Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2000, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2000, Page 13
13 ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2000 I>V Að rótum tilfinninganna Sópransöngkonan Þóra Einarsdóttir hefur þrátt fyrir ungan aldur skapað sér á síðustu árum nafn sem ein skærasta stjama okkar, og ef einhver var í vafa hefði sá hinn sami sannfærst á tónleik- um hennar og Helgu Bryndísar Magnús- dóttur píanóleikara í Salnum á sunnu- dagskvöldið. Á efnisskrá voru verk eftir þrjú tónskáld, Hugo Wolf, Claude Debussy og Richard Strauss; djúphugul, heilsteypt og vel úthugsuð efnisskrá. Tónlist Tónleikarnir hófust á lögum eftir Wolf, fyrst tveimur lögum við ljóð sem þýdd höfðu verið af Paul Heyse, Auch kleine Dinge og In dem Schatten meiner Locken sem voru listilega framreidd. Þær Þóra og Helga voru öryggið uppmál- að frá fyrstu nótu. Fjögur ljóð eftir Edu- ard Mörike sem Wolf hafði fært í tóna hljómuðu þvínæst og ekki voru þau síðri. Texta og inntaki ljóðanna var þar miðlað til áheyrenda af snilld, textafram- júlkun burður Þóru er afburðagóður og komst _____ hvert orð skýrt til skila og hljómuðu ljóð- in eðlilega og áreynslulaust í flutningi hennar. Leikur Helgu var glimrandi góður frá upphafi til enda og sambandið milli þeirra eftirtektarvert, rétt eins og þær önduðu í takt. Þannig var Er ist’s glæsilega flutt þar sem voldugur píanóparturinn fekk notið sín vel, Der verlassene Magdlein lýsti af innri ró og Begegnung til mótvægis við það geislandi af ákafa. Maður hafði á tilfmningunni að þær stöllur gæfu sig 100% í hvert lag, hvergi bar á Þóra Einarsdóttir söngkona hennar á Ijóöunum fékk áheyrendur til aö gleyma staö yfirborðsmennsku heldur var hér kafað djúpt að rótum tilfinninganna sem skilaði sér í frábærum flutningi.' Ariettes Oubiiées eða Gleymdir söngvar eftir Debussy við ljóð Paul Verlaines voru flutt af ótví- ræðu listfengi. Þar haldast í hendur tregablandin ljóðin og fógur tónlist og er útkoman unaðsleg. Þóra fór létt með frönskuna sem hljómaði eðlilega og sannfærandi og túlkun hennar á ljóðunum var með þeim hætti að maður hreinlega gleymdi stað og stund. Samband Þóru við áheyrendur var með því betra sem maður verður vitni að og hélst það óslitið tónleikana alla. Hún var heil i því sem hún var að gera og einkennd- ist flutningur ailur af ást og virðingu á tónlistinni. Það var því leitt að sum- ir áheyrendur skyldu finna hjá sér þörf fyrir að klappa á miili ljóðanna, ótrúlega pirrandi ósiður sem getur sett alla úr stuði. En þær létu ekkert trufla einbeitinguna. Eftir hlé var efnisskráin svo helguð lögum eftir Richard Strauss. Þar gekk bókstaflega allt upp. Allur flutningur- inn bar þess merki að vel hafði verið staðið að undirbúningi og æfingum. Það vald sem Þóra hefur yfir hljóðfæri sínu, röddinni, gefur henni frjálsar hendur að gera það sem hana lystir. Af músikölsku innsæi söng hún hvert dv-mynd þök jagjQ g fætur öðru eins og engill, en . meðal verka voru ljóðaflokkurinn Drei Lieder der Ophelia við texta Shakespears og Ich wollt ein Strausslein binden og Amor við ljóð Clemens Brentanos. Það setur reyndar gagnrýnanda i vanda þegar tónleikar eru jafngóðir og þessir, þá er hætta á því að skrifln hljómi sem ótrúverðug tugga. En raunin er sú að þessir tónleikar voru í þeim flokki sem hin hástemmdu lýsingarorð eru spöruð fyrir; þeir voru í einu orði