Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2000, Blaðsíða 10
10 ÞRIDJUDAGUR 31. OKTÓBER 2000 Skoðun I>V rning dagsins Hvenær finnst þér að setja eigi upp jólaskrey tingar? Birgir Guðbjartsson verkamaöur: í endaöan nóvember. Guömundur Þór Böövarsson nnmi: Um miöjan desember, ekki fy ,, því annars veröur þetta bara orðib hversdagslegt þegar jólin koma. Jón Baldvinsson verkamaöur: Um miöjan nóvember og hafa þær uppi lágmark útjanúar. Berglind Guöjónsdóttir afgreioslu- dama: í endaóan nóvember eöa byrjun des- ember. Viktor Ragnarsson nemi: / byrjun desember má setja upp allar skreytingar. Auðunn Gestsson blaðasali: Þaö má byrja núna, þaö styttist í jólin. Dagfari *«i'-* Yfirfullar hillur af tóbaki En ríkiskassinn tapar. Að reykja eða reykja ekki i, Hauksson (enn þá íslenskur ríkisborgari) skrifar: Eitt sinn var uppi maður sem nú á dögum er kallaður Neanderdals- maður. Hann hafði hvorki sjónvarp, GSM-sima, bíl né Internetið. En eitt hafði hann sem ég öfunda hann af og það var frelsi. Ég vil gjarnan trúa því að ég sé frjáls maður en eftir að hafa horft á Silfur Egils á Skjá ein- um, þar sem Davíð Þór reyndi að hafa vit fyrir einum af alþingis- mönnum okkar, sem vill þrefalda eða fjórfalda verð á tóbaki, var þessi frelsistilfinning mín á bak og burt. Má ég ekki bara ráða því sjálfur hvort ég reyki eða ekki? - Vilt þú taka þínar ákvarðanír sjálfur eða að aðrir taki þær fyrir þig? Hvernig yrði næsta þvingun stjórnvalda; kannski homma- og les- biuskattur ættaður frá Árna John- sen? Fimmfalt verð á sykri eftir lest- ur helgarblaös DV þar sem sykur er talinn hið mesta eitur? Væri ekki verið að leggja grunninn að verkefn- „Fyrsta mafían á íslandi mun grœða á tá og fingri á sölu smyglaðs tóbaks en ríkiskass- inn tapa, aúk þess sem allar tölfrœðilegar staðreyndir um tóbáksneyslu eru á bak og burt." um fyrir smyglara og aðra glæpa- menn? Fyrsta mafían á íslandi mun græða á tá og fingri á sölu smyglaðs tóbaks en ríkiskassinn tapa, auk þess sem allar tölfræðilegar stað- reyndir um tóbaksneyslu eru á bak og burt. - Hvað skyldi rekstur tó- baksvarnanefndar kosta á ári, og er hann til einhvers? Stærsti snifffaraldur á íslandi, þar sem unglingar lyktuðu af hin- um ýmsu límefnum, kom í kjölfar áróðursherferðar sem minnti frekar á vörukynningu en eitthvað annað og segir okkur að áróður er vand- meðfarinn og getur virkað öfugt ef ekki er rétt með farið. í hugum ung- linga er BANN SPENNANDI. Er ekki á ábyrgð foreldra að segja börnum sínum til um hættur lífs- ins? íslenskt þjóðfélag er að verða ofverndað aumingjaþjóðfélag þar sem einn hugsar fyrir annan og einn segir þú mátt þetta en ekki þetta. Maður dettur á svelli og fé- lagsfræðingar og sálfræðingar flykkjast að með áfallahjálp og þess háttar. - Væl og aumingjaskapur, ekkert annað. Má ég frekar hugsa um mig sjálf- ur, þótt ég velji kannski ekki alltaf rétt. Bann er engin lausn í þessu máli. Bjór var drukkinn hér þrátt fyrir bann og fyrirhugaðar verð- hækkanir eru ekkert annað en dul- búið bann. Eins verður það með sígarettur nái þessi dæmalausa vit- leysa fram að ganga. Frelsi manna fylgja ýmsir gallar en að mínu mati enn fleiri kostir og met ég frelsi mitt mikils. Úr tengslum við fólkið í landinu Hrafnkell Daníelsson skrifar. Er sá möguleiki fyrir hendi að þing- menn og ráðherrar þjóðarinnar séu komnir úr öllum tengslum við fólkið í landinu? Svarið við þessu hlýtur að vera já. Það sýnir sig kannski best í því að ráðamenn, með forsætisráð- herra í fararbroddi, hafa ekki hug- mynd um hvernig kjör hjá sumum hópum í þjóðfélaginu eru orðin. Þeir vilja ekki sjá augljósar staðreyndir um fátækt og slæm kjör hjá einstök- um hópum í landinu. Verst eru