Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2000, Blaðsíða 12
12 ÞRIDJUDAGUR 31. OKTÓBER 2000 Menning jy^r Óskar allur Það gleymist seint þeim sem sáu og heyrðu Gúnter Grass lesa fyrsta kafla Blikktrommunnar á bókmenntahátíð í Iðnó i síðasta mánuði. Sá kafli er ein- hver magnaðasti prósi sem skrifaður hef- ur verið á seinni hluta aldarinnar, og að heyra hann á þýsku í frábærum upp- lestri Grass og lesa um leið á tjaldi þýð- ingu Bjarna Jónssonar var stórkostleg tviradda upplifun. Bókmenntir Að Grass skyldi velja þennan fyrsta kafla er engin tilvfljun. Sennilega eru fyrstu tveir hlutar Blikktrommunnar þekktari en sögulokin sem nú eru ný- komin út á íslensku. Kvikmynd Volkers Schöndorffs á náttúrlega hlut í þessu en hún endar þar sem öðru bindinu sleppir og á sinn þátt í mynd margra af Blikk- trommunni (hvernig væri annars að við fengjum að sjá myndina í bíó nú þegar sagan er öll komin út?). Vegna þessa er sér- staklega gleðilegt að koma að síð- asta hluta bókar innar nú. Hann er á margan hátt ólík- ur þeim fyrri; Ósk- ar, aðalpersóna sög- unnar og sögumaður, hefur yfirgefið fyrri til- veru sína sem dvergur og eilífðarbarn. Hann er byrjaður að stækka og sálarlíf hans flækist að mun. Nú dregur líka sam an með sögutímanum og frásagnartímanum, þ.e. þeim punkti í sögunni þegar Óskar liggur á geðsjúkrahúsi og segir sögu sina. Saga hans færist nær því að vera DV-MYND ÞOK Gúnter Grass á Bókmenntahátío í Reykjavík þroskasaga þótt hún sé enn langt frá því að vera hefðbundin á nokkurn hátt. Enn sem fyrr eru í þessum þriðja hluta Blikktrommunnar ógleymanlegir kaflar og æv- intýri. Lýsingin á kaffihúsinu Lauk- búllunni þar sem ekkert er selt nema laukur og skerbretti þannig að fólk geti komið þar saman til að gráta er til dæmis óborganlega fyndin og sorgleg í senn, jafnframt því sem hún er óvið- jafnanleg dæmisaga um hlutskipti fólks í rústum Evrópu eftir seinni heims- styrjöld. Ástarævintýri Óskars og hjúkrunarkonunnar Dóróteu er sömu- leiðis magnað; uppfullt eins og það er af vanmætti, misskilningi og getuleysi en samt svo ómótstæðilega líkamlegt og spennuhlaðið. Það eru kaflar eins og þessir og upphafskafli sögunnar sem sitja fastir í þeim fræga hænuhaus les- andans. Þýðing Bjarna Jónssonar er traust sem fyrr. Á fyrrnefndum upplestri sá maður glöggt að þýðingin nær ekki alltaf að sveigja íslenskuna að öllum þeim heljarstókkum í stíl og setninga- byggingu sem Grass beitir. En hún nær þeim sérkennilega tón sem einkennir rödd Óskars og oft ér hún glæsileg. Mér kæmi raunar ekki á óvart að þessi síð- asti hluti reyndist best heppnaður ef vel væri að gáð. Islenski textinn hér er meira grípandi en í fyrri bindunum. Þegar Blikktromman er öll komin út er rétt að nota tækifærið og þakka fyr- ir sig. Þýðing hennar er leiðrétting á einni af verri gloppunum í íslenskri bókmenntasögu síðustu áratuga. Rödd Óskars trommara hefur bergmálað í ís- lenskum bókmenntum öðru hverju undanfarin ár - það var kominn tími til að við heyrðum í honum sjálfum. Jón Yngvi Jóhannsson Gúnter Grass: Blikktromman I Vaka-Helgafell 2000. Bjarni Jónsson þýddi. Sprungnar hljóðhimnur Eðlisfræðin kennir okkur að örbylgjuniður sé bergmál Miklahvells, þegar alheimurinn varð til. Hugsanlegt er að verkið Aspekt eftir hollenska tónskáldið Konrad Boehmer, sem var flutt á síð- ustu tónleikum Art2000 í Salnum í Kópavogi á laugardagskvöldið, hafi verið einhvers konar hugleiðing um upphaf alls með því að vera til- brigði við örbylgjunið. Eða kannski ekki örbylgj- unið, heldur bara talstöðvahvæs eða suðið sem heyrist á milli útvarpsstöða. Þarna var suð á mis- hárri tiðni i öllum hugsanlegum útgáfum eins og einhver væri að stilla langdrægt útvarp, og bjóst maður þá og þegar við að heyra kínverska þjóð- sönginn, eða