Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2000, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2000, Blaðsíða 15
é 14 MIDVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2000 MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2000 27 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarforma&ur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aosto&arritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaoaafgreiösla, áskrift: ÞverhoRi 11,105 Rvík, simi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Grœn númor: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vlsir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf. Filmu- og plötugerö: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Einkavœðing heilbrigðis Skilaboð Ingibjargar Pálmadóttur heilbrigðisráð- herra í fyrirspurnatíma á Alþingi síðastliðinn mánudag voru skýr: Hún hefur lítinn áhuga á einkarekstri og engan hug á því að auka samkeppni í heilbrigðiskerfinu. Fyrir þá fjöhnörgu sem eru sannfærðir um að íslenskt heilbrigðiskerfi sé á villi- götum eru skilaboð ráðherrans vonbrigði. Einkarekstur hefur lengi verið við lýði innan ís- lenska heilbrigðiskerfisins, þó hann hafi í flestu átt erfitt uppdráttar, enda hafa stjórnvöld ekki búið þannig um hnútana að hann fái að njóta sín með eðlilegum hætti. Ingibjörg Páhnadóttir heilbrigðis- ráðherra virðist því miður ekki kunna að meta það sem vel hefur verið gert af einkaaðilum, að minnsta kosti virðist hún ekki sjá kosti þess að fela einstak- lingum aukin verkefni. Ráðherra er því miður fast- ur í gamalli gryfju úreltra hugmynda sem gera eng- an greinarmun á því hver greiðir fyrir þjónustuna og hver veitir hana. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi þegar kemur að uppbyggingu og skipulagningu heilbrigðiskerfisins, hvort heldur litið er til þeirra miklu fjármuna sem til þess renna eða almennrar velferðar og heilbrigð- is landsmanna. Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinn- ar fyrir komandi ár gerir ráð fyrir að sameiginleg- ur sjóður landsmanna - ríkissjóður - greiði nær 79 milljarða króna til að standa undir rekstri heil- brigðis- og tryggingakerfisins. Þetta þýðir að hver fjögurra manna fjölskylda þarf að greiða liðlega 1,1 milljón króna á komandi ári til að halda uppi örygg- iskerfi sem flestir ef ekki allir eru sammála um að nauðsynlegt sé að greitt sé úr hinum sameiginlega sjóði. Samkvæmt spá fjármálaráðuneytisins munu út- gjöld vegna heilbrigðis- og tryggingamála aukast stöðugt á komandi árum og nema alls rúmum 86 milljörðum króna árið 2004 á verðlagi sem gengið er út frá í fjárlagafrumvarpinu. Þetta þýðir að álögur á hverja fjögurra manna fjölskyldu vegna þessa mála- flokks munu hækka um 105 þúsund krónur að raun- virði á næstu fjórum árum. Er nema von að margir séu sannfærðir um að kerfið sé á villigötum og nauðsynlegt sé að leita leiða til að nýta fjármunina betur en gert er? Því miður er heilbrigðisráðherra ekki í þeirra hópi og því er vonlítið að róttækar breytingar til framfara verði á komandi árum. Þeg- ar ráðherra og aðrir vakna síðan upp við vondan draum er ekki ólíklegt að það verði orðið of seint að finna skynsamlegar leiðir út úr ógöngunum. Staðreyndin er sú að