Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2000, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2000, Blaðsíða 25
M I MIDVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2000 37 X>V Tilvera DV-MYNDIR INGO Heldri menn Úlfar Þormóðsson rithöfundur með meiru og Gísli Guö- jónsson prentari. i Jón Axel í Ásmundarsal Andllt og hnakkar Elísabet Snorradóttir ritari, Finnbogi Helgason tannsmiður og Sigurður Þórir myndlistarmaður og á bak við þau sést í hnakka á myndum Jóns Axels. Jón Axel Björnsson opn- aði sýningu á nýjum verk- um sínum í Listasami ASÍ - Ásmundarsal við Freyju- götu. Jón Axel hefur haldið fjölda sýninga, bæði einka- sýninga og samsýninga, allt frá árinu 1980. Hann hefur hingað til að mestu unnið málverk en skúlptúr hefur hann þó unnið meðfram málverkunum. Uppistaða sýningarinnar að þessu sinni er skúlptúr. Margt var um manninn við opnunina, vinir, vanda- menn og áhugafólk um myndlist. Umvafinn kvenfolki Egilí Ólafsson ásamt leikkonunum Önnu Kristínu Arn- grímsdóttur og Tinnu Gunnlaugsdóttur eiginkonu sinni. Fjölskyldan mætt Margrét Björnsdóttir systir Jóns Axels og synir hennar, Einar Freyr og Siguröur Hrannar. Mósaíkmaöurinn Sjónvarpsmaðurinn Jónatan Garðarsson ásamt syninum Davíð. Norræna kvikmyndahátíðin í Lubeck Ungfrúin opnar hátíöina i Norræna kvikmyndahátíðin, Nor- dische Fihntage Liibeck, er haldin í fertugasta og annað sinn 2. til 5. nóvember. Kvikmyndahátíð þessi er eina kvikmyndahátíðin þar sem norrænar kvikmyndir keppa frammi fyrir alþjóðlegri dónnefnd. Islenskar myndir hafa átt láni að fagna í Liibeck og hafa fjórar ís- lenskar myndir unnið þar til verð- launa: Gullsandur, Skytturnar, Kristnihald undir Jökli og Blódag- Ungfrúin góða og Húsið er að þessu sinni opnunarmynd hátíðar- innar. Aðrar íslenskar myndir sem keppa eru Englar Alheimsins og 101 Reykjavík. Hátíðin skipar stóran sess í Þýskalandi og meðal annars er sýnt beint frá verðalaunaafhend- ingu um gjörvallt Þýskaland. Annars er það að frétta af Ung- frúnni að nýverið var hún sýnd í Kairó og fer beint frá Lubeck til Kalkútta, þar sem hún verður sýnd á Calcutta Film Festival. Síðan ligg- ur leiðin til Rio de Janeiro og Sao Paulo í Brasiliu og svo fer að koma að því að hún veröi sýnd í Sviþjóð og Bandaríkjunum. -HK 4 + Ungfrúin góba og Húsið. Ragnhildur Gísladóttir og Tinna Gunnlaugsdóttir í hlutverkum systra. Heimsmeistaraeinvígið í skák: Kramnik þarf að- eins eitt jafnteflir Stund sannleikans nálgast í London. Garrí Kasparov, 13. heimsmeistarinn í skák, er líklega að missa af titlinum - hinum sanna heimsmeistaratitli. Al- þjóðasamband skákmanna FTDE getur puntað hvern sem það vill sem heims- meistara, alvörumeistararnir, hvort sem þeir fara troðnar slóðir eða ekki, leyna sér aldrei. Að Vladimir Kramnik, sem er kominn með aðra hönd á lárviðarsveiginn, verður viður- kenndur sem 14. heimsmeistarinn er varla nokkur spurning. Fyrst þarf hann þó að fá a.m.k. jafntefli úr þeim tveimur skákum sem eftir eru. Það ætti að takast, maðurinn hefur stál- taugar. En það er erfitt að spá, sérstak- lega um framtíðina. Kaspi reyndi hvað hann gat til að vinna. Ekki byrjaði þó fjörið á réttum tíma. Úrhellisrigningu gerði og vegna hennar var skákinni frestað um 30 mínútur! Hvítt: Vladimir Kramnik Svart: Garrí Kasparov Retí-byrjun, London 31.10. 2000 1. Rf3 Rf6. Kasparov hvildi höfuðið í höndum sér, mæddur á svip. 2. c4 b6 3. g3 c5 4. Bg2 Bb7 5. 