Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2000, Blaðsíða 4
20 MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2000 JLJ"V Hæfileikarík handverkskona á Selfossi: Heilluð af handavinnu Amálað kerti ásamt litum. Kerti skreytt Kerti má skreyta á persónu- legan hátt. Ef mála á kertið þarf að byrja á að hreinsa það vel með sótt- hreinsunarspritti. Til er efni til að bera á kertið sem bindur lit- inn við vaxið. Hægt er að bera á allt kertið eða blanda þessu efni út í litinn sem á að mála með. Það getur komið mjög vel út að bera litinn á með svampi, þá kemur mjúk áferð á myndina. Einnig er hægt að líma servíett- ur á kerti en þá er æskilegra að notuð séu breið kerti með 3-4 kveikjuþráðum. Unni Ólafsdóttur á Selfossi fmnst fátt skemmtilegra en að fegra heimili sitt með fal- legum munum sem hún býr til og það má glöggt sjá þegar hún er heimsótt. í hverju herbergi er að fmna eitthvað sem hún hefur gert og meðal þess eru heklaðar gardín- ur, dúkkuvagn, bútasaumsteppi, kertastjakar, körfur og alls konar fígúrur úr tré. „Ég held að ég hafi alltaf haft áhuga á handavinnu og hef líklega bara fæðst með þennan mikla áhuga,“ segir Unnur. Það má því segja að handvinnuáhuginn og hæfileikarnir séu ættgengir því í bæði móður- og föðurætt Unnar er að fmna mikið af handverksfólki. Handvinnutímarnir voru uppá- haldstímarnir hennar í skólanum og þar urðu fyrstu hlutirnir til. Prjónaöi peysur á sig tíu ára „Ég man ekki hvað var það fyrsta sem ég bjó til en þegar ég var tiu eða ellefu ára var ég farin að hanna og prjóna á mig peysur,“ segir Unnur. Prjónarnir hafa fylgt henni allar götur síðan og eru á sínum stað í körfu í stof- unni og verkefnið þessa dagana er kápa handa annarri dótturinni. Og hún prjónar ekki bara peysur, húfur og þess háttar þvi hún hefur líka Úrvat afjótaefhum, bókum, sniðum, óhðtdum og saumahössum. Trú tiótfiílður Síóitmúla 35, »ímt5S3í77Ú Op\ð Vc\-1° A6 a"adág°að Jólavertíðin er haftin W Fagmennska i fynrrúnn r y év'Listasmiðjan Keramikhús Skeifan 3a • 108 Reykjavík • Sími 588 2108 Þær eru margar stundirnar sem handverkskonan Unnur Ólafsdóttir situr viö saumavélina því henni finnst fátt skemmtilegra en aö búa til fallega hluti. dv-myndir Njörður Heigason pijónað margs konar figúrur. „Eitt sinn pijónaði ég vísdómsuglu handa systur minni í útskriftargjöf og svo hef ég til dæmis prjónað jólasveina, trúða og unga,“ segir Unnur. Saumaskapur hefur líka heillað Unni og þegar hún var tvítug gerði hún mikið af því að sauma föt á sig og dóttur sina. „Ég og ein vinkona mín saumuðum alltaf á okkur ný föt í hvert skipti sem við fórum út að skemmta okkur,“ segir Unnur. Nú eru það ekki lengur föt sem Unnur saumar heldur er það bútasaumurinn sem á hug hennar allan. „Fyrir nokkrum árum áskotnaðist mér antikkista sem ég lagaði og lét svo standa við einn vegginn i ganginum hjá mér. Það vantað hins vegar eitt- hvað á vegginn fyrir ofan kistuna og ég ákvað því að sauma mér búta- saumsveggteppi og síðan hef ég ekki getað hætt í bútasaumnum," segir Unnur. Á borðstofuborðinu hennar eru núna fjögur bútasaumsteppi sem hún er að vinna við og efni í eitt til viðbót- ar. Bútar og tré Unnur segir að bútasaumurinn sé mjög skemmtilegur, hann varð til í Bandaríkjunum á síðustu öld þegar konur