það er ekki'fjársvelti sem hrjáir íslenskt heilbrigðiskerfi, heldur samkeppnis- leysi og skipulagt ofbeldi gagnvart einkarekstri. Heilbrigðisráðherra kemst ekki undan þeirri ein- földu staðreynd að lögmál samkeppninnar gilda á sviði heilbrigðisþjónustunnar eins og alls staðar. Að leyfa einstaklingum og samtökum þeirra að keppa við ríkið á grunni sanngirni hefur ekkert með það að gera hver greiðir reikninginn á endanum. Óli Björn Kárason I>V Skoðun Ertu nú ánægö, kerling? Þann 24. október 1975 vöktu íslenskar konur heims- athygli með því að taka sér frí frá störfum jafnt innan heimilis sem utan og skunda á fund. Kvennafundurinn á Lækjartorgi er síðan i minn- um hafður sem fjölmennasti útifundur • íslandssögunnar. 25 árum siðar hafa blaða- og útvarpsmenn komið sér sam- an um að fundinn hafi sótt 25 þúsund konur. Við sem stóð- um syngjandi uppi á vagns- viðinu og horfðum á enda- lausan straum kvenna fylia torgið og nálægar götur, tún og hóla töldum 50 þúsund! Kannski sáum við tvöfalt vegna orkunnar sem streymdi upp úr þessum kvensöfnuði, kannski er rétta talan einhvers staðar þar á milli. Áfram stelpur! Árið fyrir kvennafrísárið var vinsæl kabarettsýning í Þjóðleikhúskjallaran- um i leikstjórn Bríetar Héðinsdóttur, sem hét „Ertu nú ánægð kerling?" I sýningu þessari voru sungnir nokkrir sænskættaðir söngvar um konur, þar á meðal lagið „Hvers vegna þegjum við?" Viðlagið var geysikröftugt: „Ó, ó, ó Steinunrt Jóhannescióttir rithöfundur stelpur, ó, ó, ó stelpur, við brýnum okkar raust svo ber- ist hún um heiminn." Leikkonurnar úr þjóðleik- hússýningunni fengu það hlutverk að leiða fjöldasöng kvennahersins á torginu með öflugum liðstyrk Guðrúnar Á. Símonar óperusöngkonu, raddmestu konu landsins í þá daga. Allur þingheimur tók undir svo glumdi í lofti. Þarna á fundinum frumfluttu leikkonurnar einnig baráttu- sönginn „Áfram stelpur!", sem síðan átti eftir að vefjast saman við kvennabaráttu næstu áratuga. Áfram stelpur! var kjörorð dagsins. Konur svara kalli Um áhrif þessa fundar þarf ekki að efast. Hann var í senn hápunktur og upphaf nýrrar sóknar íslenskrar kvennahreyfingar sem nú sér stað alls staðar í þjóðlífinu. Ekki sem eitt sam- virkt stjórnmálaafl, heldur sem al- menn vitundarvakning og sívakandi krafa um aukið olnbogarými kvenna á öllum sviðum, krafa um jafna mögu- leika, jafnan rétt, jafna stöðu beggja kynja. Fimm árum frá kvennafrídegin- „Ekki sem eitt samvirkt stjórnmálaafl, heldur sem al- menn vitundarvakning og sívakandi krafa um aukið olnbogarými kvenna á öllum sviðum, krafa um jafna möguleika, jafnan rétt, jafna stöðu beggja kynja". um var Vigdis kosin forseti, í kjölfarið komu kvennaframboðin og Kvennalist- inn. Konum hefur hægt og sígandi fjölgað í pólitískum áhrifastöðum og úti á hinum almenna vinnumarkaði hefur hvert karlavígið á fætur öðru fallið. Konur stjórna, konur fljúga, kon- ur stökkva á stöng. Rödd Bjarkar berst um heiminn. Konur hafa hvarvetna haslað sér völl sem einstaklingar, nema ef vera skyldi í brúnni á út- hafsveiðitogara og á efsta trón laun- ísland og loftslagsbreytingar: Siðlaus undanþágubeiðni Island gerðist aðili að Ramma- samningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar árið 1994. Á Kyótó-ráðstefnu aðildarríkja