bara háseta að tala við konuna sína i landi. Aspekt er gamalt verk sem vann til verð- launa í París árið 1968, það er barn sins tíma en hefur elst illa, og á tónleikunum varð endalaust suðið tilbreytingarlaust til lengdar. Á svipuðum nótum var Daisy Chains eftir Laurens Kagenaar, samið árið 1998. Eins og Aspekt var það leikið af tónbandi og var einn hrærigrautur af rafmögnuðum brothljóðum sem nístu mann inn að beini. Jafnvel þó óhljóðum sé Bókmenntir raðað upp á einhvern úthugsaðan hátt verða þau aldrei annað en hávaði, og Daisy Chains var álíka leiðinlegt og drunur í loftbor i næstu íbúð klukk- an átta á sunnudagsmorgni. ART 2000 Ekki betra var verk eftir Davíð B. Franzson sem unniö var upp úr umhverfishljóðum i Grindavík, það var tilgerðarlegt og langdregið eins og misheppnaður brandari. Og músíktilraun- ir AuxPans, sem er listamannsnafn ungs drengs er telst yera „eini hreinræktaði hávaðalistamað- urinn á íslandi", voru eins og margfaldur hávaði á trésmíðaverkstæði, nokkurs konar einleiks- konsert fyrir fræsara og keðjusagarhljómsveit. Fólk þurfti að halda fyrir eyrun mestallan tim- ann, og datt manni helst í hug að AuxPan væri eitthvað illa við áheyrendur. Af hverju var hann annars að reyna að sprengja hljóðhimnur þeirra með tónlistarlegu fitli við sjálfan sig? Tónlistaratriði sem sýnt var beint á Netinu frá Princeton-háskóla var álika misheppnað, tenging- in var slæm, myndin slitrótt og tónlistin datt út í nokkrar sekúndur með reglulegu millibili. Það var synd því það sem heyrðist var kliðmjúk til- breyting frá óhljóðunum á undan og eftir. Skásta verkið á tónleikunum var Josef Albers Motion Mix eftir þá Hlyn Aðils Vilmarsson (tón- list) og Baldur Helgason (grafík), en verk þeirra var „sjónræn endurblöndun á völdum listaverk- um" eftir Josef Albers (1888-1976). Tónlistin var eins konar keðja af þægilegum hljómum sem virt- ust ekki hafa neina stefnu, og féllu þeir vel að myndverkunum á skjánum, samfelldri runu af áferðarfallegu munstri. Mega þeir Baldur og Hlynur eiga það að þeir voru ekkert að teygja lopann og vissu, ólíkt hinum tónskáldunum á tón- leikunum, hvenær þeir áttu að hætta. Jónas Sen Stórskemmtileg stappa Sigrún Eldjárn er löngu kunn fyrir barnabækur sinar sem segja yfirleitt sögu bæði í máli og mynd- um. Svo er einnig um Drekastöppuna en þar kynnumst við Hörpu sem hefur yndi af að leysa vandamál og Hróa sem á einmitt við vandamál að stríða; hann hefur týnt peningum sem afi hans gaf honum til aö kaupa dósahnif og sokka. Harpa deyr ekki ráða- laus, og með þvi að fá alls kyns persónur sem á vegi þeirra verða til að skipta á hlutum við þau þá tekst henni að bjarga málinu þótt lausnin sé kannski ekki alveg dósahnífur og sokkar. í leiðinni ætlar Mynd úr Drekastöppunni Hér fær Harpa hvolp i skiptum fyrir skál. hún að veiða einn dreka eða svo til að geta búið til gómsæta drekastöppumáltið handa mömmu sinni, og henni tekst að búa til ljúffenga máltíð þó að hún verði kannski aðeins öðru- vísi en ætlað var. Þó að sagan sé einföld þá er hún ótrúlega fyndin fyrir bæði börn og fullorðna. Harpa og Hrói mynda skemmtilegt andstæðu- þar sem hún sér alltaf björtu hliðina og hann þá dökku. Bæði eru þau gerð spaugúeg; Hrói er með stóðugt bölsýnis- raus en Harpa er jákvæð án þess að vera væmin, hún sér hlutina frá absúrd sjónarhorni og fær þannig allt til að ganga upp. Harpa býr einnig yflr þeim hæfileika að geta fengið fólk til að gera hluti og þannig fær hún gamla konu til að láta þau fá bók í skiptum fyrir gleraugu sem gamla konan vill fá til að geta lesið smáa letrið í bókinni sem hún er að láta af hendi! Þaö eru atburðir sem þessir sem gera söguna meinfyndna. Einnig er persónusköpun lifandi; auk Hörpu og Hróa er af- inn bráðskemmtileg persóna. Hann er mjög skap- mikill og kemur sér þannig í vandræði en að sjálfsögðu er hann einnig með hjarta úr gulli. Drekastappan einkennist af fáránleikahúmor sem höfðar vafalaust til yngri barna og svo að sjalfsögðu fullorðinna sem hafa smekk fyrir slík- um húmor eins og undirrituð. Ekki verður skilið við söguna án þess að minnast á myndirnar sem gegna lykilhlutverki við að færa söguna til les- andans; þær eru litríkar, lifandi og nútímalegar. 