Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2000, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2000, Page 9
9 ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2000_____________________________________________________________________________________________ DV Útlönd Marija Milosevic Ástand dóttur forsetans fyrrverandi var mjög alvarlegt í síöustu viku. Dóttir Milosevics á sjúkrahúsi með taugaáfall Marija Milosevic, dóttir Slobod- ans Milosevics, fyrrverandi Júgóslavíuforseta, liggur nú á sjúkrahúsi í Belgrad vegna tauga- áfalls. Ástand hennar var hættulegt þegar hún var lögð inn fyrir viku en hún er nú á batavegi þó hún sé enn alvarlega veik, að því er blaðið Vecemje Novosti greindi frá i gær. Þetta eru fyrstu fregnimar sem berast af Mariju frá því 6. október þegar faðir hennar neyddist til þess að draga sig í hlé. Sonur Milosevics, Marko, er sagð- ur hafa yfirgefið Belgrad ásamt konu sinni og barni nokkrum klukkustundum eftir að faðir hans gafst upp. Danskir stjórnmálamenn undrandi á ríkidæmi Færeyinga: íhuga niðurskurð á ríkisstyrknum Peningar streyma í svo miklum mæli inn í færeyska ríkiskassann að margir stjórnmálamenn í Dan- mörku íhuga nú að skera niður beinan ríkisstyrk Dana til Færey- inga, að því er segir í danska blað- inu Jyllands-Posten í morgun. Styrkurinn nemur nú vel á tíunda milljarð íslenskra króna á ári. Á síðustu þretnur árum hefur færeyski landskassinn verið rekinn með um það bil flmm milljarða ís- lenskra króna afgangi á ári. Lands- kassinn er því hreinlega að sligast undan um það bill fimmtán millj- arða króna tekjuafgangi. Færeyska landstjórnin segir að þróun ríkisfjárniálanna að undan- fórnu sé söguleg og sýni að hægt er að leggja peninga til hliðar. Danskir stjórnmálamenn eru ekki jafnhressir með þennan sparn- að og færeyska landstjórnin. Að sögn Jyllands-Posten furða margir sig á því að danskir skattgreiðendur skuli standa straum af sparnaðinum á sama tíma og færeyska landstjórn- in hafnar alfarið tillögum danskra stjórnvalda um fjögurra ára aðlög- Poul Nyrup Rasmussen Danski forsætisráðherrann og aðrir ráðamenn í Danmörku ræða stöð- una í sjálfstæðisviðræðunum við Færeyinga i dag. Síðasta lota við- ræðnanna í Kaupmannahöfn fór út úm þúfur á fimmtudag. unartíma fyrir afnám ríkisstyrksins eftir að Færeyjar öðlast sjálfstæði. Samningaviðræðurnar um sjálf- stæði fóru meðal annars út um þúf- ur á fimmtudag vegna kröfu Færey- inga um að fá fimmtán ára aðlögun- artíma. Danskir jafnaðarmenn hafa ekki enn rætt hvað gerist þegar styrkur- inn rennur út í lok næsta árs. Jan Petersen þingflokksformaður segir það hins vegar ekkert náttúrulög- mál að styrkurinn skuli nema um tíu milljörðum íslenskra króna. „Og jafnvel þótt efnahagslíf Fær- eyja sé viðkvæmt bendir tekjuaf- gangurinn til þess að þeir geti sjálf- ir staðið undir stærri hluta velferð- arkerfisins," segir Jan Petersen. Samkvæmt upplýsingum frá fær- eysku landstjórninni varðandi fjár- lög næsta árs nota Færeyingar á þessu ári aðeins um þriðjung danska ríkisstyrksins i rekstur hins opinbera. Margir milljarðar fara beint í sparnað. Anfinn Kallsberg lögmaöur er ekki hissa á orðum Dananna. Hann hefur sjálfur áhuga á að lækka ríkisstyrkinn. Harry Potter sjálfur Daniel Radciiffe sem leikur Harry Potter í væntanlegri kvikmynd hefur ekki áhyggjur af