Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2000, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2000 I>V Fréttir Björgun dælir 1,5 milljónum tonna af hafsbotni í meðalári: Mikið landbrot - í kjölfarið, segja óánægðir landeigendur í Kjós Dælluskip Fyrirtækið hefur tekið efni í Kollafirði, Hvalfirði og Faxaflóa en efnistaka þess hefur sætt mikilli gagnrýni. Björgun hf. dælir um 1,5 milljón- um tonna af möl og sandi upp af sjávarbotni á meðalári. Fyrirtækið hefur tekið efni i Kollafirði, Hval- firði og Faxaflóa en efnistaka þess hefur sætt mikilli gagnrýni, einkum í Kollafirði þar sem hún er talin eyðileggja fjörur á stóru svæði. Um- hverfis- og heilbrigðisnefnd Reykja- víkur hefur beint þeim tilmælum til iðnaðarráðherra að ítarleg rannsókn fari fram á efnistöku úr Faxaflóa. Árið 1991 veitti iðnaðarráðherra fyr- irtækinu leyfi til að dæla möl og sandi upp af sjávarbotni. „Hér var sandur í öllum fjörum fyrir innan Tíðaskarð. Hann er allur horfinn vegna þessarar efnistöku fyrir löngu,“ sagði Sigurbjörn Hjalta- son, sem býr á Kiðafelli i Kjós. „Sjór- inn hefur haft miklu greiðari aðgang til að berja á landinu og það hefur valdið miklu landbroti. Þeir hafa far- ið hér inn eftir öllu og nánast farið inn á svæði sem eru á náttúruminja- skrá.“ Hreppsnefnd Kjósarhrepps hefur barist mjög fyrir því að fullnægjandi rannsóknir færu fram áður en svo miklu efni yrði dælt af sjávarbotni eins og raunin hefur orðið. Þá hefur hreppsnefndin barist gegn því að efnaistaka færi fram svo nærri landi að það stórspillti ijörunni. Sigurður R. Helgason hjá Björgun sagði engan fót fyrir því að efn- istaka gæti eyðilagt lífríki sjávar- botnsins né ylli landbroti. Hann kvaðst ekki geta látið blaðinu í té tölur um hve miklu efni hefði verið dælt af sjávarbotni árlega frá 1991, þar sem þær væru ekki handbærar. „Þegar mikið er byggt og fram- kvæmt er meiri eftirspurn eftir efni,“ sagði hann og bætti viö að árið í fyrra hefði verið „með bestu árum“. Fyrirtækið er nú með upplýsinga- skyldu til iðnaðarráðuneytisins um magn efnistöku. Sú skylda komst á við breytingar á lögum um eignar- rétt ríkisins á auðlindum á hafs- botni fyrr á árinu. Tölur um magn verða í fyrsta skipti gefnar upp fyr- ir árið 2000. Stærsta verkefni Björgunar nú er endurnýjun Reykjavíkurflugvallar. Þriðjungi þess verks er lokið, að sögn Sigurðar, en áætlað er að um 1,1 milljón tonna fari í völlinn. -JSS Herjólfsmálið í ríkisstjórn Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefúr mátt sitja und- ir hörðum ásökunum samflokksmanna sinna í Vestmanna- eyjum vegna þess að hann fór að lögum í Herjólfsmálinu. Lagði hann málið fyrir ríkisstjóm sem gerði ekki athugasemd við afgreiðslu hans á því. - Dagur greinb frá. Trillukarlar á SUS-fundi „Við hlustuðum þama á menn. Ég var hins vegar hjart- anlega ósammála mörgu,“ segb Arthur Bogason, formaður Landssambands smá- bátaeigenda, en biliukarlar gerðu hlé á aðaifundi sínum tii að sækja frrnd Sambands ungra sjálfstæðismanna þar sem rætt var um tillögur auðlinda- nefndarinnar svokölluðu. Grund ekki lokað Fjölmennur fundur heimilisfólks Elii- og hjúkrunarheimiiisins Grund- ar, aðstandenda þess og starfsfólks samþykkti í gær ályktun þar sem skor- að var á heilbrigðisráðuneytið að faiia frá málsókn á hendur Grund. Svefnlaus nótt: Lá á gluggum og Ijósmyndaði Áhugaljósmyndari gerði sér ferð seint í fyrrakvöld að heimiii Kristínar Isleifsdóttur, systur Haildórs Heimis hagfræðinema sem týndist í Texas i tólf ár, og tók fjölda mynda í gegnum glugga af heimilisfólki í þann mund sem það var að ganga til náða. Eftir að hafa tekið mynd- imar hringdi ljós- myndarinn í Kristínu, tiikynnti verknaðinn og bauð siðan nokkrum fjölmiðlum myndimar til kaups gegn umtalsverðu gjaldi. Hér er um að ræða þekktan ein- stakling úr undirheimum Reykjavíkur sem hlotið hefur þunga dóma fýrb fikni- efnamisferli og setið í fangelsum bæði hér á landi og erlendis. „Þetta var svefnlaus nótt hjá okkur, enda ósvífin innrás i einkalíf fjölskyld- unnar,“ sagði Kristín ísleifsdóttb sem var brugðið eftb atburðinn og ætlar að láta málið ganga lengra. „Framferði sem þetta verður ekki þolað.