Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2000, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2000 x>v Fréttir Ungir Vestmannaeyingar funduðu um framtíðina: Atvinnumálin eru helsti veikleikinn - 400 manns farnir frá Eyjum á sex árum DV-MYND GUÐMUNDUR ÁSMUNDSSON Spáð í framtíð Eyjanna Árni Sigfússon, framkvæmdastjóri Tæknivals, fiytur framsöguerindi á ráö- stefnunni Eyjar 2010. Eyjar 2010 var yfirskrift ráðstefnu sem haldin var í Vestmannaeyjum laugardaginn 28. október. Að sögn Þor- steins Sverrissonar, framkvæmda- stjóra ráðstefnunnar, voru helstu markmið hennar að skapa vettvang fyrir ungt fólk til að koma saman og ræða um framtíðina og reyna að kryfja til mergjar hvers vegna fólk ílytur yfir- höfuð frá Eyjum. „Það má segja að frá 1994 hafi 400 manns farið, þannig að það er dágóður hópur. Það er fólk á aldrinum 20 til 35 ára sem er aðallega að fara. Það fer vegna náms eða annars og svo þegar það er búið að mennta sig þá er ekki mörg háskólastörf að sækja hingað,“ segir Þorsteinn. „Okkur lang- aði líka að komast að því hveijar væru væntingar, vonir og þrár þessa fólks og hvaða kröfur það gerði. Svo er kannski það mikilvægasta að átta sig á því hvað þetta fólk gæti sjálft lagt af mörk- um tÚ að búa til betri byggð,“ sagði Þorsteinn. Minni kvóti „Við létum fólk styrkleika- og veik- leikagreina Eyjamar og það kom alveg berlega í ljós að helsti veikleikinn var atvinnumálin. Störfum hefur náttúr- lega fækkað í sjávarútvegi, kvótinn hefur haft áhrif hér eins á öðrum stöð- um. Hann hefúr farið stórlega minnk- andi og bátum hefúr einnig fækkað í Vestmannaeyjum. Við erum náttúr- iega sjávarútvegssamfélag og fólk taldi það mjög góðan grunn til að byggja á. Við þurfum jafnframt að hlúa að öðr- um greinum eins og upplýsingatækni og öðru sem er að verða mjög raunhæf- ur kostur núna,“ segir Þorsteinn. Enn fremur sagði Þorsteinn að menn sæju mikla möguleika í ferða- mannaiðnaðinum í Vestmannaeyjum. „Ferðamálamenn telja að það séu margir vannýttir möguleikar. Það eru allir sammála um það sem koma hing- að að hér sé mjög fallegt og nálægðin við náttúruna mikil. Maður fær hér mjög fjölbreytta náttúru á mjög litlu og afmörkuðu svæði. Maður er að fá ís- land í hnotskum á þessari 13 kíló- metra eyju,“ segir Þorsteinn en bætir við að ekki hafi verið mikið farið út í endanlegar lausnir eða útfærslur hug- myndanna á ráðstefnunni. „Nú verður farið í það að vinna úr þessum punkt- um og athuga hvaða leiðir við höfúm. Það þarf að veruleikaprófa þessar hug- myndir þannig að þær séu raunhæfar. Þróunarfélag Vestmannaeyja fer í þá vinnu og fólkiö sjálfi náttúrlega. Það verða vonandi til störf og nýir atvinnu- vegir út úr þessu öllu saman,“ segir Þorsteinn. Samgöngumál í ólestri Að sögn Þorsteins brunnu sam- göngumál mjög á ráðstefnugestum. Herjólfur er náttúrlega „góður og biessaöur." „Þetta er samt ekki boðlegt samgöngutæki á þessum síðustu og verstu tímum," segir Þorsteinn og bendir á hversu langur tími fari í sigl- ingar með Heijólfi. „Innan Evrópu- sambandsins er yfirleitt farið