Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2000, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2000, Blaðsíða 9
r i ¦b ! ! I ! f ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2000 I>V Utlönd Danskir stjórnmálamenn undrandi á ríkidæmi Færeyinga: íhuga niðurskurð á ríkisstyrknum Maríja Milosevic Ástand dóttur forsetans fyrrverandi var mjög alvarlegt í síöustu viku. Dóttir Milosevics á sjúkrahúsi með taugaáfall Marija Milosevic, dóttir Slobod- ans Milosevics, fyrrverandi Júgóslavíuforseta, liggur nú á sjúkrahúsi í Belgrad vegna tauga- áfalls. Ástand hennar var hættulegt þegar hún var lögð inn fyrir viku en hún er nú á batavegi þó hún sé enn alvarlega veik, að því er blaðið Vecernje Novosti greindi frá í gær. Þetta eru fyrstu fregnirnar sem berast af Mariju frá því 6. október þegar faðir hennar neyddist til þess að draga sig í hlé. Sonur Milosevics, Marko, er sagð- ur hafa yfirgefið Belgrad ásamt konu sinni og barni nokkrum klukkustundum eftir að faðir hans gafst upp. Peningar streyma í svo miklum mæli inn í færeyska ríkiskassann að margir stjórnmálamenn í Dan- mörku íhuga nú að skera niður beinan ríkisstyrk Dana til Færey- inga, að því er segir í danska blað- inu Jyllands-Posten í morgun. Styrkurinn nemur nú vel á tíunda milljarð íslenskra króna á ári. Á síðustu þretnur árum hefur færeyski landskassinn verið rekinn með um það bil fimm milljarða ís- lenskra króna afgangi á ári. Lands- kassinn er því hreinlega að sligast undan um það bill fimmtán millj- arða króna tekjuafgangi. Færeyska landstjórnin segir að þróun rikisfjárniálanna að undan- förnu sé söguleg og sýni að hægt er að leggja peninga til hliðar. Danskir stjórnmálamenn eru ekki jafnhressir með þennan sparn- að og færeyska landstjórnin. Að sögn Jyllands-Posten furða margir sig á því að danskir skattgreiðendur skuli standa straum af sparnaðinum á sama tima og færeyska landstjórn- in hafnar alfarið tillögum danskra stjórnvalda um fjögurra ára aðlög- Poul Nyrup Rasmussen Danski forsætisráðherrann og aörir ráðamenn í Danmörku ræða stöð- una í sjálfstæðisviðræðunum við Færeyinga í dag. Síðasta lota við- ræðnanna í Kaupmannahöfn fór út úm þúfur á fimmtudag. unartíma fyrir afnám ríkisstyrksins eftir að Færeyjar öðlast sjálfstæði. Samningaviðræðurnar um sjálf- stæði fóru meðal annars út um þúf- ur á fimmtudag vegna kröfu Færey- inga um að fá fimmtán ára aðlögun- artíma. Danskir jafnaðarmenn hafa ekki enn rætt hvað gerist þegar styrkur- inn rennur út í lok næsta árs. Jan Petersen þingflokksformaður segir það hins vegar ekkert náttúrulög- mál að styrkurinn skuli nema um tíu milljörðum íslenskra króna. „Og jafnvel þótt efnahagslíf Fær- eyja sé viðkvæmt bendir tekjuaf- gangurinn til þess að þeir geti sjálf- ir staðið undir stærri hluta velferð- arkerfisins," segir Jan Petersen. Samkvæmt upplýsingum frá fær- eysku landsrjórninni varðandi fjár- lög næsta árs nota Færeyingar á þessu ári aðeins um þriðjung danska ríkisstyrksins i rekstur hins opinbera. Margir milljarðar fara beint í sparnað. Anfinn Kallsberg lögmaður er ekki hissa á orðum Dananna. Hann hefur sjálfur áhuga á að lækka ríkisstyrkinn. Harry Potter sjálfur Daniel Radcliffe sem leikur Harry Potter í væntanlegri kvikmynd hefur ekki áhyggjur af slæmum áhrifum. Harry