Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2000, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2000, Blaðsíða 15
14 + 19 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Svelnsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aðstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aórar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Víslr, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plótugerð: isafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Útvíkkað höfuðborgarsvœði Þótt flutningur fólks víða að af landinu til þéttbýlisins á suðvesturhominu hafi staðið linnulítið alla öldina eru breytingar í seinni tíð örari en menn sáu fyrir. Rifja má upp framtíðarsýn Ingu Jónu Þórðardóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og núverandi leiðtoga minnihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur. Á ráðstefnu sem haldin var á Akureyri á vordögum 1997, þar sem litið var á afstöðu fólks til búsetuskilyrða í heimabyggð, dró borgar- fulltrúinn upp þá framtíðarmynd af höfuðborgarsvæðinu að árið 2015 myndi það teygja sig upp í Borgarfjörð, austur í Árnessýslu og suður á Reykjanes. Þótt aðeins sé hálft fjórða ár síðan þessi spá var sett fram er þetta þegar farið að gerast. í DV var í fyrradag greint frá því, og byggt á upplýsingum Þjóðhagsstofnunar og Hag- stofu íslands um búferlaflutninga fyrstu 9 mánuði ársins, að dregið hefði úr fólksflutningum af landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins samkvæmt viðtekinni skilgreiningu á svæðinu sem heild. Samdráttur milli ára segir þó ekki alla söguna því þótt dregið hafi úr fólksflutningum til Reykjavíkur og nágrannasveitarfélaga er mikil uppbygging og aðflutningur fólks á Reykjanesskaga og í nálægum kaup- stöðum eins og Akranesi og Selfossi. Ýmislegt kann að valda þessu en mikilvægasta ástæðan er talin hátt fasteigna- og leiguverð á því svæði sem fram til þessa hefur verið skilgreint sem höfuðborgarsvæði, það er frá Reykjavík og Mosfellsbæ í norðri og suður til Hafn- arfjarðar. Miðað við þá þróun sem á sér stað er sú skil- greining að verða úrelt. Útverðir höfuðborgarsvæðisins eru hvorki Kjalarnesbyggð Reykjavíkur né Hafnarfjörður og Bessastaðahreppur heldur Hveragerði, Þorlákshöfn og Ár- borgarsvæðið í austri, þéttbýlisstaðirnir á Suðurnesjum í suðurátt og Akranes í vestri. Um er að ræða staði sem eru í um það bil 50 kílómetra fjarlægð frá Reykjavíkursvæðinu. Sæki fólk vinnu frá þessum stöðum til höfuðborgarinnar eða sveitarfélaganna í kringum hana tekur aksturinn hálf- tíma til þrjú korter. Sú tímalengd þykir ekki tiltökumál i öðrum löndum. Vitaskuld verður fólk að vega og meta kosti slikrar bú- setu þetta fjarri vinnustað. Á þeim stöðum sem eru í fyrr- greindri fjarlægð frá Reykjavik er boðið upp á ágæta félags- lega þjónustu og framhaldsskólar eru á svæðinu. Þá kjósa margir búsetu í smærra samfélagi en borginni sjálfri. Þurfi menn að sækja aðra þjónustu eða afþreyingu þangað er það tiltölulega stutt. Gallamir felast einkum í auknum samgöngukostnaði og þeim tíma sem það tekur að ferðast til og frá vinnu. íslend- ingar hafa til þessa búið við það að sækja vinnu skammt frá heimili. Raunar tekur það nú orðið talsverðan tíma að komast frá jaðri núverandi höfuðborgarsvæðis að miðborg- inni, einkum á álagstímum kvölds og morgna. Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr er flutning- ur fólks víða af landinu til suðvesturhomsins stöðugur. Sú þróun verður ekki stöðvuð og raunar mega menn vel við una ef endastöðin er þar. Næsta stoppistöð er nefnilega í öðrum löndum. Það er hins vegar kostur að þeir sem hug- leiða flutninga á þetta svæði eigi val. Þeir verða að vega og meta kosti og galla þess að flytja á það svæði sem nú er skilgreint sem höfuðborgarsvæði eða á þá staði sem þegar tilheyra jaðarbyggðum svæðisins. Það er ljóst að höfuðborgarsvæðið verður að skilgreina á nýjan leik. Jónas Haraldsson _______________________________________FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2000_ FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2000 DV Skoðun ' Kiaradeila framhaldsskólakennara - ríkisstjórnin á leik Nú nálgast óðfluga sá dagur, þ.e.7. nóvember, sem samþykkt hefur verið að verkfall framhalds- skólakennara skelli á ef ekki hafa nást samningar fyrir þann dag. Það er með ólíkindum að nú þeg- ar ríkisstjórnin hefur haft u.þ.b. ár til að semja við framhaldsskólakennara hefur hún varla lyft til þess hendi, og í reynd hafa engar alvöru viðræð- ur farið fram, þótt ætla mætti eftir ummælum ráðherra fjár- mála og menntamála við umræður um þessa alvarlegu stöðu á Alþingi 2. nóv. sl. að þeir hefðu i huga flóknar og viðamiklar breytingar á vinnu- tíma kennara sem myndu stórhækka grunnlaunin. Þá hafa þeir eða þeirra samninga- nefnd ekki lagt sig fram um að skýra hvað þeir meina við samningaborðið því varla hafa verið boðaðir samn- ingafundir fyrr en þá í þessari viku ef það er þá hægt að kalla þær við- ræður því nafni. Hins vegar hafa talsmenn ríkisstjómarinnar farið mikinn í að gera framhaldsskóla- kennara tortryggilega fyrir launakröfur þeirra, sem íjalla þó að hluta til aðeins um að fylgja öðrum viðmiðunar- stéttum hjá ríkinu í launum. Ekki aðeins kröfugeröin Nú ganga hlutimir þannig fyrir sig í samningaviðræð- um að það er ekki aðeins kröfugerðin sem þar er rædd, heldur einnig tillögur við- semjandans til lausnar deil- uimi. Til þess að eitthvað gangi þarf að hittast og reyna að finna þann samningsflöt sem hægt er að mætast á og báðir aðilar geta sætt sig við. En þarna hefur rík- isstjórnin algerlega brugðist. Það er engu líkara en þessir boð- berar framfara í íslenskum skólum, eins og þeir vilja líta á sig á hátíðum og tyllidögum, haldi að eitthvað af- burðafólk sem hefur kennslu að lífs- hugsjón og vill helga sig því starfi fyrir litla umbun vaxi á trjánum ef þeim tekst að flæma úr starfl þá kennara sem fyrir eru. Að samningaborðum í alvöru íslenska þjóðin hefur fengið sig Sigrídur Jóhannesdóttir alþingismaöur „Það þarf auðvitað að breyta um áherslur og gefa stóru orðunum um gildi menntunar inntak með því að semja um kennaralaun sem laða úrvalsfólk að starfinu; sýna að það sem er í orði svo mikils virði sé líka nokkurs virði á borði. “ - Samninganefnd Kennarasambandsins á fundi hjá sáttasemjara. fullsadda á því menntakerfl sem dregið er áfram af útkeyrðum, illa launuðum kennurum og stýrt er af þeim sem hafa ekki framtíðar- stefnu, heldur metnað til þess eins að vagninn hökti áfram frá degi til dags. Það þarf auðvitað að stór- bæta kjör íslenskra kennara ef við eigum að eiga von um að skól- arnir okkar geti haft nægum góð- um og reyndum kennurum á að skipa. Ef ríkisstjómin hefur ekki áttað sig á þessu nú þegar er eins gott að hún vakni af sínum Þyrni- rósarsvefni og setjist við samn- ingaborðið í alvöru. Það þarf auðvitað að breyta um áherslur og gefa stóra orðunum um gildi menntunar inntak með þvi að semja um kennaralaun sem laða úrvalsfólk að starfmu; sýna að það sem er i orði svo mik- ils virði sé líka nokkurs virði á borði. Ef ríkisstjóminni tekst ekki að koma í veg fyrir þetta verkfall framhaldsskólakennara sem nú vofir yfir.