Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2000, Blaðsíða 13
MIDVIKUDAGUR 1. NOVEMBER 2000 13 I>V Menning Þjóðarsaga í mynd Bókin 20. öldin - brot úr sögu þjóðar er annáll aldar- innar sem nú er um það bil liðin. Þar eru dregnir fram í myndum og stuttum, hnitmið- uðum texta helstu viðburðir aldarinnar, oftast í timaröð, þótt stundum sé út af því brugðið. Bókmenníir Bókinni er skipt í kafla eft- ir áratugum. í upphafi hvers kafla eru dregnir saman helstu atburðir áratugarins en síðan er fjallað um hvert ár fyrir sig, oftast á einni opnu þótt stundum sé lagt meira undir ef árið hefur ver- ið viðburðaríkt. Þessi aðferð hefur auðvitað sína galla því hún gerir lesandanum erfitt um vik við að fylgja ákveðn- um þræði gegnum bókina, t.d. ef hann ætlar að kynna sér at- vinnumál eða stjðrnmálaþró- un sérstaklega. Til að bókin nýttist lesandanum sem best hefði þurft að fylgja henni góð nafna- og atriðisorðaskrá en svo er þvi miður ekki, aftast í bókinni er aðeins að finna myndaskrá. Kostirnir við þá aðferð sem hér varð fyrir val- inu eru þó liklega fleiri en gallarnir því annálsformið hentar vel til að gefa lesend- um yfirlit yfir höfuðeinkenni hvers áratugar fyr- ir sig. Viötölin í þáttunum endurspegfa upplifun alþýðufölks af atburðum. Jón Arsæll Þórðarson með bókina um 20. öldina Aðgengileg sagnfræði sem mun gagnast almenningi og skólafólki um ókomin ár. Áherslan er á myndefni bókarinnar en textinn er í aukahlutverki. Undirtitillinn, brot úr sögu þjóðar, á einkar vel við framan af því í fyrri hluta bókarinnar eru flestar myndirnar af hópum fólks og þá yfir- leitt hversdagshetjum líðandi stundar, al- menningi, þjóðinni í landinu en ekki stór- menni eða fyrirfólki. Þegar nær dregur sam- tímanum fjölgar hins vegar myndum af þekktu fólki sem sett hefur svip á timabilið. Myndir í hverri opnu eru fáar, oftast ein eða tvær, og njóta sín því vel enda bókin í stóru broti. Þrátt fyrir spar- lega notkun á myndum og texta hefur ritstjóra gengið ágætlega ná utan um helstu atburði aldarinnar, alla vega varð höfundur þessara orða ekki var við neinar sláandi vantanir í þeim efnum. Helsti ágalli bókarinnar er tilgerð í umbroti hennar og hönnun. Dauf orð og setning- ar úr textanum, oftast úr upphafi málsgreina flækjast um leturfletina og sums stað- ar eru litaðir stafir, sem yið nánari athugun mynda stök orð úr textanum, látnir þekja jaðar myndanna. Aðal- texti hvers árs er og undir- strikaður og strikin stund- um látin ná út á myndflöt- inn. Þessi tilgerð er í hróp- legu ósamræmi við þá naumhyggju sem ríkir í myndavali og texta og trufl- ar lesandann þegar verst lætur. Uppliftin alþýðufólks 20. öldin - brot úr sögu þjóðar er afsprengi sam- nefndra þátta Jóns Ársæls Þórðarsonar sem sýndir hafa verið á Stöð 2 undanfarna sunnudaga. Þegar þessi orð eru skrifuð hafa aðeins ver- ið sýndir fjórir þættir af tiu þannig að varla er sann- gjarnt að gera itarlegan sam- anburð á bókinni og þáttunum. Svipaðar áhersl- ur eru þó i hvoru tveggja, umfjöllunarefnið er fólkið í landinu og viðtölin í þáttunum endur- spegla upplifun alþýðufólks af atburðum eins og gert er í bókinni með myndefninu. Þættirnir eru þó ekki jafn formfastir og bókin og lætur umsjón- armaður eftir sér að flakka fram og aftur í tíma innan hvers áratugar og hefur það ekki komið að sök enn sem komið er. í heildina má segja að prýðilega hafi til tekist bæði með sjónvarpsþætti og bók og kæmi ekki á óvart þótt þættirnir verði notaðir um ókomin ár við íslandssögukennslu í efri