Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2000, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2000, Qupperneq 2
I 2 ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2000 Fréttir 1>V Ráðgátan um andlát og endurkomu Halldórs hagfræðinema í Texas: Lánasjóður í klemmu - systirin leitaði til Jóns Baldvins og ætlar að semja við Morgunblaðið „Við erum að vinna í því að koma Halldóri bróður okkar inn i kerfið á ný og það er auðsótt. Allt lifið hefur sinn rytma og það á einnig við um mál Halldórs. Hins vegar er heimili okkar núna umsetið af ljósmyndur- um og þegar að því kemur ætlum við að semja við Morgunblaðið og segja sögu Halldórs þar,“ sagði Kristín ís- leifsdóttir, systir Halldórs hagfræði- nema sem týndist í Texas fyrir 12 árum og var fyrir löngu úrskurðaður látinn þgar hann skaut óvænt upp kollinum hér heima fyrir skemmstu. Á 1973 ára fresti „Það gerist ekki nema á 1973 ára fresti eða svo að menn rísi upp frá dauðum ef ég skil söguna rétt,“ sagði starfsmaður hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna en Halldór var um skeið viðskipavinur sjóðsins á meðan hann stundaði hagfræðinám sitt í Texas enda námið dýrt og ekki á færi ein- staklinga að gera slíkt án lánveitinga úr sjóðnum. Yfirstjórn Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna stendur frammi fyrir vanda nú þegar afskrifaður við- skiptavinur hans er allt í einu kom- inn á ról á ný og ekki ljóst hvemig við á að bregðast. Niðurfelling lána „Reglan er sú að öll lán sem eru ógjaldfelld eru feUd niður við andlát lánþega. Þetta eru lög sem gilda í öll- um tilvikum og fyrir alla,“ sagði Stef- án Aðalsteinsson, yfirmaður inn- heimtudeildar Lánasjóðs íslenskra námsmanna, í gær. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um námsskuld- Aðlögun Hér dvelur Halldór Heimir á meöan hann aðlagast íslensku samfélagi. ir Halldórs hagfræðinema en benti á Steingrím Ara Arason, framkvæmda- stjóra sjóðsins. Einstakt og án hliöstæðu „Ég get ekki rætt málefni einstakra námsmanna sem hér hafa fengið lán,“ sagði Steingrímur Ari en neitaði því ekki aðspurður að L - málefni Halldórs .;jjr jfej hefðu verið rædd í Steingrímur Ari Lánasjóðs- Arason ms enda astæða til þar sem dæmi Hall- dórs sé einstakt og án hliðstæðu í sögu sjóðsins. Er nú í skoðun hvern- ig Lánasjóðurinn bregðist við í mál- inu því alls ekki liggi ljóst fyrir hvort afskrifaðar skuldir vegna andláts lán- þega séu afturkræfar þegar hann „lifnar við“ eins og ástatt er um mál Halldórs í sjóðnum. Sýndi keramik í Washington Samkvæmt heim- ildum DV leitaði Kristín, systir Hall- dórs, til Jóns Bald- vins Hannibalsson- ar, sendiherra í Washington, og æskti liðsinnis hans í leitinni að bróður sinum. Ekki náðist í Jón Baldvin í íslenska sendiráð- inu ytra í gær en herrafrú og Bryndís Schram Bryndís sendi- eiginkona Jóns Bald- vins kannast vel við Kristínu. „Kristín er heimilisvinur hjá okk- ur eftir að hún sýndi kera-mikverk sín hér á Connecticut Avenue ásamt nokkrum öðrum íslenskum lista- konum síðastliðið vor. Hvort hún hafi þá borið þá ósk upp við Jón Baldvin að hann liðsinnti henni í leitinni að Halldóri veit ég ekki. Það verður að spyrja Jón sjálfan að því,“ sagði Bryndís Schram í gær í síma- viðtali úr sendiherrabústaðnum i Washington. Maður ársins? Auk Lánasjóðs íslenskra náms- manna er Vátryggingafélag íslands að kanna stöðu sína í máli Halldórs hagfræðinema en hann var tryggður hjá Samvinnutryggingum þegar hann hvarf og var líftrygging hans greidd