Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2000, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2000, Blaðsíða 22
54 MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2000 DV Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 90 ára__________________________________ Bogi Ólafsson, Dalbraut 18, Reykjavik. 85 ára__________________________________ Kristín Ásmundsdóttir, Baldursgötu 16, Reykjavik. 80_ára__________________________________ Helga Jónsdóttir, Aflagranda 40, Reykjavik. 70 ára__________________________________ Erla Siguröardóttir, Súluhólum 4, Reykjavík. Guörún Guömundsdóttir, Lyngholti 22, Keflavík. Hjalti Reimarsson, Bröttuhlíð 16, Hveragerði. Júlíus Arason Fossdal, Brekkubyggð 5, Blönduósi. Þórunn Siguröardóttir, Skipalæk, Egilsstöðum. 60 ára__________________________________ Hildigunnur Gestsdóttir, Torfufelli 2, Reykjavík. Siguröur Kristinn Herbertsson, Skólavegi 50, Keflavík. 50 ár______________ ___________________ Hulda Magnea Jónsdóttir, Ytri-Tjörnum 2, Akureyri. Jón Steinn Elíasson, Víkurströnd la, Seltjarnarnesi. Magnús Flosi Jónsson, Hjallabraut 9, Þorlákshöfn. Oddur Guömundsson, Ártröð 5, Akureyri. Sigríöur Haröardóttir, Miðhúsum 19, Reykjavík. Sigrún K. Ragnarsdóttir, Holtagerði 47, Kópavogi. Sigurlaug Ottósdóttir, Álftahólum 4, Reykjavík. Þorsteinn Kristjánsson, Bleiksárhlíð 33, Eskifiröi. Þóra Karlsdóttir, Jakaseli 3, Reykjavík. 40 ára__________________________________ Ásta Ólöf Jónsdóttir, Grundarstíg 8, Sauöárkróki. Brynjar Gunnarsson, Brekkugötu 34, Þingeyri. Elísabet Pétursdóttir, Karlagötu 18, Reykjavík. Emst Berndsen, Fellsbraut 3, Skagaströnd. Guöjón Björn Kristjánsson, Klöpp, Reykholti. Hafsteinn Tómasson, Háaleitisbraut 47, Reykjavlk. Hannes Sigurösson, Smárahlíð lg, Akureyri. Kristín Þórunn Helgadóttir, Brekkugötu 34, Þingeyri. Ólafía Guörún Einarsdóttir, Hagamel 40, Reykjavík. Reynir Jónsson, Reykási, Flúöum. Þórdís Aradóttir, Lokastíg 1, Dalvík. Theodór Olafsson, Bólstaöarhlíð 41, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstud. 27.10. Margrét Björnsdóttir, Funafold 55, áður til heimilis á Nýlendugötu 7, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtud. 26.10. Elín Aradóttir húsfreyja, Brún í Reykjadal, varð bráðkvödd miðvikud. 25.10. Þóra Þorvaldsdóttir, Suðurhólum 4, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Landspítalans I Fossvogi sunnud. 29.10. Sigrún Stefánsdóttir, Tunguseli 4, Reykjavik, lést I Arnarholti sunnud. 29.10. Fó!k í fréttum Jón M. Guðmundsson heiðursborgari Mosfellsbæjar Jón M. Guömundsson, bóndi á Reykjum Jón er vel aö því komlnn aö vera kjörinn heiöursborgari Mosfellsbæjar. Hann er vinsæll sveitungi, var oddviti Mosfellshrepps 1962-81 og hreppstjóri 1984-88. Áður var Halldór Laxness kjörinn heiöursborgari Mosfellsbæjar. Jón Magnús Guðmundsson, bóndi og fyrrv. oddviti Mosfellshrepps, Reykjum I, Mosfellsbæ, er nýkjör- inn heiðursborgari Mosfellsbæjar. Starfsferill Jón fæddist í Reykjavík 19.9. 