Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2000, Blaðsíða 6
6 Viðskipti Umsjón: Viðskíptablaðið TölvuMyndir semja við Computer Associates - Computer Associates er þriðja stærsta hugbúnaðarfyrirtæki heims TölvuMyndir hf. og þriðja stærsta hugbúnaðarfyrirtæki heims, Computer Associates (CA), hafa undirritað samstarfssamning um sölu og þjónustu á hugbúnaði hér á landi. Velta CA er 480 milljarðar króna Hjá CA starfa um 24.000 starfs- menn og nam velta fyrirtækisins á síðasta ári um 480 milljörðum króna. Framleiðsla Computer Associates er afar fjölbreytt og til í tilkynningu frá TölvuMyndmn kem- ur fram að allar þær lausnir sem CA hefur á skrá hjá sér eru um 1.800 talsins. Þar má nefna Unicenter, Jasmine og Cool:Plex. TölvuMyndir segja Unicenter vera draumatæki allra kerfisstjóra, en þar er kominn saman allur sá hugbúnaður sem rekstur tölvukerfa fyrirtækja þarfnast. „í Unicenter er m.a. allt sem lýtur að öryggismálum tölvukerfa, s.s. vírusvarnir, eldvegg- ir, afritunartaka o.fl. Hjálpartæki til notenda tölvubúnaðarins eru afar fullkomin og getur kerfisstjóri unn- ið nánast alla aðstoð frá eigin tölvu- skjá. Mælitæki um umferð og afköst Unicenter eru með því besta sem gerist á markaðinum og er afar öfl- ugt tól til sjá fyrir vandamál sem upp geta komið áður en skaði ger- ist,“ segir í tilkynningu Tölvu- Mynda. Önnur af svokölluðum „heildar- lausnum" Computer Associates er Jasmine, sem hannað er fyrir við- skiptaumhverfi veraldarnetsins. „Þessi lausn er fyrir viðskiptateng- ingar á milli fyrirtækja og á milli fyrirtækja og neytenda. Kerfið vinn- ur sem skel yfir viðskiptakerfi fyrir- tækja og tengist nánast hvaða gagnagrunni sem er ásamt hönnun- artólum í gerð vefsvæða." Cool:Plex er hlutbundið forritun- arumhverfi sem þýðir að forritari getur alltaf sótt í safn aðgerða til að setja inn í lausnir sem hann er að vinna að. TölvuMyndir benda á að við þetta sparist gríðarleg forritun- arvinna og gerð og þróun forrita verði töluvert fljótlegri, svo ekki sé talað um stöðugleika þeirra kerfa sem gerð eru með CookPlex. NIB og FBA veita Línu.Neti 400 milljóna króna lán Norræni fjárfestinga- bankinn (NIB), íslands- banki-FBA hf. og Lína.Net hafa undirritað lánssamn- ing til Línu.Nets að fjárhæð 400 milljónir króna. Eirikur Bragason, fram- kvæmdastjóri Línu.Nets, Jón Sigurðsson, bankastjóri Norræna fjárfestingabank- ans (NIB) og Bjarni Ár- mannsson, forstjóri íslands- banka-FBA, kynntu láns- samninginn í dag. breytingu og ráðgjöf og hef- ' ur yfir að búa viðamikilli þekkingu í fjármálaþjónustu til geirans. Fjármögnun ljós- leiðaranets Línu.Nets er enn eitt dæmið um aðkomu FBA að verkefnum fyrir fjar- skiptafyrirtæki á íslandi. Eirikur Bragason framkvæmda- stjóri. 