Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2000, Blaðsíða 4
ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2000 íslensku Vefverðlaunin afhent í fyrsta skipti: Verður árlegur við - að sögn Einars Solheim, framkvæmdastjóra Vefsýnar hf. besta ISLíNSKA wsmw ÁRIV 2000 0* Aöstandendur þeirra vefsíðna sem verðlaun hlutu stilla sér upp eftir verölaunaafhendingu. Kvöldiö þótti takast sérstaklega vel og er þetta þarft framtak fyrir hið íslenska vefsamfélag. einstaklinga sem leggja á sig að halda úti vönduðum vefsíð- um. „Það er dálítið öf- ugsnúið að miðað við það að íslendingar eru ein nettengdasta þjóð í heimi þá er t.d. netverslun hér ekki nærri jafnmikil og í öðrum vestrænum Olöndum. Fólk virðist ekki nýta sér alla þá möguleika sem Netið hefur upp á að bjóða. Okkur hjá Vefsýn fannst kominn tími til að fyrirtæki fengju einhverja hvatn- ingu í þá átt að nýta Netið betur og alla þá möguleika sem það býð- ur upp á.“ Þar sem þessi verðlaunaafhend- ing var haldin í fyrsta skipti þá þurfti að kynna keppnina vel. Einar segir að bæði hafi verið auglýst í blöðum og sendar í til- kynningar til fólks þess efnis að hægt væri að koma með tilnefn- ingar um bestu vefsíðurnar. Mest hafi þó verið fjallað um þetta á netmiðlum eins og Vísir.is og Mbl.is. Þátttakan var mjög góð að mati þeirra á Vefsýn og bárust um 3000 tilnefningar. Vefakádem- ian var síðan stofnuð og voru í henni 7 einstaklingar sem allir tengjast Netinu og vinnu við það á einn eða annan hátt. Akademí- an vinsaði síðan út síður þar til 35 vefsíður kepptu í sjö flokkum. Viðtökurnar út í samfélagi ís- lenskra vefara voru að mati Ein- ars mjög góðar og „feedbakkið" verið mjög gott. Úrslitakvöldið var einnig mjög vel heppnað að sögn Einars. Viðskiptaráðherra kom og hélt tölu auk þess að af- henda verðlaunin. Kynningarnar á tilnefndum síðum voru unnar af fyrirtækjunum Mad Design og Idega og voru mikið sjónarspil. Síðan var Elva Dögg Melsteð, Ungfrú ísland.is, kynnir hjá okk- ur. Lokapunkturinn var síðan veglegur kvöldverður. Einar seg- ir að fyrirtækið ætli sér að gera þetta að árlegum viðburði, það hafi raunar alltaf verið stefnan. Þeir hafi lært mjög mikið af þessu fyrsta skipti og næst verði þetta mun veglegra og eigi eftir Að sðgn Einar $®§~ hem, fmmkwæmé®- stjára Wef&ýnar, fanmi þeím hjá fyrirtækmu komínn támi tS að wm&aum þau fyrir- taski og mmiakBnga sem ieggjat á sig að hakfa útí vönd- uðum v&fsíöum. , > — Verölauna- gripirnir voru sérsmíðaðir úr Ijósu lípariti hjá Álfasteini á Borgarfirði eystra og er ætlunin að hafa þá sem fasta verö- launagripi hátíöarinn- ar, líkt og óskarinn er á óskarverðlaunahátíðinni í Hollywood. Hin íslensku Vefverðlaun voru afhent með pompi og prakt síðastlið- inn fimmtudag i Þórshöll, Brautarholti 20. Þetta er í fyrsta skipti sem verðlaun sem þessi hafa verið afhent og er það veffyrirtækið Vefsýn hf. sem stendur fyrir þessari uppákomu. Að sögn Einar Solheim, fram- kvæmdastjóra Vefsýnar, fannst þeim hjá fyrirtækinu kominn tími til að verðlauna þau fyrirtæki og Engu mikilvægu stolið Innbrotið í tölvukerfi Microsoft: I fyrstu var talið að hakkarinn hefði komist yfir hinn eftirsótta grunnkóða að Windows-forriti Bill Gates og félaga hjá Microsoft en svo viðist ekki vera. að sögn talmanns fyrirtækisins í síðustu viku greindi Microsoft- tölvurisinn frá því að hakkari hefði brotist inn í tölvukerfið. Fréttir af mál- inu voru frekar óljósar til að byrja með. Talið var að hann hefði verið á vappi um tölvukerf- ið í allt að fimm vikur og m.a. komist yfir grunnkóðann að Windows-stýrikerfinu, einn eftir- sóttasti tölvukóði í veröldinni. Nú hafa talsmenn Microsoft dregið úr öllum slíkum dóms- dagsfréttum. Samkvæmt yfirlýs- ingu frá Rick Miller, talsmanni Microsoft, var hakkarinn aðeins í 12 daga inni á kerfinu og fylgst hefði verið með ferðum hans all- an tímann. Miller sagði að engu mikilvægu hefði verið stoliö, full- yrðing sem sérfræðingar í tölvu- öryggismálum segja að sé engan veginn hægt að staðfesta. Komst inn á trójuhesti Að sögn Millers urðu starfsmenn Microsoft fyrst varir við hakkarann 14. október síðastliðinn. Það var hins vegar ekki fyrr en fóstudaginn 26. október sem Microsoft lét Alrík- islögreglu Bandaríkjanna vita. Þá var hakkarinn farinn að fikta í skjölum sem innihéldu framleiðslu- leyndarmál hjá fyrirtækinu. Miller sagði að fylgst hefði verið vandlega með ferðum hakkarans. Eftir því sem eftirlitið leiddi í ljós afritaði hakkarinn ekki nein skjöl, forrit né grunnkóða að neinu forriti. Simon Perry, sérfræðingur í tölvuöryggismálum hjá Computer Associates International i Islandia, New York fylki, segir ekki hægt að staðhæfa að hakkarinn hafi ekki komist yfir nein leyndarmál, 12 dag- ar séu nógur tími til þess að gera af- rit án þess að tekið sé eftir. Hakkarinn komst inn á svoköll- uðum trójuhesti, forrit falið í við- hengjum á ímeilum. Forritið er Samkvmmt yfitíýsingu frá Rick MiH&r, tafs- martni Mícromft, var hakkarinn að&íns f 12 daga inni á k&rfinu og fyígsi varmoð ferðum harm allan tímann. Mitt&r sagði að engu ffiikilvægu hefði verið stolið, fuifyrðing sem sérfræðingar i tölvuör- yggísmálum segja áð sé engan veglnn hægt ræst þegar viðhengið er opnað og gefur viðkomandi sendanda færi á flækjast um tölvukerfi móttakanda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.