Potter sannar að Satan er á meðal vor Harry Potter-æðið sém fer um jörðina eins og eldur í sinu þykir ýmsum sönnun þess að Satan sjálf- ur sé enn á meðal vor. Barátta gegn litla töframanninum hefur færst í aukana að undanförnu. „Harry Pott- er-bækurnar eru til þess fallnar að laða fólk að göldrum og hinu yfir- skilvitlega," segir á heimasíðu bandarískra strangtrúarsamtaka. Aðdáendur Harrys láta sér fátt um fmnast og búast má við að á hrekkjarvökunni, sem haldin er víða um heim i dag, verði margir krakkar í Harry Potter-búningum. Höfundur bókanna, J.K. Rowling, hlær hins vegar að fullyrðingum um að bækur hennar hvetji til djöfladýrkunar. Nýttu hana í sláturtíð, framtíð, berjatíð, nútíð, vertíð og gúrkutíð því verðið er í þátíð Sú blákalda staðreynd, að AEG frystikisturnar okkar hafa verið á sama verði í ríflega eitt ár, ætti að ylja mönnum um hjartarætur. Verðfrysting Hæstaréttardómari drepinn á Spáni Spænskir lögregluþjónar rannsaka verksummerki eftir bílsprengju sem varð . hæstaréttardómara, ökumanni hans og lífverði að bana í Madríd ígær. Aðskilnaðarsamtök Baska, ETA, eru sökuð um verknaðinn. Handtaka í kjölfar sjónvarpsþáttar TV2: Danskur fréttamaður í gervi barnaníðings Á meðan danska sjónvarpsstöðin TV2 sendi út heimildaþátt um danska barnaníðinga í gærkvöld handtók lög- reglan einn þeirra sem fram komu í þættinum. Samtök barnaníðinga höfðu árangurslaust reynt að stöðva útsendinguna á þeim forsendum að þeir hefðu verið kvikmyndaðir í leyni. Nokkrum klukkustundum fyrir útsendinguna tilkynnti undirréttur í Kaupmannahöfn að kröfu barnaníð- inganna heföi verið hafnað. Danski fréttamaðurinn Jacob Billing fékk hugmyndina að þættinum þegar hann útskrifaðist frá blaðamannahá- skóla Danmerkur. Hann hafði sam- band við samtök barnaníðinga en fékk ekkert svar. Þremur mánuðum seinna fékk hann bréf frá samtökun- um. Hann ákvað að villa á sér heim- ildir og tók sér nafnið Jacob And- ersen. Hann kvaðst vera fjölskyldu- maður en hafa áhyggjur af hneigð sinni til barna. Honum voru boðnar myndir af börnum og kvikmyndir með þeim og bent á Netið. Einnig var honum sagt frá möguleíkanum á kyn- mökum við börn erlendis. Billing ákvað aö leita uppi nokkur barnanna sem höfðu verið kvikmynd- uð. Slóðin leiddi til Svíþjóðar og til tveggja kvenna sem nú eru fullorðnar. Önnur hafði veriö mynduð við leik- fimisæfmgar með vinkonu sinni. Þær voru beðnar um að afklæðast því gera átti þær að stjörnum. Foreldrar telpn- anna bönnuðu fleiri myndatökur. Hin konan hafði verið misnotuð af föður sínum. Hún vissi ekki að teknar hefðu verið myndir af ódæðisverkinu. 3 ára ábyrgö Vörunr. 12HS 23HL 29HL 38HL 53HL 61HL Heiti HF120 HFL 230 HFL 290 HFL 390 EL53 EL61 Bnttto Lílrar 132 221 294 401 527 607 Netto Lftrar 126 210 282 382 504 581 Hæð sm. Breidd sm. 55 79 100 130 150 170 Dýpt sm. Körfur sem fylgja BRÆÐURNIR :#]QKMSSON Lágmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.is Læsing Nei Já Já Já Já Já Einangrun þykkt fmm. 55 55 55 55 60 60 Rafnotkun m/v18°Cumhv.hita kWh/24 klst 0,60 0,84 1,02 1,31 1,39 1,62 Verð áður 43.092 47.843 51.039 54.599 65.116 73.287 Tilboðsverð 29.900 33.900 35.900 39.900 46.900 53.900 RdDIOiyMfS? Geislagötu 14 • Slmi 462 1300

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.