Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2000, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2000, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2000 Skoðun DV ipurning dagsins Gefurðu oft blóm? Heilbrigöiskerfið Sjúklingarnir eru vandamálið aö mati ráðamanna. Læknar, laun og vinnutími Hrafnkeil Stefánsson skrifar: Ráðherrar og þingmenn hæla sér stöðugt af einu besta heilbrigðiskerfi í heiminum, en staðreyndin er bara önnur þegar á heildina er litið. Lækn- ar eru illa launaðir hjá sjúkrahúsun- um hér á landi miðað við önnur lönd I kringum okkur. Vinnutíminn er hreint út sagt fáránlegur oft á tíðum og ailflestir læknar eru með einkastof- ur úti í bæ. Það er til í dæminu að læknir vinni frá 8 að morgni til 5 að degi og fari þá á stofuna og sé þar til 7 að kvöldi. Svo er læknirinn á bak- vakt um nóttina og er kailaður út, segjum kl. 11 að kvöldi, vegna þess að slys hefur orðið. Þetta er skurðlæknir, og hann þarf að fara í aðgerð vegna sjúklings sem kom á bráðamóttöku um nóttina. Aðgerðin stendur til kl. 6 um morguninn. Þessi sami læknir þarf 2 tímum seinna að vera kominn aftur inn á skurðstofu í vandasama skurðaðgerð eftir að hafa verið vak- andi í heilan sólarhring. Mundir þú vilja vera á skurðar- „Það er greinilegt af þessu að fiskurinn sem ómenntað fólk og útlendingar vinna hér á landi er meira virði en þegar er verið að fást við mannslíf á sjúkrahúsunum í landinu“ borðinu hjá þessum lækni í hjartaað- gerð??? Hvar er vinnulöggjöfin, sem dúnd- rað var á verkafólk og bílstjóra, þegar um mannslíf er að teíla? Það er greini- legt af þessu að fiskurinn sem ómenntað fólk og útlendingar vinna hér á landi er meira virði en þegar er verið að fást við mannslíf á sjúkra- húsunum í landinu. Svo eru það biðlistarnir eftir aðgerðum. Þeir eru búnir að lengjast ár frá ári og sér varla fyrir endann á þeim á næstu árum nema eitthvað róttækt verði gert. Fyrrverandi og núverandi heil- brigðisráðherrar hafa ekki gert nokkurn skapaðan hlut til að laga ástandið, heldur látið fjármálaráð- herra og forsætisráðherra ráðskast með sig að eigin geðþótta með því að beita hótunum um brottvikningu sem ráðherra og að láta annan leiðitamari í staðinn. Það er náttúrlega fáránlegt að geðdeildum og bæklunardeildum skuli vera lokað í nokkra mánuði á ári vegna þess að ekki sé til fjármagn til þess að reka þær. Svo er það með eindæmum hvað kerfíð er hæggengt og illa skipulagt. En að mati ráðamanna eru það sjúk- lingarnir sem eru vandamálið, ekki kerfið. Þannig lítur þetta allavega út frá mínum bæjardyrum séð. Þær úr- bætur sem hefur verið lofað á þessu sviði hafa ekki átt sér stað ennþá og eru ekki fyrirsjáanlegar í fjárlögum næsta árs. Það er eitt dæmið um það sem hefur farið á verri veg í gegnum tíðina og aukning læknamistaka á undanfórnum árum er töluverð. Skyldi það vera vegna óhóflega langs vinnutíma hjá læknum? Skerðing á mannfrelsi Katrín Haildórsdóttir skrifar: Hér áður fyrr fékk fólk að ráða hvort það vildi hafa peninga sína í banka eður ei. En núna er ekki hægt að fá tvístrikaða ávísun heimsenda, allt þarf að fara í gegnum banka. Þetta er argasta lítilsvirðing við fólk, vegna þess að þetta skerðir frels- ið um hvemig fólk vill ráðstafa pen- ingum sínum. Augljóst er að borgar- starfsmenn vilja fylgjast með eyðslu hjá fólki og ráðskast með fjárhag þess. Þetta líkist mest því að láta fólk hafa sem minnst til að lifa með af pening- um. Vextir í bönkum