Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2000, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2000, Blaðsíða 9
9 FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2000___________________________________________________________________________________________ BW Útlönd Tveir fórust í bílsprengju í Jerúsalem í gær: Reynir á vopnahléið eftir bænahald í dag Mjög mun reyna á þolrif nýgerðs vopnahlés fyrir botni Miðjarðar- hafsins þegar Palestínumenn safn- ast saman til bænahalds á heima- stjórnarsvæðunum í dag. Föstudags- bænir múslíma hafa hingað til ver- ið tilefni nýrra átaka við ísraelska hermenn síðustu fimm vikurnar. Blekið á vopnahléssamkomulag- inu sem þeir Yasser Arafat, forseti Palestínumanna, og Shimon Peres, fyrrum forsætisráðherra ísraels, sömdu um i fyrrakvöld var varla orðið þurrt þegar bilsprengja sprakk í hjarta Jerúsalem i gær. Þá héldu grjótkast og skothríð áfram á Vesturbakkanum og Gaza. Tveir ísraelar týndu lífi í spreng- ingunni í Jerúsalem sem skæruliða- hreyfingin Heilagt stríð íslams lýsti á hendur sér. Þá skutu ísraelskir hermenn tvo Palestínumenn til bana á Vesturbakkanum. Þá hafa 168 manns látið lifið í átökum und- A vettvangi sprengjutilræðis Slökkviliösmenn beqast viö elda sem kviknuöu í kjölfar öflugrar bílsprengju sem sprakk á markaöstorgi í Jerúsalem í gær. Tveir ísraelar týndu lífi. anfarinna fimm vikna, langflestir þeirra Palestínumenn. Kona sem lést i sprengjuárásinni i Jerúsalem var dóttir leiðtoga trú- arlegs flokks sem tilheyrir ísraelsku stjórnarandstöðunni. Hún var jarð- sett síðdegis í gær, að viðstöddum helstu stjómmálaleiðtogum ísraels. Ehud Barak forsætisráðherra hef- ur hafnað áskorunum harðlínu- manna um að svara í sömu mynt. Sú afstaða hefur aukið vonir manna um að nýjasta vopnahléið muni halda, þótt Barak hafi lýst vonbrigð- um sínum yflr að Arafat skyldi ekki hvetja þjóð sína til að binda enda á ofbeldisverkin, eins og þó er kveðið á um í samkomulaginu. Palestínska heimastjómin sendi frá sér yflrlýsingu þar sem Palest- ínumenn eru hvattir til að beita friðsamlegum aðferðum i barátt- unni gegn hernámi ísraels og fyrir sjálfstæðu ríki. Slobodan Milosevic Forsetanum fyrrverandi hefur veriö stefnt til byggingafulltrúa í Belgrad. Byggingafulltrúi á eftir Milosevic Byggingaeftirlitsmenn komu í gær til eins af húsum Slobodans Milosevics, fyrrverandi Júgóslavíu- forseta, í Belgrad, á Toljstojevagötu. Eftirlitsmennirnir ætluðu að kanna hvort Milosevic hefði sótt um leyfi fyrir framkvæmdum á eigninni. Milosevic var ekki á staðnum en vörður sagði eftirlitsmönnunum, sem voru í fylgd 20 fjölmiðlamanna, að þeir kæmust ekki inn þar sem lögreglan væri á verði þar. Eftirlits- mennimir skildu eftir stefnu þar sem Milosevic er boðaður til byggingafulltrúa. Fórnarlamb Kúrskslyssins kvatt Um 1 þúsund manns voru í gær viöstaddir útför lautinantsins Dmitrijs Kolesnikovs á rússneska kafbátnum Kúrsk sem skrifaði eiginkonu sinni kveöjubréf á meðan hann beiö eftir dauöa sínum. Jörg Haider Haider vísar öllum ásökunum um lögbrot á bug. Haider vísaði í illa fengin gögn Dagblaðið Falter í Vín í Austur- riki greindi í gær frá innihaldi bréfs sem Jörg Haider, þekktasti stjórn- málamaður landsins og fyrrverandi leiðtogi Frelsisflokksins, skrifaði fyr- ir þremur árum til þáverandi innan- ríkisráðherra. Haider kvartaði und- an því við innanríkisráðuneytið að útlendingar, sem vísað hefði verið úr landi vegna glæpa, gætu skjótt aftur komið til Austurríkis. Vísaði Haider í gögn sem aflað var á ólöglegan hátt. Fyrr í þessari viku var Haider yf- irheyrður vegna hneykslismáls sem undið hefur upp á sig. Stuðnings- menn Frelsisflokksins innan austur- rísku lögreglunnar hafa verið sakað- ir um að afhenda flokknum gögn um stjórnmálaandstæðinga úr tölvum lögreglunnar. Hefur Haider verið sakaður um að hafa sjálfur beðið um þessar ólöglegu upplýsingar. f-serin PHOSPHATIDYLSERINE BETRA MINNI - SKARPARI HUGSUN BRAINBOW er fæðubótarefni sem eflir starfsemi heilans og talið er bæta vemlega minnið með því að hjálpa taugaboðum að berast á milli taugamóta. Sjálfstæðismál Færeyja: Tvisvar þjóðaratkvæði Færeyska landstjómin tilkynnti í gær að boðað yrði til þjóðarat- kvæðagreiðslu í apríl á næsta ári um stuðning við sjálfstæðisáform stjórnvalda. Ef kjósendur fallast á áætlunina hefur það í for með sér að Færeyingar taka ábyrgð á öllum þeim málaflokkum sem Danir fara enn með samkvæmt heimastjórnar- lögunum. Á sama tíma verður smám saman dregið úr beinum fjár- styrk frá Danmörku. Þegar gengið hefur verið frá þessu tvennu við stjórnvöld í Kaup- mannahöfn verður boðað til annarr- ar þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem færeyskir kjósendur verður spurðir að því hvort þeir vilji að stjórnar- skrá Færejga verði látin ganga í gildi. „Og svari Færeyingar játandi þýðir það að þeir taka sér fullveldi,“ Anfinn Kallsberg Færeyski lögmaöurinn kynnti ný sjálfstæöisáform í gær. sagði Anflnn Kallsberg lögmaður í gær. Færeyingar munu þá fá yflrráð yfir þeim málaflokkum sem ekki er hægt að semja um, samkvæmt nú- gildandi skipan mála, svo sem utan- ríkis- og varnarmálum. Ekki hafa verið sett nein tímamörk fyrir end- anlegu sjálfstæöu eyjanna. Lögmaðurinn upplýsti einnig að burtséð frá því hver niðurstaða þjóðaratkvæðisgreiðslunnar yrði í april vildi hann taka upp samninga- viðræður við dönsk stjómvöld hið fyrsta. Fjórða lota sjálfstæðisvið- ræðnanna fór út um þúfur í síðustu viku. Kallsberg sagðist vona að viðræð- ur við dönsk stjómvöld um nýja áætlun landstjórnarinnar verði komnar á koppinn áður en þjóðarat- kvæðagreiðslan fer fram í apríl. Mercedes Benz A160 Elegance. Nýskráður 8/98, ekinn 41.000 km. Álfelgur, útvarp/geislaspilari, rafdrifnar rúður, fjarstýrðar samlæsingar, veltistýri o.fl. Verð kr. 1.490.000 Til sýnis hjá Bílahöllinni hf., Bíldshöfða 5. Til sölu www.raesir.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.