sagt stórkostlegir. Arndls Björk Ásgeirsdóttir Opna í bókinni Ur sumarsænum Á stóru myndinni er horft gegnum Náttmálaskarö á Eiöiö, Heimaklett og Bjarnarey. s Ur sumar- sænum Hún rís úr sumarsænum í silkimjúkum blœnum með fjöll í feldi grœnum, mínfagra Heimaey, syngja Vestmannaey- ingar á góðmn stundum, og ný ljósmyndabók frá Vestmannaeyjum ber einmitt heitið Úr sumar- sænum. Þar lætur Ólafía Ásmundsdóttir gaml- an draum rætast og gefur út stóra og fallega bók með litmyndum frá þessu náttúruundri sem eyj- amar eru. Myndirnar era allar teknar að sum- arlagi og sýna vel fjölbreytilega gamla og nýja náttúru Heimaeyjar. Bókin hefst í innsigling- unni við Klettsnef og endar við Eiðisdranga í miðnætursól. Textinn er á íslensku, ensku og þýsku. Höfundur gefur út. Bókmenntir Brotin gríma, beisk orð Þýski rithöfundurinn Heinrich Böll (1917-1985) er einn þekktasti og bein- skeyttasti höfundur sinnar kynslóðar. í verkum sínum leggur hann ríka áherslu á hatur á fasisma og stríðs- rekstri en sem ungur maður neyddist hann til að ganga til liðs við Hitlers- æskuna og síðar til að berjast fyrir þjóð sína. I verkum sínum gagnrýnir hann miskunnarlaust fals, undirlægjuhátt og yflrdrepsskap og fékk fyrir vikið harða gagnrýni frá hægrisinnum, rétt eins og Halldór Laxness forðum. Þrátt fyrir það hlaut hann, líkt og skáldbróðir hans á íslandi, bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1972. Böll hertók veru- leika sinnar samtíðar, lagði hann undir smá- sjá og vægði engum. Eft- ir standa verk sem munu lifa um ókomna tið, ekki aðeins frá fagurfræðilegu sjónarmiði heldur einnig pólitísku, því þau málefhi sem Böll tekur fyrir munu seint fyrnast. Ekki er heiglum hent að þýða Böll yfir á aðr- ar tungur og koma sjónarmiðum hans og hug- myndum til skila. Það hefur Franz Gíslason þó gert með miklum ágætum, nú siðast með þýð- ingu sinni á Trúðinum en í þeirri bók tekur Böll fyrir tómleika efnishyggjunnar og hræsni borg- arastéttarinnar eftir síðari heimsstyrjöld. Einnig tekur hann fyrir yfirdrepsskap kirkju- valdsins sem aðalsöguhetja Trúðsins neyðist til að beygja sig undir. Aðalpersóna bókarinnar er karlmaður sem hefur klofið sig út úr vel stæðri fjölskyldu og ferðast um og vinnur fyrir sér sem vel metinn og vinsæll trúður. Þetta er fyrstu persónu frásögn og lesandinn fylgir sögumanni í gegnum fagra en sorglega ástarsögu og um leið harmræna sögu ættar hans og þjóðar. Frá fyrstu síðu er ljóst að hér er bitur sögu- maður á ferð. Hann hefur ekki aðeins misst ást- mey sina í klær hræsnisfullrar kirkju heldur bróður sinn einnig. Og sína elskulegu systur Henríettu missir hann í klær djöful- legrar hugmyndafræði Hitlers. í upp- hafi sögu er einnig ljóst að hans glæstu dagar sem vinsæll trúður eru liðnir og sorg sinni reynir hann að drekkja í faðmi Bakkusar. En sorgirn- ar eru syndar og í stað algleymis upp- lifir hann enn meiri eymd og fer í framhaldi af því að skilgreina eigið líf og annarra. Sú afhjúpun er bæði átak- anleg og miskunnarlaus og neyðir les- andann til að horfast í augu við að hörmulegustu atburðir sögunnar end- urtaka sig aftur og aftur. Trúðurinn sjálfur er tákn yfir- borðsmennskunnar því bak við grímuna býr sársauki, hatur og grimmd sem hann getur falið í skjóli „leikarans". Írónía höfundar verður enn magnaðri vegna þess að trúður- inn er „fallinn“, hann hefur brennt allar brýr að baki sér og á