Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2000, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2000 DV 7 Fréttir Gamlar skilgreiningar á landsvæðum duga ekki lengur: Hægari straumur til Reykjavíkursvæðis - höfuðborgarsvæðið teygist til nágrannabyggðanna Höfuöstaöur Noröurlands Reykjavík og nágrannabæjum hafl gert fólki sem flytjast vill af lands- byggðinni erfiðara um vik. Þar af leiðandi sækist fólk frekar eftir að setjast að í sveitarfélögum í næsta nágrenni við hið hefðbundna höfuð- borgarsvæði, sem svo er skilgreint. Þar hafl fólk möguleika á að komast í húsnæði á skaplegra verði. Hafa sérfræðingar velt fyrir sér nýrri skilgreiningu á höfuðborgar- svæðinu, en ekki hefur enn fundist á því nafn sem sátt er um. Hafa menn stungið upp á heitum eins og stór-höfuðborgar- svæði og kransinn (þar er átt við svæðið í næsta nágrenni við núverandi höfuð- borgarsvæði). Með slíkri útvíkkun á höf- uðborgarsvæðinu skapast lika annar vandi. Hann er sá að þar með er höggvið í áður skilgreinda landsbyggð. Þá munu margir Akureyring- ar vera lítt hrifhir að láta telja sig til lands- byggðarinnar sem þeir vilja meina að hafi á sér fremur niðrandi stimpil. Því vaknar líka spurning hvað eigi þá að kalla landsbyggðina sem eftir er utan „stór- höfuðborgarsvæðis- ins“ og Akureyrar. Samkvæmt upplýsingum Þjóð- hagsstofnunar og Hagstofu íslands um búferlaflutninga fyrstu 9 mán- uði ársins kemur fram að dregið hefur úr fólksflutningum af lands- byggðinni til höfuðborgarsvæðisins samkvæmt viðtekinni skilgreiningu á svæðinu sem heild. Til höfuðborgarsvæðisins, sem svo er skilgreint, fluttu 1.382 um- fram brottflutta fyrstu níu mánuði þessa árs samkvæmt tölum Hag- stofu íslands. Allt árið í fyrra var þessi tala 2.077. Nýja skilgreiningu vantar Samkvæmt upplýsingum frá Þjóð- hagsstofnun dugar hefðbundin skil- greining á höfuðborgarsvæðinu vart lengur ef skoða á fólksflutninga af landsbyggðinni á suðvesturhorn landsins. Þó dregið hafi úr fólks- flutningum til Reykjavíkur og ná- grannasveitarfélaga er mikil upp- bygging og aðflutningur fólks í sveitarfélögum á Reykjanesskaga og einnig í bæjum eins og Selfossi og Akranesi. Hallast flestir að því að ört hækkandi fasteignaverð í Konukvöld úr skorðum hjá útvarpsstöðinni Létt 96,7: Hlustandi lagðist undir strippara - á sviði á Hótel íslandi „Þetta var mjög gróft. Það var engu líkara en konan héldi að hún væri Sharon Stone í djarfri kvik- mynd þama uppi á sviðinu," sagði einn gesta á konukvöldi útvarps- stöðvarinnar Létt 96,7 sem haldið var á Hótel íslandi síðastliðið fimmtudagskvöld. Konukvöld út- varpsstöðvarinnar, sem höfðar helst til miðaldra kvenna, þótti takast með afbrigðum vel og var salurinn þéttskipaður hlustendum stöðvar- innar. „Ég hef séð ýmislegt an aldrei neitt í líkingu við þetta. Konumar hreinlega trylltust þegar karlstripp- ari sté á sviðið og fór að dilla sér framan í konumar, sem létu ekki segja sér það tvisvar að fara upp á svið og taka þátt í strippi stráksins. Hann var nakinn en með svarta svuntu um sig miðjan og ein konan lét höfuð sitt hverfa undir svuntuna og dvaldi þar alllengi á meðan sal- urinn æpti af fognuði," sagði ein Hótel ísland Miöaldra konur slepptu sér í trylltum dansi stripparans. kvennanna sem var á staðnum en vill ekki láta nafn síns