Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2000, Blaðsíða 8
ÞRIDJUDAGUR 31. OKTÓBER 2000 Utlönd J>V Gore heilsar poppara Al Gore, forsetaefni demókrata, heilsaði upp á poppsöngvarann Jon Bon Jovi þegar hann var á kosninga- feröalagi í Wisconsin ígær. Heston segir að byssueigendum standi ógn af Al Leikarinn Charlton Heston, for- seti samtaka bandarískra byssueig- enda, hvatti kjósendur í gær til að greiða repúblikananum George W. Bush atkvæði sitt i forsetakosning- unum eftir viku þar sem byssueig- endum stæði ógn af Al Gore, for- setaefni demókrata. „Greiðið frelsinu atkvæði fyrst. Kjósið George Bush. Allt annað er langt að baki og í öðru sæti sem gleymist fljótt," sagði Charlton Heston á fundi sem byssueigendafé- lagið hélt í Wisconsin. Hundruð manna hlýddu á mál hans. Sjálfur sagði Gore á kosninga- fundi í gær að hann væri hlynntur skynsamlegu eftirliti með byssueign en að hann vildi ekki ganga á rétt sportveiðimanna. George W. Bush hélt þriggja pró- sentustiga forskoti sínu á Al Gore í daglegri könnun Reuters/MSNBC í gær, 45 prósent gegn 42. Kannanir í níu barátturíkjum bentu þó til að Gore væri að sækja í sig veðrið, til dæmis í heimaríki sínu, Tennessee. Sjö fórust í fárviðri í Evrópu norðvestanverðri: Versta óveður í rúman áratug Breska veðurstofan varaði i far fárviðrisins sem varð sjö manns morgun við flóðum á stórum svæð- að bana í Evrópu norðvestanverðri. um i sunannverðu Englandi í kjöl- Veðurstofan sagði að búist væri Brim vlð ströndlna Svona var umhorfs viö belgísku strandlengjuna í fárviðrinu sem gekk yfir norðvestanverða Evrópu á sunnudag og ígær. Sjö menn týndu lífi í veður- hamnum, ýmist í umferöarslysum eöa drukknuðu. Álagning opinberra gjalda lögaðila á árinu 2000 og álagning tryggingagjalds samkvæmt lögum nr. 113/1990 í samræmi við 1. mgr. 98. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, er hér meö auglýst að álagningu opinberra gjalda á árinu 2000 vegna tekna á árinu 1999 og eigna í lok þess árs er lokið á alla lögaðila sem skattskyldir eru samkvæmt I. kafla þeirra laga. Jafnframt er lokið álagningu fjármagnstekjuskatts á lögaðila sem undanþegnir eru skattskyldu samkvæmt 2., 3., 5., 6. og 7. tölul. 4. gr. fyrrgreindra laga, en eiga að greiða fjármagnstekjuskatt í samræmi við ákvæði 3. mgr. 72. gr. laganna. Einnig er lokið álagningu tryggingagjalds vegna greiddra launa á árinu 1999 á alla gjaldskylda aðila, einstaklinga sem lögaðila. Álagningarskrár með gjöldum lögaðila og tryggingagjaldi verða lagðar fram í öllum skattumdæmum í dag, þriðjudaginn 31. október 2000. Skrárnar liggja frammi til sýnis á skattstofu hvers skattumdæmis og hjá umboðsmönnum skattstjóra í hverju sveitar- félagi dagana 31. október til 14. nóvember að báðum dögum meðtöldum. Álagningarseðlar, er sýna álögð opinber gjöld lögaðila og tryggingagjald 2000 hafa verið póstlagðir. Kærur vegna allra álagðra opinberra gjalda sem lögaðilum hefur verið tilkynnt um með álagningarseðli 2000, sem og kærur vegna álagðs tryggingagjalds 2000 þuría að hafa borist skattstjóra eða umboðsmanni hans eigi síðar en fimmtudaginn 30. nóvember 2000. 31. október 2000 Skattstjórínn í Reykjavík, Gestur Steinþórsson. Skattstjórínn í Vesturiandsumdæmi, Stefán Skjaldarson, Skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi, Erta Þ. Pétursdóttir. Skattstjórinn {Norðurlandsumdæmi vestra, Bogi Sigurbjörnsson. Skattstjórinn f Norðurtandsumdæmi eystra, Gunnar Karlsson. Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi, Karl Lauritzson. Skattstjórinn í Suöurlandsumdæmi, Hreinn Sveinsson. Skattstjórinn í Vestmannaeyjum, Ingi T. Björnsson. Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi, Sigmundur Stefánsson. við frekari úrkomu á bæði miðviku- dag og fimmtudag í sunnanverðu Englandi og í Wales. „Hún getur valdið frekari flóð- um," sagði í viðvörun veðurstofunn- ar. Yfirvöld í Bretlandi sögðu að fár- viðrið hefði verið það versta sem hefði komið í rúman áratug. Heita má að allt athafnalíf á sunnanverðu Englandi haíi lamast þar sem falln- ir trjábolir og flóð lokuðu vegum og járnbrautarlínum, auk þess sem fjöldi heimila eyðilagðist. Flugsamgöngur í Bretlandi og Frakklandi fóru úr skorðum, Eurostar-hraðlestin undir Ermar- sundið gekk ekki og ferjusiglingar á Ermarsundi lágu niðri. Þúsundir trjá, sem mörg hver voru margra alda gömul, brotnuðu og öllum almenningsgörðum í París var lokað vegna hættunnar sem af trjánum stafaði. Vindhraðinn fór í allt að 145 kíló- metra á klukkustund og bæði veður- fræðingar og umhverfissinnar vör- uðu við því að búast mætti við meiri veðurham en áður vegna gróðurhúsaáhrifanna. „Hættulegar breytingar á veður- farinu hafa þegar gerst. Fárviðrið og flóðin eiga eftir að verða tíðari og erfiðari," sagði Roger Himan, lofts- lagssérfræðingur í samtökunum Vinum jarðarinnar í London. Bfesk tryggingafélög telja að tjón- ið þar geti numið allt að 120 millj- örðum íslenskra króna og að aðeins helmingur skemmdra eigna hafi verið tryggður. Grjótkast Palestínskir drengir kasta grjóti aö ísraelskri herstöð í bænum Rafah á Gazasvæðinu í gær. Þrjátíu Palestínumenn særöust er hermenn skutu á þá á Gazasvæðinu. ísraelar gera eld- flaugaárásir á Palestínumenn Israelski herinn gerði í nótt eld- flaugaárásir úr þyrlum á þrjár bækistöðvar Fatahhreyfingar Yass- ers Arafats Palestinuleiðtoga á Vest- urbakkanum og Gazasvæðinu. Ekki hafði í morgun frést af manntjóni eða skemmdum vegna árásanna. Vígamenn Fatahhreyfingarinnar hafa verið herskáir í átökunum við ísraela sem hófust 28. september slðastliðinn. ísraelskur öryggisvörður var skotinn til bana í austurhluta Jerú- salem í gær. Lögreglan sagði palest- ínskan byssumann hafa verið að verki. Lík tveggja annarra ísraela fundust á Vesturbakkanum um helgina. Annar hafði verið stunginn til bana en hinn skotinn. Ehud Barak, forsætisráðherra ísraels, sagði við setningu ísraelska þingsins í gær að ísraelar myndu hvorki þola árásir á hermenn né óbreytta borgara. Stórsigur Rugova Lýðræðislegi demókrataflokkur- inn, flokkur Ibra- hims Rugova, vann stórsigur í kosning- unum í Kosovo á laugardaginn. Hlaut flokkurinn 58 prósent atkvæða. Lýðræðisflokkur Kosovo, sem er róttækari flokkur, hlaut 27 prósent atkvæðanna. Kennarar í verktakavinnu Nokkur hundruð sænskra kennara bjóða nú starfskrafta sína sem verktakar. Tíu fyrirtæki bjóða þjónustu kennara og búast þau við bjartri framtíð, svipaðri þeirri sem ríkir i heilbrigðisgeiranum. Bensínverö lækkar Olíufélögin í Danmörku lækkuðu i morgun verð á bensíni í kjölfar lækkunar á heimsmarkaðsverði. Björgunarstarfi lýkur Líklegt er talið að björgunarstarfi við kafbátinn Kúrsk ljúki á morgun. Kafarar komast ekki inn í miðhluta og fremsta hluta kafbátsins. Tekist hefur að ná tólf líkum úr kafbátnum. Slösuðust í jarðskjálfta Öflugur jarðskjálfti, 5,5 á Richter, gekk yfir miðhluta Japans í morgun. Sjö manns slösuðust í skjálftanum. Ný HlV-veira í Finnlandi Ný gerð HTV-veiru breiðist nú út meðal sprautuflkla í Helsingfors, Moskvu, Kaliningrad og Riga. Kúariöa af nrukkukremum Konur sem notað hafa hrukkukrem blönduðum heila, brisi, milta og legi úr kúm eiga á hættu að fá Creutzfeldt-Jacob- sjúkdðminn. Þetta kemur fram í skýrslu bresku stjórnarinnar. Handtökur í Perú Heryfirvöld í Perú lýstu því yfir í gær aö þau hefðu handsamað flesta þeirra 50 hermanna sem tóku þátt í uppreisn gegn Fujimori forseta á sunnudaginn. Herfbringi í haldi uppreisnarmanna var frelsaður. Geímfarar lagöir af stað Geimflaug, með rússneskum og bandarískum geimfórum, var í morgun skotið frá Kasakstan til alþjóðlegrar geimstöðvar. Rottueitur í barnabollu Heill bekkur 12 ára barna drakk jarðarberjabollu með rottueitri á hrekkjavöku um helgina. Bekkjarfélagi hafði sett eitrið út sem var svo lítið aö engum varð meint af. Pútín í París Búist er við að Vladímír Pútín Rússlandsforseti kynni umbæturnar í landi sínu fyrir frönskum ráðamönnum í París í dag til að vekja athygli franskra fjárfesta. Pútín heldur heim til Rússlands á morgun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.