Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2000, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2000, Qupperneq 7
7 ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2000 I>V HEILDARVIÐSKIPTI 1033 m.kr. Hlutabréf 142 mkr. Húsbréf 357mkr. MEST VIÐSKIPTI O Össur 19 mkr. Lyfjaverslun íslands 14 mkr. Eimskip 10 mkr. MESTA HÆKKUN O Bakkavör 4,0% O Pharmaco 2,5% © Flugleiðir 1,7% MESTA LÆKKUN Oíslandsbanki-FBA 0,6% © © ÚRVALSVÍSITALAN 1421 stig - Breyting O 1,56 % DaimlerChrysler íhugar róttækar breytingarnjá Mitsubishi Motors DaimlerChrysler, sem nýlega keypti 34% hlutafjár í Mitsubishi Motors, íhugar nú aö gera róttækar breytingar á skipulagi og rekstri jap- anska bílaframleiðandans. Stjórn DaimlerChrysler hittist í dag i New York til að fara yfir tillögur þess efn- is. Júrgen Schrempp, stjórnarformað- ur DaimlerChrysler, hefur gefið í skyn við fjölmiðla að tillögurnar sem til skoðunar eru séu í takt við endur- skipulagningu Renault-bílaverksmiðj- anna hjá Nissan. Áætlað er að þær breytingar muni kosta um 9,3 millj- arða Bandaríkjadala. síbastliöna 30 daga O slandsbanki-FBA 523.086 j © Össur 463.730 : © Baugur 252.470 © Tryggingamiðstööin 243.277 Eimskip 218.596 jfeÍii.ÍrlÍ.Kj.h * i* 1 -’fc©- síiastliinaMilaga O Pharmaco 5 % ©SH 5% 0 Lyfjaverslun 4% © Vinnslustööin 4 % , © SR-Mjöl 4 % m siðastliöna 30 daga O ísl. járnblendifélagið -47 % O Héöinn smiðja -39 % © Sláturfélag Suðurl. -33 % Oísl. hugb.sjóðurinn -27 % j © Síldarvinnslan -19 % Nissan hækkar afkomu- spá fjórfalt Nissan Motors, þriðji stærsti bíla- framleiðandi Japans, hefur hækkað afkomuspá sína fyrir árið og spáir nú fjórfalt meiri hagnaði en áður, eða 2,3 milljarða dollara hagnaði í ár. Horfur á batnandi afkomu eru taldar bein af- leiðing af endurskipulagningu fyrir- tækisins eftir að Renault keypti 36,8% hlut í Nissan og Carlos Ghosn, var skipaður forstjóri. DOWJONES 10590,62 14582,20 1379,58 3278,36 6366,50 6924,68 6268,93 L*Jnikkei Riís&p Bnasdaq 3DAX B BcAC 40 O 2,03% O 1,86% O 1,11% O 0,19% O 1,02% O 2,32% O 0,97% Smáauglýsingar DV Þjónustu- auglýsingar ►I550 5000 ____________________________________Viðskipti Umsjón: Vi&skiptablaðið Vöruskiptajöfnuöur versnar um 9 milljarða - vöruskiptahallinn fyrstu níu mánuði ársins 28 milljarðar króna í septembermánuði voru fluttar út vörur fyrir 12,4 milljarða króna og inn fyrir 17,1 milljarð fob. Vöruskiptin í september voru því óhagstæð um tæpa 4,7 miiljarða en í september í fyrra voru þau óhagstæð um 4,6 milljarða á fostu gengi. Fyrstu níu mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir 109,6 millj- arða króna en inn fyrir 137,6 millj- arða fob. Halli var því á vöru- skiptunum við útlönd sem nam 28 milljörðum króna en á sama tíma árið áður voru þaú óhagstæð um 19 milljarða á föstu gengi. Fyrstu níu mánuði ársins var vöruskipta- jöfnuðurinn því 9 milljörðum króna óhagstæðari en á sama tíma í fyrra. í frétt frá Hagstofu íslands kem- ur fram að verðmæti vöruútflutn- ings