Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2000, Blaðsíða 28
Snyrtiborð, dúkkur, dúkkuvagnar, vöggur, þríhjól og bílar fyrir litlar dömur. fh Sími 567 4151 & 567 4280 Heildverslun með leikföng og gjafavörur FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá I síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTOBER 2000 Fáskrúðsf j örður: 4 börn suður vegna víruss Fjögur börn á aldrinum flmm til sjö ára voru um og eftir helgina flutt frá Fáskrúðsfirði til Reykjavík- jar vegna stifleika í hnakka. Brynjólfur Hauksson, læknir á Fá- skrúðsfirði, sagði við DV að hér væri ekki um heilahimnubólgufar- aldur að ræða heldur virus sem hefði þá tilhneigingu að valda ert- ingu í heilahimnu. Brynjólfur segir að vírusinn hafi verið í gangi í bæn- um í talsverðan tíma og einnig hafi hann stungið sér niður á Eskifirði og í Reykjavík. „Ég ákvað að flytja börnin suður í varúðarskyni og held að þau hafi flest verið útskrif- uð núna," sagði Brynjólfur. „Þetta var búið að vera í gangi í talsverð- an tíma og ég held að þetta sé frek- ar endirinn á þessum tilfellum held- ur en hitt. Krakkarnir hafa verið að fá væga ertingu en engan hnakka- ""frstífleika. Ef það verður hins vegar vart við hnakkastífleika hjá þeim á ég engra kosta völ en að senda þau suður til óryggis," sagði Brynjólfur. -Ótt Framhaldsskólakennarar: Óbreytt staða „Staðan er óbreytt," sagði Elna Katrín Jónsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, í morgun um stöðu samningamála. Fundur í kjara- ^*. deilunni var haldinn hjá - ríkissátta- semjara í gær. Boðaðir hafa verið fundir í dag, á morgun og fimmtudag. -JSS Bolungarvík: Fannst í höfninni Hvitur bíll sem lögreglan í Bolung- arvík lýsti eftir i gærmorgun fannst í höfhinni á Bolungarvík um ellefuleyt- ið í gærmorgun. Ökumaðurinn var í bílnum er hann fannst og var maður- inn látinn. Síðast sást til mannsins um klukk- an 16 á sunnudag og var byrjað að leita að honum á sunnudagskvöld. Ekki er unnt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. -SMK ^k--------------------------------------------------------------------- Rjúpnaskyttur velta bíl Bíll tveggja rjúpnaskytta valt á þjóð- vegi 87 sunnan við Húsavík um hádeg- isbilið á sunnudag, með þeim afleiðing- um að önnur skyttan var flutt á sjúkra- hús. Mennirnir tveir voru á ferð á mal- arveginum þegar ökumaðurinn missti stjórn á jepplingi sínum, af gerðinni Suzuki. Báðir mennirnir voru í bílbelt- um. Ökumaðurinn var fluttur á Heil- brigðisstofnunina á Húsavík, þar sem gert var að sárum hans. Hann reyndist ekki alvarlega slasaður og slapp hinn maðurinn ómeiddur. Bíllinn er hins- vegar ónýtur. -SMK ^ (norsksúrmjólkm DV-MYND HILMAR ÞÓR Nýjar vörur daglega Þessi nýi einstaklingur lét sér fátt um finnast þrátt fyrir nýjar vörur verslana og haustvinda sem nýlega eru farnir að blása á höfuðborgarbúa. Barnið kúrði bara í vagni sínum og horfði stóískum augum á Ijósmyndara DV. Innflutningur fósturvísa úr norskum kúm: Leyfi með ströng- um skilyrðum — tilraun á tveimur búum og tekur 8-10 ár Guðni Agústsson landbúnaðar- ráðherra mun, samkvæmt heimild- um DV, tilkynna í dag að hann hafi ákveðið að leyfa innflutning á fósturvisum úr norskum kúm með ströngum skilyrðum. Til- raunin munu fara fram á tveimur tilrauna- búum og taka 8-10 ár. Eins og DV hefur þegar greint frá mun tilraunin snúast um að bera saman íslenskar kýr, norskar kýr, svo og blendingskýr sem yrðu að hálfu islenskar og að hálfu norskar. Hugmyndin um að flytja norskar kýr hingað til lands kom upphaflega fram meðal kúabænda. Á aðalfundi kúabænda á Hvanneyri síðsumars 1995 var samþykkt að hefja þegar undirbúning að innflutningi á nýju mjólkurkyni. í kjölfarið hófst mikil Guðnl Ágústsson. og heit umræða um hvort flytja ætti inn norskar kýr. Árið 1997 komst enn frek- ari skriður á málið þegar svonefnd nautgriparæktar- nefnd, sem þá var starfandi á vegum Búnaðarfélags Is- lands, fór í fundar- herferð um allt land til að kynna bænd- um hugmyndir um að kynbæta íslensku kúna. Tillögur nefndarinnar voru á þann veg að um 50 bú tækju þátt í tilraun með fósturvisa úr svoköll- uðu NRF-kyni. Að þessu loknu fór frarn skoðanakönnun meðal kúa- bænda og skyldi framhald málsins byggt á niðurstöðum