Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2000, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2000, Blaðsíða 22
ÞRIDJUDAGUR 31. OKTÓBER 2000 Ættfræði 1>V Umsjón: Kjarfan Gunnar Kjartansson Stórafmæli ¦ Sextugur 95 ára »*» Þóroddur Sæmundsson, Lerkilundi 30, Akureyri. 90 ára__________ Rakel Jóhannsdóttir, Skjólvangi, Hrafnistu, Hafnarfiröi. Þórunn Guðmundsdóttir, Faxabraut 13, Keflavík. 85 ára_______________ Helgi Þorláksson, Sléttuvegi 11, Reykjavík. Jónína Elíasdóttir, Kópavogsbraut lb, Kópavogi. Vilborg Bjarnadóttir, Borgarbraut 65, Borgarnesi. 80 ára_______________ ~I Jón Guömundur ^fc Bergmann, I fyrrv. aðalféhirðir, ' Ljósvallagötu 24, ^ Reykjavík. BpL#jfl Eiginkona hans er U-Æ—^M Ágústa Bergmann. Þau taka á móti gestum í Ými, húsi Karlakórs Reykjavíkur, Skógarhlíð 20, í dag mllli kl. 17.00 og 20.00. 75 ára__________________ Emil Bergmann Emilsson, Múlavegi 19, Seyðisfirði. 70 ára___________ Halldór Geir Lúövíksson, Erluhðlum 1, Reykjavík. Fjóla Runólfsdóttir, Presthúsabraut 34, Akranesi. Valgerður Jónsdóttir, Jórutúni 10, Selfossi. 60 ára Erla Jónasdóttir, Stífluseli 5, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Þórarinn A. Guðjónsson. I Þau taka á móti gestum að heimili sínu laugard. 4.11. kl. 15.00-18.00. Jóhanna Gísladóttir, Sæviðarsundi 31, Reykjavtk. Edda Gísladóttir, Torfufelli 32, Reykjavík. Briet Böövarsdóttir, Seftjörn, Patreksfirði. 50 ára__________________ Kjartan Ásmundsson, Ferjubakka 6, Reykjavík. Ingþór Arnórsson, Funafold 99, Reykjavík. Drífa Kristjánsdóttir, Torfastöðum, Selfossi. 40 ára_________ Sigríður Björk Bragadöttir, Blönduhlíð 5, Reykjavík. Pálmi Guömundsson, Akurgerði 16, Reykjavík. Bjöm Eriendsson, Vesturlbr. Ásulundi, Reykjavlk. Alda Kolbrún Haraldsdóttir, Jórufelli 12, Reykjavík. Skúll Pálsson, <ársnesbraut 90, Kópavogi. Páll Valsson, Reynigrund 11, Kópavogi. Helena Gu&mundsdóttir, Lækjarási 3, Garöabæ. Guðbjörg B. Gunnlaugsdóttir, Brekkustíg 35a, Njarðvík. Sunneva Gissurardóttir, Austurvegi 15, Isafirði. Lárus Þór Jónsson, Spítalastíg 5, Hvammstanga. Guðrún Brynja Bárðardóttir, Oddabraut 12, Þorlákshöfn. Njáll Kolbeinsson, Miðstræti 9a, Vestmannaeyjum. Andlát Margrét Björnsdóttir, áöur til hcimilis á Lindargötu 7, Reykjavík, lést á Landspít- alanum við Hringbraut fimmtud. 28.10. Jósef Sigurvaldason, Eiðsstöðum, lést á Héraðshælinu Blönduósi miðvikud. 25.10. Ásgeir J. Ágústsson, Neðstaleiti 7, Reykjavík, andaðist fimmtud. 19.10. sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey aö ósk hins látna. Álfheiður EjJa Þórðardóttir, Kóngsbakka ' 3, Reykjavík, lést á líknardeild Landspít- alans í Kópavogi sunnud. 