Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2000, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2000, Blaðsíða 15
4- 14 ÞRIDJUDAGUR 31. OKTÓBER 2000 ÞRIDJUDAGUR 31. OKTÓBER 2000 27 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun hf. Stjórnarformaður ofi útgáfustjórl: Sveinn R. Eyjólfsson Framkværndastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstooarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Þverliolti 11,105 Rvík, simi: 550 5000 Fax: Auglýsingar. 550 5727 - Ritstjöm: 550 5020 - Aðrar detldir: 550 5999 Grœn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar<§>ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf. Filmu- og plötugero: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við bá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Þar sem smjörið drypur Fjórir af hverjum tíu landsbyggðarbúum vilja flytjast til höfuðborgarsvæðisins og þrír af hverjum tíu íbúum höf- uðborgarsvæðisins vilja flytjast til útlanda. Þessi niður- staða skoðanakönnunar DV í gær sýnir greinilega, að Reykjavík er ekki endastöð byggðaröskunar á íslandi. Þrepahlaup búferlaflutninga á íslandi er frá sveitum til sjávarplássa, frá sjávarplássum til kaupstaða, frá kaup- stöðum til Reykjavíkur og frá Reykjavík til útlanda. Sum- ir koma við á öllum þessum stöðum, aðrir stíga eitt skref og enn aðrir taka þau flest eða öl í einu stökki. „Enn erum við að flytja", sagði Stefán Jónsson rithöf- undur í einni Hjaltabókinni. íslendingar hafa alltaf verið að flytja og eru enn að flytja. Stundum stafar það af illri nauðsyn, en oftast eru það þó tækifærin, sem freista. Þétt- býlið býður meiri fjölbreytni og möguleika. Mikilvægasti þáttur þessara flutninga er atgervisflótt- inn. Þeir, sem hafa áræði eða menntun, flytja sig um set, af því að þeir treysta sér til að ná árangri á nýjum stað. Hinir, sem varfærnari eru og minna menntaðir, treysta sér síður til að hleypa heimdraganum. Ríkisvaldið hefur í vaxandi mæli litið á hluta þessa ferl- is sem vandamál, það er að segja flutning fólks til höfuð- borgarsvæðisins, en hefur um leið lokað augunum fyrir flutningnum til útlanda. Milljörðum króna er varið árlega í ótal anga svokallaðs jafnvægis í byggð landsins. Atkvæði eru látin vega þyngra í strjálbýli en þéttbýli. Spöruð er vegagerð í Reykjavík til að bora göng í dreifbýl- inu. Hefðbundnum landbúnaði er beinlínis haldið gang- andi með ríkisfyrirgreiðslum. Þannig er á ýmsan hátt reynt að koma í veg fyrir, að fólk flytjist búferlum. Stundum hefur byggðastefnan orðið að byggðagildru. Fólk er hvatt til að reisa sér hús á verðlitlum stöðum. Fólk er hvatt til að leggja hlutafé í verðlítil fyrirtæki. Sveitar- félög setja fé sitt í áhættu í stað þess að nota það til þjón- ustu við fólk. Síðan hrynur þetta dæmi. Gallinn við alla þessa dýru fyrirhöfn er, að Reykjavík er ekki endastöðin, heldur umheimurinn. Ef ráðamenn misþyrma höfuðborgarsvæðinu eins og núverandi vega- málaráðherra er að reyna, þá dregur það úr getu þess svæðis til að hamla gegn atgervisflótta til útlanda. Kalifornía heillar tölvusnillingana, New York og London heilla fjármálasnillingana, sólarstrendur Spánar og Karíbahafs heilla þá, sem hafa nóga peninga og vilja hafa það náðugt. Þriðji heimurinn heillar ævintýramenn. Og Norðurlönd heilla þá, sem vilja mildara samfélag. Spurningin er ekki, hvort