samn- ingsins í desember 1997 var sam- þykkt itarleg bókun við hann til að tryggja fyrsta skrefið í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. ís- lenska ríkisstjórnin bannaði sendi- nefhd íslands að undirrita bókunina, þótt gert væri ráð fyrir að íslending- ar fengju að bæta 10% við losun á meðan flest iðnríki skuldbundu sig til að draga saman. Þess í stað var hótað ágreiningi nema tekin yrði inn í samþykktir ráðstefhunnar sérstök bókun, sem kölluð hefur verið „ís- lenska ákvæðið". Það var skraddara- saumað fyrir stóriðjustefnu rikis- stjórnarinnar og felur i sér að losun frá stóriðju hérlendis reiknist ekki með í skuldbindingum íslands. Siðlausari framganga hefur vart sést á alþjóðavettvangi. Á 6. ráð- stefnu aðildarrikja loftslagssamn- ingsins, sem haldin verður i Haag innan skamms, verður reynt af ís- lands hálfu að fá undanþágubeiðnina samþykkta með skírskotun til fá- mennis. „Losun gróðurhúslofttegunda af mannavöldum frá ís- landi er nánast hin sama miðað við höfðatölu og með- altalið í ríkjum Evrópusambandsins". Meðogá móti Rangt mat á hagsmun- um Afstaða íslenskra stjórn- valda í þessu stórmáli sýnir betur en flest annað nær- sýni núverandi valdhafa. Skammtímahugsun ræður ferðinni. í stað þess að leggjast á sveif með þeim sem glíma vilja við þetta stærsta sameiginlega um- hverfisvandamál samtím- ans segir íslenska ríkis- srjórnin „Ekki ég. Ekki ég. En við skulum vera með éf við þurf- um engu að kosta til!" Það sem ræð- ur þessari dæmalausu afstöðu er sú stefna íslenskra srjórnvalda að bjóða erlendum stóriðjufyrirtækjum, eink- um álrisum, hér aðgang að orku án þess að þau þurfi að kosta neinu til vegna losunar gróðurhúsaloftteg- unda. Þannig á að draga hingað sem mest af stóriðjufjárfestingum og í leiðinni er auglýst hér lægsta raf- orkuverð í Evrópu. Þessi stefna er ekki aðeins ógnun við orðstír í slands og hagsmuni í samskiptum við um- heiminn heldur einnig við íslenska náttúru. Varúöarreglan ráði férö Sérstök vísindanefnd um loftslags- breytingar hefur nýlega sent frá sér skýrslu, sem fjallar bæði um mat al- þjóðasamfélagsins (IPCC-hópsins) og hugsanleg áhrif loftslagsbreytinga fyrir íslenskt þjóðfélag. Fengur er að þessari skýrslu nefndarinnar svo langt sem hún nær. Þar kemur m.a. fram að mikil óvissa ríkir um áhrif Hjörleifur Guttormsson fyrrv. alþingismaður hækkaðs meðalhita á jórð- inni á umhverfisþætti hér- lendis. Einn viðkvæmasti þátt- urinn eru afleiðingar hlýn- unar andrúmslofts á haf- strauma í Norður-Atlants- hafi og víðar og þar með á Golfstrauminn. í mati á slíkri óvissu hlýtur varúð- arreglan að vera æðsta boð- orð samhliða því sem lagt er mat á áhrifin hnattrænt en ekki út frá óvissum stað- bundnum afleiðingum. Ráðherra í gíslingu Losun gróðurhúslofttegunda af mannavöldum frá íslandi er nánast hin sama miðað við höfðatölu og meðaltalið í ríkjum Evrópusam- bandsins. Allt tal um sérstöðu ís- lands að þessu leyti er út í hött nema við viljum bera okkur saman við Bandaríkin sem ein og sér standa fyrir fjórðungi heildarlosunar gróð- urhúsalofttegunda. Áhrifin af neikvæðri afstöðu ís- lenskra stjórnvalda til Kyótó-bókun- arinnar munu engan veginn ein- skorðast við umhverfissviðið heldur fyrr en varir einnig hitta okkur