það er ekkert verið að hugsa um hagsmuni bamsins. Við bamsins ekki fengið með- mæli frá barnavemd- amefnd í sínu byggðarlagi á Vesttjörðum, í reglugerð væri bundið að slík með- mæli lægju fyrir, trá við- Akranes komandi fengum alltaf Barnaverndaryfirvöld hafa svipt foreldra 10 ára nefnd og að hafa síma- stúlku forræöi. Afi og amma fá ekki barniö. Bamavemd- samband við 1 .... ' ... arstofu áður hana, en núna síðustu mánuði höfum við ekki fengið það. Við höfum reynt að halda uppi njósnum, en það er bara vatn á myllu þessara stofnana." Sólveig Reynisdóttir félagsmála- stjóri Akraness sagði í samtali við DV í gær að því miður hefðu afi og amma en bamið væri vistað í fóstur. Mikið málastapp stendur út af saka- máli foður telpunnar. Héraðsdómur Vesturlands felldi í lok síðustu viku úr gildi úrskurð bamavemdamefndar Akraness og bamavemdarráðs um að foreldrar telpunnar skuh sviptir forsjá dóttur sinnar vegna kynferðisbrota fóðurins gagnvart henni. Að sögn afans fór litla telpan, sem er 10 ára gömul, grátandi frá afa sínum og ömmu í tlugvél í júli og flaug ein suð- ur, gegn vilja sínum. Hún var fengin í hendur vandalausum, þriðju eða fjórðu fjölskyldunni sem fær hana til sín á stuttum tíma. Afinn segir að málið hafi legið þannig fyrir að fjölskylda telpunnar ætti aldrei að sjá hana aftur. „Það er verið að slíta andleg tengsl, það er ver- ið að móta eitthvað, er það að undra þótt maður sé fullur af tortryggni í garð yflrvaldanna. Það sem bamið vantar mest af öllu er ástúð, við fund- um það þegar hún var hjá okkur,“ sagði hann í samtali við DV. Hann sagðist hafa fundið að hjá tveim fjöl- skyldnanna sem hún var hjá hafi hún ekki notið slíkra tilfmninga. -JBP Ndnar um málið á bls. 2 Skelfingu lostin börn í Hafnarfirði: Eiturslanga í garðinum! Gæði og glæsileiki „Mér varð ekki um sel þegar bömin komu æpandi inn, hentu sér skelfmgu lostin í fang mitt og æptu að það væri eiturslanga í garðinum" sagði Gylfi Jón Gylfason, sem býr að Hraunsstig 5 í Halharfirði, og var að fá sér sunnu- dagslúrinn þegar ósköpin dundi yfir. Gylfi brást skjótt við, kom bömunum í sKjól og réðst út í garðinn með prik að vopni, albúinn til átaka við óvættinn: „í garðinum mætti mér 50 sentí- metra löng slanga af þeirri gerð sem ég hef aldrei séð fyrr hvorki i bókum né í sjónvarpi," sagði Gylfi og hringdi á lög- regluna sem brást skjótt viö og sendi tvo lögregluþjóna á Hraunsstíginn; Gylfl, bömln og snákurinn Eitraöur „milk-snake“ í garöi í Hafn- arfirði. konu og mann. Lögregluþjónamir komu höndum yfir snákinn, settu í plastpoka og óku með niður á lögreglu- stöð í Firðinum. „Ég veit ekki frekar um afdrif snáksins en hann hlýtur að hafa sloppið úr búri einhvers staðar á einkaheimili hér í nágrenninu og flækst yfir í garðinn til mín. Mér var bragðið en bömin em að ná sér,“ sagði Gylfi Jón en böm hans, sem urðu fyrir þessu áfalli í saklausum sunnudagsleik sínum í garðinum við Hraunsstig, em á aldrinum þriggja til átta ára. Að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði er hér um svokallaðan „milk-snake“ að ræða en hann mun eitraður. I gær- kvöldi biðu lögreglumenn eftir yfir- dýralækni sem boðað hafði komu sína með þeim orðum að hann ætlaði að leggja hald á snákinn. Gerðu menn ráð fyrir að snáknum yrði svo eytt. -EIR smoft (sólbaistofa) Grensásvegi 7, sími 533 3350. Tilboösverð kr. 4.444 biother Lítil en STORme 5 leturstæröir 9 leturstillingar prentar í 2 linur boröi 6, 9 og 12 mm 4 geröir af römmum P-touch 1250 Rmerkileg merkivél Bafport Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.8f.is/rafport :

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.