hennar. Óvænt reyndist mikill meirihluti vera and- vigur þvi að norska kýrin héldi inn- reið sína hér. Við nánari athugun reyndust menn hafa skilið spurn- íslenska kýrin fær nú samkeppni frá norskum kúm. inguna svo hvort skipta ætti um kúakyn hér á landi eða ekki. í mars 1998 barst landbúnaðar- ráðuneytinu formlegt erindi frá Bændasamtökum íslands og Lands- sambandi kúabænda um leyfi til að flytja inn fósturvisa úr norskum kúm í tilraunaskyni til kynbóta. Ákvörðun verður tilkynnt í dag. -JSS Uppstokkun hjá Samvinnuferðum: Tuttugu fá reisupassa „Við tilkynnum til Verðbréfaþings- ins í dag að við munum segja upp 20 starfsmönnum nú um þessi mánaða- mót," sagði Guðjón Auðunsson, verð- andi framkvæmdastjóri Samvinnu- ferða- Landsýnar, í samtali við DV í morgun. „Þetta er 1 tengslum við þá ákvörð- un að draga örlltið saman sætafram- boðið á næsta ári miðað við árið í ár. Þessi samdráttur í starfsmannafjölda er í samræmi við það. Sætaframboð var almennt of mikið þessu ári. Starfs- menn Samvinnuferða-Landsýnar eru um 120 og nálægt 200 þegar mest er Afgreiosla Samvinnuférða. yfir háannatímann. Þetta er því um 10-20% fækkun eftir því hvemig á það er litið. Við þessa breytingu verðum við með sambærilegan starfsmanna- fjölda og var í upphafl árs 1999. Við ætlum líka að ná fram ákveð- inni hagræðingu þar sem við erum komnir með starfsemina á eitt gólf í nýju húsnæði. Við vorum áður á sjö hæðum niðri í Austurstræti." - Hvað með flugfrelsið? „Því verður haldið áfram og það er ekki neinn bilbug á mönnum að fmna. Við ætlum inn á nýja áfangastaði i sól- ina næsta sumar og ætlum líka að reyna að viðhalda gömlu hefðbundnu áfangastöðunum. Nú eigum við kost á að fá 273 sæta flugvélar og við ættum að ná fram betri sætanýtingu en verið hefur." -HKr. Grétar Mar Jónsson. Páll Benediktsson. Forseti FFSÍ: Ómerkilegur áróðursþáttur um kvóta - bull, segir Páll „Þátturinn er ómerkilegur áróður fyrir stórútgerðar- menn," segir Grétar Mar Jónsson, forseti Farmanna- og fiski- mannasambands Is- lands, um sjónvarps- þáttaróðina Alda- hvörf sem Ríkissjón- varpið sýnir um þess- ar mundir. Grétar Mar segist hafa orð- ið fokreiður í gærkvöld þegar fjallað var um kvótakerfið sem sagt var hafa stuðlað að uppbygg- ingu þorskstofhsins. „Það er greinilegt hverjir eru styrktar- aðilar þessa þáttar. Fullyrðingar um að við höfum besta fisk- veiðikerfi er ekkert nema lygar og þvæla. Þar nægir að benda á 200 milljarða króna skuldir sjávar- útvegsins og ástand flskistofnanna við landið. Ríkissjónvarpinu er til skammar að sýna svona þætti. Þetta er hneyksli," segir Grétar Mar. PáU Benediktsson, umsjónarmaður þáttanna, vísar staðhæfingum Grétars Mars á bug sem bulli og segist ekki taka mark á þeim: „í þættinum í gær viðraði ég til dæmis ýmsar hugmyndir í kvótamálum sem ég hygg að séu stór- útgerðarmönnum ekki að skapi," sagði Páll Benediktsson í morgun. -rt/-EIR Verslókennarar ekki í verkfall Kennarar í Verslunarskóla íslands munu ekki fylgja öðrum framhalds- skólakennurum í verkfall 7. nóverber nk. eftilþesskemur. Berta Sigurðardóttir, talsmaður kennara í Verslunarskólanum, sagðT við DV að ástæöan fyrir því að kennar- ar þar færu ekki í verkfall um leið og aðrir væri sú að þeir væru ekki búnir að kjósa um hvort þeir myndu styðja boðað verkfall Félags framhaldsskóla- kennara. Það væri því Ijóst að kennar- ar í Verslunarskólanum færu seinna í verkfaE en starfsbræður þeirra í öðr- um framhaldsskólum ef verkfallsboð- un yrði samþykkt. Berta sagði að allflestir kennarar í Verslunarskólanum væru innan Fé- lags framhaldsskólakennara. Þeir ættu nú í samningaviðræðum við skólann. Kröfur þeirra væru hinar sömu og annarra framhaldsskólakennara sem semdu við ríkið. Berta kvaðst gera ráð fyrir að geng- ið yrði til kosninga um stuðning við boðað verkfall framhaldsskólakennara síðar í vikunni. -JSS Tilboösverö kr. 4.444 bfOth©f P-touch 1250 Lítil en STORmerkileg merkivél 5 leturstæröir 9 leturstillingar prentar (2 línur boröi 6, 9 og 12 mm 4 geröir af römmum Rafport Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Vetfang: www.it.is/rafport____ Gæði og glæsileiki smort (HIHtMPfO Grensásvegi 7, sími 533 3350.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.