þó kjör öryrkja sem eru giftir eða í sambúð. Það dynja yfir þá skerðingar á bótum ef þeir eiga maka eða ef einhver annar með óskerta „I menntamálunum er einnig alltá hraðri niðurleið. Getur það verið vegna þess að kenn- arar eru illa launaðir og erfitt að fá menntaða kennara til starfa hjá grunnskólunum?" starfsorku býr á heimili þeirra. Þetta er að minu mati brot á mannréttind- um og þekkist hvergi nema hér á þessu útnáraskeri. Félagslega kerfið er komið niður úr öllu valdi, með Pál Pétursson fremst- an í flokki. Honum tókst meira að segja í trássi við landslög að láta flytja heilan hrepp sýsluflutningum fyrir ekki margt löngu þegar hann samein- aði Skógarstrandarhrepp i Snæfells- nessýslu við Dalabyggð og lagði þar með hreppinn í eyði með dyggri hjálp frá oddvita Skógarstrandar, í óþökk flestra í sveitinni. Þar með stendur eftir minning um blómlega sveit sem komin er í eyði. í menntamálunum er einnig allt á hraðri niðurleið. Getur það verið vegna þess að kennarar eru illa laun- aðir og erfltt að fá menntaða kennara til starfa hjá grunnskólunum? Svari hver fyrir sig. Það er ótrúlegt að fólk- ið í þessu landi skuli aldrei geta stað- ið saman að einu eða neinu lengur. GSM á Jesútilboði, ein mæn í kaupbæti! Þjóðkirkjan íslenska er mikil guösgjöf fyrir ís- lenska fjölmiðla. Undanfarin ár hefur pottþétt mátt treysta á að kirkjan lumi á krassandi frétta- molum, jafnvel þó að tóm gúrka ríki að öðru leyti og fjandann ekkert sé að gerast. Kirkjan er orðin það haldreipi sem fréttamenn geta reitt sig á þeg- ar allt annað bregst. Bara það eitt er efni í ágæta frétt að þetta fyrir- bæri sem telur sig í forystuhlutverki andlegs upp- alanda þjóðarinnar er alls ekki skilgreint sem trú- félag. Ekki verður annað séð en biskupinn blessaður hafi með sóma séð til þess að fréttasíður og skjáir landsmanna hafa með nokkuð reglulegu millibili get- að slegið upp hverju vandræðamálinu af öðru. Kristnihátíð á Þingvöllum varð fræg af endemum, sér í lagi samskipti kirkjunnar við ásatrúarmenn. _ Frægur er líka vandræðagangur vegna samskipta Holtsklerks í önundarfirði við söfnuð sinn sem skil- aði sér vel í fimmdálka forsíðufyrirsögnum. Þar stóð biskup sig hreint með ágætum við að halda gang- andi vikum saman máli sem að grunni til var ekki nokkur skapaður hlutur. Snilli biskupsins fólst í því að gera ekkert í málinu fyrir en allt var komið í bál og brand. Þá afgreiddi hann málið með þvílíkri snilld að leitun er að öðru eins. Niðurstaðan varð sú að klerkurinn í Holti var hreinlega jarðsettur lifandi Fram undir þetta hafa prestar varað við auglýsingamennsku og skrumi sem talið var vera að kaffæra boðskap kirkjunnar. Biskupinn hefur komið auga á að barátta klerka í þessum efnum í gegnum tíðina var tóm vitleysa. Kristni og kaupgleði fara svo sannarlega saman. og að frumkvæði biskups komið fyrir á þeim gamla kirkjustað Bergþórshvoli þar sem hann á að sinna skriftum. Séra Geir Waage vék að þessari snilli biskups á kirkjuþingi í síðustu viku og vildi fá að ræða auð- mýkingaraðgerð Karls Sigurbjörnssonar biskups gagnvart sr. Gunnari Björnssyni, fyrrverandi Holts- presti. Biskup lét ekki Reykholtsprestinn komast upp með neinn moðreyk, heldur breytti einfaldlega dagskrá prestastefnunnar til að þagga niður í þess- um óþæga klerki. - Slikt gerir enginn nema snill- ingur. Nýjasta trompið sem biskup fylgir nú úr hlaði er að virkja auglýsingastofur og verslanir til að flétta kristni og kirkjulegan boðskap með einum eða öðr- um hætti inn í jólaauglýsingar. Fram undir þetta hafa prestar varað við auglýsingamennsku og skrumi sem talið var vera að kaffæra boðskap kirkjunnar. Biskupinn hefur komið auga á að bar- átta klerka í