Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2000, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2000, Blaðsíða 3
AJj'V MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2000 19 Hef ofurtrú á Kllí ííl föndurgcrðar KaramWllynr alla „I Keramik fyrir alla er allt á staðnum: Þú velur grip fyrir fast verð, litir og penslar á staðnum og brennsla innifalin. Þú þarft ekki að „kunna" neitt því þetta er auðvelt og skemmtilegt og aðstoð á staðnum ef þú vilt!“ „Keramik fyrir alla“ er á Laugavegi 48b. Sími 552 2882. Opið mánudaga til föstudags 13-18. Laugardaga og sunnudaga kl. 13-17. Skoðið vefsíðuna: keramik.is mínum fíugum Margir vinna fallega gler- tnuni í mósaik. í versuninni Tiffany’s er mikiö úrval af öllu sem til þarf í mósaikvinn- una. Einnig er þar boöiö upp námskeiö í mósaik og annarri gler- vinnu. - segir Einar Guðmann, fluguhnýtari á Akureyri Litríkur og spennandi staður var opnaður á Laugaveginum fyrir tæpum mánuði við frábærar móttökur. Fyrsti mánuðurinn var bókaður hvert kvöld fyrir saumaklúbba, vina- og starfsmannahópa sem komu í einkasamkvæmi til að mála fagurlita keramikmuni! Nú þegar er byrjað að bóka í nóvember og desember. Á daginn og um helgar er opið fyrir þá sem vilja koma í bæinn og prófa að mála kermik. Það er ódýrara, auðveldara og skemmtilegra en þig grunar. Fólk trúir varla að það hafi gert gripina sína sjálft! Nú fer jólaundirbúningur í hönd: Jólatré með litlum Ijósum bíða skreytinga, jötur, jólakertastjakar, jólasveinar, skraut á tré og luktir ásamt ýmsu öðru. Ný sending af fagurlega hönnuðum ítölskum gripum var að koma: Stóru diskarnir seldust upp en fást nú aftur. Bollar, krúsir, föt, könnur eða hvað annað sem prýða má heimili þitt eða góðra vina er nú í miklu úrvali. Nú eru innan við tveir mánuðir til jóla: bókið einkasamkvæmi strax eða lítið inn á Laugavegi 48b. Flugan Guömann er hönnuö af Einarí Guömann og þessi einfalda fluga hefur gefist afbragösvel. Skólavörubúðin DV, Akureyri: Einar Guömann hnýtir flugu af geröinni Pheasant tail, en sú hefur gefiö honum nokkra silungana und- anfarin ár. þurfa að læra að hnýta allar flugu- gerðir og endirinn á þessu námi ætti að vera að hnýta þurrflugur. Annað ráð sem ég get gefið mönn- um eftir að þeir hafa náð einhverj- um tökum á þessu er að vera ekki að vasast í að hnýta allt of margar tegundir, heldur einbeita sér að og þróa sínar uppá- haldsflugur. Síð- an fer það eftir ýmsu, eins og t.d. þvi hvort menn eru að veiða lax eða sil- ung, hvemig þeir þróa sig sem hnýtara. Sjálfur hef ég særhæft mig í silungi, ég hnýti fáar tegundir af flugum en hef ofurtrú á þeim flugum sem ég hnýti“. og fjölbreyttara efni, og í rauninni em engin takmörk fyrir því hversu langt er hægt að ganga í þeim efn- um.