fyrstu níu mánuði ársins var 5,9 milljörðum, eða 6%, meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Aukningin stafar af útflutn- ingi iðnaðarvöru, aðallega áli, en á móti kemur að á slðasta ári var seld úr landi farþegaþota en engin sambærileg sala hefur átt sér stað það sem af er þessu ári. Sjávaraf- urðir voru 65% alls útfiutnings og var verðmæti þeirra 1% meira en á sama tfma árið áður. Verömæti innflutnings 12% meira á föstu gengi Verðmæti vöruinnflutnings fyrstu níu mánuði ársins var 14,9 milijörðum, eða 12%, meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Rösklega þriðjungur þessar- ar aukningar stafar af verðhækk- un á eldsneyti. Að öðru leyti má aðallega rekja vöxtinn til aukins innflutnings á hrávörum og rekstrarvörum, flutningatækjum og neysluvörum. Hlutur eldsneytis og smurolíu jókst úr 5% af heildarinnflutningi á fyrstu níu mánuðum ársins í fyrra í 9% fyrstu niu mánuði þessa árs. Hlutur sjávarafurða heldur áfram að lækka i heildaút- flutningi landsmanna en hlutur- inn var 68% á fyrra tímabilinu en 65% á seinna tímabilinu. Á meðan þetta hefur gerst hefur hlutur út- flutnings á landbúnaðarafurðum aukist úr 25% í 31%. Millj. kr. á gengi ársins 2000 September 1999 2000 Janúar-septemb. 1999 2000 Breytingar frá fyrra ári, % Jan.-sept. Útflutningur alls fob 11.433 12.406 Innflutningur alls fob 16.064 17.086 103.694 109.626 122.742 137.633 5,7 12,1 Vöruskiptajöfnuður -4.632 -4.68 -19.049 -28.006 Stáltak selur Reykjavik- urhöfn húseignir og lóðir - söluhagnaður áætlaður um 300 milljónir króna Stáltak og Reykjavíkurhöfn hafa gert með sér samkomulag um að Reykjavíkurhöfn kaupi húseignir og lóðir Stáltaks við Ægisgarð og Mýrargötu og hlut Stáltaks í Drátt- arbrautum Reykjavíkur hf. í fram- haldi af þessu samkomulagi mun Stáitak flytja starfsemi sína af nú- verandi athafnasvæði eftir tvö ár. í frétt frá Stáltaki segir að sam- komulagið sé í samræmi við stefnu stjórnar félagsins um að draga að hluta úr skipaþjónustu á suðvestur- horninu, efla skipaþjónustu á Akur- eyri og leggja aukna áherslu á al- menn landverkefni og verkefni tengd stóriðju á íslandi og erlendis. Liður í að leysa fjárhags- vanda félagsins Stjórn Stáltaks hefur unnið að því markvisst undanfarna mánuði að leysa fjárhagsvanda félagsins. Þessi sala er liður í þeirri fjárhags- og rekstrarlegu endurskipulagningu sem hófst um síðustu áramót. Áætiaður söluhagnaður er u.þ.b. 300 milljón kr. Eiginfjárhlutfall fé- Hús Slippfélagsins í Reykjavík. lagsins hækkar úr 21% í um 40% og bókfært innra virði hækkar úr 0,67 í rúmlega 1,4. Ljóst er að þær hag- ræðingaraðgerðir sem gripið var til í upphafi ársins eru farnar að skila árangri. Þannig skilaði rekstur fé- lagsins jákvæðri afkomu í júlí og ágúst sem er verulegur viðsnúning- ur frá fyrra ári. Verkefnastaða Stáltaks er góð um þessar mundir og útlit næstu mánaða lofar góðu. Með breyttum áherslum í sjávar- útvegi á íslandi hefur þörf fyrir skipaþjónustu minnkað. Stáltak