1 stuttu máli sagt er óhætt að mæla með þessari bók. Katrín Jakobsdóttir Slgrún Eldjárn: Drekastappan. Mál og menning 2000. Umsjón: SHJa Aoalsteinsdóttir Nína Margrét leikur dr. Pál Annað kvöld kl. 20 verða Tíbrártón- leikar i Salnum í Kópavogi þar sem Nína Margrét Grímsdóttir píanó- leikari leikur öll pí- anóverk dr. Páls ís- ólfssonar (1893-1974). Þau hafa hvorki verið hljóðrituð né flutt áður í heild sinni á tónleikum. Þetta eru tuttugu frumsamin verk fyrir hljóðfærið sem flest eru samin undir áhrifum rómantísku stefnunnar eins og hún var á seinni hluta 19. ald- ar, auk nokkurra styttri verka í anda J.S. Bach. í heild sinni eru þessar tón- smíðar eitt mikilvægasta framlag ís- lensks tónskálds til tónlistarsögunnar og skiptir þar mestu sameining fag- legra vinnubragða af hæsta gæða- flokki og gegnheilla tónhugmynda. Píanóleikararnir Örn Magnússon, Rögnvaldur Sigurjónsson og Jórunn Viðar hafa á liðnum árum hvert um sig frumflutt og hljóðritað hluta verk- anna og unnið ómetanlegt frum- kvöðlastarf til varðveislu þessara menningarverðmæta. Nína Margrét hefur komið.fram á fjölda einleiks- og kammertónleika á íslandi, í Evrópu, Bandarikjunum og Kanada og hlotið fjölda innlendra og erlendra viðurkenninga fyrir störf sín á sviði tónlistar. Hún starfar nú við Tónlistarskólann í Kópavogi og.vinn- urað dpktorsritgerð um píanóverk dr. Páls við City University of New York. Háskóla- tónleikar A morgun kl. 12.30 verða aðrir há- skólatónleikar vetrarins haldnir í Norræna húsinu. Þá mun KAWAL- kvartettinn, Björn Davið Krisrjáns- son, Kristrún Helga Björnsdóttir, Maria Cederborg og Petrea Óskars- dóttir, leika verk eftir Faustin JeanJe- an, Edward J. Chance og Friedrich Kuhlau. Tónleikarnir taka um það bil hálfa klukkustund. „Geislandi saga a Útgáfufyrirtækið Random House hef- ur sent sérstaka kynningarútgáfu af skáldsögu Ólafs Jó- hanns Ólafssonar, Slóð fiðrildanna, til fjölmiðla í Banda- ríkjunum en bókin mun koma út þar í landi 21. nóvember. Nú hafa tveir fyrstu dómarnir birst í fagtímaritum sem dæma bækur áður en þær koma á almennan markað og stærsta bóka- búðakeðja Bandaríkjanna, Bames & Noble, hefur valið Slóö fíðrildanna í flokk bóka sem sérstaklega verða kynntar í verslunúm fyrirtækisins á næstu mánuðum. í Library Journal segir að Slóð fiðr- ildanna sé „kunnátmsamlega skrifuð" og að Ólafur Jóhann sé hæfileikarikur höfundur: „Hann víkur frásögninni hnökralaust á milli nútíðar og fortíð- ar ... í þessari áleitnu sögu um sterka og margbrotna konu." í tímaritinu Booklist er afar lofsam- leg umsögn um Slóð fiðrildanna sem fær sérstakan sess, svonefnda „stjörnu-umfjöllun". Þar segir að skáldsagan sé „geislandi": „Hnitmið- aður stíll Ólafs Jóhanns og hrein- skilnin í frásögn Dísu draga lesand- ann inn í hugarheim hennar. Sagan er beinskeytt undir hljóðu yfirborði og yfirþyrmandi í ásetningi sínum. Þessi kyrrláta saga er vitnisburður um hetjudáðir lífsins." Útgáfurétturinn á Slóð fiðrildanna hefur nú verið seldur til Bretlands, Þýskalands, Frakklands, ítalíu og Spánar, auk Bandaríkjanna. Bókin var upphaflega gefin út af Vöku- Helgafelli um síðustu jól við fádæma vinsældir. Slóð fiðrildanna er fimmta skáldsaga Ólafs Jóhanns Ólafssonar en auk þeirra hefur hann sent frá sér smásagnasafn og skrifað leikrit.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.