byrjuð að sauma teppi og fleira úr margs konar bútum úr föt- Fyrir tveimur árum byrjaöi Unnur aö smíða og saga út alls konar hluti. Meðal þess sem hún hefur smíðað er þessi skápur sem hún geymir geisladiskana sína í og kertastjakarnir í glugganum. um og fleira vegna skorts á efnum. í dag er það hins vegar þannig að þeir sem eru í bútasaumi kaupa dýr efni sem eru rifrn í búta og þeir saumaðir saman. Unnur hefur saumað margs konar veggteppi, rúmteppi og dúka í búta- saumnum og segir hún að teppi sem hönnuð eru af bútasaumshönnuðinum Lynette Jensen séu í miklu uppáhaldi hjá sér og köflótt efni heilla hana mest. Einnig hefur hún gert mikið af því að sauma fjölbreyti- legar dúkkur og kanínur sem hún hengir á veggi eða lætur sitja á hlutum. Unnur hefur ekki látið það nægja að sauma og prjóna, fyrir tólf árum lærði hún körfugerð og fyrir rúm- um sex árum fór hún á nám- skeið í glerskurði. Körfurn- ar sem hún hefur búið til eru af öllum stærðum og gerðum og hún hefur til að mynda notað hreindýrshorn í körfugerðinni. Einnig bjó hún til körfudúkkuvagn sem skipar veglega sess í stof- unni og það er sá hlutur sem hún heldur einna mest upp á af því sem hún hefur búið til. Unnur hefur hins vegar látið körfurnar og gler eiga sig síð- ustu ár og er farin að vinna með tré í staðinn. Úr trénu býr hún til alla vega fígúrur sem hún sagar út og málar til dæmis snjókarla, froska, kanínur og jólasveina. Nokkur góð ráð fyrir föndrara n Ef eitthvað þarf að lagfæra þegar verið er að mála á tré er hægt að nota sandpappír til að fara yfir flötinn sem á að laga og mála svo yfir aftur. Þegar keramik er málað er best að byrja á ljósari litunum því dekkri lit- imir þekja þá ljósu. Þegar verið er að „skera linu“, þ.e. gera slétta rönd er best að hafa mikla málningu í penslinum, það er mun auð- veldara. Ekki henda krukkum og flöskum. Þær er hægt að mála og nota aftur. Ekki henda pappaöskjum eða t.d. hólkum undan snakki, vítamíni o.fl. Hægt er að gera fallega hluti úr þeim. Þeir sem eru orðnir leiðir á brúnu blómapottunum geta málað þá eða límt skemmtilegar servíettur á þá og fengið nýja potta. Hægt er að nota gamla blúnduaf- ganga til að skeyta með tréhluti (dúkk- ur) o.fl. í stað þess að henda gamla sængur- verinu má rífa það í ræmur og nota það til að þurrka antikolíuna af þegar hún er borin á hluti. Gömul koníaksglös má nota undir teljós. Gamla tannburstann má nota til að „splassa" á gler og tré sem búið er að mála. Gott er að eiga byggingarplast til að setja yfír borðið þegar verið er að mála, þá skemmist ekki dúkurinn eða borðið. Hægt er að nota plastið aftur og aftur. Penslamir endast betur ef þeir eru þvegnir vel og látnir þoma í krukku með hárið upp. Aldrei skal skilja penslilinn eftir í vatninu, þá endist hann ekki eins lengi og hárin bogna. Akrílliti skal setja í lítið lok íremur en að hella þeim á disk eða annað. Þeir þoma fljótt og það sem ekki er notað verður ónýtt. Til em litir í föndurverslunum sem er hægt að nota á postulín og gler og þarf ekki að brenna. 'I veislum er ekki úr vegi að stinga fallegum servíettum í töskuna því gott er að safna að sér serviettum til að þurfa ekki að kaupa heilan pakka þeg- ar maður ætlar bara að nota eina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.