fyr- ir á fjölmörgum öðrum sviðum al- þjóöasamstarfs. Það er sorglegt til þess að vita að góðum kröftum ís- lensku utanríkisþjónustunnar skuli varið til að berjast fyrir röngum mál- stað vegna þröngsýni nokkurra ráð- herra. Dapurlegast er vissulega hlut- skipti umhverfisráðherrans sem i þessu máli eins og fleirum er i gísl- ingu samráðherra úr eigin flokki. Hjörleifur Guttormsson ttspyrnumenn áíslandi á ofháum launum? Skynsemin verður að ráða Engar afætur á „Það er mjög ein- JmL falt, flest ' knatt- K spyrnufélög eru ^BH* rekin með tapi og skýringin er launakostnaður. Allur annar rekstur knatt- spyrnudeOda, .fyrir utan þjálf- ara, er ekki greiddur en það fer að koma að því að menn í stjómunarstörfum fari að þiggja greiðslur. Á þessu má sjá að launagreiðslur eru of háar eins og málin standa í dag. Markaðurinn hér á íslandi, miðað við t.d. Norðurlöndin, er mjög lítill. AUg- Sverrir Kauksson, form. félags Lands- símadeildarfélaga lýsingatekjur hér eru margfalt minni en t.d. i Noregi og hug- arfarið gagnvart félögunum allt annað og þar er komin á fót afreksmannastefna sem fyrirfinnst ekki hér í fótbolt- anum. Hér eru frekar að bæt- ast við styrktaraðilar heldur en hitt en þetta er allt orðið miklu dýrara. Það er ekki hægt að setja þak á launin í fótboltanum frekar en í öðrum viðskiptum, menn verða bara að hugsa um sínar greiðslur og standa skynsamlega að málum." I dæma um það þar ^^^^ sem ég veit ekki T hvað allir leik- menn á íslandi.hafa í laun. Þessi umræða sem hefur verið í gangi um að leikmenn eigi hálfpartinn ekki að hafa nein laun finnst mér vera alveg út í hött. Ef við tökum KR sem dæmi þá eru strákarnir að æfa fimm til sex sinnum i viku allt árið, í 90% til- fella utanhúss.. Ég myndi ekki halda það að iðnaðarmaður eða blaðamaður Pétur Pétursson knattspyrnuþjálfari myndi mæta á hverju einasta kvöldi vikunnar, nema kannski sunnudag, til að eyða tíma í fótbolta, sérstaklega í blindbyl, og gera það fyrir ekki neitt. Mér finnst hálfpartinn að fólk vilji að allh góðir knattspyrnu- menn fari út í stað þess að haldið sé í þá og umræðan snú- ist um að þeir séu afætur á is- lenskum félögum. Mér finnst að þessir leikmenn eigi að fá borgað fyrir það sem þeir eru að gera, þeir.eru að leggja sig fram." Oft hefur þa&.verið rætt hve mikil laun knattspyrnumenn hafa og upp á síökastiö hefur það verið að koma meira og meira í Ijós hversu mikil byrði launagreiðslur eru á íslenskum félögum. Eru launin of há? í könnun sem staðið hefur yflr undanfama daga á vísir.is segja 68% þjóðarinnar já. þegahreyfingarinnar. Þær hafa heldur ekki enn klifið tind Samtaka atvinnu- lifsins, ekki orðið forsætisráðherra, út- varpsstjóri eða ritsrjórar Morgunblaðs- ins en að því kemur. Og einn fagran framtíðardag verður kona biskup og jafnvel guð almáttug. Konur svara kaUi. Og ertu þá ekki ánægð, kerling? Kona með aldarfjórðungs yfirsýn yfir þróun jafnréttismála hlýtur að svara þessari spurningu játandi. Það er svo gríðarlega margt gott sem hefur gerst. En sama kona svarar spurning- unni einnig neitandi. Jafnréttislög eru ítrekað brotin á konum. Kynbundið launamisrétti er viðurkennd stað- reynd. Konur bera enn höfuðþungann af heimilishaldi. Uppeldis- og umönn- unarstórf þeirra eru lítils