Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2000, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2000, Blaðsíða 24
36 MIDVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2000 4Filvera jO^T / m Magga Stína og dvergarnir sjö MaggaiStína verður meðal óvæntra bólfélaga a tónleikum Tilramiaeldhússins í kvöld. Magga Stína kemur fram ásamt sjö smávöxnum tónlistarmönn- um og fara tónleikarnir fram í Kaffileikhúsinu. Eyjólfur Krist- jánsson þeytir skífur og sönglar „Nínu" í huganum og flutt verð- ur simgjörningurinti Telefónían. Tónleikarnir hefjast klukkan T21.00 og forsala miða fer fram í 12 Tónum. Krár______________ ¦ MARGRET EIR A NÆSTA BAR Söngdívan Margrét Eir fer með Ijúfa tóna viö þéttan undirleik Kristjáns Eldjárns gítarleikara og Birgis Bald- urssonar ásláttarleikara. Músíkin fer af stað kl. 22.00 og það er frítt inn. Klassík____________ ¦ NINA MARGRET GRIMSDOTTIR píanóleikari heldur tónleika í kvöld, ;,kl. 20, í Salnum..Flutt verða öll pí- anóverk dr. Páls ísólfssonar (1893- 1974) en þau hafa hvorki verið hljóðrituö né flutt áður í heild sinni á tónleikum. ¦ HÁSKÓLATÓNLEIKAR I NÖR- RÆNA HUSINU Kawal kvartettinn leikur á hádegis- tónleikum í Norræna húsinu í dag. Kvartettinn skipa Björn Davíð Krist- jánsson, Kristrún Helga Björnsdóttir, Maria Cederbrog og Petrea Óskars- dóttir. Þau leika verk eftir Faustin JeanJean, Edward J. Chance og Friedrich Kuhlau. Leíkhús ¦ HORFÐU REJÐUR UM OXL í Þjóöleikhúsinu, á Litla-sviöinu, í kvöld kl. 20.00. ¦ KIRSUBERJAGARÐURINN eftir Anton Tsjekhov verður sýndur í kvöld í Þjöðleikhúsinu. ¦ MEÐ FULLRI REISN verður sýnt í Tjarnarbíði í kvöld klukkan 20.30. Miðapantanir í síma 561-0280. Síðustu forvöö ¦ SVETLANA MATUSA sýnir um þessar mundir keramik-skúlptúra og nefnist sýningin.ls og hraun. Sýning- in er í Usthúsi Óféigs á Skólavörðu- stíg 5. Svetlana er fædd T Júgóslavíu 1959 og útskrifaöist frá University of Applied Arts Belgrade. Fundir ¦ UMHVERFISAHRIF KARA- HNJUKAVIRKJUNAR - er yfirskrift málstofu I verkfræðideild Háskóla íslands sem haldin verður í umhverf- is- og byggingarverkfræöiskor, í stofu 157 í VR II við Hjarðarhaga, í dag kl. 16.15. Nýlega var lögum um mat á umhverfisáhrmim breytt þar sem lögð er áhersla á að byrjað sé á undlrbúnlngj matsáætlunar og vinsun lykilatriða eins fljótt og unnt er eftir að hugmynd að framkvæmd er kominfram. Umhverflsmat Kárahnjúkavirkjunar veröur unnið samkvæmt þessum nýju lögum og í málstofunni munu fyrirlesarar gera grein fyrir vinnslu matsins. Reykvísk rokktónlist í umfjöllun The New York Times: íslenskt rokk frjósamt og hrjúft - „íslenskar hljómsveitir ættu að geta „meikað" það erlendis," segir Leigh Lust hjá Elektra Records í listakálfi stórblaðsins The New York Times í gær var ítarleg umfjöll- un um íslenskar rokkhljómsveitir. Greinarhöfundurinn Neil Strauss seg- ir að það fyrsta sem honum hafi dott- ið i hug þegar hann heyrði að það væri mikil gróska í rokktónlist í Reykjavík hafl verið að þar væru lík- lega þrjár til fjórar þokkalegar hjómsveitir að berjast um vinsældir. Siðan lýsir hann undrun sinni yfir þeim fjölda góðra hljómsveita sem eru í borginni og breiddinni í tónlistinni sem þær hafa upp á að bjóða. Strauss segir að sér hafi komið verulega á óvart hversu ólíkar og frumlegar hljómsveitirnar eru og að í Reykjavík sé að finna annað og meira en eftirlík- ingar af Björk. „Það er ótrúlegt að maður skuli vera að heimsækja 270.000 manna þjóð og upplifa alla þessa tónlist," er haft eftir Harry Poloner, bandarískum músíkspekúlant og einni af driffjöðr- unum á bak við Icelandic Airwaves tónlistarhátíðiná sem haldin var 19.