22.10. Útförin hefur farið fram. Pétur Einarsson leikari og leikstjóri Pétur Einarsson leikari, Ljós- heimum 4, Reykjavík, er sextugur i dag. Starfsferill Pétur fæddist í Vestmannaeyjum og ólst þar upp. Hann lauk stúdents- prófum frá MA 1961, lauk prófum frá Leiklistarskóla LR 1964 og MA- prófi i leiklist frá Háskólanum í Ge- orgíu í Bandaríkjunum 1966. Pétur var leikari og leikstjóri hjá LR 1966-75, skólastjóri Leiklistar- skóla íslands 1975-83, leikari hjá Þjóðleikhúsinu og LR 1983-86, leik- hússtjóri LA 1986-88, leikari og leik- stjóri hjá Þjóðleikhúsinu 1988-89, kennari við Leiklistarskóla íslands 1988-97 og er leikari og leikstjóri hjá LR frá 1989. Pétur er formaður Félags leik- stjóra á íslandi frá 1994, formaður Sambands félaga leikstjóra á Norð- urlöndunum frá 1999, situr í stjórn Bandalags íslenskra listamanna frá 1994, í stjórn Listaháskóla íslands frá 1998, í stjórn Kvikmyndasjóðs frá 2000 og var fulltrúi íslands í Nor- rænu leiklistarnefndinni 1982-88. Frá 1998 hefur Pétur unnið við það að hjálpa fólki til að hætta að reykja með aðferð Allen Carr's, Ea- sy Way to stop smoking. Pétur var búsettur í Vestmanna- eyjum til 1961, í Reykjavík 1961-86, á Akureyri 1986-88 og í Reykjavík frá 1988. Fjölskylda Eiginkona Péturs er Birgitte Heide, f. 17.4. 1959, listdansari og ballettkennari hjá íslenska dans- Attræður flokknum og Listdansskóla Islands. Hún er dóttir Paul E. Heide, úr- smiðs í Kópavogi, og Guðrúnar Ágústsdóttur húsmóður. Börn Péturs eru Margrét Kristin Pétursdóttir, f. 9.3.1962, leikari og á hún eitt barn; Sólveig Pétursdóttir, f. 17.8.1970, nemi og á hún eitt barn; Þórunn Elín Pétursdóttir, f. 3.8. 1972, nemi; Guðrún Lára Pétursdótt- ir, f. 9.2.1976, nemi en maður henn- ar er Einar Þór Þórarinsson og eiga þau eitt barn; Elís Pétursson, f. 13.4. 1980, nemi; Pétur Heide Pétursson, f. 3.10. 1990, nemi. Systkini Péturs eru Páll J. Ein- arsson, f. 22.1. 1937, flugmaður í Reykjavík; Guttormur P. Einarsson, f. 15.3. 1938, kerfisfræðingur í Reykjavik; Sólveig Fríða Einars- dóttir, f. 21.8. 1945, ljósmóðir í Garðabæ; Sigfús Einarsson, f. 11.8. 1951, Phd. í líffræði, búsettur í Sví- þjóð. Foreldrar Péturs: Einar Gutt- ormsson, f. 15.12. 1903, d. 1984, sjúkrahúslæknir í Vestmannaeyj- um, og Margrét Kristín Pétursdótt- ir, f. 29.12. 1914, húsmóðir. Ætt Faðir Einars var Guttormur, b. í Geitagerði í Fljótsdal, Einarssonar, b. í FJallseli, Guttormssonar, stúd- ents á Arnheiðarstöðum, Vigfússon- ar, pr. á Valþjófsstað, Ormssonar, föður Margrétar, langömmu Gutt- orms, föður Hjörleifs, fyrrv. alþm. Móðir Einars í Fjallseli var Hall- dóra Jónsdóttir, vefara á Kórreks- stöðum, Þorsteinssonar, ættföður Vefaraættar, föður Péturs, langafa Pétur Kristinn Bjarnason fyrrv. skipstjóri og yfirhafnsögumaður á ísafirði Pétur Kristinn Bjarnason, fyrrv. skipstjóri og yflrhafnsögumaður hjá ísafjarðarhöfn, Esjugrund 48, Kjal- arnesi, varð áttræður i gær. Starfsferill Pétur fæddist í Hnífsdal en ólst upp á ísafirði og var i sveit i Tröð í Bjarnardal í Önundarfirði frá sjö ára aldri og þar til hann varð tólf ára. Pétur naut almennrar barna- skólamenntunar þess tíma og lauk fiskimannaprófi frá Stýrimanna- skóla íslands 1944. Pétur hóf sjómennsku á ísafirði fjórtán ára. Hann var á mótorbátn- um Mumma hjá Agnari Guðmunds- syni, var síðan á síld með Gísla Júl- íussyni á Kolbrúnu frá Akureyri og á Huginn II með Guðbirni Jónssyni. Pétur réð sig á Richard vorið 1941 og