metin. Mis- notkun á konum sem kynverum hefur tekið á sig nýjar myndir. Nöturlegast er að horfa upp á innflutning illa staddra kvenna frá ýmsum löndum til starfa, ef ekki ánauöar, í íslenskum klámbransa. Það er enginn skortur á konum til að kúga í veröldinni. - En ertu samt ekki ánægð, kerling? - Svar- ið er bæði já og nei. Og Áfram stelpur! Steinunn Jóhannesdóttir Ummæli í þágu lands- byggðarinnar „Fyrirhuguð lækkun á fasteignagjöldum er stórmál fyrir lands- byggðina og lækkar þau gjóld verulega þar sem fasteignaverðið er |É Æ I lægst. Yfir einum millj- ^^IíSOH arði króna er varið til þessarar lækkunar. Þannig hefur verið unnið að mörg- um mikilvægum málum í þágu lands- byggðarinnar, en þungamiðjan er að skapa skilyrði fyrir fjölbreyttari at- vinnustarfsemi, að uppbygging í há- tækni nái i rikari mæli til landsbyggð- arinnar og að þau miklu áform um nýtingu orku á Austurlandi nái fram að ganga." J6n Kristjánsson alþingismaour í Degi 31. okt. Hyggjum aö morgundeginum „Eitt erfiðasta viðfangsefni i ríkis- fjármálum er hve mikið vantar á að lifeyrissjóður opinberra starfsmanna geti staðið við skuldbindingar sinar á komandi árum. Mögulegt er að þær skuldbindingar reynist léttvægar í samanburði við aukinn kostnað þjóð- arinnar af versnandi heilsufari þegn- anna, takist ekki að breyta neyslu og lífsmunstri þjóðarinnar. Þetta ættu ráðamenn þjóðarinnar og raunar öll þjóðina að íhuga. Það skiptir öllu máli að hyggja að morgundeginum." Úr forystugrein Bændablaösins 31. okt. Yfirboð og kollsteypuaðgerðir „Er formaðurinn svona illa að sér í efna- hags- og kjaramálum eða er þetta ómerkilegt yflrboð í kosningum innan BSRB og stefnu til meiri pólitísks frama innan VG? Þekkir formaðurinn ekki hvernig unnið er innan nútíma- verkalýðshreyfingar, telur hann að ómerkileg yfirboð og kollsteypuaðferð- h séu það sem launamenn vilja?" Guömundur Gunnarsson, formaöur Rafiönaö- arsambands íslands, í Mbl. 31. okt. Samkeppnisráð á villgötum Vte. :¦">] „Þarna er samkeppis- ráð enn á ný á villigöt- um. Það er.víðs fjarri að um óeðlilegt samráð hafi verið að ræða. Takmark- anirnar voru kynntar í lok úttektartímabils og voru ekki eins hjá kortafyrirtækjunum, þ.e. með mismunandi viðmiðunarmörk- um. Auk þess snýst samkeppni ekki um að menn eyði og spenni hver í kapp við annan." Einar S. Einarsson, fyrrum forstjöri Visa, í Degi 31. okt. MJNSSfcWNrXN Endurtekið efni Nýútkomin skýrsla Auð- lindanefndar hefur vakið nokkra athygli og umræðu. Sitt sýnist hverjum um hvernig líta beri á skýrsl- una og skipunarbréf nefnd- arinnar, hvort beri að túlka hana í víðum skiln- ingl eða þröngum. Einnig skiptir nokkru hvaða mat er lagt í einstaka orð og málsgreinar. Vissulega er blæbrigðamunur á því hverjum augum hver lítur á réttláta skiptingu arðs auðlinda í ahnannaeigu eða þjóðar- eign, þótt því hafi verið haldið fram að þjóðin sem slík geti ekkert átt. Samt er litið þannig á að þjóð sé ekki annað en almengi allra ein- staklinga er uppfylla viss skilyrði. Geti tilekinn fjöldi einstaklinga átt eitthvað saman ættu einstaklingar þess vegna að geta verið eignaraðil- ar, þó ríkisvaldið fari ahnennt með forræði þjóðareignar. í þingsálykt- un sem leiddi til kosningar nefndar- innar var þó gert ráð fyrir að þjóð- in