rekur í dag öflugustu mannvirki á íslandi til við- halds skipa og hyggst mæta framtíðarþörfum flotans með starfsemi sinni á Akureyri og hugsanlega í samstarfi við önnur skipaþjónustufyr- irtæki á Suðvesturlandi. Þörf fyrir öfiugt málmiðn- aðarfyrirtæki er mikil á ís- landi tii að mæta vaxandi verkefnum í landi. Stóriðja og virkjanagerð krefst mik- illar sérþekkingar og fag- reynslu. Reynsla Stáltaks af verkefnum fyrir stóriðju hef- ur skapað fyrirtækinu verk- efni erlendis og er unnið við frekari verkefnaöflun utan íslands. Einnig sér Stáltak fram á stóraukin verkeöii í smíði og uppsetningu á stái- grindarhúsum í framtíðinni. Með samstarfi við undir- verktaka erlendis við smíði á einstökum stáleiningum styrkist samkeppnishæfni fyrirtækisins og gerir þvi kleift að tryggja verkefni bæði innanlands og erlend- is. SAXESS komið í notkun Viðskipti eru nú hafm í nýju við- skiptakerfi hjá Verðbréfaþingi ís- lands en VÞÍ hefur nú tengst SAX- ESS-kerfinu sem tengir saman kauphaliir í Stokkhólmi, Kaup- mannahöfn og Reykjavík í NOREX- samstarfinu. Að auki hafa kauphall- irnar í Riga, Tallinn og Vilnius und- irritað viljayfirlýsingu um aðild að NOREX. Það var Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra sem formlega opnaði SAXESS-viðskiptakerfið hjá VÞÍ. „Ég óska Verðbréfaþingi ís- lands innilega tii hamingju með nýja viðskiptakerfið, SAXESS,“ sagði viðskiptaráðherra m.a. við þetta tækifæri. „Þetta er mikill áfangi fyrir íslenskan verðbréfa- markað í heild og á vafalaust eftir að styrkja hann í framtíðinni. Megi viðskiptin í kerfinu verða sem flest!" sagði ráðherrann enn fremur. BÍLALÍF SkeUunni 5 • srími 553 1010 • Fnx SBB 4040 GMC Suburban 6,5 dísil Turbo árg. 1995, ek. 75 þ. km, v(nr/grár, 4x4.V. 3.350 þús. Tilboð 2.870 þús. Plymouth Voyager 3,0 V6,árg. 1997, ek. 130 þ. km, grænn.V. 1.950 þús. Tilboð 1.370 þús. Skoda Favorit árg. 1991 ,ek. 71 þ. km, rauður, 5 gíra.V. 95 þús. MMC Pajero, langur (bensín), árg. 1988, ek. 180 þ. km, hvítur, 5 gíra. V. 570 þús. Skoðum 100% lán, Visa/Euro eða skuldabr.Ca 20 þ. út og 20 þ. á mán. Mercedes Benz 240 dísil, árg. 1982,ek. 290 þ. km, blár. V. 270 þús.Skoðum 100% lán, Visa/Euro eða skuldabréf.Ca 10 þ. út og 10 þ. á mán. Suzuki Sidekick 1800 Sport,árg. 1997, ek. 103 þ. km, vínr/grár,5 gíra. V. 1.370 þús. Nissan Terrano 2,7 dísil, árg. 1993,ek. 111 þ. km, blár. Toppl., álf. o.fl.V. 1.370 þús. Einnig 1992 dísil, v. 970). Nissan Sunny 1,6 SLX, árg. 1992,ek. 139 þ. km, 3d., rauður, álf., spoil., cd.V. 390 þús. Skoðum 100% lán, Visa/Euro eða skuldabréf.Ca 15 þ. út og 15 þ. á mán. Isuzu Trooper 2,8 dísil, árg. 1990,ek. 196 þ. km, silfurgrár, álf.V. 850 þús. Skoðum 100% lán. Visa/Euroeða skuldabréf. Ca 30 þ. út og 30 þ. á mán. MMC Pajero DTI (stuttur), árg. 1997, ek. 44 þ. km.rauður, kastarar, krókur o.fl.V. 1.780 þús. Nissan Terrano II, 2,4, bensín, árg. 1995,ek. 121 þ. km, grár, breyttur. V. 1.480 þús.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.