ekkert eft- ir nema brotna grímu og beisk orð. En sagan er þannig sögð að lesandinn sér i gegnum grímuna og á lúmskan en kraftmikinn hátt fær höfundur þann sem les til að heimfæra hin beisku orð trúðsins upp á eigin samtíma. Um leið þarf hann að opna eigin augu og rífa af sér grímuna. Þannig skrifa aðeins höfundar sem lifa um ald- ur og ævi. Sigríður Albertsdóttir Heinrich Böll: Trúöurinn. Þýöandi: Franz Gíslason. Nýja bókafélagiö 2000. ___________Menning Umsjón: Silja A&alsteinsdóttir Auður Haralds, Hrafn Jökulsson, rit- stjóri Bókavefsins á Strikinu. og Ás- geir Friðgeirsson framkvæmdastjóri horfa spennt á söguna birtast á skján- um. Auður skrifar á vefinn Á föstudaginn var opnaði Auður Har- alds rithöfundur aðgang að fyrstu ís- lensku skáldsögunni sem sérstaklega er skrifuð fyrir Netið. Saga Auðar, Hvað er Drottinn að drolla? birtist á Bókavefnum á Strik.is. Bónus gefur söguna út en ís- landsbanki-FBA styrkir útgáfu hennar. Auður Haralds sló í gegn með fyrstu skáldsögu sinni, Hvunndagshetjunni, árið 1979 og árin á eftir sendi hún frá sér vinsælar skáldsögur og barnabækur. Einnig hefur hún unnið fyrir útvarp, sjónvarp, blöð og tímarit, auk þess að skrifa leikrit. Nýjasta leikrit hennar, Góðar hægðir, var frumsýnt i síðustu viku. Hvað er Drottinn að drolla? mun birt- ast í tíu hlutum á Bók'avef Striks.is og fjallar um reykvíska konu á miðjum aldri sem fer í tímaferðalag aftur til miðalda. Tunglskin sem fellur á tunglið Út er komin hjá bóka- útgáfunni Stillu bókin Tunglskin sem fellur á tunglið og fleiri bend- ingar til Þess-sem-er í samantekt Vésteins Lúð- víkssonar. Tilgangur bókarinnar er að kynna þá tvileysis- hefð sem kennd er við „advaita vedanta" og á rætur sínar og meginsögu meðal Ind- verja en hefur ekki fengið mikla umfjöll- un á íslensku fyrr en með þessari bók. Þau rit sem höfundur hefur nýtt sér við samantekt bókarinnar geyma texta sem má rekja a.m.k. 3000 ár aftur í tímann og aðra sem eru aðeins nokkurra ára. Bókin hefur að geyma áleitnar hugsanir um líf- ið og tilveruna, afar skýrt fram settar og á ljósu máli. Höfundur ritar inngang auk aðfaraorða að hverjum hinna sjö megin- kafla bókarinnar. Leiklistar- námskeið Á fimmtudags- kvöldið kl. 20 hefst í stofu 102 í Lögbergi leiklistarnámskeið í samvinnu Félags há- skólakvenna og leik- félagsins Fljúgandi fiska. Kennari verð- ur Jón Viðar Jóns- son leikhúsfræðing- ur (á mynd) og viðfangsefni námskeiðs- ins er sýning leikhópsins á Medeu eftir Evripídes sem frumsýnd verður í Iðnó 17. nóv. Leikstjóri er Hilmar Oddsson og leikarar í sýningunni eru Þórey Sig- þórsdóttir og Valdimar Örn Flygenring. Á námskeiðinu verður m.a. fjallað um griskt leikhús til foma, farið á æf- ingu og haldnar pallborðsumræður um leikhús. Skráning í síma 899 3746. TONGLSKIS SEM H.I .II R A TONGI.JÐ l ati m Þf*Kstwr.n ísland á nýrri öld Við upphaf nýrrar þúsaldar voru 22 þjóð- kunnir íslendingar beðnir að lýsa fram- tíðarsýn sinni og birt- ast greinar þeirra nú í bókinni ísland á nýrri öld sem Gunnar G. Scram prófessor ritstýrir. Greinahöf- undar lýsa því hvaða málefni þeir telja að verði mikilvægust á næstu áratugum og hvernig þeir sjá fyrir sér þróun þjóðfé- lagsins. Meðal höfunda eru Jón Baldvin Hannibalsson, Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir og Katrín Fjeldsted. Háskólaútgáfan gefur út.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.