væri eignaraðili þar sem fjallað er um auðlindir í þjóðareign eða auðlindir sem kunna að snerta hagsmuni þjóðarinnar. Fjallað er er um hóflegt gjald, sem stuðla eigi m.a. að réttlátri skiptingu afrakst- urs auðlindanna. Hóflegt gjald er álltamál Álitamál er hvað sé hóflegt gjald. Eigi hóflegt gjald jafnframt að stuðla að réttlæti ber að líta svo á að hófleg sé sveigjanlegt og tákni hér sama og hæfilegt. Eins og oft hefir komið fram leggur nefndin al- mennt til uppboðsleið við álagn- ingu auðlindagjalds, þótt vikið sé að annarri leið í tilviki sjávarút- vegs. Nokkurrar tortryggni hefur gætt í garð nefndarinnar fyrir að benda á tvo kosti við innheimtu auðlinda- gjalds af sjávarútvegi. Ekki hefir þó verið sýnt fram á með óyggjandi hætti að veiðileyfagjaldsleiðin nái ei því markmiði að stuðla að rétt- látri skiptingu arðs auðlindarinnar, þó því sé haldið fram að veiðileyfa- gjald tryggi síður nýliðun greinar- innar, verði til málamynda og slái skjaldborg um núverandi kerfi. Uppboðsleiðin er aftur á-móti talin opna í ríkari mæli fyrir nýliðun. Þar sem íslendingar eru ekki einir og verða að taka tillit til annarra gæti veiðileyfagjaldsleiðin stuðlað að réttlátari skiptingu arðs auðlind- arinnar með hæfilegu gjaldi ásamt því að tryggja nýliðun. Kristjón Kolbeins vióskiptafræöingur Rekin við óviðun- andi jafnvægisskil- yrði Nú eru það gömul sann- indi og ný að engar at- vinnugreinar innlendar, sem eitthvað kveður að, geta skilað álíka arðsemi og vel rekinn sjávarútveg- ur. Þar af leiðandi er meiri sókn í sjávarútvegi en auðlindaforsendur gefa kost á. Svo mun verða uns > grunnskilyrði sjávarút- vegs frá náttúrunnar og annarra atvinnugreina með einum eða öörum hendi jafnast hætti. Ýmis rök hníga að því að einmitt þessu markmiði, að jafna grunnskilyrði greina og beisla þá rentu sem blundar í undirdjúpun- um, muni uppboðsleiðin ekki ná. Greinin muni enn verða rekin víð óviðunandi jafhvægisskilyrði. Því þrátt fyrir fjölmargar skýrsl- ur og greinar um ávinning sam- dráttar sóknar og mat verðmætis fiskistofha hefur fátt áunnist. Ber ástand flestra fiskistofna þess glöggt merki, þar sem fjöldi þeirra er vistaður á válista. Það er sam- merkt flestum þessara greina að þótt bent sé á arðsemi þess að draga úr sókn í helstu fiskistofna um tvo fimmtu er fáum orðum, ef nokkrum, vikið að þvi að ásættan^. leg jafnstaða næst aðeins með því að minnka það fjármagn og krafta sem í greininni eru bundin. Þó verður ekki litið fram hjá því að allir fjármunir þurfa endurnýj- unar við. Hagkvæmustu tækni til langs tíma ber að nýta hverju sinni, jafnframt því að fyrir greinina í heild verði það haft að leiðarljósi að jaðarkostnaður fjárfestingar fari ekki fram úr jaðartekjum, miðað við sem fyllsta og hafkvæmasta nýt- ingu framleiðslufjármuna. Verði því markmiði náð er ástæðulaust að bera kvíðboga fyrir framtíð greinarinnar í heimi vaxandi sam- keppni. Kristjón Kolbeins „Það er sammerkt flestum þessara greina að þótt ben& sé á arðsemi þess að draga úr sókn í helstu fiskistofna um tvo fimmtu erfáum orðum, ef nokkrum, vikið að því að ásættanleg jafnstaða næst aðeins með því að minnka það fjármagn og krafta sem ígreininni eru bundin." +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.