“ Kristin býr í Ártúnsholtinu í Reykja- vík og þar hefúr Halldór bróðir hennar dvalið frá því hann kom óvænt til lands- ins skömmu fyrb síðustu mánaðamót. Hinn óboðni kvöldgestur i garði Kristin- ar tók heila filmu af myndum í gegnum flesta glugga á húsi fiölskyldunnar án þess að heimilisfólk yrði hans vart. -EIR ísleifsdóttir. Meistarar hnykla vöðvana Þær Carmen Lachu frá Rúmeniu, Evrópumeistarinn í Fitness, og Islandsmeistarinn Freyja Sigurðardóttir, sem gáfu sér tíma í vikunni til að hnykla vöðvana fyrir Ijósmyndara DV, veröa meðal keppenda í alþjóðlegri fitnesskeppni í Laugar- dalshöllinni á laugardagskvöld. Gyrðir Elíasson hlaut Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness: Óhugnaður og lágstemmd kímni Bókmenntaverðlaun Halldórs Lax- ness voru afhent í fiórða sinn í gær, í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfis- götu. Gyrðb Elíasson, einn virtasti rit- höfúndur þjóðarinnar, hlaut verðlaun- in fyrb smásagnasafn sitt Gula húsið. Gyrðb hefur sent frá sér skáldsögur, smásögur og ljóð, auk þýðinga og hlot- ið margvíslegar viðurkenningar fyrb verk sín. í umsögn um verðlaunabók- ina segb m.a.: „Gula húsið er safn fiöl- breyttra og einkar vel skrifaðra smá- sagna. í sumum sagnanna renna sam- an draumur og veruieiki með áhrifa- miklum hætti þannig að alit vbðist mögulegt og í öðrum vinnur höfundur eftirminnilega úr íslenskri þjóðtrú. Á stundum vekja smásögumar óhugnað með lesandanum meðan aðrar ein- kennast af lágstemmdri kúnni. Allar bera sögurnar vott um mikla stfigáfú höfundarins og mynda magnaða og Verðlaunahöfundurinn Gyröir Gyrðir Elíasson rithöfundur tók við verðlaununum úr hendi Ólafs Ragnarssonar, formanns stjórnar Eddu, sameinaðs forlags Vöku-Helgafells og Máls og menningar. töfrum slungna heild." Valið var úr hópi tæplega þrjátíu hand- rita sem merkt voru dulnefni en rétt nafh höfundar látið fylgja með í lokuðu umslagi og valdi sérstök dóm- nefnd verðlaunahand- ritið. Formaður dóm- nefndar var Pétur Már Ólafsson, bók- menntafræðingur og útgáfustjóri Vöku- Helgafells, en með honum í nefndinni voru Ármann Jakobs- son íslenskufræðingur og Kolbrún Bergþórs- dóttb bókmennta- gagnrýnandi. Skúli Bjöm Gunnarsson hlaut fyrst- ur Bókmenntaverðlaun Halldórs Lax- ness árið 1996 fyrb smásagnasafiiið Lífsklukkan tifar, 1997 komu þau í hlut Eyvindar P. Ebíkssonar fyrb skáld- söguna Landið handan fiarskans, sem einnig var tilnefnd til íslensku bók- menntaverðlaunanna, og 1998 féllu þau Srndra Freyssyni í skaut fyrb skáld- söguna Augun í bænum. í fyrra þótti ekkert handrit uppfylla kröfumar sem til verðlaunahandrits em gerðar. Það er bókaforlagið Vaka-Helgafell sem stendur að verðlaununum í sam- ráði við fiölskyldu skáldsins. Verðlauna- féð nemur 500.000 krónum. Megintil- gangur Bókmenntaverðlauna Halldórs Laxness er að efla íslenskan sagnaskáld- skap og stuðla þannig að endumýjun ís- lenskrar frásagnarlistar. Viðtal við verðlaunahöfundinn Gyrði Eliasson mun birtast í mánudagsblaði DV. -þhs Elding í Flugleiöavél Eldingu laust niður í Flugleiðavél þegar hún var að koma inn til lending- ar á flugvellinum í Minneapolis í Bandarikjunum í fyrradag. Þá átti hún eftb um 20 mínútna flug, eða 50-60 míl- ur. Þegar vélin varð fyrir eldmgunni kom högg, hvellur og glampi sem far- þegar urðu varb við. Falla frá forkaupsrétti Á fundi borgar- stjómar Reykjavíkur var i gær frestað um- ræðu um tiilögu sjálf- stæðismanna, að borgin falli frá for- kaupsrétti að öllum félagslegum eignarí- búðum í Reykjavík sem ekki lúta ákvæðum um kaup- skyldu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttb borgarstjóri kvaðst efhislega sammála tillögunni. Ekki her I Bláfjöll Bæjarstjóm Seltjamamess sam- þykkti á síðasta fundi sínum tillögu um að bæjarstjóm álíti að það sam- ræmist ekki grundvallarhugmyndum um notkun Bláfialla sem útivistar- svæðis fyrb almenning að leyfð séu af- not svæðisins undb heræfingar. Óttast um íslenskar kýr Þeir era margb sem ekki era sáttb við að Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra skuli hafa leyft innflutning fósturvísa úr norskum kúm. Stefán Aðalsteinsson, doktor í búvísindum, er einn þebra. „Ég óttast að þetta verði til þess að íslenska kýrin muni hverfa af yfir- borði jaröar," segb dr. Stefán Aðal- steinsson. - Dagur greinir frá. Átján ára á ofsakeyrslu Betur fór en á horfðist þegar 18 ára piltur missti stjóm á bifreið srnni á Njarðarbraut í Njarðvík í nótt. Sam- kvæmt upplýsingum lögreglu í Kefla- vík mun pilturinn hafa verið á 100 km hraða á klst er hann mætti öðrum bíl á móts við Iðjustíg. Engin viðbrögð Unnur Sverrisdóttb, talsmaður samstarfshóps vegna olíuverðshækk- ana, sagði í samtali við Visb.is að hóp- urinn hafði ekki fengið nem viðbrögð frá olíufélögunum og að því muni hóp- urinn að öllu óbreyttu taka til aðgerða eftb miðnætti. -HK/r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.