1920 en ólst upp að Reykjum. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Flensborg 1937, búfræðiprófi frá Hvanneyri 1942, mótorvélstjóraprófi 1943, stundaði nám í búnaðarhagfræði og alifugla- rækt við University of Wisconsin Madison í Bandaríkjunum 1945-47, framhaldsnámi í Svíþjóð 1949 og síð- ar í Bandaríkjunum í boði Banda- ríkjastjómar 1960-61. Jón stundaði einkum sjómennsku á togurum 1935-40, var bústjóri í Víðinesi 1942M4 og að Reykjum í Mosfellsbæ 1944-45 og 1947-54 en hefur verið bóndi að Reykjum frá 1954 og jafnframt bústjóri fuglakyn- bótabúsins að Reykjum 1947-61 og eigandi þess síðan. Jón var oddviti Mosfellshrepps 1962-81 auk þess sem hann var for- maður byggingamefndar til 1982 og skipulagsnefndar til 1987, var hreppstjóri Mosfellshrepps 1984-88 og formaður dómnefndar um mið- bæjarskipulag Mosfellsbæjar 1984. Jón er einn af stofnendum Fugla- sláturhúss í Mosfellsbæ, er félagi í samtökum alifuglaræktarmanna, Worlds Poultry Science Association frá 1948, var ritari Landssambands hestamannafélaga 1967-79, í stjórn Mjólkurfélags Reykjavíkur frá 1971 og formaöur 1977, hefur verið í stjórn Búnaðarfélags Mosfellsbæjar frá 1951, var fulltrúi Kjósarsýslu á aðalfundum Stéttarsambands bænda 1979-87 og sat í stjórn Stétt- arsambands bænda 1986 og 1987. Jón var ritari Aftureldingar 1949-54 og fulltrúi félagsins í sér- samböndum íþróttahreyfingarinnar um árabil, í stjóm og varastjórn FRÍ 1952-68 og var fyrsti varamaður í stjóm ÍSÍ frá 1968-70. Hann var í stjórn Vinnuheimilisins að Reykja- lundi 1974-86, var stofnandi og sat í stjóm sjálfstæðisfélagsins Þorsteins Ingólfssonar frá stofnun 1949 og for- maður 1958-62, er einn af stofnend- um karlakórsins Stefnis 1940 og starfar þar enn, jafnframt því sem hann söng með Karlakór Reykjavík- ur 1949-68. Jón var sæmdur gullmerki Frjáls- íþróttasambands Svíþjóðar 1957, gullmerki FRÍ 1963, gullmerki Landssambands hestamannafélaga 1987, heiðursmerki hestamannafé- lagsins Harðar 1989 og heiðurs- merki Karlakórasambandsins Kötlu. Fjölskylda Jón kvæntist 26.10. 1951 Málfríði Bjarnadóttur, f. 9.1. 1925, lyfjafræð- ingi. Hún er dóttir Bjama Snæ- bjömssonar, læknis og alþm. í Hafn- arfirði, og k.h., Helgu Jónasdóttur húsmóður. Böm Jóns eru Sólveig Ólöf, f. 1949, verslunarmaður í Reykjavík, gift Pétri Guðmundssyni verslunar- manni og eiga þau fjögur börn og þrjú barnabörn; Guðmundur, f. 1952, M.Sc. í fóðurfræði og bóndi á Reykjum, kvæntur Þuríði Yngva- dóttur, BS í landafræði, og eiga þau þrjú böm; Helga, f. 1954, norrænu- fræðingur og bókavörður Héraðs- bókasafns Kjósarsýslu, búsett í Mos- fellsbæ, gift Magnúsi Guðmunds- syni sagnfræðingi og eiga þau tvö böm; Bjami Snæbjörn, f. 1956, MA í