frá A til B en við erum að sigla frá A tfi Z,“ seg- ir Þorsteinn og segist sjálfúr hafa þurft að veija tæpum tveimur sólarhringum í það að sækja einn fund í Reykjavík í síðustu viku. „Þetta er auðvitað ekki boðlegt til lengdar. Það hljóta að verða gerðar einhverjar umbætur í þessum málum i framtíöinni og það er nokkuð sem við fórum aö byija að vinna i og skoða alla möguleika. Þetta tel ég eins og aðrir ráðstefnugestir eina af lykil- forsendum fyrir því að byggð þrífist og dafni í Eyjum í framtiðinni," segir Þor- steinn. Enn fremur sagði Þorsteinn að þeirri hugmynd hefði jafnvel verið velt upp að Vestmannaeyingar stofnuðu eigið flugfélag til að fljúga á milli Eyja og Reykjavíkur í samkeppni við Flug- félag íslands. „Við erum reyndar með okkar eigið flugfélag, Flugfélag Vest- mannaeyja, sem flýgur aðallega á Bakka. En ég held að það sé alveg grundvöllur fyrir því að fá aðeins stærri vél og fljúga til Reykjavíkur," segir Þorsteinn, sem telur að ekki myndi duga fyrir Flugfélag íslands að undirbjóða flugið til að hrekja Vest- mannaeyinga af markaðnum. „Þegar skapast samkennd í Eyjum þá er hún alveg gífurlega sterk. Við erum fyrst og fremst Vestmannaeyingar, síðan erum við íslendingar, þannig að þegar samstaða næst þá þarf andskoti mikið til að bijóta okkur á bak aftur,“ segir Þorsteinn. Engin svartsýni Almennt séð sagðist Þorsteinn vera ánægður með ráðstefnuna. „Þátttakan á ráðstefnunni og þessi andi sem varð til var náttúrlega frábær. Ráðsteftian var í um sex tíma og það var um og yfir 300 manna þátttaka, að meðaltali voru um 220 manns í húsinu, sem er mjög hátt hlutfall. Þetta var aðallega ungt fólk á aldrinum 20 til 35 ára sem hafði undirbúið sig fyrir ráðstefnuna. En svo var gaman að sjá að þama kom fólk á öllum aldri, allt frá 15 til eftir- launaaldurs og allir mjög jákvæðir og fengu Vestmannaeyinga til þess að koma saman og tala jákvætt um Eyj- amar í heila sex tíma án afláts. Það er mjög mikil nýbreytni. Það var enginn bölmóður eða neikvæð umræða í gangi, enda er hún búin að vera í gangi í fimm ár og það er mál að linni," sagði Þorsteinn Sverrisson að lokum. -eöj Héraðsdómur Reykjavíkur: Sjómannafélagið sýknað Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Sjómannafélag Reykjavikur af kröfum erlends útgerðarfélags, Reederei Nord Klaus E. Oldendorf Ltd, vísað kröfum útgerðarfélagsins frá dómi og neitað að staðfesta lög- bann sem Sýslumaðurinn í Reykjavík setti á sjómannafélagið. Hinn 17. nóvember í fyrra kom skip í eigu þýska útgerðarfélagsins Reederei Nord Klaus E. Oldendorf Ltd til landsins með farm af hveiti fyrir Eimskip. Tveimur dögum sfðar komu Jónas Garðarsson, formaður Sjó- mannafélags Reykjavíkur, og Borgþór Kjærnested, starfsmaður Alþjóða- flutningasambandsins á íslandi, ITF, ásamt á annað hundrað manns, í veg fyrir losun á hveitinu, að skipun ITF. Samkvæmt upplýsingum ITF voru laun háseta skipsins langt undir al- þjóðlegum lágmarkssamningum sem bæði Island og Kýpur eiga aðild að. Skipið var ekki losað fyrr en 24. nóv- ember, þegar sýslumaðurinn í