Bolungarvík geti keppt við stórborgir, sólarstrendur og samfélag í útlöndum, heldur hvort höfuðborgarsvæðið geti það. Eina byggðastefnan, sem að gagni getur komið, er sú, sem snýst um, hvernig draga megi úr flótta atgervis og peninga til útlanda. Staðbundnar atvinnugreinar á borð við landbúnað, fisk- vinnslu og iðnað freista ekki lengur fjármagns og starfs- krafta. Álvinnsla er meira að segja orðin fátæktargrein, sem þjóðir reyna að koma yfir á herðar þriðja heimsins. í dag gilda frjálsar greinar á borð við hugbúnað. Byggðastefna á íslandi á ekki að snúast um, hvort fólk flýr smábyggðir eða ekki, heldur hvort byggð helzt í land- inu yfirleitt eða ekki. Með því að efla svæðið, sem helzt getur haldið til jafns við útlönd, er bezt hlúð að framtíð hins örsmáa nútímaþjóðfélags á íslandi. Skoðanakönnun DV sýnir, að íslendingar vita, hvar smjörið drýpur. Sumir eru farnir að fiýja land meðan stjórnvöld streitast við að verja Bolungarvík. Jónas Kristjánsson DV Skoðun* Hugsanleg þjóðarmorð? Stuðningsmenn þunga- vopnaiðnaðar hafa núna und- anfarið fengið nýja flugu í höfuðið, eins og sjá má af nýj- ustu boðun þeirra um dýrð hernaðarbandalaga. Boðun- ina má finna í ályktun sam- taka á borð við Samband ungra sjálfstæðismanna og Unga jafnaðarmenn og geng- ur út á það að hernaðar- bandalög séu nauðsynleg til að koma í veg fyrir þjóðar- morð eða „hugsanleg þjóðar- morð". Er þá verið að vísa til loftárása NATO í Júgóslavíu í fyrra, en réttlæt- ing fyrir þeirri aðgerð var einmitt sú að verið væri að koma í veg fyrir svo- kallaðar „þjóðernishreinsanir". Umdeild afskípti Oft hefur verið á það bent að aðgerðir af hálfu NATO hafi hreint ekki komið i veg fyrir þjóðernishreinsanir á Balkanskaga. Er með ólíkindum að hægt sé að bera slíkan málflutning á borð fyrir íslendinga, í ljósi þess að hér hafa komið flóttamenn frá Júgóslavíu sem einmitt eru fórnarlömb slíkra „hreinsana". Þar á meðal eru Serbar frá Krajina- héraði í Króatíu sem voru hraktir frá Sverrir Jakobsson sagnfræOingur heimilum sínum af her Króa- tíu, en á meðan veitti Banda- ríkjaher Króötum stuðning með loftárásum á her Júgóslavíu. Hér er verulega umdeilanlegt hvort vestræn afskipti hafi verið til góðs. Talið er að 10.000 Serbar frá Krajina hafi verið drepnir, sem er meiri fjöldi en þeir Al- banar sem talið er að hafi verið drepnir af Serbum í Kosovo, sem munu vera um 3.000. Réttmæt gagnrýni Ekki dugir heldur að afneita þeirri staðreynd að þjóðernishreinsanir í Kosovo halda áfram, en nú eru það einkum Serbar sem verða fyrir barð- inu á þeim. Friðargæslulið Natóríkja og annarra hefur ekki komið í veg fyr- ir þær og gagnrýni á það fyrir litla við- leitni í þá átt virðist fyllilega réttmæt. Þeir sem taka sér gjarnan orðið „þjóðarmorð" i munn og verja hernað- arbandalagið NATO á þeim grundvelli þurfa líka að svara því hvernig bregð- ast eigi við því þegar aðildarríki bandalagsins eiga aðild að slíkum að- gerðum. „Ekki dugir heldur að afneita þeirri staðreynd að þjóðernis- hreinsanir íKosovo halda áfram, en nú eru það einkum Serbar sem verða fyrir barðinu á þeim. Friðargæslulið Nató- ríkja og annarra hefur ekki komið í veg fyrirþær ..." Hér þarf ekki að styðjast við tilbúin dæmi. Undanfarin ár hefur tyrkneski herinn drepið a.m.k. 20.000 Kúrda til að berja niður „uppreisn" þeirra, sem er þó ekkert annað en sjálfstjórnarkröfur svipaðar þeim