út með skilum eftir að hann hafði verið úrskurðaður látinn. Staða tryggingarfyrirtæksins er jafn óljós og Lánasjóðs íslenskra náms- manna þar sem málið er einstakt og án fordæma hér á landi. Enn er spurningunni ósvarað hvað Halldór Heimir ísleifsson var að aðhafast þau tólf ár sem hann var talin látinn. Ung frænka hans, dótt- ir Kristínar ísleifsdóttur, sagði þó eftirfarandi í samtali við DV í fyrra- kvöld. „Ætli það sé ekki bara rétt sem skólabróðir hans sagði í DV um dag- inn,“ en þar átti stúlkan við um- mæli Björns Hróarssonar, ritstjóra og fyrrum skólafélaga Halldórs úr Menntaskólanum i Kópavogi, en Björn hafði fullan skilning á hvarfi skólabróður síns og sagði orðrétt: „Hann gerði það sem okkur alla dreymir um en enginn þorir. Hall- dór er maður ársins." -EIR Brotist inn í verslanir Brotist var inn í verslun í Þorláks- höfn í nótt. Að sögn lögreglunnar á Sel- fossi komust þjófarnir undan með 15 lengjur af sígarettum og á milli 40.000 og 50.000 í reiðufé. Einnig var brotist inn í sælgætisverslun í Laugarási um miðnætti i nótt og skiptimynt stolið úr búöarkassa. Lögreglan á Selfossi er með bæði málin í rannsókn og biður hún þá sem gætu hafa orðið varir við mannaferðir við verslanimar í Þor- lákshöfn og í Laugarási í nótt að hafa samband við sig. -SMK Bíll skemmdur Klukkan rúmlega þrjú í nótt tóku tveir unglingspiltar sig til og lögðust upp á vélarhlíf bDs sem lagt var í mið- borg Reykjavíkur, við leigubilastöðina í Lækjargötu. Piltamir spörkuðu einnig í hurðina og spegilinn öku- mannsmegin en höfðu sig svo á burt. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík er ekki vitað hvað piltunum gekk til. Hún er með málið í rannsókn. -SMK DV-MYND LÁRUS KARL Forsetinn á Indlandi Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, lagði í gær blómsveig við minnismerki Mahatma Gandhi, mestu þjóöhetju Indverja. í dag heimsækja forsetinn og Dorrit draumastað elskenda, Taj Mahal. Umhverfis- og heilbrigðisnefnd Reykjavíkur: Vill ítarlega rannsókn - á efnistöku úr Faxaflóa - bein tilmæli til iðnaðarráöherra Umhverfis- og heilbrigðisnefnd Reykjavíkur hefur samþykkt að beina því til iðnaðarráðherra að hið fyrsta fari fram ítarlegar rannsókn- ir á áhrifum efnisnáms í Faxaflóa og á Sundum á lífríki og landbroti. Slíkar rannsóknir eru að mati nefndarinnar forsenda fyrir veit- ingu frekari námaleyfa á svæðinu. Ofangreinda samþykkt gerði um- hverfis- og heilbrigðisnefnd nýverið á fundi sínum. Auk þessa bendir nefndin á að eðlilegt væri að um- sagnarréttur sveitarfélaga vegna leyfa til efnistöku í sjó væri rýmk- aður út fyrir netalagnir, að minnsta kosti á þeim svæðum þar sem sveit- arfélög hafa hafnsögu. DV fjallaði um þetta mál í sumar þegar efnistaka Björgunar hf. i Jarðefnanám Dæluskipiö Perlan við vinnslu efna úr sjó. Kollafirði var harðlega gagnrýnd á þeim forsendum að hún væri að eyðileggja allar fjörur við Reykja- vik. Iðnaðarráðherra hafði veitt fyr- irtækinu leyfi til efnistökunnar til næstu fimm ára, en ekki hefur far- ið fram neitt umhverfismat á áhrif- um efnistöku í sjó. Á fundi umhverfis- og heilbrigð- isnefndar var lögð fram greinargerð um málið. Þar kemur fram að eng- ar vísindalegar rannsóknir hafi far- ið fram á áhrifum efnistöku í Faxa- flóa á lífríkið. Þörf fyrir slikar rannsóknir hafi margoft verið til umræðu, enda brýn nauðsyn á að þær fari fram. Fjárskortur hafi hins vegar hamlað verkinu. Þá segir að ljóst sé að malarnám á grunnsævi hafi talsverð áhrif á lífríkið. Við setdælingu