Reykjavík setti lögbann á Sjómanna- félag Reykjavíkur vegna aðgerðanna. Fyrir dómi hélt Jóhann Halldórsson hdl., lögmaður sjómannafélagsins, því fram að sýslumanninum í Reykjavík hefði borið að hafna kröfunni um lög- bann þar sem um alþjóðamál var að ræða og lögreglunni er óheimilt að hafa afskipti af vinnudeilum nema til þess að afstýra skemmdum, meiðsl- um eða vandræðum. Nú hefur héraðsdómur dæmt lög- bannið ógilt, þar sem ósannað þykir að Sjómannafélag Reykjavíkur hafi staðið fyrir aðgerðunum, eins og er- lenda fyrirtækið hélt fram. „Af þessari niðurstöðu leiöir að ekki er hægt í þessu máli að dæma um það hvort aðgerðimar hafi verið lögmætar eða ekki og er þeirri kröfu vísað frá dómi,“ segir í dómsorðinu sem Arngrímur ísberg héraðsdómari kvað upp. -SMK WB í Umsjórv. Hörður Kristjánsson netfang: sandkorneff.ls Eurovisionaðdáendur fúlir Merði Árnasyni hefur loks tekist að afla sér heims- frægðar á íslandi, allavega í hópi að- dáenda Eurovision söngvakeppninnar. Mörður fékk nefni- lega fyrir helgina I samþykkta í út- varpsráði tillögu sina um að banna flytjendum íslenska lagsins í næstu keppni að syngja á öðru tungumáli en íslensku. Þykir sönn- um aðdá-endum söngvakeppninnar nú einsýnt að Merði takist með þessu að bola íslendingum út úr keppninni með stæl því vonlaust sé að keppa í enskumælandi heimi dæg- urtónlistar, kyrjandi söngva á hall- ærislegu fornaldarmáli sem enginn skilur. Heyrst hefur að Eurovisionað- dáendur séu nú að safna liði til að fá samþykkt útvarpsráðs hnekkt... Einkavæðing kirkjunnar Biskupsstofa, með Karl Sigur- björnsson biskup í fararbroddi, hefur nú tekið höndum saman við kaup- menn og auglýs- ingastofur landsins og skal nú guðs- orðið selt fyrir jól- in með því að hengja við það gulræt- ur eða gylliboð. „Þú færð þrjár bænir ókeypis ef þú kaupir krullujárnið hjá okkur," er ekki ósennilegur afrakst- ur af þessari samvinnu. Gárunga furðar það hins vegar að í þessu markaðssetningarátaki kirkjunnar hafi einkavæðingarsinnum ekki dott- ið í hug að gera kirkjuna að hlutafé- lagi og hreinlega selja hana. Þannig mætti ná fram mikilli hagræðingu með því t.d. að sameina Þjóðkirkjuna hf. og Krossinn. Síðan gætu ásatrúar- menn fengið öfluga fjárfesta til að fjármagna kaup á öllu saman og lagt apparatið niður - að sjálfsögðu í hag- ræðingarskyni... Hver kjaftaði frá Margir hafa beðið með óþreyju eftir tilnefningum til Edduverðlaunanna, íslensku kvik- mynda og sjón- varpsverðlaun- anna, sem átti að tilkynna á morgun með viðhöfn. Óvænt voru tilnefningamar birtar á netsíðu Pressunnar á striki.is á mánudag og varð þá að vonum uppi fótur og fit þvi þessar upplýsingar vom að sjálfsögðu trúnaðarmál þeirra sem það vissu. Sjö valinkunnir einstaklinga voru í nefndinni og ljóst er að einn þeirra hefúr kjaftað frá. Þau sem sátu í nefndinni em: Svan- hildur Konráðsdóttir, blaðamaður, Björgúlfur Ólafsson, rithöfundur, Andrés Magnússon, vefstjóri, Gerð- ur Kristný, rithöfundur og ritstjóri, Magnús Þór Þorbergsson, leikhús- fræðingur, Styrmir Sigurðsson, kvikmyndagerðarmaður og