þessum efnum í gegnum tíðina var tóm vitleysa. Kristni og kaupgleði fara svo sannarlega saman. í komandi jólaauglýsingaherferð verður spennandi að sjá afrakstur af samstarfi biskupsstofu og auglýs- ingastofanna. Trúlega má þar búast við mjög skemmtilegum auglýsingum á borð við: „Vertu í sambandi við Guð. GSM á Jesútilboði, ein mæn í kaupbæti!" - Nú eða fyrir jólabaksturinn: „Kaupið guðdómlega nýja smjörlíkið okkar. Gyðingar með Jesúlíki bragðast betur!" - Amen. Hnífstungu- maður fluttur i varöhald. Afbrot og refsingar Erla Magnúsdóttir nringdi: Þar sem nú er rætt alvarlega að refsingar hér á landi megi gjarnan fara í þann farveg að sam- félagsþjónusta komi að verulegu leyti í stað þeirra vil ég eindregið vara við þessari skoðun. I sumum tilvikum kann þetta að vera rétt en í flestum alvarlegri glæpunum og jafnvel þeim sem ekki flokkast undir stórkostlega glæpi á skilyrðis- laust að halda víð þungri refsingu með fangelsisvist. Mönnum á að refsa ef sannast á þá afbrot og það er ekki hættulaust að fara að hleypa afbrota- mönnum t.d. í almenna vinnu þótt eitthvert eftirlit væri til staðar. Ég býð ekki í að t.d. kæmu menn á minn vinnustað þar sem umönnun sjúkra er uppistaðan í starfinu. Kenningar afbrota- eða sálfræðinga eru ekki al- gildar. Lífeyrissjóðirnir mismuna Þórður skrifar: Það er ekki af engu sem almenning- ur er argur út í eitt og annað og virð- ist ekki geta sætt sig við margt af því sem hér er búið að festa i lög og farið er eftir. Af mörgu er að taka eins og allir vita. Mesta óréttlætið er þó að mínu mati og margra annarra að líf- eyrissjóðakerfið er þannig upp byggt að þar sitja ekki allir við sama borð. - Að þingmenn, ráðherrar og margir opinberir starfsmenn skuli hafa marg- fóld réttindi á við flesta launþega í landinu. Það er þessi græðgi og þessi sérhyggja þeirra sem aðstöðuna hafa (þó með tilstilli kjósenda) sem hefur gert það að verkum að hér eru sífelld deilumál uppi sem þyrftu alls ekki að vera. Og eru hvergi i öðrum sið- menntuðum ríkjum. Flakkið er óþolandi Ingðlfur Arnarson hringdi Það fer að veröa dálítið gruggugt finnst mér þetta óstjórnlega flakk þingmanna um all- an heim. Ég las í Degi að þingmenn okkar hefðu farið í hópferð til Rúss- lands til að ræða við háttsetta menn í Dúmunni, eins og það var orðað i fréttinni, Enn önnur þingmannanefnd fór alla leið til Jakarta í Indónesíu, bara í þessum mánuði, þegar þingið er að störfum. Er einhver þörf á öllum þessum ferð- um þingmanna, ég spyr? Og allir þeir dagpeningar sem við eyðum í þetta? Enginn gefur afgangsdagpeninga nema Pétur Blöndal sem lætur afgang- inn renna til góðgerðastofnana. Og svo eru menn að skammast út í Pétur. Ég held að hann sé hreinlega eini heiðarlegi þingmaðurinn og sá sem hefur í raun efni á að sitja á þingi. Kaffistofu vantar í vesturbæ Solla skrifar: Pétur H. Blöndal alþm. Ég er áreiðanlega ekki ein um að flnnast - og hef raunar rætt við nokk- uð marga - að litlar kaffistofur (ekki endilega krár og alls ekki bjórkrár) vantar víðs vegar um borgina þar sem hverfisbúar geta hlaupið inn, fengið sér kaffi og köku eða brauð og rabbað saman ef svo ber undir. Ég er viss um að svona staðir bera sig. Ég bý í vest- urbænum, milli Hringbrautar og Vesturgótu, og þar er enginn svona staður. Getur ekki einhver sett upp svona stað. Bjór má vera til staðar en ekki sem aðalsöluvara, jafhvel að hægt sé að fá sér koníak með kaffi. Og staðurinn loki ekki seinna en 12 á miðnætti. ovi Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í sfma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangið: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasíöa DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.