bekkjum grunn- skóla og framhaldsskólum landsins. Bókin er hins vegar fyrst og fremst alþýðlegt fræöirit sem gagnast vel þeim sem vilja kynna sér sögu 20. aldar án þess að leggja á sig mikinn lestur og hver sem er getur auðveldlega gleymt sér timun- um saman yfir ríkulegu myndefni bókarinnar. Guðmundur J. Guðmundsson DV-MYND E.OL 20. öldin - brot úr sögu þjóoar. Ritstjóri: Jakob F. As- geirsson. Nýja bókafélagio 2000. Byggö á samnefndri sjónvarpsþáttaröö Stöövar 2 I umsjón Jóns Ársæls Þórö- arsonar. Jólin í nóvember ^f Ekki þurfa höfuðstaðarbúar og gestir þeirra að kviða skammdegis- myrkrinu um helgina því á föstudag- inn hefst Ijósahátíð víðs vegar um borgina. Sannkólluð jól í nóvember fyrir alla þá sem geta vakað eftir að dimman dettur á! Hátiðin Ljósin í norðri, sem stend- ur til mánudagsins 6. nóvember, er síðasta stóra samstarfsverkefni nor- rænu menningarborganna á dag- skrá menningarársins. Hátíðin á uppruna sinn í Helsinki þar sem haldin hefur verið hátíð ljóssins um nokkurra ára skeið. Tilgangur henn- ar er að virkja kulda og myrkur vetrarmánaðanna á norðurslóðum í listsköpun á jákvæðan hátt, og rætt er um það hér á landi að láta þessa hátið lifa áfram þótt menningar- borgarár renni sitt skeið. Hátíðin verður formlega sett kl. 17.30 í gamla Rafveituhúsinu við El- liðaár og eru allir velkomnir. Kl. 18 hefst gjorningur myndlistarmannsins Önnu Jóu í ánni og i framhaldi af því kviknar á öllu ljósa- sjóinu um bæinn, m.a. sumardeginum bjarta sem verður varpað á veggi Hallgrímskirkju og ljósinu í tjörninni við Norræna húsið þar sem Haraldur Jónsson listamaður fjallar um vatn út frá fjol- mörgum og óvæntum forsendum eftir að dimma tekur kvöldin sem hátíðin stendur. Kl. 18.30 syngur svo fjölmenningarlegur barnakór í Hljómskálagarðinum sönglög frá upprunalönd- um barnanna sem hann skipa. Ljósverk byggt á Ur sýnlngu danska sirkushópsins Limelight of Fire Hátíðin Ljósin í norðri á að stytta skammdegið og biöina eftir jólunum. myndum úr fórum barnanna verður sýnt um leið. Viðburðir eru af tvennu tagi, annars vegar þeir sem eru i gangi allan tímann eins og sólskin- ið á Hallgrimskirkju, hins vegar stakir viðburðir sem margir vara aðeins augnablik. Verða unn- endur Ijóssins að gæta þess að missa ekki af þeim og má benda fólki á vefsíðu menningar- borgarinnar www.reykjavik2000.is og auglýsing- ar í blöðum á föstudaginn. Meðal skemmtilegra viðburða má nefna Stjörnuverið í salnum í Norræna húsinu þar sem boðið er upp á geimferð undir leiðsögn Srjörnu- skoðunarfélags Seltjarnarness. Gestir skríða inn í uppblásið Stjörnuverið eftir stuttum göngum, síðan er ljósið deyft og þegar augun venjast myrkrinu kvikna þúsundir stjarna. Hleypt er inn i hollum frá kl. 11 á laugardag og kl. 13 á sunnu- dag. Þetta er fyrir alla fjölskylduna. Gróðurhúsaþyrping mun rísa á Lækjarorgi og verður þar fjallað um ljós og ylrækt. AUir eru vel- komnir á kvöldin meðan húsrúm leyfir. í Galleri i8 og Norræna hús- inu sýnir finnski listamaðurinn Jyrki Parantainen ljósmyndir af brennandi byggingum. Á Hafnar- svæðinu fyrir framan Kolaportið mun litfríð og ljóshærð sænsk vam- píra birtast þar sem lítið Ijós er fyr- ir. Hún mun jafnvel koma öllum að óvörum á Kaffi Thomsen á Club Lux á föstudags- og laugardags- kvöld. Á milli Njarðargötu og Norræna hússins munu nemendur á lokaári í Listaháskóla íslands bjóða gestum hátíðarinnar að sóla sig í skamm- deginu. Klukkan 18 á sunnudaginn sýnir danski sirkushópurinn Limelight of Fire vetrarævintýr- ið „what" á