eru hækkaðir ótrúlega mikið miðað við hvað tekj- „Þar sem bankar eru með öllu orðnir gagnslausir, vegna þess að þeir eru hættir að þjóna sínum upprunalega tilgangi, þ.e. að ávaxta féð, á að leggja alla bankastarfsemi niður. “ umar em lágar, þannig að ekki getur það talist raunhæft að láglaunafólk geti borgað af lánum vegna annarra reikninga og heimilisgjalda. Þar sem bankar eru með öllu orðn- ir gagnslausir, vegna þess að þeir eru hættir að þjóna sínum upprunalega tilgangi, þ.e. að ávaxta féð, á að leggja aOa bankastarfsemi niður. Fjár- magnstekjuskatturinn eyðir öllum vöxtum sem fólk heíði getað fengið á sínar bankainnistæður, þannig að bankar eru með öllu óhentugir og gagnslausir fyrir þjóðfélagsþegna. Það ætti að banna fjármagnstekjuskatt- inn. Það á að vera hægt að fá tvístrikað- ar launaávísanir heimsendar og þar sem bankar eru enn ekki hættir að starfa er bara nafngreindum aðila mögulegt að leysa ávísanirnar út. Þetta er meira öryggi vegna þess að nú sjást myndir af fólkinu á skjánum hjá gjaldkerum svo að ekki er hægt að taka feil á hver manneskjan er. Eva Rán Ragnarsdóttir afgrstúlka: Nei, voða sjaldan, og fæ voða sjaid- an blóm. Jóhann Þorvaröarson fjárfestir: Ekki nógu oft, því miður. Davíö Steingrímsson útkastari: Mjög sjaldan og hef aidrei fengið blóm sjálfur. Garðar Kjartansson nemi: Nei, voðalega sjaldan. Ragnar Már Jónsson nemi: Ekki nógu oft og ég fæ samviskubit þegar ég er minntur á þaö og ætla aö fara núna og kaupa blóm. Kjartan Kristinsson lögreglumaður: Einu sinni í mánuði. 23. hvers mán- aðar færi ég frúnni blóm. Dagfari Týndi læknissonurinn í Texas Dagfari hefur mikinn áhuga á ráðgátunni um týnda læknissoninn í Texas og skilur ekki að hægt sé að týnast í tólf ár og komast upp með það. Dagfari er kominn á miðjan aldur og hefur lent í því að týnast eitt síðdegi eða tvö en aldrei lengur en rúman sólarhring þegar verst lét. Ef Dagfari man rétt varð mikið ira- fár út af því hvarfi og þurfti hann að standa reikningsskil á öllum sínum ferðum í smáat- riðum þegar heim kom. En í heil 12 ár. Hvern- ig ætlar læknissonurinn að útskýra það allt? Vissulega má til sanns vegar færa aö hvergi sé betra að týnast en í Texas því þar er allt svo stórt og auðvelt að hverfa í mánnhafið eða þá bara í auðninni sem aöskilur stórborgir þar vestra. Texas er svo stórt að nafnið eitt og sér er notað sem stærðarvjgmiðun á aH| kyns neysluvarningi og þá merlf „Texas-siz#. Þar er líka ríkisstjóri sem er orolnn svo stóf að allt bendir til að hann verði næsti forseti Bandaríkj- anna og ekki sá fyrsti úr fylkinu. Lyndon B. John- son, sem tók við af Kennedy, var líka frá Texas og hann var svo stór að smíða þurfti undir hann sér- stakt rúm þegar hann gisti á Hótel Sögu skömmu áður en Kennedy var myrtur. Læknissonurinn frá Hvolsvelli hefur því haft úr mörgum felustöðum að velja í Texas þann rúma áratug sem hann var týnd- Lœrdómurinn sem Dagfari getur dregið af dularfullu ferðalagi týnda lœknissonarins í Texas er að hver vegur að heiman er vegurinn heim. ur i ríkinu með stóra nafnið. Frænka Dagfara hallast að því að læknissonur- inn hafi verið numinn á brott af geimverum vestur í Texas, enda horflr hún reglulega á X-Files og sækir kvöldnámskeið hjá Magnúsi glám- skyggna, bróður Össurar í Samfylkingunni. Mamma Dagfara er hins vegar á því að ástar- sorg hafi hrakið læknissoninn aftur heim í faðm fjölskyldunnar en þá á eftir að svara spurningunni hvers vegna hann