Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2000, Síða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2000, Síða 1
ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2000 Súkkulaði sennilega meinholt Bls. 22 PS2 komin út í USA Bis. 23 íslensku Vef- verö- launin Bls. 20-21 17 M5iA Isim* vífum Áffí 2000 PlayStation Eru brjósfahald- arar vondir? L.jLumun-iiJ.i samkvæmt rannsókn , . j. sem framkvæmd var á iJilJJiTiJ rúmlega 100 enskum konum getur þrýsting- ■*■■**•**— ur frá brjóstahöldur- um valdið óþægindum í brjósti, kýla- myndun og jafnvel krabbameini. Ein af niðurstöðum rannsóknarinnar var sú að óþægindi i brjósti minnkuðu um 7% þegar konur voru búnar að ganga brjóstahaldaralausar í 3 mánuði og meira. Einnig er bent á að kviilar í bijóstum séu sjaldgæfari í menningar- hópum þar sem brjóstahaldarar eru ekki notaðir. Robert Mansel, prófessor við háskólasjúkrahúsið í Cardiff, segir að þrýstingur frá höldurunum geti hindrað sogæðakerfið í að losa út eitr- aðan úrgang. gagnrýni, bæði úr röðum vísinda- manna sem og frá krabbameinslíknar- samtökum. Rannsóknin hafi verið fá- menn og ekki hægt að nota hana i við- ara samhengi og því sé verið að búa til óþarfa áhyggjur fyrir konur. Fugla dreymir sönginn sinn Niðurstöður rannsókna sem vísinda- menn við Chicago-háskóla gerðu á sebrafinkum leiddu í ljós að söngfugla virðast dreyma söngvana sína. Ályktun visindamannanna er sú að fuglamir séu í raun að æfa sig og jafnvel bæta við laglínum. Samkvæmt mælingum á heilastarfsemi var hún næstum alveg eins þegar fuglamir sváfú og þegar þeir vom að syngja, rafeindir gengu sömu boðleiðimar. Prófað var að spOa söng eins fuglanna og við það fóm sömu boð af stað og þegar fuglinn söng hann áður. Talið er að svefn hafi mikið með lærdóm að gera og að þannig læri fugl- arnir söngvana strax eftir að þeir em skriðnir úr eggi. Það er einnig skoðun margra vísindamanna að það sama eigi við um mannfólkið. Ef hægt er að yflr- færa þessa rannsókn yflr á mannfólkið, og margir telja svo vera, þá læmm við móðurmál okkar að stórum hluta í svefni. NASA, geim- ferðastofnun Bandaríkjanna, er um þessar mundir að vinna að þróun vélmennis, „geimorms", sem ætlað er til athug- ana á yfirborði fjarlægra plánetna. Geimormurinn sem sést hér á myndinni, við hliðina á 30 cm reglu- stiku, er samansettur úr nokkrum einingum sem einar og sér geta lítið hreyft sig en geta samankomnar skriðið yfir flestar hindranir sem á vegi þeirra verða. Ormurinn mun rannsaka staði þar sem litlu geimjepparnir myndu annaðhvort festast eða velta. Samkvæmt yfirlýs- ingu frá NASA er ormurinn enn í hönnun. Samkvæmt áætlunum eru fimm ár í að hægt verði að nota hann í geimrannsóknum. Geimormurinn er hluti af nýrri áætlun NASA í rannsóknum á hin- um rauða nágranna jarðarinnar, Mars, sem stofnunin kynnti nú fyr- ir stuttu. Um er að ræða áætlun sem gildir til næstu 10-15 ára og unnin verður í samstarfl við ítaliu og Frakkland. Áætlunin gengur út á það að á næstu 10 árum verði fjölda geimfara skotið i átt til Mars, bæði til rann- sókna á yfirborði plánetunnar, sem og til að ljósmynda af sporbaug. Að þeim tíma liðnum verður síðan byrjað að vinna að endurheimt gagna úr þeim rannsóknum. Það er von NASA-manna að betur muni ganga með þessa áætlun en með þá misheppnuðu leiðangra sem sendir voru í fyrra þó það væri nú ekki nema bara til að fá eitthvað fyrir peningana. Áætlað er að um 400-450 milljónir Bandaríkjadala fari í áætl- unina á ári sem samsvarar um 34-38 milljörðum islenskra króna. Fcndur 8 síðna sérblað um föndur fylgir DV á morgun. Fjallað verður um fluguhnýtingar, bútasaum, krukkumálun, postulínsmálun, trémálun o.fl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.