sem Albanar í Kosovo hafa látið í ljós. Þessi staðreynd, auk ástands mannréttindamála í Tyrk- Veröur kennaraverkfall? A tyllidögum láta „ráðamenn þjóð- arinnar" oft að því liggja að aukin þekking og tækniþjálfun ráði úrslit- um um samkeppnishæfni okkar á al- þjóðavertvangi á nýrri öld. Þegar á reynir virðast þó margir þeirra að- hyllast hið gamalgróna íslenska við- horf að bókvit verði ekki í askana lát- ið. Þetta er ekki að undra. „Ráða- mennirmr við hin. hugsa einfaldlega líkt og Hagsmunaárekstrar? Á íslandi er sifelld þörf fyrir vinnuafl í ýmsum grunnatvinnu- greinum sem ekki krefjast langskóla- náms. Markaður fyrir sérhæft starfs- fólk er hins vegar fljótur að mettast. „Markaður fyrir sérhœft starfsfólk er hins vegar fljótur að mettast. Stór hluti þjóðarinnar hefur því áldrei sannfœrst um það í alvöru að hagsmunir þjóðarinnar í framtíðinni felist í aukinni menntun." - Nemendur út- skrifast úr HÍ. Meðogá móti Stór hluti þjóðarinnar hefur því aldrei sannfærst um það í alvöru að hagsmunir þjóð- arinnar í framtíðinni felist í aukinni menntun. Þetta landlæga mat endurspeglast í því að menntun vegur í flestum tilvikum ekki ýkja þungt til launa. Sérstaklega hefur það reynst erfitt þeim starfsstéttum sem vinna að öflun, varðveislu og miðlun þekkingar að semja um við- unandi kjör sér til handa. Er þar átt við kennara á öllum skóla- stigum. Nú er svo komið einu sinni enn að verkfall kennara í framhalds- skólum er yfirvofandi og vera má að kennarar á öðrum stigum neyðist til að grípa til aðgerða síðar í vetur. Umdeilanleg aðgerð Verkfall kennara hefur mun alvar- legri afleiðingar en svipaðar aðgerðir flestra annarra stétta. Þær liggja þó e.t.v. síður í augum uppi og koma síð- ar fram en til dæmis skortur á vör- um í hillum eða bensíni á geymum. Skólastarf byggist á festu og friði og hver dagur er dýrmætur í því stutta skólaári sem hér tíðkast. Vinnudeil- ur eru þvi fljótar að stofna afrakstri heillar annar í voða. Þegar svo fer fallast mörgum unglingum hendur og þeir hverfa frá námi. Það er þvi umhugsunarefni að stjómvöld, sem í orði leggja áherslu á gildi menntunar, láti kjaraviðræð- ur kennara komast í þann hnút sem nú stefnir í. Meginviðmiðun ríkisins í þeirri kjaradeilu sem nú er í upp- siglingu er að laun kennara hækki ekki meira en samið var um á al- mennum markaði í siðustu samn- ingalotu. Fljótt á litið virðist þetta Hjalti Hugason prófessor sanngjörn afstaða. Hún tek- ur þó ekki tillit til vanda sem skapaðist eftir síðustu samninga háskólamennt- aðra rikisstarfsmannna. Þá var það framfaraspor stigið að stokka upp úr sér gengið launakerfi og breyta innri hlutföllum fastra launa og yfirvinnu. Föst mánaðalaun voru þar með færð nær rauntekjum við- komandi starfsmanna. Við þessa breytingu kom á dag- inn að i ýmsum ríkisstofnunum hafði til langs tíma tíðkast að greiða starfs- mönnum fasta, stundum ómælda og í einstökum tilvikum e.t.v. óunna yfir- vinnu. Hér var vissulega um umdeil- anlega aðgerð að ræða. I raun var hún þó nauðvörn þessara stofnana til að halda í hæfa starfsmenn í sívax- andi samkeppni við hinn almenna vinnumarkað. Ný samingaleið nýttist ekkl í Háskóla íslands og Kennarahá- skóla íslands höfðu slikar fasta- greiðslur til kennara ekki þekkst. Hin nýja samningaleið nýttist þeim þvi ekki. Þvert á móti sýndi hún að háskólakennarar höfðu til langs tíma búið