- 22. október síðastliðinn. „Og ekki nóg með það, því á sama tima og allar þessar nýju hljómsveitir eru að koma fram er verið að gefa út listamenn eins og Emiliönu Torrini í Bandaríkj- unum og GusGus í Bretlandi. Ensími er að taka upp með Steve Albini og Sigur Rós hitar upp fyrir Radiohead, svo ekki sé minnst á Björk, sem er einn áhrifamesti listamaðurinn í heiminum í dag." Sigur Rós efnilegust Neil Strauss er greinilega hrifinn af Sigur Rós og telur hana með frum- legri hljómsveitum sem spila rokktón- list í dag. Hann gefur tónleikum fíölskyldumál Sigur Rós á tónleikum Neil Strauss hjá The New York Times telur Sigur Rós meö frumlegri hljómsveitum sem spila rokktónlist í dag. þeirra í Fríkirkjunni hæstu einkunn og lýsir tónlistinni sem dreymandi en um leið ögrandi geimrokki. Leigh Lust frá Elektra Records segir að tón- leikarnir séu liklega i flokki með þeim tíu bestu sem hann hafi upplifað á ævinni og í sama gæðaflokki og tón- leikar Al Green eða síðustu órafmögn- uðu tónleikar Neil Young. Náttúran er áhrifavaldurinn Greinarhöfundur telur víst að ís- lensk náttúra sé leyndardómurinn á bak við sköpunarkraftinn og segir að landið sé þekkt fyrir súrrealist lands- lag sem minni einna helst á tunglið. „Það sést aðeins til sólar i tvær klukkustundir yfir háveturinn og landið er þjakað af jarðskjálftum og eldgosum. Jöklar og hraunbreiður eru víðáttumikil og fjöllin tælandi en um leið ógnandi og ber. Úr þessu um- hverfi er sprottin þessi tónlist, sem er hvoru tveggja í senn, frjósöm og hrjúf." Strauss segir að þetta sé ekki í fyrsta skiptið sem íslensk tónlist veki verðskuldaða athygli, því að upp úr 1980 hafi lifandi tónlist í Reykjavik verið að rísa úr öskustónni, hljóm- sveitin Sykurmolarnir verið að stíga sin fyrstu spor í átt til heimsfrægðar Fæðingarorlofið Sjá nánar: Lífið eftir vlnnu á Vísi.is í siðustu viku birtust stórar auglýs- ingar í fjölmiðlum frá Sambandi ungra sjáifstæðismanna undir yfir- skriftinni „9 1/2 vika" þar sem ungt fólk innan sambandsins lýsti ánægju sinni með hið nýja fæðingarorlof sem mun taka gildi um næstu áramót. Það eru reyndar ekki aðeins ungir sjálf- Hvers vegna mega for- eldrar ekki sjálfir ráð- stafa fœðingarorlofinu eftir eigin aðstœðum? Er það vegna þess að löggjaf- inn telji nauðsyrilegt að beita þvingunum til þess að fá feður heim ífæð- ingarorlof? Það lýsir ékki miklu áliti á feðrum þessa lands. stæðismenn sem hafa glaðst yfir þeim breytingum sem þá munu verða á fæðingarorlofinu. Ég held að það sé rétt hjá mér að fulltrúar alira flokka hafi stigið á stokk og hrósað þessum nýju lögum. Gott ef ekki hafa verið fengnir til sögunnar útlendingar á sínum tíma til þess sama. Ekki þótti það verra hvað þeir voru jákvæðir og hvað útlendingunum þótti hið ís- lenska fæðingarorlof mikið framfara- spor í jafnréttisátt. Margt gott er líka hægt að segja um hið nýja fæðingarorlof. I fyrsta lagi mun það á næstu árum (reyndar ekki um næstu áramót) lengjast i 9 mánuði en