200 milljónir til uppbygging- ar Ijósleiðaranets Þar kom fram að NIB veitir Línu.Neti 200 milljóna króna lán til uppbyggingar á ljósleiðarakerfi fyr- irtækisins. Lánið er til fimm ára með möguleika á framlengingu um önnur fimm ár. NIB hefur á undan- fómum árum veitt lán til norrænna fjarskiptafyrirtækja og Lína.Net bætist nú í þeirra hóp. FBA, fjárfestingabankahluti Is- landsbanka-FBA, lánar Línu.Neti 200 milljónir króna til sex ára. FBA hefur veitt íslenskum fyrirtækjum í fjarskiptum og upplýsingatækni víðtæka þjónustu í fjármögnun, um- Lína.Net eins árs gam- alt Lína.Net var stofnað siun- arið 1999 af Orkuveitu Reykjavíkur. Markmið fyrir- tækisins eru tvenns konar; að byggja upp öflugt fjarskiptakerfi sem tekur mið af framtiðarþörfum upplýsingaþjóðfélagsins og að bjóða sem öflugastar nettengingar í íbúð- arhverfum. í þvi skyni hefur Lína.Net byggt upp mjög öflugt ljós- leiðaranet sem nær nú yfir allt höf- uðborgarsvæðið og helstu þéttbýl- iskjama Suðurlandsundirlendisins. Fyrirtækið hefur einnig komið upp örbylgjukerfum á höfuðborgarsvæð- inu, Akureyri, Selfossi og í Hvera- gerði. Lagningu ljósleiðaranetsins hefur verið flýtt en jafnframt hefur umfang þess verið stækkað. Upphaf- lega var áætlaö að leggja 125 km fyr- ir lok árs 2001 en lagðir verða 370 km fyrir árslok 2000. Þá rekur Lína.Net Tetra fjarskiptakerfið fyrir neyðaraðila og stærri fyrirtæki. Tilkoma Línu.Nets hefur hleypt miklu lífi í samkeppni á íslenskum fjarskiptamarkaði en fiarskiptafyr- irtækin Íslandssími, Títan, Tal, Frjáls Qarskipti og Skýrr hafa gert samstarfs- og tengisamninga við Línu.Net. Lína.Net sér einnig um tengingar fyrir Ríkisspítalana, rannsóknarstofnanir, skóla, banka, Skeljung og Flugleiðir, svo eitthvað sé nefnt. Þá hefur Lína.Net undirrit- að samstarfssamning við Ericsson um ljósleiðaratengingu heimila í Reykjavík. Samningurinn markar tímamót því þetta er í fyrsta skipti sem heimili eru tengd beint með ljósleiðara. Ljósleiðari inn á heimili þýðir nýja vídd i samskipta- og margmiðlunartækni. Hann opnar dyrnar fyrir gagnvirkni í fiarfund- um, sjónvarpsefni og hvers kyns samskiptatækni. Flugleiðir hækka fargjöld - eldsneytisverð hefur tvöfaldast á síðustu 12 mánuðum Flugleiðir hækka almenn fargjöld í millilandaflugi að meðaltali um rúmlega 3000 kr. frá og með 6. nóv- ember. Meginástæða hækkunarinn- ar er eldsneytisverðhækkun á heimsmarkaði, sem hefur komið mjög Hla niður á afkomu samgöngu- og flutningafyrirtækja hér á landi líkt og annars staðar. I frétt frá Flugleiðum segir að al- menn fargjöld í millilandaflugi og pakkaferðir hækki um 3.000 kr. og viðskiptamannafargjaldið Saga 2 hækkar um 4.500 kr., en um leið verður fiögurra daga bókunarfyrir- vari, sem verið hefur á þvi fargjaldi afnuminn. í prósentum er hækkun- in mishá eftir fargjaldaflokkum en að meðaltali um 7%. Ferðir sem eru greiddar áður en hækkunin tekur gildi, mánudaginn 6. nóvember, taka ekki verðbreytingum. Eldsneyti er stór hluti kostnaðar við rekstur Flugleiða, líkt og ann- arra flugfélaga. Á síðustu 12 mánuð- um, eða frá 1. nóvember 1999 til 1. nóvember 2000, hefur heimsmark- aðsverð á flugvélaeldsneyti hækkað um 94% i íslenskum krónum, eða nær tvöfaldast. Eistar hyggjast gera stærri gagnagrunn en íslendingar Stærsti gagnagrunnur á heil- brigðissviði í Evrópu á íslandi gæti eftir nokkur