Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2000, Blaðsíða 7
JL>‘\F MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2000 23 Guörún K. Siguröardóttir sýnir fólki réttu handtökin í Keramik fyrir alla. Dv-myndir Einar j. Nýjung í leirmálun á íslandi: inn af - og skreyta leirmuni að detta götunni eftir eigin höfði Eeramik fyrir alla heitir nýr og spennandi staður sem er að finna í bakhúsi við Laugaveg 48. Þar getur fólk komið, valið sér keramikhlut úr hillu og málað hann eftir eigin höfði eða eftir hugmyndum úr bókum eða blöðum. Þegar búið er að mála hlutinn er hann brenndur í ofni og er tilbúinn eftir tvo til þrjá daga. Tvenns konar hlutir eru í boöi, annars vegar nytjahlutir eins og diskar, bollar og föt og hins vegar skrautmunir. Um þessar mundir ber til dæmis mikið á jólaskrauti, svo sem jólasveinum og jólatrjám. Að sögn Guðrúnar K. Sigurðar- dóttur, eiganda Keramiks fyrir alla, kemur hugmyndin að staðn- um frá Bandaríkjunum. „Þetta er mjög vinsælt í Bandaríkjunum, til dæmis í verslunarmiðstöðvum. Það sem er öðruvísi hér er að hér er menntaður starfskraftur. í Bandaríkjun- um er mjög algengt að það sé bara einhver að afgreiða sem lætúr fólk bara fá liti og segir því að gera það sem það vOl. Ég er bæði með próf í þvi að kenna þetta og er sjálf listmennt- uð, hef unnið við hönnun í 11 ár, þannig að ég tel mig vera í góðri aöstööu til að hjálpa fólki. Önnur sérstaða er sú að ég ætla líka að vera með námskeið og kenna til dæmis fleiri aðferðir og fleiri möguleika á litanotkun." Keramik fyrir alla var opnað þann 7. október síðastliðinn og segir Guðrún að aðsóknin hafi verið mjög góð. „Það hefur verið mikill áhugi og mikið hringt og spurt. Nánast hvert einasta kvöld er bókað,“ segir Guðrún og bætir við að fólk vilji koma aftur þegar það hefur komið einu sinni. „Það segja allir að þeir ætli að koma aft- ur. Reynslan er sú að ég hef ekki fengið einn kúnna sem flnnst þetta leiðinlegt." Leyndir hæfileikar Guðrún segir að sumir upp- götvi meira að segja að þeir geti meira en þeir héldu að óreyndu. „Það er alltaf einn og einn sem segist ekkert kunna að teikna. Ég þarf þá að hjálpa þeim aðeins 5tur að flnna út hvað iir vilja gera og hvem- að fara i bók og taka í gegn og svo kalkerar maður bara yfir og litar síöan bara eins og í litabók. Yflr- leitt er þetta ánægðasta fólkið þeg- ar það kemur að sækja hlutina sína,“ segir Guðrún Að sögn Guðrúnar eru það fyrst og fremst konur sem hafa komið í Keramik fyrir alla enn sem komið er. „Einhverjir karlmenn hafa þó komið og málað. Til dæmis kom strákur um daginn og bjó til krús handa kærustunni sinni sem átti afmæli. Einnig hafa komið hingað pör og þá hafa karlmennirnir ekki síður verið spenntir en konurn- ar,“ segir Guðrún og bætir við að karlamir verði að flnna út að þetta sé eitthvað fyrir þá en ekki aðeins konumar. Vantar aðeins barnahornið Dagrún Árnadóttir var í óða önn að velja sér hlut til að mála þegar blaðamaður rak inn nefið í Keramik fyrir alla. „Ég kom hérna fyrir svona tveimur vikum þegar ég var á göngu um Laugaveginn, og ákvað að koma inn og skoða og fékk mér einn kaffibolla og málaði disk. Þá fannst mér þetta vera ágæt tilbreyting fyrir saumaklúbb- inn til að hittast," segir Dagrún. Þegar Dagrún var spurð hvað stæði til að gera við hlut- ina sagðist hún Lovisa Vattnes var i oöa- önn aö mála jólatré fagur- grænt þegar blaöamann bar fyrst og fremst ætla þá til eigin nota. „Ég hef aðeins gert eina skál og er að hugsa um að gera aðra í stil núna undir jólasmákökumar,“ seg- ir Dagrún og bætir við að hún sé ekki að hugsa um þetta sem gjafir. „Ekki enn að minnsta kosti. Ég er ekki komin svo langt.“ Dagrún segist hafa fengist við ýmislegt föndur í gegnrnn tiðina en ekkert þessu líkt. „Ég hef verið að mála mikið trévömr og ég hef saumað mikið og prjónað en þetta er ágæt tilbreyting, Mér flnnst það mjög sniðug hugmynd að koma þessu upp. Ég var að segja Guðrúnu að koma sér upp bama- homi. Það væri snið- ugt fyrir konur sem eru á gangi í bænum,“ sagði Dag- rún Ámadóttir að lokum. Lovísa Vattnes, saumaklúbbs- systir Dagrúnar, var komin lang- leiðina með að mála jólatré. Lovísa hefur talsverða reynslu af hvers kyns föndri, meðal annars hefur hún fengist við leirmótun og brennslu, og segir hún að nokkur munur sé á þessu og að gera þetta Eftir langa umhugsun valdi Dagrún Árnadóttir disk til aö mála og brenna. frá grunni. „Þetta er eins og lita- bók. Það er búið að gera allt fyrir þig og þú þarft bara að fylla inn í eyðumar. Þegar maður gerir þetta frá grunni þarf maður að vera mjög skapandi og með fijótt ímyndunarafl. En hvort tveggja er mjög skemmtilegt, bara á ólíkan hátt,“ sagði Lovísa að lokum. -eöj Sími 562-8448 Komið og útbúið jólagjafirnar hjó okkur. Erum með allt til leirvinnslu og brennum fyrir fólk. Vinnustofan okkar er opin fyrir alla, byrjendur sem lengra komna. Leiðbeinandi á staðnum. Opið mánud. og miðvikudagskvöld frá 19.30-23. • Leírlistarnámskeiö 1-2-3. • Leirrennslunámskeiö. • Glerbræöslunámskeiö. GLIT hr HEILDVERSLUN KrökhAlsi 5 • 110 ReykjavIk • sImi 587 5411 • fax 567 4611

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.