“ Ertu með ein- hverjar frekari ráð- leggingar handa þeim sem eru að byrja fluguhnýting- ar? „Þær eru nú ekki margar, enda er ég enginn sérfræðing- ur i þessu. Flestir hafa líka sína sér- visku sem ekki er æskilegt að vera að hvetja aðra til að nota. Ég reyni þó að nota það hráefni sem ég hef mesta trú á, eins og t.d. Kamazan Grubber öngla, mér líður hreinlega ekki vel ef ég á þá ekki til og þarf að notast við eitthvað annað. Sér- viskurnar eru fleiri, eins og t.d. sú að hnýta sér nokkrar flugur kvöldið fyrir veiðiferð, sem gerir þá athöfn að órjúfanlegum hluta veiðiferðar- innar, og fleiri svona atriði mætti nefna,“ segir Einar Guðmann. -gk DV-mynd gk Ekki dýrt í byrjun - Er ekki dýrt að byrja fluguhnýt- ingar? „Það þarf ekki að vera það, menn þurfa ekki svo mikið í byrjun. Það er hægt að kaupa ódýr áhöld og þau, ásamt nauðsynlegustu tegundum af efni, þurfa ekki að kosta nema á bil- inu 10-15 þúsund krónur að mínu mati. Það er svo með þetta áhuga- mál eins og svo mörg önnur að eftir því sem menn þróast er lengi hægt að bæta við sig, bæði i betri búnaði Það eru ekki mörg ár síðan ég byrjaði að hnýta flugur af ein- hverri alvöru og má því segja að ég sé ungur í þessu sporti. Sem unglingur var ég hins vegar með ólæknandi veiðidellu, fimmtán ára eignaðist ég mína fyrstu flugustöng, allir mínir vasapeningar fóru í veiðistangir og veiðihjól og á þessum tíma lærði ég að kasta flugu. En þegar bílprófsaldurinn rann upp sneri ég mér að svoleiðis málum og lagði veiðistangimar til hliðar um tíma. Það var svo ekki fyrr en nokkru síðar að ég hellti mér út í þetta aftur og þá fór ég að hnýta flugur,” segir Einar Guð- mann, einn af félögunum í Flugu- veiðifélagi íslands á Akureyri, mað- ur sem hnýtir mikið af silungaflug- um og veiðir á þær eingöngu. „Ég byrjaði strax að búa til „mín- ar eigin" flugur, eða flugur sem ég hannaði sjálfur. Sú fyrsta sem eitt- hvað kvað að gaf mér 5,5 punda bleikju á 3. svæðinu í Eyjafjarðará og það var mikil upplifun. Þessa flugu, sem ég hnýtti fyrst sem púpu, skírði vinur minn því virðulega nafni Stígvélið og hún sannaði sig á næstu árum, bæði í ám og vötnum“. Guðmann er sterkur Einar hefur hannað nokkrar flug- ur sem hafa gefið mjög vel í silungs- veiðinni, en fluga sem er frekar ný- leg og ber heitið Guðmann er án efa sú þeirra sem mestum vinsælum hefur náð. „Ég kom fyrst með þessa flugu þegar við félagarnir vor- um að veiða í Laxárdal í S- Þing. og þar féll urriðinn fyrir henni. Síðar kom í ljós að bleikjunni leist ekki síður vel á þessa flugu, hún er einfóld, hnýtt sem „kúluhaus" úr vinyl-rip og stendur sig vel. En ég vil taka það skýrt fram að það voru vinir mínir en ekki ég sem gáfu henni nafnið Guðmann“. Einar segist nota mjög fáar flugur við veiðar. „í dag er ég langmest með þrjár flugur, allar hnýttar sem kúluhausa. Þetta eru Guðmann, Pheasant tail og Sölvperlen, en sú síðastnefnda er ættuð frá Noregi". - Hvað viltu ráðleggja þeim sem eru að byrja að hnýta flugur, hvem- ig eiga þeir að bera sig að? „Ég ráðlegg þeim að byrja á því að hnýta nokkrar klassískar flugur. Það er í þessu ákveðinn skóli sem menn verða að fara í gegnum, þeir - Gleðilegt jólaföndur ! - ■ Smiðjuvegi 5 • 200 Kópavogur Sími: 58 50 500 Fax: 58 50 508 Veffang: www.skolavorubudin.is Smáauglýsingar allt fyrir heimilið DV 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.