var þá á síld en í Englandssigl- ingum á vetrum. Að loknu stýri- mannsprófi varð hann stýrimaður á Richard og síðan skipstjóri. Þegar stríðinu lauk fór Pétur til Reykja- víkur og var á togurum á vetrum en skipstjóri á sOdarbátum á sumrin. Hann fór síðan aftur til ísafjarðar og var stýrimaður og skipstjóri á ís- borginni hjá Ragnari Jóhannssyni. Þegar togaraútgerð ísfirðinga Merkir Islendingar lauk festi Pétur kaup á rækjubát og stundaði rækjuveiðar í nokkur ár. Hann gerðist síðan yfirhafnsögu- maður á ísafirði og starfaði síðan á skrifstofu fógeta og var jafnframt skipaður meðdómari í Sjó- og versl- unardómi. Pétur réðst eftir það til sjávarút- vegsráðuneytisins við fiskveiðieftir- lit á Vestfjörðum og vann þar til starfslóka opinberra starfsmanna. Eftir það keypti hann sér trillu sem hann reri á á sumrin en vann í Netagerð Vestfjarða á vetrum þar til hann varö sjötíu og fimm ára er hann hætti störfum. Pétur og kona hans fluttu þá suð- ur á Kjalames á vit dætra sinna og barnabarna. Fjölskylda Pétur kvæntist 2.7. 1949 Helgu Pálinu Ebenezersdóttur, f. 1.12.1923, húsmóður og kaupkonu. Hún er dóttir Ebenezers Benediktssonar, sjómanns í Bolungarvík, og Guð- mundu M. Pálsdóttur húsmóður. Dætur Péturs og Helgu Pálínu eru Ebba Guðmunda, f. 27.12. 1948, hárgreiðslumeistari, búsett í Mos- fellsbæ, gift Þorgrími Októssyni skrifstofustjóra Árbæjarútibús Landsbankans; Herdís, f. 2.11. 1950, Pétur Einarsson, leikari, leikstjóri og fyrrv. skólastjóri Leiklistarskólans Pétur er í hópi þekktustu leikara þjóðarinnar. Hann hóf leikferil sinn hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1966 og byrjaöi auk þess snemma að leikstýra. Ragnars Halldórssonar, fyrrv. for- stjóra isals. Móðir Einars læknis var Odd- björg Sigfúsdóttir, b. á Fljótsbakka, Oddssonar. Móðir Sigfúsar var Þur- íður Hallsdóttir, b. á Sleðbrjóti, Sig- urðssonar, bróður Björns, langafa Önnu, móður Björns Tryggvasonar, aðstoðarbankastjóra Seðlabankans. Margrét var dóttir Péturs, sjó- manns á Akureyri, Jónatanssonar, b. á Þúfum í Skagafirði, Magnússon- ar. Móðir Margrétar var Jóhanna spákona Benediktsdóttir, b. í Höfða- hverfi, Ólafssonar og Jóhönnu Rakelar Jónsdóttur. Pétur tekur á móti vinum og vandamönnum í Félagsheimili tannlækna, Síöumúla 35, 3. hæð, í dag milli kl. 17.00 og 20.00. leikskólakennari, búsett í Mosfells- bæ, gift Sigurði H. Guðjónssyni hrl. og lögfræðingi Húseigendafélagsins; Elín Þórhildur, f. 23.7.1958, húsmóð- ir og fyrrv. kaupkona, búsett á Kjal- arnesi, gift Gunnlaugi Jóhann- essyni pípulagningameistara. Systkini Péturs: Guðmundur Kr. Falk, f. 19.9. 1913, nú látinn, skip- stjóri; Pétur M.B., dó ungur; Guð- rún Þorbjörg, f. 10.5. 1917, nú látin, meinatæknir; Jóhanna María, f. 16.6.1919, nú látin, skipsþerna; Frið- rik Tómas, f. 5.5. 1922, nú látinn, málari; Jóhannes Bjarni, f. 18.1. 1925, sjómaður; Eyjólfur Níels, f. 18.8. 1925, rafvirki; Kristín Magnea, f. 21.11. 1926, húsmóðir; Guðrún Guðleifs, f. 18.5. 1929, húsmóðir; El- ísa Rakel, f. 18.5. 1929, húsmóðir; Lúsía, f. 11.1. 