lét ekki vita af sér meðan allt lék í lyndi. Sundfélagar Dagfara í Vesturbæjarlauginni eru sannfærðir um að hér búi stórfelld tryggingasvik að baki, enda þeim líkt að leggja allt út á versta veg. Sjálfur er Dagfari viss um að læknissonurinn hafi ein- faldlega flippað út eins og það var kallað í Kristíaniu hér áður fyrr; gefist upp á sjálfum sér og öðrum og arkað út einstigið í leit að nýju lífi. Margur hefur leitað lengur en í 12 ár að tilgangi lífsins. Dagfari er þroskaður og veit að lífið er hringur og endirinn rennur saman viö upphaf sitt í fyllingu tímans. Lærdómúrinn sem Dagfari getur dregið af dularfullu ferðalagi týnda læknissonarins í Texas er að hver vegur að heiman er vegurinn heim. Eftir stendur ráðgátan um hvaö 1 raun gerðist. Sannleikurinn hefur ekki verið sagður. Dagfari bíð- ur spenntur. Eftirvæntingin er á stærð við Texas. Lögreglan á Blönduósi á verölaun skiliö Ólafía skrifar: Um næstu mánaðamót mun Um- ferðarráð halda ráðstefnu um um- ferðarmál þar sem m.a. verða veitt verðlaun fyrir merkilegt starf í þágu umferðaröryggis. Ég vil hér með leyfa mér að stinga upp á að lögreglan á Blönduósi fái þessi verð- laun fyrir öfluga og markvissa um- ferðarlöggæslu sem skilað hefur umtalsverðum árangri undanfarin ár. Varla þarf að fara mörgum orð- um um að flestir fara varlega í gegn- um Húnavatnssýslurnar vegna þess að þar geta ökumenn átt von á að lögreglan sé við hraðamælingar. Þetta hefur m.a. þau áhrif að menn aka hægar og þar af leiðir að slysin verða ekki eins alvarleg, ef þau verða. Ég hef það t.d. fyrir satt að ekkert banaslys hafi oröið í Húna- vatnssýslu á síðasta ári og að alvar- legiun slysum haf! fækkað þar um slóðir. Lögreglan á Blönduósi á því að fá viðurkenningu Umferðarráðs. Gott framtak Lesandi skrifar: Fyrir skömmu voru haldnir fræðsludagar undir yflrskriftinni Geðveikir dagar í Háskóla íslands, en á þeim voru meðal annars haldn- ir fyrirlestrar og umræður um geð- sjúkdóma og geðvernd og háskóla- nemum var boðið á leiksýningu sem fjallaði um geðklofa. Það er við hæfi að óska aðstandendum fræðsludag- anna til hamingju með vel heppnað framtak. Þetta var einnig virkilega þarft framtak því það er staðreynd að það þarf virkilega að auka skiln- ing fólks á alvarlegum sjúkdómum eins og geðsjúkdómum. Með því að auka skilning fólks er líka hægt að draga úr fordómum sem oft vilja vera gagnvart slíku. Fólk þarf að vera opnið gagnvart slíkum málum því það er aldrei að vita hver verð- ur næst fyrir barðinu á slíkum sjúk- dómi. Bræður berjast Vilhjálmur Alfreðsson skrifar: Þessa dagana eru Palestínumenn í sömu sporum og Gyðingar voru á árunum 1933 til 1945. Enginn þorði að hjálpa þeim, ekki einu ' sinni arabaþjóðir, alveg eins og á árunum 1933 til 1945 varð- andi gyðinga. Allir voru og eru hrædd- ir. Kaldhæðnislegt er það að enginn þorði að stugga við Þýskalandi Hitlers frekar en ísrael Baraks. Jafnframt að þegar ísraels- ríki var að byggjast upp fyrir 50 árum gáfu ríku gyðingarnir í New York lítið sem ekkert bræðrunum í ísrael. Því var spáð í Biblíunni að bræður myndu berjast gegn bræðr- um og svo sannarlega sjáum við það í dag. Verði eldurinn ekki slökktur mjög fljótlega þá mun hið heilaga land hverfa að eilífu í stórum blossa. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11,105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang. Barak Enginn þorir að eiga við hann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.