slæmum áhrifum. Harry Potter sannar að Satan er á meðal vor Harry Potter-æðið sem fer um jörðina eins og eldur í sinu þykir ýmsum sönnun þess að Satan sjálf- ur sé enn á meðal vor. Barátta gegn litla töframanninum hefur færst í aukana að undanfórnu. „Harry Pott- er-bækurnar eru til þess fallnar að laða fólk að göldrum og hinu yfir- skilvitlega," segir á heimasíðu bandariskra strangtrúarsamtaka. Aðdáendur Harrys láta sér fátt um finnast og búast má við að á hrekkjarvökunni, sem haldin er víða um heim í dag, verði margir krakkar í Harry Potter-búningum. Höfundur bókanna, J.K. Rowling, hlær hins vegar að fullyrðingum um að bækur hennar hvetji til djöfladýrkunar. 3 ára ábyrgð Hæstaréttardómari drepinn á Spáni Spænskir lögregiuþjónar rannsaka verksummerki eftir bílsprengju sem varð hæstaréttardómara, ökumanni hans og lífverði að bana í Madríd í gær. Aðskilnaðarsamtök Baska, ETA, eru sökuð um verknaðinn. Handtaka í kjölfar sjónvarpsþáttar TV2: Danskur fréttamaður í gervi barnaníðings Á meðan danska sjónvarpsstöðin TV2 sendi út heimildaþátt um danska barnaníðinga í gærkvöld handtók lög- reglan einn þeirra sem fram komu í þættinum. Samtök barnaníðinga höfðu árangurslaust reynt að stöðva útsendinguna á þeim forsendum að þeir hefðu verið kvikmyndaðir í leyni. Nokkrum klukkustundum fyrir útsendinguna tilkynnti undirréttur í Kaupmannahöfn að kröfu barnaníð- inganna hefði verið hafnað. Danski fréttamaðurinn Jacob Billing fékk hugmyndina að þættinum þegar hann útskrifaðist frá blaðamannahá- skóla Danmerkur. Hann hafði sam- band við samtök barnaníðinga en fékk ekkert svar. Þremur mánuðum seinna fékk hann bréf frá samtökun- um. Hann ákvað að villa á sér heim- ildir og tók sér nafnið Jacob And- ersen. Hann kvaðst vera fjölskyldu- maður en hafa áhyggjur af hneigð sinni til barna. Honum voru boðnar myndir af bömum og kvikmyndir með þeim og bent á Netið. Einnig var honum sagt frá möguleikanum á kyn- mökum við börn erlendis. Billing ákvað að leita uppi nokkur bamanna sem höfðu verið kvikmynd- uð. Slóðin leiddi til Svíþjóðar og til tveggja kvenna sem nú eru fullorðnar. Önnur hafði verið mynduð við leik- fimisæfmgar með vinkonu sinni. Þær vora beðnar um að afklæðast því gera átti þær að stjömum. Foreldrar telpn- anna bönnuðu fleiri myndatökur. Hin konan hafði verið misnotuð af fóður sínum. Hún vissi ekki að teknar hefðu verið myndir af ódæðisverkinu. Nýttu hana í sláturtíð, framtíð, berjatíð, nútíð, vertíð og gúrkutíð því verðið er í þátíð Sú blákalda staðreynd, að AEG frystikisturnar okkar hafa verið á sama verði í ríflega eitt ár, ætti að ylja mönnum um hjartarætur. Vörunr. Heiti Brútto Lítrar Netto Lítrar Hæð sm. Breidd sm. Dýpt sm. Körfur sem fylflja Læsing Einangrun þykkt 1 mm. Rafnotkun m/v 18°C umhv.hita kWh/24 klst Verð áður Tilboðsverð 12HS HF120 132 126 86 55 61 1 Nei 55 0,60 43.092 29.900 23HL HFL230 221 210 86 79 65 1 Já 55 0,84 47.843 33.900 29HL HFL290 294 282 86 100 65 1 Já 55 1,02 51.039 35.900 38HL HFL 390 401 382 86 130 65 2 Já 55 1,31 54.599 39.900 53HL EL 53 527 504 86 150 73 3 Já 60 1,39 65.116 46.900 61HL EL 61 607 581 86 170 73 3 Já 60 1,62 73.287 53.900 Verðfrysting BRÆÐURNIR Lágmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.is ___rfk___ RáDIOfMOSf Geislagötu 14 • Sími 462 1300

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.