hlaði Norræna hússins. Sýningin byggist á gamanfimleikum, logandi sverðum, magadansi, eldtækni og mörgu fleira og hentar fólki frá fjögurra ára og upp úr. Hún verður end- urtekin á mánudagskvöldið kl. 19. Umsjón: Silja Aðaisteinsdóttir Trans Dance Evrópska danshátíðin sem menning- arborgirnar standa að held- ur áfram í kvöld í kl. 20 í Borgarleikhús- inu. Þá sýnir Bohemia Family Project frá Prag verkið „Gates" eftir Jan Kodet og Domino Dance Company sýnir „Love, They Call It" eftir Lenka Ottova. Og frá Bergen kemur Cecilie Lindeman Steen með verkið „180157 56780" eftir Ina Kristel Jo- hannessen. Annað kvöld á sama stað og tíma hefst lokasýning hátíðarinnar. Þá kemur Cie Monica Francia frá Bologna og sýn- ir verkið Ritratti eftir Monicu Francia og íslenski dansfiokkurinn sýnir tvö verk. Annað er NPK eftir Katrinu Hall sem frumsýnt var 1999, hitt er verkið „Kippa" eftir Cameron Corbett sem verður frumsýnt þetta kvöld við undir- leik Múm. Stokkseyri Út er kominn geisla- diskurinn Stokkseyri með kammerverkun- um Stokkseyri og Septett eftir Hróðmar Inga Sigurbjörnsson. Flytjendur eru Sverrir Guðjónsson kontratenór og CAPUT-hópurinn. Titil- verkið Stokkseyri fyrir kontratenór og kammersveit var samið við 12 ljóð úr samnefndri ljóðabðk ísaks Harðarsonar og frumflutt á Listahátíð í Reykjavík í maí 1998. Septett var saminn árið 1998 og frumfluttur 1999 af CAPUT-hópnum. Verkið er skrifað fyrir tréblásara, slag- verk og strengi og er í fjórum þáttum. Hróðmar I. Sigurbjörnsson hóf tónlist- arferil sinn í poppbandinu Melchior. Hann hefur samið tæplega sextíu verk fyrir sinfóníuhljómsveitir, kammersveit- ir og kóra og nýjasta verk hans, Skál- holtsmessa fyrir einsöngvara og kamm- ersveit, var frumflutt síðastliðið sumar á Sumartónleikum í Skálholtskirkju og hlaut framúrskarandi viðtökur. Bæklingur á íslensku og ensku fylgir geisladiskinum með viðtali við tónskáld- ið, ljóðum ísaks Harðarsonar og umfjöll- un Andra Snæs Magnasonar um skáldið og Stokkseyri. Útgefandi er Islensk tón- verkamiðstöð. Molar og mygla Greinasafniö Molar og p: mygla. Um einsögu og glataðan tíma er 5. bókin í ritröðinni Atvik sem ReykjavíkurAkademían og Bjartur gefa út og geymir greinar um ein- sögu, sagnfræðilega nálg- un sem skýrir hugmynd- ir, samfélags- og menningarfyrirbæri með því að rýna í ákveðnar manneskjur, atburði eða staði, í stað þess að gína yfir stærri ferlum og kerfum. Þetta er sú nýj- ung sem mesta athygli hefur vakið á sviði íslenskrar sagnfræði á undanfórn- um árum og hefur notið vaxandi vel- gengni og viðurkenningar í fræðaheimi Vesturlanda síðastliðin tuttugu ár. I bðkinni birtist í fyrsta sinn á ís- lensku ritgerð eftir ítalska sagnfræðing- inn Carlo Ginzburg sem nefndur hefur verið guðfaðir einsögunnar. Þar fjallar hann upphaf aðferðarinnar, hugmynda- fræði og möguleika. Sagnfræðingarnir Davíð Ólafsson og Sigurður Gylfi Magnússon hafa staðið í framvarðarsveit einsögunnar hér á landi og gera í bókinni grein fyrir henni, fjalla um takmarkanir hennar og áforma frekari landvinninga. Mósaik í kvöld í menningarþættinum Mósaik i sjónvarpinu verður í kvöld fjallað um yfirlitssýningu Rósku í Nýlistasaminu og rætt við nokkra samferða- menn hennar í list og pólitík. Ungir myndlist- armenn lýsa því hvernig þeim gengur að koma sér á framfæri. Nína Margrét Grimsdóttir (á mynd) leikur Intermezzo í a-moll eftir Pál ísólfsson og sagt verður frá hátíðinni Ljósin i norðri á vegum Menningarborganna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.