við lakari kjör en viðmiðunar- hópar þeirra. Svipuðu máli gegnir um fram- haldsskólakennara. Þessa skekkju verður að leiðrétta og bæta kennur- um upp það misrétti er þeir bjuggu við á tímabili hinnar fóstu yfirvinnu. Síðan má má meta að hve miklu leyti ofangreind viðmiðun ríkisins geti komið til álita miðað við sérstöðu kennarastarfanna. Hjalti Hugason Tilraunarinnar virði Skólabúningum ^Æam var upphaflega ætl- B að að jafna aðstöðu ^^K0 barna, þannig að all- ir mættu jafnir til leiks hvað fatnað varðar. Síðar fór fólk aö tengja þá við of mikinn aga og stífni sem ynni gegn frjálsræði barna. Nú eru óformlegir skóla- búningar í gangi, þ.e. tísku- merkin og því sjálfsagt að láta reyna á búningana á ný en með nýju fororði; þægilegir búning- ar sem eru hagkvæmir og þá er ekki hægt að keppast um tískufatnað leng- ur. Formi búninganna má stýra þannig Margrét PáSa Óiafsdóttir leikskólastjóri Hjalla að auðvelt sé fyrir yngri börn að komast í og úr án aðstoðar. Út- gjöld fjölskyldna ættu að minnka, því verði á skólabún- ingum má stilla í hóf, og loks geta skólabúningar hjálpað til að skapa liðsheild og stemningu innan skóla og vinna þannig gegn einelti. Sem sagt tilraunar- innar virði. Sumir óttast að í skólabúningum verði öll börn eins en það er hinn mesti mis- skilningur. Það eru ekki fótin sem gera hvert barn og hvern ungling einstakan heldur þau sjálf og það mun aldrei breytast. :a upp skólabúninga á Islandi? Hættulegt að steypa alla í sama mót ÉM Ég ætti erfitt með I að sjá íslenska Sr grunnskólanema láta * það yfir sig ganga að þurfa að klæðast skólabúningum eins og t.d. börn í Bretlandi. Krökkum finnast skólabúningar nefnilega hallærislegir. Stelpur í pífupilsum og strákar í síðbuxum með sniði sem hefur ekki breyst i mörg ár falla ekki beint í kramið. Það væri gaman aö sjá íslenska krakka þramma um götur íslands í sauðskinnsskóm og lopapeysum í ís- lensku sauðalitunum, með allri virðingu fyrir hinum góðu og gömlu gildum. Herjólfur Guobjartsson heimdellingur Líkja má krökkum í skólabúning- um við hjörð af beljum sem verið er að smala i gripahús. Það að ætla steypa alla í sama mót með því að neyða krakka til þess að ganga í skólabúningum er rangt og beinlínis hættulegt því verið er að vega að frelsi þeirra. Það er réttur hvers manns að viðhalda sérstöðu sinni og vera öðruvísi en náunginn. Ég tel eðlilegt að einstaklingar klæði sig eftir sínum eigin smekk og þeim fötum sem hverjum og einum finnst þægilegt að ganga í. Skóla- búningar eru engin lausn því enginn vill vera eins og belja. landi, hefur torveldað Tyrkjum að sækja um aðild að Evrópusambandinu, en hún hefur ekki haft nein áhrif á stöðu þeirra innan Atlantshafsbanda- lagsins. Hornsteinn í utanríkisstefnu? Nú er ekki víst að beiting hervalds eða loftárásir séu rétta leiðin til að koma í veg fyrir frekari ofbeldisverk Tyrkja gegn Kúrdum. Hins vegar er ljóst að ef einhver ríki myndu vilja beita hervaldi til að koma í veg fyrir þau - og gæru þá með réttu vísað í töl- ur um mannfall sem kallaðar hafa ver- ið „þjóðarmorð" örfáum lengdargráð- um vestar í heiminum - þá munu NATO-ríki og þar á meðal ísland koma ofbeldismönnunum til hjálpar, enda eru skýr ákvæði um það í Norður-Atl- antshafssamningnum. Þeir aðilar sem hafa hæst um kosti hernaðarbandalagsins og vilja hafa að- ild að því hornsteininn í utanríkis- stefnu