getið, enda skammast hún sín fyrir að hafa tek- ið þátt í þeim dansi sem þarna var stiginn meðan eiginmaðurinn var heima að gæta bús og bama. „Um þverbak keyrði þó í lokaatriðinu þegar ein konan lagðist á bakið á sviðið með útglennta fætur og dró stripparann yfir sig. Lágu þau lengi á sviðinu í taktfóstum hrynjanda tónlistarinnar sem vart heyrðist fyrir hvatningarhrópum kynsystra konunnar sem á sviðinu lá með stripparann á milli fótanna. Ég hef aldrei séð annað eins og þetta var eiginlega ekki í takt við tónlistar- stefnu stöðvarinnar, en Létt 96,7 spilar yflrleitt rólega og huggulega tónlist. Hlustendur hennar hungrar hins vegar bersýnilega í eitthvað meira krassandi þegar i boði er,“ sagði konan, sem vart segist geta haldið áfram að hlusta á stöðina án þess að minningar frá konukvöld- inu komi fram í hugann. Að öðru leyti tókst þessi kvöld- skemmtun útvarpsstöðvarinnar Létt 96,7 ágætlega. -EIR Hiö eiginlega höfuðborgarsvæöi nær nú yfir Reykjanesskagann, austur á Sel- foss og upp á Akranes. Flestir fluttu frá Austurlandi Það sem af er þessu ári fluttu 669 af landsbyggðinni og 713 frá útlöndum. í öðrum landshlutum nema á Suðumesj- um, Suðurlandi og Vesturlandi vom brottfluttir fleiri en aðfluttir. Flestir fluttu frá Austurlandi, eða 254. Af ein- stökum sveitarfélögum fluttust hins vegar flestir til Kópavogs, eða 499, og til Reykjavíkur fluttu 468. Aftur á móti fluttu flestir frá Fjarðabyggð, eða 112 manns, frá ísafjarðarbæ fluttu 89 og 81 flutti frá Vestmannaeyjum. Á fyrstu níu mánuðum ársins voru skráðar 42.364 breytingar á lögheimili einstaklinga í þjóðskrá. Þar af fluttu 22.126 innan sama sveitarfélags, 14.072 milli sveitarfélaga, 3.644 til landsins og 2.522 frá því. Á þessu tímabili fluttust 1.122 fleiri einstaklingar til landsins en frá því. Þar af voru aðfluttir íslending- ar 40 fleiri en brottfluttir og aðfluttir erlendir ríkisborgarar 1.082 fleiri en brottfluttir. Á sama tíma árið 1999 var heildarfjöidi aðfluttra umfram brott- flutta 1.048. -HKr. ViÐ ERUM FLUTT Heimsferðír eru fluttar í Skogarhlid 18 Heimsferðir hafa nú flutt aðalskrifstofur sínar í Skógarhlíð 18, og bjóða viðskiptavini sína velkomna í nýtt og glæsilegt húsnæði þar sem þú finnur nóg af bílastæðum. Heimsferðir Skógarhlíð 18 • Reykjavík • Sími 595 1000 • www.heimsferdir.is BMW 316i Touring, 5 d., skr. 10. ‘98, d-blár, ek. 23 þ. km, bsk., álf. V. 2.100 þ., áhv. bílalán. / J&' -' — . Mm MMC Galant 2000 st., 5 d., árg. 1998, skr. 10. ‘99, grár, ek. 7 þ. km, ssk. V. 1.800 þ. VW Passat 1600 st., 5 d. skr. 10. ‘97, rauður, ek. 49 þ. km, bsk., krókur. V. 1.330 þ. MMC Pajero 2500 DTI, 5 d„ skr. 01’ 94, blár, ek. 159 þ. km, ssk., sóll., 31V. 1.270 þ. Dodge Durango SLT 5900, 5 d., skr. 10. ‘00, beis, NÝR, ssk., a/c, ABS o.fl. o.fl. V.3.990. þ. MIKIÐ OG GOTT ÚRVAL BÍLA Á SKRÁ OG Á STAÐNUM. VANTAR BÍLA OG VÉLSLEÐA Á SKRÁ OG Á STAÐINN. 0PIÐ ALLA VIRKA DAGA FRÁ KL.10-18. LAUGARDAGA FRÁ KL.10-14. B - f BÍLASAUNNj nöldur ehf. B í L A S A L A Tryggvabraut 14, 600 Akureyri 461 3020-461 3019 MMC Pajero Sport 2500 DTI, skr. 05. ‘99, vínr., ek. 18 þ. km, bsk., álf., 31', m/mæli. V. 2.650 þ. Toyota LandCr. 100 4200 DTI, skr. 06. ‘99, d-blár, ek. 30 þ. km, ssk., leður ABS, sóll., 7 manna o.fl. V. 5.290

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.