0-0 g6 6. Rc3 Bg7 7. d4 cxd4 8. Dxd4 d6 9. Hdl Rbd7. Þessa byrjun þekkja þeir báðir vel, þetta er nokkurs konar „broddgalt- aruppbygging", vel þekkt fyrirbæri í skákinni. 10. Be3 Hc8 11. Hacl 0-0 12. Dh4 a6 13. Rel Bxg2 14. Rxg2 He8. Kramnik hefur geflð tðninn, hann ætlar að taka það rólega í dag og tefla upp á jamtefli. 15. b3 Dc716. Bg5 Db7 17. Re3 b5. Sævar Bjarnason skrifar um skák ekki heldur. En úti um allan heim er fullt af skákmönnum með skáktölvu*- forrit og fylgjast með skákinni í beinni útsendingu. Og láta tölvu segja sér hvernig staðan sé og koma svo með gáfulegar athugasemdir. I beinni út- sendingu! Það væri eins og einhver áhorfandi á knattspyrnuleik hlypi inn á völlinn og segði Atla eða Guðjóni hver ætti að taka aukaspyrnu?! 29. c5!? Hxc5. Nú koma frábærar flækjur, ég hélt að Kasparov væri að vinna, en Kramnik er góður í að halda slæmu stöðunum og veit af því. 30. Hxc5 Bxf6 31. Dxf6 dxc5 32. Kh2 Kg8 33. Hb6 He8. Hér er Kasparov peði yfir en menn hans standa iíla. Kramnik veit svo sannarlega hvernig hann á að tryggja jafhtefli. Kasparov var víst far- inn að æða fram og aftur, það geri$t hann þegar hann heldur að hann hafi vinningsmöguleika. Það hef ég séð! 34. Df3 Dxf3 35. exf3 Hc8 36. Hxa6 c4 37. Hd6 c3 38. Hdl Ha8! Hér dugar c2 ekki, eftir 39. Hcl er hvíti kóngurinn of fljótur á vettvang. Svo segir einhver tölva úti í heimi. 39. Hcl Hxa2 40. Hxc3 Hxf2+ 41. Kgl Ha2. Næsti leikur hvíts þótti furðulegur á alþjóðlega internetskákfélaginu. Tók Kramnik rangan riddara? Þeir sögðu að Kasparov væri að gretta sig og klóra sér í nefinu með vísifingri. Það á að merkja eitthvað. Hvað? Það veit ég ekki, ég hef aldrei teflt við Kasparov. 18. Red5 bxc4 19. bxc4 h5 20. Df4 Dc6 21. Bxf6 Rxf6 22. Rxf6+ Bxf6 23. Rd5 Bb2. Kramnik er að tefla upp á jamtefii, sögðu spekingamir á Netinu. Svo kom eitthvað nauðaómerkilegt um hvar Kasparov væri með puttana. 24. Hbl Bg7 25. Dg5 Kf8 26. Hdcl e6 27. Rf6 Hed8 28. h 1 Da8!?! Tölvuleikur, sögðu spekingarnir. Þeim datt hann ekki í hug sjálfum, mér Þessi staða er víst jafntefii, ég vil að- eins minna á hvað Bent Larsen sagði á sínum sokkabandsárum. „Þegar ég er peði undir í hróksendatafli er staðan jafntefli af því að ég er Bent Larsen." 42. Hc7 Kf8 43. Hb7 Ke8 44. Hb8+ Ke7 45. Hb7+ Kf6 46. Kfl e5 47. Hb6+ Kf5 48. Hb7 Ke6 49. Hb6+ Kf5 50. Hb7 f6 51. Hg7 g5 52. hxg5 fxg5 53. Hg8 g4 54. Hf8+ Ke6 55. He8+ Kf5 56. Hf8+ Kg6 57. Hg8+ Kf5. Jafn- tefll. Eftir 58. Hf8 Ke6 59. Hf8+ KÍ6 60. Hf8+ Ke7 61. Hf5! Ke6 62. fxg4 hxg4 63. Hg5 og staðan er fræðilegt jafntefli. Ef til vill flnnur einhver tölva út í heimi vinning í hróksendataflinu en þá er hún ekki að tefla við Kramnik. Staðan 8-6 og 2 skákir eftir. Eða ein? Ólympíuskákmótið: Konurnar unnu Yemen Þjóðverjar eru efstir á ólympíuskák- mótinu i karlaflokki eftir 4. umferð með 13,5 vinninga af 16 og ísrael er með 12,5 vinninga. íslendingar tefldu við Uzbekistan og töpuðu 2,5-1,5. í kvennaflokki er Georgía efst með 10 vinninga af 12. íslensku konurnar unnu Yemen, 3-0! Þær eru með Í,j vinninga. Guðfriður Lilja Grétarsdótt- ir, Harpa Ingólfsdóttir og Áslaug Krist- insdóttir unnu sínar skákir. Glæsilegt úrval Glæsilegt úrval af handunnum rúmteppum, dúkum, Ijósum og gjafavörum. Matta rósin 20% afsl. Pel sar i urva li Opio virka daga 11-18, laugard. 11-16 Sigurstjarnan í bláu húsi við Fákafen. Sími 588 4545.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.