íslendinga ættu því að finna sér önnur rök fyrir því en að tala um þjóð- armorð, nema þá auðvitað að þeir haldi áfram að neita að horfast í augu við staðreyndir. Sverrir Jakobsson Ummæli Kristindómurinn þarf ekki ímynd „Boðskapur kirkj- unnar er í grundvall- ar atriðum algjörlega andstæður öllu því skrumi sem búið er að hlaða í kringum jólin, neysluna, aug- lýsingarnar og það allt saman. Ég er þó ekki að gera litið úr varningnum, kaupum hans og sölu. Það er viðfangsefni mannsins en krist- indómurinn þarf ekki ímynd. Hann er það sem hann er og þarf ekki skrum. Hann þarf ekki að hengja sig á veröld- ina með þessum hætti." Sr. Geir Waage ! Degi 28. okt. Sjálfstæöi Færeyja tímaspursmál „Óljóst er hvaða áhrif það hefur á færeyska kjósendur að vita ekki með hvaða hætti sambandsslitin verði og vita ekki um valkosti. Hins vegar virðist ljóst að bæði Færeyingar og Danir gera ráð fyrir því að það sé að- eins tímaspursmál hvenær Færeyjar öðlast fullt sjálfstæði. Það hlýtur að vera hægt að að ná samkomulagi um fjármálin leggi báðir aðilar sig fram." Úr forystugrein Mbl. 28. okt. Ríkissjóður aflögufær „Það er ljóst að sveitarstjórnamenn gera harða kröfu til þess að útsvarshækk- unirrni verði mætt með sambærilegri lækkun skatta hjá ríkinu. Þetta er krafa sem sveitarstjórnarmenn kvika ekki frá........Ríkissjóður er aflögufær og hann á að lækka skatta jafhmikið og sveitarfélógin fá að hækka út- svarið." Guömundur Ámi Stefánsson, þingmaö- ur í Degi 28. okt. Nýlega var ákveöió ao taka upp skólabúninga í leikskólanum Hjalla í Hafnarfiröi. Akvörbunin var tekln í samrábi vib foreldra leikskólabamanna og nú velta aörir leikskólar og grunnskólar þessum kosti fyrir sér. L'^í...... Aukið f é í löggæslu „Landspítalinn hefur þurft að fá aukafjárveitingar til að geta sinnt öll- um þeim aukna fjölda slasaðra sem komið hafa þangað eftir umferðarslys. Nær væri að setja fé i að auka lög- gæslu og bæta umferðarmannvirki til að koma í veg fyrir þær hörmungar sem umferðarslysin eru........Sam- gönguráðherra og dómsmálaráðherra- verða að taka sig á í málefnum þétt- býlisins. Höfuðborgarbúar munu ekki líða að framkvæmdir og þjónusta við þá sé sífellt skorin niöur." Ásta R. Jóhannesdðttir, þingmaður í Mbl. 28. okt. Þriðji maðurinn Hver er eiginlega frísk- ur? Þriðji hver maður er sagður hafa bakflæði, bak- verk, beinþynningu, fitu, höfuðverk, magapínu, streitu ... Leggst þetta allt á þennan þriðja hvern mann eða hvað? Ég fór að hugsa um þetta á samsöngnum um daginn og litaðist um í salnum. Fólk sem hefur gaman af að syngja hittist fyrir austan Fjall til að taka lagið. Menn létu það ekki aftra sér þótt þeir hefðu með sér ellina, bernskuna, fit- una, bakflæðið, beinþynninguna og bakverkinn svo eitthvað sé nefnt. Á þessari stundu var hópurinn frískur og hress. Rauður lyfseðill Per Fugelli, sem er sérfræðingur í samfélagslækningum og prófessor við Óslóarháskóla, ræðir um heil- brigði í nýlegri bók sem heitir Röd resept eða Rauður lyfseðill. Hann segist vilja frelsa heilsuna úr fang- elsi heilbrigðisvísindanna og sleppa henni út til einstaklinganna og sam- félagsins. Hann setur kenningar sinar fram með tveimur stærðfræðiformúlum sem eru fengnar að láni annars stað- ar frá. Önnur er frá Einstein:H = L * V * P2, þar sem H stendur fyrir heilsu, L fyrir líffræði, V fyrir við- horf og P fyrir pólitík. Þessi afstæðiskenning