Karítas Gunnarsdóttir, lögfræðingur. ffl Austfirðingar: Óttast að Alþingi fari ekki að lögum DV, ESKIFIRDI:_____________ „Veiðamar em stundaðar í þeirri góðu trú að gildandi lög um úthlutun veiðiheimilda verði lögð til grundvall- ar þegar að varanlegri úthlutun kem- ur. Það er afar mikilvægt að það sé á hreinu," segir i samþykkt Útvegs- mannafélags Austfiarða sem hélt aðal- fúnd í Neskaupstað á dögunum. Út- vegsmenn era óhressir með að stjóm- völd fari ekki að gildandi lögum um skiptingu veiðiheimilda og beina því til stjómar LÍÚ að gætt verði hags- muna þeirra skipa sem aflað hafa sér veiðireynslu við kolmunnaveiðar, þeg- ar að því kemur að skipta veiðiheim- ildum í þeim fiskstofni. Bent er á að útvegsmenn hafa lagt í stórfelldan kostnað og auk þess átt í ýmsum byrjunarörðugleikum og tap- rekstri við kolmunnaveiðarnar þau ár sem veiðar hafa verið stundaðar. „Þar sem fiskiskip okkar hafa ekki verið með nægan togkraft til að geta stundað veiðamar með viðhlítandi árangri hafa margar útgeröir lagt út í hundrað milljóna króna fiárfestingar á hvert skip vegna skipta á aðalvélum, togspil- um og öðrum búnaði, eða fiárfest í nýj- um öflugum skipum," segja útgeröar- mennimir. „Stjómvöld hafa hvatt út- gerðarmenn til að sinna veiðum á kolmunnastofninum og öðlast þannig veiðireynslu svo við getum átt tilkall til hlutdeildar úr heildarstoftiinum þegar tfl skiptingar á honum kemur milli þeirra þjóða sem tilkall gera til hans.“ Kolmunnaveiöar Útgeröarmenn kotmunnaskipa óttast aö þeir veröi hlunnfarnir þegar kem- ur aö úthlutun veiöiheimilda. Útvegsmenn benda á að tæplega þriggja ára lög kveði á um hvemig fara skuli meö skiptingu á stofnum, eins og kolmunna, stofnum sem veið- ast bæði innan og utan lögsögu ís- lands. Þar er gert ráð fyrir að veiði- reynslan eigi að gilda. „Framangreind lög vora í gildi þeg- ar skiptingin á norsk-íslensku síldinni var ákveðin. En þá brá svo við að Al- þingi sá ástæðu tU að fara ekki að þess- um gildandi lögum. Veiðireynslan var að engu höfð og þess í stað úthlutað á afar umdeildan hátt, sem kunnugt er,“ segir í samþykkt útgerðarmannanna. „Með tilliti til úthlutunar stjómvalda á norsk-íslensku síldinni er fúll ástæða til að útgerðamennn kolmunnaveiði- skipa hugi að framtíðinni þegar að skiptingu á stofhinum kemur enda era kolmunnaveiðar eins og þær hafa hingaö til gengið hugsaðar sem lang- tímafiárfesting.“ -JBP Enn þá hérna megin Oft gera menn grein fyrir fiar- vera sinni á nefndafundum sveitarfélaganna en fátíðara er að grein sé gerð fyrir mætingu á slíka fundi, hvað þá í bundnu máli. Þetta gerðist þó í Hafnarfirði er Siguröur T. Sigurðsson tilkynnti mætingu sína á fund atvinnumálanefndar Hafnar- fiarðar með eftirfarandi kveðskap og virðist hann hafa verið fullur efa- semda um að nefndin væri enn á lífi: Aö atvinnumálanefndin er enn þá hérna megin, er ég, satt aö segja þér, sérstaklega feginn. Ég hélt hún heföi horfiö burt meö heldur skjótum hœtti og vissi ekki hvort né hvurt ég hennar leita œtti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.