1931, meinatæknir; Einar Benediktsson, skáld og athafna- maður, fæddist að Elliðavatni 31. októ ber 1864, sonur Benedikts Sveinssonar, yf- irdómara, alþm. og sýslumanns, og Katrínar Einarsdóttur húsmóöur. Einar lauk stúdentsprófi í Reykjavík 1884 og lögfræðiprófi 1892. Hann var með föður sínum á Héðinshöfða 1892-94, stofnaði Dagskrár, 1896, fyrsta íslenska dagblaðið, var málflutnings- maöur og síðan sýslumaður á Stóra- Hofi í Rangárvallasýslu frá 1904 en fór utan 1907 og var búsettur í Noregi, Edin- borg, Kaupmannahöfn og í Lundúnum til 1921, stundaði kaupsýslu og beitti sér mjög fyrir nýtingu íslenskra auðlinda. Hann var búsettur í Reykjavík frá 1921 en bjó tólf síðustu Einar Benediktsson æviárin í Herdísarvík. Ljóðabækur Einars eru Sögur og kvæði, 1879; Aldamótaljóð, 1900; Hafblik, 1906; Hrannir, 1913; Vogar, 1921; Hvammar, 1930; Ólafs ríma Grænlendings, 1930, og Alþingishátíðarljóð, 1930. Einar er fullþroskað skáld í sinni fyrstu ljóðabók sem er hvoru tveggja í senn, í anda raunsæis og nýrómantík- ur. Skáldskapur hans verður tilkomu- meiri eftir því sem á líður. Hann verð- ur skáld hinna löngu hástemmdu setn- inga um algilda visku og hin æðstu sannindi, heimspekilega þenkjandi og hallur undir algyðistrú. Einar lést 1940 og var jarðsettur, fyrstur Islendinga, í heiðursgrafreit á Þingvöllum. Jón Aðalbjörn, f. 27.8. 1932, ljós- myndari; Hannes Trausti, f. 4.9. 1935, nú látinn, bifvélavirki. Foreldrar Péturs voru Bjarni Magnús Pétursson, f. 1.1. 1892, d. 19.2. 1957, sjómaður og síðar neta- gerðarmaður á ísafirði, og k.h., Her- dís Jóhannesdóttir, f. 23.9. 1891, d. 7.8. 1961, húsmóðir. Ætt Bjarni var sonur Péturs, b. á Hálsi á Ingjaldssandi, Magnússonar og Jóhönnu Jónsdóttur. Herdís var dóttir Jóhannesar járnsmiðs Elíassonar, b. í Efri-Hlið i Helgafellssveit, Jónssonar, b. í Straumfjarðartungu, Jónssonar, b. í Seljum, Jónssonar. Móðir Herdisar var Guðrún Þor- björg Jónsdóttir, b. í Fremri-Arnar- dal og á Hallsstöðum á Langadals- strönd, Sæmundssonar, b. í Fremri- Arnardal, Árnasonar. Móðir Guð- rúnar Þorbjargar var Vigdís Jóns- dóttir, vinnumanns í Stakkanesi, Sumarliðasonar. Móðir Vigdísar var Þorbjörg Þorvarðardóttir, b. í Eyrardal, Sigurðssonar, b. í Eyrar- dal, Þorvarðarsonar, ættfoður Eyrarættarinnar. Pétur og Helga eru í úflöndum um þessar mundir. Jarðarfarir Jóhann Valdórsson frá Þrándarstöðum lést að heimili sínu, Lagarási 17, Egilsstöðum, þann 25.10. Útför hans fer fram frá Egilsstaðakirkju laugard. 4.11. en jarðsett verður aö Eiðum sama dag. Ólafur Helgi Auðunsson frá Dalseli, Háaleitisbraut 43, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriöjud. 31.10. kl. 13.30. Jarðarför Rnns Finnssonar, kennara frá ísafirði, Árskógum 6, Reykjavík, fer fram frá Dómkirkjunni þriöjud. 31.10. kl. 15.00. Kristín Björnsdóttir frá Ytri-Vík veröur jarðsungin frá Akureyrarkirkju þriðjud. 31.10. kl. 13.30. Svanfríður Guðjónsdóttir, Heiðarbraut 37, Akranesi, verður jarðsungin frá Akraneskirkju þriðjud. 31.10. kl. 14.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.