segir að heilsa og sjúkdómar eigi rætur að rekja til líffræðilegra þátta sem verða fyrir áhrifum viðhorfa og póli- tískra aðgerða. Viðhorfin hafa áhrif á það hvað fólki finnst heilbrigt eða sjúkt, eðlilegt eða óeðlilegt, öruggt eða hættulegt, fallegt eða ljótt, eðli- legt eða óeðlilegt, dygðugt eða synd- samlegt, eitthvað sem það verður að þola eða eitthvað sem það veröur að fá lagað. Pólitík felst i því að útdeila gæð- um sem eru undirstaða heilsu eða sjúkdóma. Þegar ríkisstjórnir, sveitarstjórn- ir, Alþjóðabankinn og aðrir slíkir skipta tekjum, vinnu, menntun, hús- næði, mat og umhverfi milli manna deila þeir lika út líkum fólks á því að halda heilsu. Kannski eru háir vext- ir hættulegri heilsunni en há blóð- fita, segir Fugelli. En pólitík útdeilir fleiru en brauði og peningum. Stefna stjórnvalda hefur einnig áhrif á lífs- sýn fólks og frelsi, öryggi og frið. Hin jafnan Norðmönnum brá í brún þegar al- þjóðleg rannsókn á mismunandi Hólmfríður Gunnarsdóttir heilsufari þjóðfélagshópa leiddi í ljós að það var meiri hlutfallslegur mis- munur á heilsu þjóðfélags- hópa í Noregi en i þeim öðr- um Evrópulóndum sem rannsóknin náði til. Hvern- ig gat þetta verið i svo ríku landi? Skýringanna er leit- að í mun á milli hópa þótt heildartekjur þjóðarinnar séu háar. Að sjálfsögðu þarf þetta ekki að þýða að þeir verst stöddu í Noregi hafi það verr en þeir verst stöddu annars staðar. Hin jafnan, sem Fugelli segist hafa stolið frá norska heimspekingnum Arne Næss, er svona: H = N/(LS+AS). Hér stendur N fyrir neista, LS fyrir líkamlega sjúk- dóma og AS fyrir andlega sjúkdóma. I jöfnunni er gert ráð fyrir því að heilsan ákvarðist að nokkru af lík- amlegum og andlegum sjúkdómum en einnig þvi sem er fyrir ofan strik- ið og Fugelli kallar glóð eða neista. Neistinn getur orðið sjúkdómunum yfirsterkari þannig að fólki finnst það við ágæta heilsu þótt það hafi einhvern sjúkdóm. Leiðin til að bæta heilsu fólks er þvi að kynda undir neistann en minnka áhrif sjúkdómanna. Neist- inn er samsettur úr ýmsu s.s. lifslöngun, kímnigáfu, orku, þolin- mæði og viijastyrk. Hann verður ekki sterkur af lyfjum og uppskurð- um. Hann sést ekki i blóðprufum eða á röntgenmyndum. Hann vex eða dofnar úti í lífinu sjálfu. Neistinn tengist því t.d. hvort fólk er fátækt eða ríkt, einhleypt eða í sambúð, hef- ur alist upp í öryggi eða óöryggi, í kærleika eða kærleiksleysi, hefur sjálfstraust eða ekki - Ábyrgðin á heilsufari þjóðanna hvílir því ekki aðallega á herðum heilbrigðisþjón- ustunnar, heldur á einstaklingunum og samfélaginu öllu. Fólk sætti sig við margbreyti- legt lífiö Fugelli heldur því fram að fólk verði að sætta sig við að lífið er margbreytilegt og að sársauka, áhættu, sjúkdómum og dauða verði ekki útrýmt. Það sem máli skipti sé að glæða neistann með því að búa sem best að hverjum einstaklingi frá vöggu til grafar og þar koma fleiri við sögu en heilbrigðisþjónustan. Þriðji hver maður þjáist af bak- flæði, bakverk, beinþynningu, fitu, höfuðverk, magapínu, streitu ... Á samsöngnum fyrir austan var eins og fólk hefði gleymt því að það var kannski sjálft þessi þriðji hver mað- ur. Hólmfríöur Gunnarsdóttir „Ábyrgðin á heilsufari þjóðanna hvilir því ékki aðál- lega á herðum heilbrigðisþjónustunnar, heldur á ein- staklingunum og samfélaginu öllu." +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.