rekstrarhagfræði með eigin fyrir- tæki, búsettur í Mosfellsbæ, kvænt- ur Björgu Kristjánsdóttur kennara og eiga þau þrjú böm; Eyjólfur, f. 1960, bókagerðarmaður i Odda, kvæntur Auði Þórisdóttur, löggilt- um endurskoðanda, og eiga þau tvö börn; Jón Magnús, f. 1962, B.Sc. í alifuglarækt og bóndi á Reykjum, en kona hans er Kristín Sverrisdótt- ir búnaðarkandídat og eiga þau þrjú böm. Systkini Jóns: Pétur, f. 1917, lát- inn, skipstjóri á Kyndli; Andrés Hafliði, f. 1922, fyrrv. lyfsali í Háa- leitisapóteki: Sveinn, f. 1924, nú lát- inn, garðyrkjufræðingur; Þórður, f. 1926, fyrrv. yfirvélstjóri á dælustöð- inni á Reykjum; Ingibjörg, f. 1929, dó í bernsku. Foreldrar Jóns voru Guðmundur Jónsson, f. 12.6.1890, d. 6.9.1946, tog- araskipstjóri í Reykjavík, og k.h., Ingibjörg Pétursdóttir, f. 20.9. 1892, d. 24.12. 1980, húsmóðir. Ætt Guðmundur var sonur Jóns, skip- stjóra í Reykjavík, Þórðarsonar, skipasmiðs í Gróttu, Jónssonar, b. í Engey, bróður Guðrúnar yngri, langömmu Bjama Benediktssonar forsætisráðherra, fóður Bjöms menntamálaráðherra. Önnur systir Jóns var Guðflnna, amma Bjarna Jónssonar vígslubiskups og Tómas- ar, fóður Jóhannesar Zoéga, fyrrv. hitaveitistjóra, fóður Tómasar yfir- læknis. Jón var sonur Péturs, b. í Engey, Guðmundssonar, dbrm í Skildinganesi, Jónssonar. Móðir Guðmundar var Vigdís Magnúsdótt- ir, útvb. í Hlíðarhúsum, Vigfússon- ar, b. á Grund í Skorradal, Gunnars- sonar. Móðir Vigfúsar var Kristín, systir Jóns, langafa Ketils, afa Odds Ólafssonar, yfirlæknis og alþm. Kristín var dóttir Jóns, b. á Vindási, Bjarnasonar, ættfóður Víkings- lækjarættar, Halldórssonar. Móðir Vigdísar var Guðrún Jónsdóttir, útvegsb. í Hlíðarhúsum, Þórðarson- ar og Jódísar Sigurðardóttur, b. í Efra-Skarði, Péturssonar. Móðir Sigurðar var Sigríður Vigfúsdóttir, lrm. á Leirá, Ámasonar. Ingibjörg var dóttir Péturs, b. í Svefneyjum, bróður Guðrúnar, ömmu Snæbjarnar Jónassonar, fyrrv. vegamálastjóra, og langömmu Jóns Atla Kristjánssonar hagfræð- ings. Pétur var sonur Hafliða, b. í Svefneyjum, Eyjólfssonar eyjajarls, alþm. í Svefneyjum, Einarssonar. Hrafnhildur Björnsdóttir bankastarfsmaður hjá íslandsbanka Hrafnhildur Bjömsdóttir banka- starfsmaður, Hjaltabakka 8, Reykja- vík, er sextug í dag. Starfsferill Hrafnhildur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hún hóf störf hjá Sambandi ís- lenskra samvinnufélaga í Reykjavík 1966 og starfaði þar í rúm tuttugu ár. Þá hóf hún störf hjá Alþýðubank- anum í ágúst 1988, starfaði þar með- an bankinn var starfræktur og er nú starfsmaður íslandsbanka. Hrafnhildur hefur starfað í Kvennadeild Slysavamafélags Reykjavíkur og er nú gjaldkeri fé- lagsins. Þá starfar hún með kvenfé- lagi Bústaðasóknar. Fjolskylda Hrafnhildur giftist 29.9. 1959 Bjama Þór Kjartanssyni, f. 22.2. 