Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2000, Blaðsíða 11
MIÐVTKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2000 11 DV Utlönd Stuttar fréttir Haider yfirheyrour Rannsóknarlög- | regla hefur yfir- heyrt Jörg Haider, fyrrverandi leið- toga Frelsisflokks- ins i Austuríki, vegna meintra njósna um pólitíska I andstæðinga. Fyrr- verandi lögreglumaður hefur greint frá þvi að lögreglan hafi afhent trúnaðarskjöl gegn mútugreiðslum. Skjölin fundust heima hjá fyrrver- andi lífverði Haiders. Haider neitar öllum ásökunum. Tveir drepnir á N-írlandi Tveir menn voru drepnir í Belfast á N-írlandi i gær. Drápin eru talin tengjast átökum milli stríðandi fylk- inga mótmælenda. Fæddi barn og stakk af Kona, sem var skilríkjalaus en kvaðst vera frá Litháen, yfirgaf ný- fædda dóttur sína á fæðingardeild í Stokkhólmi á mánudaginn. Nýtt gat skorið á Kúrsk Kafarar hafa skorið nýtt gat á kaf- bátinn Kúrsk í leit að líkum skip- verja, að sögn talsmanna rússneska flotans. Áður var talið að ekki þýddi að leita fleiri líka. Fréttaskýrendur telja að kafarar eigi nú að leita leynibúnaðar sem ekki megi falla í hendur annarra. Viðbúnaðar vegna hótana Bandarískir hermenn við Persaflóa voru í gær í viðbragðs- stöðu vegna trúverðugra hótana um hryðjuverk. Vili fund um Kosovo Forseti | Júgóslavíu, Voj- islav Kostunica, sagði í heimsókn sinni til Óslóar í m gær að hann vildi ~ír-4B vioræour viö ieio" '%"-¦ I to£a Kosovo um ¦H_jÍ2_B framtíð svæðisins. Jafnframt sagði Kostunica að hann byggist við svari um aðild að Sam- einuðu þjóðunum innan nokkurra Hætta á frekari flóoum Bretar búa sig nú undir frekari flóð þar sem spáð hefur verið nýjum lægðum i kvöld. Óveðrið í Evrópu undanfarna daga hefur orðið að minnsta kosti 10 banns að bana. Sjakalinn yfirheyrður Sjakalinn, niich Ramirez Sanches, verður yfirheyrður í Frakklandi um árásina sem hann stjórnaði á fundar- menn olíuútflutn- ingsríkja í Vín 1975. Réttað er nú í Þýskalandi yfir félaga Sjakalans, Hans-Joachim Klein, og átti að fljúga með Sjakalann úr fangelsinu í Frakklandi þangað. Frakkar neit- uðu að láta flyrja fanga sinn. Ljósmyndarar sýknaðir Áfrýjunardómstóll i Paris hefur staðfest sýknudóm yfir 10 Ijósmynd- urum sem eltu Díönu prinsessu þeg- ar hún lést í bílslysi í París 1997. Mohammed Fayed hafði krafist end- urupptöku málsins. Að minnsta kosti sjötíu fórust þegar risaþotu hlekktist á í flugtaki á Taívan: Flugstjórinn tilkynnti um aðskotahlut á brautinni Björgunarsveitarmenn fjarlægðu siðustu líkin úr flaki Boeing 747 breiðþotunnar frá flugfélaginu í Singapore sem fórst í flugtaki á al- þjóðaflugvellinum í Taipei á Taívan í gær. Talsmaður flugmálayfirvalda á Taívan sagði í morgun að 78 manns hefðu týnt lífi í slysinu og að 85 hefðu verið lagðir inn á sjúkra- hús. Eitt hundrað sjötíu og níu manns, farþegar og áhöfn, voru í vélinni. Þotan, sem var frá flugfélagi Singapore, var að leggja upp í ferð til Los Angeles þegar flugsrjórinn hætti skyndilega við flugtak þar sem vélin hafði rekist á eitthvað á flugbrautinni. Skipti þá engum tog- um að þotan brotnaði í sundur og eldur kom upp í henni. Rok og rign- ing var þegar slysið átti sér stað. Fréttir hermdu að rannsóknar- menn hefðu fundið hjól á flugbraut- inní og að það hefði ekki