nú er það 6 mánuðir. Það er auövit- að löngu orðið tímabært að þessir þrír mánuðir bætist við fæðingarorlofið. Þá vantar aðeins 3 mánuði upp á að það verði jafn langt og annars staðar á Norðurlöndunum, eða 12 mánuðir. Fyrsta árið í lífi barnsins er feiki- lega mikilvægt eins og allir vita. Það skiptir miklu fyrir þroska og framtíð barnsins að geta á þessu viðkvæma æviskeiði fengið frið og ró hjá foreldr- um sínum. Að þurfa að senda barnið sitt frá sér 6 mánaða gamalt til dag- mömmu er ekki góður kostur. Þar með er ég ekki að segja neitt illt um dagmæðurnar sem margar hverjar, ef ekki allar, eru hinar bestu. Réttur féðra Annað gott sem má nefna við hið breytta fæðingarorlof er að sjálf- sögðu réttur feðra til þriggja mán- aða orlofs sem það tryggir. Það er mikið spor I jafhréttisátt fyrir feður að geta frá og með næstu áramótum fengið tækifæri til þess að vera heima með börnunum sinum í fæð- ingarorlofi, án þess að þurfa að standa I einhverju stappi við vinnu- veitendur sína um það. Það er líka þetta atriði sem menn hafa hrósað mest í umræðunni um fæðingaror- lofið að undanförnu. Hér fylgir þó böggull skammrifi sem fáir hafa bent á af einhverjum ástæðum. Samkvæmt hinu nýja fæðingaror- lofi munu mánuðirnir 9 skiptast þannig á milli foreldranna að móð- irin fær 3, faðirinn 3 og síðan fá þau sameiginlega 3 mánuði til ráðstöf- unar. Þessum þremur síðustu mán- og í framhaldi af þvi hafi Björk brotið alla múra. Hann minnist einnig á að íslendingar eigi sinn þjóðlega Bob Dylan og á hann þar við meistara Me- gas. í lok greinarinnar er afíur vitnað í Leigh Lust frá Elektra Records þar sem hann segir að margar islenskar hljómsveitir ættu auðveldlega að geta „meikað" það erlendis eins og Quaras- hi er á mörkunum að gera, ef þær fengju enskumælandi textahöfunda í lið með sér. -Kip ÞórhaHur Heimisson skrifar um fjölskyldumál á miövikudögum uðum deila þau á milli sín að eigin vild. Mánuðirnir þrír sem hvort um sig fær í fæðingarorlofi eru ekki millifæranlegir. Og hér stendur hnífurinn I kúnni! Við skulum taka dæmi af ein- stæðri móður sem hefur ekkert samband við þarnsföður sinn. Ein- stæða móðirin fær aðeins 6 mánaða fæðingarorlof. Mánuðir föðurins millifærast ekki og hún hefur engan rétt á þeim. Spurningin er hvort hörn einstæðra foreldra hafi ekki sama rétt á því að vera heima hjá foreldrum sínum fyrstu niu mánuði ævinnar eins og önnur börn? Eða eru það forréttindi barna sem hafa báða foreldra sína hehna hjá sér? Eins er það með börn foreldra þar sem annað foreldrið getur alls ekki nýtt sér sína þrjá mánuði. Þeir mán- uðir falla þá niður. Hvers vegna mega foreldrar ekki sjálfir ráðstafa fæðingarorlofmu eftir eigin aðstæð- um? Er það vegna þess að löggjafinn telji nauðsynlegt að beita þvingun- um til þess að fá feður heim í fæð- ingarorlof? Það lýsir ekki miklu áliti á feðrum þessa lands. Það verður gott fyrir foreldra og börn þeirra þegar fæðingarlofið nær loksins níu mánuðum hér á landi (og enn betra ef mánuðirnir verða einhverntíma 12). En eru foreldrar ekki sjálfir færastir um að meta hvernig þeir vuja nýta þessa níu mánuði? Og finnst öUum það þara sjálfsagt mál að svipta einstæða for- eldra þremur mánuðum af fæðing- arorlofinu? Ekki er það nú mikið jafnrétti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.