myndist djúpar gryfjur í hafsbotninn, sem skapi hættu fyrir botndýr, svo sem kúskel og hörpudisk. Þá geti malar- nám hugsanlega spillt hrygningar- svæðum og aukið seiðaafföll. Loks geti efnistaka hugsanlega valdið mengunarhættu, þar sem styrkur PCB og fleiri þungmálma sé hærri í sjávarseti í Kollafirði en víðast ann- ars staðar við landið. í greinargerðinni segir að fyrir- liggjandi gögn séu algerlega ófull- nægjandi til að hægt sé að taka af- dráttarlausa afstöðu til áhrifa jarð- efnanámsins á umhverfið. Ef tryggja eigi að viðkvæm eða ein- stök búsvæði verði ekki eyðilögð af námavinnslu sé nauðsynlegt að kanna hvers kyns lífríki sé til stað- ar á fyrirhuguðum námasvæðum áður en til framkvæmda komi, þannig að hægt sé að skapa saman- burðargrunn vegna síðari vöktunar svæðisins eftir framkvæmdir og meðan á þeim stendur. -JSS 20 mil|jónir í RKÞsófnun Samkvæmt tölum frá Rauða krossi íslands höfðu í gær safnast um 19,5 milljónir í átakinu „Gengið til góðs“ sem fram fór á laugardaginn. Tekið verður á móti framlögum í síma næstu tvær vikur. Afli undir mörkum Varðskipið Óðinn stóð línubát að meintum ólöglegum veiðum á Vest- fjarðamiðum í síðustu viku. Skipverj- ar línubátsins eru sakaðir um brott- kast á smáfiski þar sem við mælingar reyndist nærri helmingur aflans und- ir leyfilegum mörkum Hafrannsókna- stofnunar. Mbl. greinir frá. -HKr. Ekki einkavætt sjúkrahús Ingibjörg Pálma- dóttir heilbrigðisráð- herra sagði á Al- þingi i gær að það væri ekki stefha rík- isstjórnarinnar að einkavæða heilt sjúkrahús enda ekki hægt að sjá að slíkt væri fýsilegur kostur. Enn deilt um Vatnsenda Skiptar skoðanir eru um breyting- artillögur meirihluta skipulagsnefnd- ar Kópavogsbæjar á Vatnsendasvæð- inu sem kunngerðar voru sl. föstudag. Þær miða m.a. að því fresta byggingu sex fjögurra hæða tjölbýlishúsa við vatnið, eða alls 61 íbúðar af 113 og fresta afgreiðslu deiliskipulags á svæðinu. Dagur greinir frá. Tilnefningar til Eddunnar íslensku kvik-1 mynda- og sjón- varpsverðlaunin Eddan verða afhent þann 19. nóvember næstkomandi. Sem bíómynd ársins eru tilnefndar myndirn-1 ar Englar alheims- ins, 101 Reykjavik og Isleriski draum- urinn. Leikstjóri ársins er tilnefhdur Friðrik Þór Friðriksson fyrir Engla alheimsins, Baltasar Kormákur fyrir 101 Reykjavík og Óskar Jónasson fyr- ir Úr öskunni i eldinn. Vísir greinir frá. Sameining sparisjóða Á sameiginlegum aukafundi stofn- fjáraðila Sparisjóðs Súðavíkur, Spari- sjóðs Önundaríjarðar og Sparisjóðs Þingeyrai’hrepps í gærkvöld var ákveðið að að sjóðimir sameinuðust Eyrasparisjóði á Patreksfirði. Skilar af sér í nóvember Að sögn Jóns Sveinssonar, varafor- manns einkavæðingamefndar ríkis- stjórnarinnar, mun nefndin skOa af sér greinargerð varðandi einkavæð- ingu Landssímans í nóvember. Jón segir skilin þó vera ódagsett enda mikU vinna eftir enn hjá nefndinni. Nefndin átti að skUa af sér í septem- ber. Dagur greinir frá. Samningar aö renna út Kjarasamningar nær allra aðUdarfé- laga Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og Bandalags háskólamanna renna út í dag. Eitt stéttarfélag hefur boðað verkfaU, en það er Félag framhaldsskólakennara sem hefur boðað verkfaU 7. nóvember hafi samningar ekki tekist. Mbl. greinir frá. Pattstaöa í klámlínumálinu Pattstaða er í klámlínumálinu svo- kaUaða í Fljótum. Bóndinn neitar að borga fyrir klámsímtölin enda hafi hann aldrei hringt í svoköUuð síma- torg. Visir greinir frá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.