Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2000, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2000, Blaðsíða 5
.LlV MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2000 21 helgamar þegar ég á frí fyrir handa- vinnuna og svo eru prjónamir stund- um teknir með í vinnuna og gripið í þá í pásum. Oft prjóna ég líka þegar ég er að horfa á sjónvarpið," segir Unnur. Hún viðurkennir þó að þetta sé mjög tímafrekt áhugamál og það sé til að mynda mikið þolinmæðisverk að stinga heilt bútasaumsrúmteppi. Handavinna er líka mjög dýrt áhuga- mál aö hennar mati og það vaknar því sú spuming hvort hún selji eitt- hvað af hlutunum sem hún býr til. „Ég hef ekki selt hluti en hins vegar hef ég stundum gefið ættingjum hluti eftir mig við hin ýmsu tækifæri," segir Unnur. Hrífst líka af handverki ann- arra Þótt Unnur sé sjálf í handverki fmnst henni líka gaman að hand- verki annarra og á heilmikið safn af handunnum munum sem aðrir hafa gert. „Þegar ég fer til útlanda kaupi ég alltaf handunna hluti í viðkom- andi landi,“ segir Unnur. í síðustu ferð keypti hún til að mynda tréend- ur og englastyttur. Að sögn Unnar ætlar hún að halda áfram að fegra hjá sér með fallegum hlutum enda þótt plássið verði alltaf minna. „Þegar það er ekki meira pláss eftir fer ég bara að endumýja og skipta út hlutum hjá mér,“ segir Unnir. Þar sem hún er að fara að byggja við húsið ætti líka að verða pláss fyrir nýja hluti í viðbygging- unni. Trévinnan, bútasaumurinn og prjónamir verður látið duga á næst- unni en þó gæti Unnur hugsað sér að læra leirgerð seinna meir. Það er greinilegt að handvinnan er líf og yndi Unnar því um leið og viðtalinu lýkur er hún sest fyrir framan saumavélina og byijuð að sauma. -MA Antikkistan sem Unni áskotnaðist varð til þess að hún fór að stunda búta- saum. Það vantaði eitthvað á vegginn svo hún ákvað að sauma búta- saumsteppi. Síöan hafa líka margs konar tréfígúrur bæst viö. Tímafrekt áhugamál Unnur segist nota frekar ólíkar að- ferðir við trévinnuna og bútasaum- inn og í hvom tveggja snýst þetta alltaf á endanum um að búa til ákveðna heild. Miðað við alla mun- ina sem er að frnna heima hjá Unni virðist hún hafa óþijótandi tíma fyr- ir handavinnuna. Svo er hins vegar ekki því hún vinnur sem skrifstofu- stjóri hjá einu stærsta verktakafyrir- tæki landsins. „Ég nota kvöldin og Jolaolkonnur, drykkjarmál og lítil sælgætisskál á jólaborðið. Polinmæði er allt sem þarf í postulínsmálun: Jólastell og gjafir Postulínsmálun heillar marga, enda mjög skemmtilegt að mála á postulín og tækni og möguleikar endalausir. Litirnir eru allir í duftformi en einnig eru notaðar ýmsar olíur eftir því hvað verið er að mála. Hægt er að fá myndir forbrenndar á hlutina sem mála á. Einnig er hægt að teikna mynstur upp sjálfur og láta hugmyndaflugið ráða. Sumir mála hefðbundin mynstur, blóm o.fl., aðr- ir mála landslag og fara út á nú- tímalegri brautir. Þá er gaman að leika sér með luster (málmgljáa), gull og relief sem gefur svolítið upp- hleypta áferð. Um þessar mundir er fólk (því karlmenn mála líka á postulín) að mála sér jólamatarstell og annað sem tilheyrir jólunum, t.d. kertastjaka, skálar, drykkjarkönnur og styttur. Þetta eru allt hlutir sem eru tilvaldar jólagjafir. Þeir sem einu sinni komast upp á lag með að mála á postulín verða heillaðir af því. Allir geta allir málað á postulín - það eina sem þarf er þolinmæði! Brenna þarf málninguna inn í postulínið og getur þurft að brenna suma hluti oftar en einu sinni. Skál, matardiskar, drykkjarkönnur og kertastjakar með ámáluðum jólamyndum. Skreyta má gler með ýmsum hættl: Hrímuð og lituð glös Kampavínsglös eða annað gler sem hægt er að nota undir sprittkerti, má mála eða skreyta að vild. Hægt er að bera á allt glasið efni sem heitir Frost it og fá þannig „frostaða" áferð á glas- ið. Ef glasið á ekki allt að vera frostað er hægt að líma á það stjörnur, hringi eða búa til mynst- ur með því að líma á þaö málning- arlímband með eigin mynstri. Þegar búið er að frosta glasið er límbandið tekið af og þá er sá hluti glersins sem undir var glær. Einnig er hægt að skreyta glas- ið með litum sem ekki þarf að brenna eða með postulínslitum sem má brenna i venjulegum bak- arofni. í þessum litum er líka til útlínulitir í túpum sem hægt er að nota til að mála myndir, búa til mynstur, doppur o.fl. Þessum lit- um má líka blanda saman og út- Glerstaup og lítil skál sem „Frost it“ hefur verið borið á og skreytt með útlínulit og glimmerltmi. koman getur verið mjög skemmti- leg. Þetta getur verið afar skemmti- leg gjöf. Amerísk bútasaumsefni Enskar útsaumsvörur Öðruvísi úrval - betra verð Líttu inn og kannaðu málið Diza Hamraborg 7 Sími/Fax 564 4131 J Kársnesbraut 93 • 200 Kópavogur • Sími 554 5133 • Fax 554 5130 ön áhöidtn gjerskurðar Blýlagt gler í hurðir og glugga Skerum eftir máli Speglar, lampar, hengimyndir Sérsmíðum eftir þínum óskum Mikið úrval smáhluta úr gleri Mikið úrval af gleri Námskeið í glerskurði LKTCUEh (glervinnustofa)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.