verið úr þotunni sem fórst. Flak þotunnar í Taipei Slðkkviliðsmenn standa vaktina við flak breiðþotunnar frá flugfélaginu í Singapore sem fórst í flugtaki á flugvellinum í Taipei á Taívan í gærdag. Rannsóknarmenn flugslysa fundu einnig flugrita þotunnar og hljóðrit- ann úr flugstjórnarklefanum í morgun. Þeir hafa þegar yfirheyrt flugmennina og flugleiðsögumann- inn. John Diaz, einn farþeganna sem komust lífs af, sagði að vélin hefði hrist og runnið til. Hann sagðist hafa komist út og tekið á rás. „Það var eldur um allt," sagði John Diaz. Fjölmennustu hópar farþega voru frá Taívan, Bandarikjunum og Singapore. Farþegar frá rúmlega tíu öðrum löndum voru um borð. flla farin þotan stöðvaðist á flug- braut sem er samsíða þeirra sem hún átti að taka á loft frá. Yfirvöld voru ekki viss um hvort hún reyndi að fara á loft af vitlausri braut eða hafi hafnað þar eftir slysið. Þetta var fyrsta óhapp flugvélar frá Singa- pore flugfélaginu þar sem mannrjón verður. ^¦!m ^ Í^Vf| \ V ;1> u __ Al Gore herðlr róöurinn Bandaríski varaforsetinn vandaði keppinaut um forsetastólinn sínum ekki kveðjurnar á fundi í Oregon. Bush sakaður um að hygla ríkum Al Gore, forsetaefni demókrata, sakaði andstæðing sinn, George W. Bush, um að ætla sér að flytja fjár- muni frá millistéttinni til auð- manna með skattastefnu sinni. Gore sagði að áætlanir Bush væru ekkert annað en stéttastríð með öfugum formerkjum. „Hann ætlar að gefa 3000 ríkustu fjölskyldunum í Bandaríkjunum 25 milljarða dollara," sagði Gore á fundi í Portland í Oregon þar sem hann ræddi skattamálin. Tekið utan af skjaidbökunum Starfsmaður dýragarðsins í Sofiu, höfuðborg Búlgaríu, tekur utan af sjald- gæfri skjaldböku sem var í hópi tuga annarra sem reynt var að smygla inn í landið frá Suður-Afríku. Yfirvöld grunar að skjaldbökurnar hafi átt að fara áfram til landa í Vestur-Evrópu. Skjaldbökurnar fundust á mánudag. Hætta á umhverfisslysi í Ermarsundi: Sökk með 6 þúsund tonn af eiturefnum Óttast er að eitur- efni kunni að leka úr skipinu Ievoli Sun sem skráð er á ítalíu og sökk á Ermarsundi í gær. í farmi skipsins voru 4 þúsund tonn af stýreni sem er fljót- andi eiturefni. ífarm- inum voru auk þess 2 þúsund tonn af efhum sem notuð eru við plastgerð. Fjórtán skipverjum var bjargað með þyrl- um á mánudagirm eft- ir að þeir höfðu sent út neyðarkall um að gat hefði komið á skrokk skipsins í óveðrinu á þess- um slóðum. Breska útvarpsstöðin BBC greindi frá því á mánudaginn að stýren hefði farið að leka í sjóinn á A Ermarsundi í gær Gat kom á flutningaskipið í óveðri á mánudaginn. meðan verið var að sigla skipinu til hafhar. Skipið sökk 19 kílómetrum norð- vestan við eyna Ald- erney. í gær sögðu hafnaryfirvöld að þau hefðu ekki upp- götvað mengun á svæðinu. Jacques Chirac Frakklandsforseti sagði að gera þyrfti allt sem mögulegt væri til að koma í veg fyrir nýtt um- hverfisslys. Fyrir um það bil ári sökk flutningaskipið Erika, sem skráð var á Möltu, á svipuðum slóðum. Olíuleki frá skip- inu olli miklu tjóni. ítalskt eftirlits- fyrirtæki hafði gefið grænt ljós á bæði Eriku og Ievoli Sun. m ^Sawdtis^ Gæðarúm á góðu verði Ragnar Björnsson ehf. Dalsbrauni 6, Hainarilroii, simi 555 0397, fax 565 1740

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.