1940, d. 25.1.1990, vélvirkja í Reykja- vík, en móðir hans er Ásta Bjama- dóttir húsmóðir. Hrafnhildur og Bjami Þór eign- uðust fjóra syni. Þeir era Kjartan Þór Bjamason, f. 17.12. 1959, búsett- ur á Húsavík, kona hans er Þórey Sigurðardóttur og eiga þau synina Hafstein Svavar, f. 12.12. 1986, og Guðna Má, f. 23.7. 1992; Birgir Bjamason, f. 18.7. 1962, búsettur í Mosfellsbæ, kona hans er Rannveig Guðmundsdóttir og eru synir þeirra Birgir Hrafn, f. 17.9. 1995, og Sigur- steinn, f. 15.7. 1997; Geir Bjarnason, f. 8.6. 1964, búsettur á Kópaskeri, kona hans er Ásta Viðar og eru syn- ir þeirra Amar Þór, f. 5.10. 1994, og Bjarni Þór, f. 19.4. 1997; Baldur Bjarnason, f. 29.7. 1977, búsettur í Reykjavík, kona hans er Ingibjörg Guðmundsdóttir. Hrafnhildur giftist 29.7. 2000 Guð- mundi Einarssyni, f. 21.8. 1925. Hrafnhildur átti fjögur systkini. Þau eru Guðrún Björnsdóttir, f. 22.11. 1928, d. 10.8. 2000, húsmóðir í Reykjavík, var gift Páli Aðalsteins- syni vörubifreiðarstjóra og eru börn þeirra þrjú; Eva Bjömsdóttir, f. 30.8. 1931, húsmóðir í Reykjavík, gift Gísla Jóhannssyni framkvæmda- stjóra og eiga þau tvo syni; Aðal- heiður Bjömsdóttir, f. 28.9. 1934, skrifstofumaður í Reykjavík og ekkja eftir Stefán Kristjánsson skrifstofumann og á hún þrjá syni; Bjöm Bjömsson, f. 15.8. 1946, vél- virki í Reykjavík og á hann eina dóttur. Foreldrar Hrafnhildar voru Björn Jónsson, f. 8.10. 1905, d. 23.1. 1981, lengst af verkstjóri í Landssmiðj- unni, og k.h., Anna Lilja Jónsson, f. 15.6. 1903, d. 1975, húsmóðir. Merkír íslendingar Siguröur Einarsson, útgerðarmaður og forstjóri Ishúsfélagsins í Vestmannaeyj- um, hefði orðið flmmtugur í dag, 1. nóv- ember, en hann lést langt fyrir aldur fram þann 4. október sl. Siguröur var sonur hins þekkta út- gerðarmanns Einars Sigurðssonar og k.h., Svövu Ágústsdóttur. Bróðir Sig- urðar er dr. Ágúst, hagfræðiprófessor og fyrrv. alþm. Sigurður fæddist í Reykjavík, lauk stúdentsprófi frá MR 1970 og embættis- prófi í lögfræði frá HÍ 1974. Hann var framkvæmdastjóri Hraðfrystistöðvar Vestmannaeyja hf. 1974-92 og síðan for- stjóri fshúsfélagsins, eins stærsta sjávarút- vesgfyrirtækis landsins, við sameiningu fyrir- Sigurður Einarsson tækjanna, frá 1992 og til æviloka. Sigurður gegndi fjölda trúnaðarstarfa fyrir helstu samtök sjávarútvegsins, sat í stjóm ýmissa stórfyrirtækja, sat í mið- stjórn Sjálfstæðisflokksins um árabil, var í forsvari fyrir sjávarútvegsnefnd flokksins, bæjarfulltrúi í Vestmanna- eyjum frá 1986 og oddviti sjálfstæðis- manna þar. Sigurðar var afskaplega yfirlætis- laus, velviljaður og vinfastur maður, samviskusamur og farsæll stjórnandi. Hann bjó yfir mikilli þekkingu á ís- lenskum sjávarútvegi og bar mjög hag Vestmannaeyja fyrir brjósti. Eftirlifandi eiginkona hans er Guðbjörg Matthíasdóttir og eignuðust þau fjóra syni. Þjónustu- auglýsingar ►I550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.