ár verið sá næststærsti ef úr verður að Eistar búi til sinn gagnagrunn. Eistar eru töluvert fleiri en íslendingar eða 1,4 milljón- ir. Sagt er frá því í Financial Times í gær að Eistar muni ekki leyfa einu einkafyrirtæki að koma að rekstrin- um líkt og gert er á íslandi. „Við munum ekki gera sömu mistök og íslendingar," segir Jaanus Pikani, stjómarformaður sjóðs sem stofnað- ur var í tOefni gerð gagnagrunns- ins, og vísar hann til þess að rann- sóknarverkefnið verður í höndum opinberra aðila. Þingsályktunartillaga liggur nú fyrir í þinginu í Eistlandi varðandi rannsókir á erfðamengi mannsins og Pikani vonast til þess að geta byrjað að vinna á gagnagrunninum snemma á næsta ári. Vera má að Eistar hafi ekki eins verndaða þjóð gagnvart erlendri blöndun annarra kynstofna í fortíð- inni en Pikani telur það ekki vera vandamál. „Sú aðferð dugar fyrir einangraða sjúkdóma. Við höfum betra úrtak vegna þess hve það er dreifðara (30% af Eistum eru rúss- neskumælandi)," segir hann Stærsti gagnagrunnur á heilbrigöissviöi í Evrópu á Islandi gæti eftir nokkur ár veriö oröinn sá næststærsti. FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2000 J3V : HEILDARVIÐSKIPTI 418 m.kr. Hlutabréf 63 m.kr. ; Húsbréf 248 m.kr. : MEST VIÐSKIPTI kaupþing 24 m.kr. Eimskip 15 m.kr. Lyfjaverslun íslands 8 m.kr. MESTA HÆKKUN 0 Islenski hugbúnaöarsjóð. 2,20% Q Össur 1,60% © Sjóvá-Almennar 1,54% | MESTA LÆKKUN Q Islenskir aöalverktakar 5,1% Q Þormóður rammi-Sæberg 5,1% © Skýrr 2,8% URVALSVISITALAN - Breyting 1381 stig Q 0,42 % Óbreyttir vextir í Evrópu Seðlabanki Evrópu ákvað á fundi sínum fyrr í gærdag að halda stýri- vöxtum óbreyttum. Ákvörðunin kom ekki á óvart þar sem ekki er mánuður liðinn frá því að bankinn hækkaði síðast vexti, upp í 4,75%. Ýmislegt er þó talið benda til þess að seðlabanki Evrópu muni neyðast til að hækka vexti aftur fljótlega, bæði vegna veikingar evrunnar og hækkandi olíuverðs. T3?r*n?ri7.TfTT~I HgDOW JONES 10899,47 O 0,72% jENIKKEI 14837,78 O 0,35% Bis&p 1421,22 o 0,08% gÉÍNASDAQ 3333,39 O 0,36% IHfTSE 6451,70 O 0,06% iPgoAX 7085,97 Q 0,27% ocac 40 6389,49 O 0,20% ICI með 14% aukningu í hagnaði Imperial Chemical Industries til- kynnti um 14% aukningu í hagnaði á þriðja ársfiórðungi og sölu 30% hlutar í HICI til Huntsman Chem- icals í Bandaríkjunum fyrir 365 milljónir dollara. Smáauglýsingar Þjónustu- auglýsingar ► 550 5000 03.11.2000 kl. 9.15 KAUP SALA ffíHDollar 85,080 85,520 Pund 122,680 123,310 ([* • Kan. dollar 55,540 55,880 BSÍDónsk kr. 9,8640 9,9190 fcSÍNorsk kr 9,2430 9,2940 Sænsk kr. 8,6170 8,6640 íHMfí. mark 12,3503 12,4245 |_| Fra. franki 11,1946 11,2618 : B Belg. franki 1,8203 1,8313 E2 Sviss. franki 48,0900 48,3500 i Qh°ii. gyllini 33,3218 33,5220 : ^ Þýskt mark 37,5450 37,7706 | íOíLlíra 0,03792 0,03815 ÍSdAust. sch. 5,3365 5,3685 1 K Port. escudo 0,3663 0,3685 ! ydSpá. peseti 0,4413 0,4440 !®iap.yen 0,78650 0,79120 Clírsktpund 93,238 93,799 SDR 109,6100 110,2700 @ECU 73,4316 73,8728 :

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.