þá er það cdgjörlega á hennar ábyrgð. Nú er það ríkis- stjómin sem á leik. Sigríður Jóhannesdóttir Verjum gengi krónunnar - með meiri hagsýni Ef menn vilja halda uppi gengi krónunnar verður að spara erlendan gjaldeyri. Allavega verður að fara vel með hann. Lækkun krónunnar þessa dagana, sbr. fréttir í blöðum, er líklega meira til góðs en ills. Menn hika viö að taka meiri erlend lán í bUi og meira jafnvægi verður í kaupum og sölu gjaldeyris. Menn mega ekki beija höfðinu við steininn og halda uppi genginu með erlendum lántökum Seðlabanka. Kaup og sala á krónum er frjáls markaður og kost- ir hans eru eyðUagðir ef krukkað er í hann og hann settur í bönd. HæfUegt faU krónunnar þessa dag- ana er því gott. Það segir okkur að- eins að verðbólga hér á landi sé of mikil miðað við aðrar þjóðir í næsta nágrenni okkar þar sem verðbólgan er miklu minni. Gjaldeyrissparnað- ur er heldur ekki ofarlega á dagskrá. Meira þarf að gera tU að styðja við bakið á útflutn- ingi. Örlítið faU krónunn- ar hjálpar þeim sem selja tU útlanda. Og það hefur margvísleg góð áhrif. Fiskveiðarnar í umræðunni þessa dagana tala menn eins og engu máli skipti þótt nýr stórtogari kosti 1.500 mUjónir. Það er nánast aUt erlendur gjaldeyrir sem rennur tU þeirra út- lendinga sem selja okkur skipið. Lánin eru beint eða óbeint erlend og aUir vextir af kaupverði skipsins fara til útlanda. Einnig þarf mikið af dýrum tækjum og vélbúnaði, t.d. fiskvinnsluvélar í svona nýjan stór- togara. Mikinn erlendan gjaldeyri þarf tU að halda öUum þessum tækjabúnaði gangandi. í dag era í þessum stórtog- urum stærri og stærri vélar sem nota olíu en hún hækkar núna stöðugt í verði. Þegar út- gerð á svona nýju 1.500 miUj- óna skipi er gerð upp gjald- eyrislega þá verður oft lítið eftir. Útlendingar taka tU sín hagnaðinn að stórum hluta. Því er það að mörg svona skip og kaup á þeim feUa krónuna þegar tU lengri tima er litið. Ef erlendar skuldir verða of miklar fellur krónan. Meiri hagkvæmni vantar Ef halda á uppi gengi krónunnar verður að auka hagkvæmni í sjávar- útvegi. Hugsa verður tU þess að skip- in séu ódýr og einföld og noti lítinn gjaldeyri (þ.m.t. vegna olíukaupa). Ganga verður vel um sjálfa auðlind- ina, fiskimiðin. Líklega má auka afla mikið ef botngróður er ekki eyði- lagður, t.d. með stórum botnvörpum. Svo eru þorskseiði og annar smáfisk- ur drepinn og fær ekki að vaxa upp ef hann lendir mikið í vörpum stórra togskipa. Veiðarnar verða að vera meira vistvænar. Með þvi má hugsanlega auka fiskaflann um 100-200.000 tonn árlega. Ef við getum aukið aflann verulega og notað minni gjaldeyri eða jafnvel lítinn gjaldeyri til að reka okkar fiskveiðar þá hjálpum við gengi krónunnar. Það kemur, ef litið er tU heUdarinnar, lítið minni afli en með núverandi rányrkju stór- togara. Og þeir nota of mikinn er- lendan gjaldeyri í daglegan rekstur. Lítið verður eftir tU að setja í gjald- eyrisvarasjóðinn okkar. Frjálst gengi í dag er gengi krónunnar frjálst. Það má halda því uppi með erlend- um lántökum eða sölu bankanna okkar og Landssímans okkar tU út- lendinga. Menn tala jafnvel í fuUri alvöru um að selja landhelgina líka (sbr. nýleg ummæli ráðherra). Ekk- ert af þessu bjargar krónunni. Menn selja ekki bestu mjólkurkýmar ef hér á að búa sjálfstæð þjóð. Á hinn bóginn má stuðla að því að halda uppi gengi krónunnar tU lengri tima, t.d. með minni verðbólgu. Selja þarf meira tU útlanda, svo sem meiri fisk með betri og viturlegri nýtingu fiskistofnanna. Fiskveiðarnar þarf að vera hægt að stunda án þess að ausa í þær sífeUt meiri gjaldeyri (þ.m.t. í olíukaupum). Á endanum verður það hins vegar hagsýni íslendinga sjálfra sem þjóð- ar sem ræður gengi krónunnar. Krónan feUur hvað sem hver segir ef við högum okkur heimskulega. Krónan og gengi hennar endurspegl- ar dugnað og hagsýni okkar. Gengi hennar er frjálst og hún feUur ef út- lendingar missa trú á því að við séum færir um að stjóma fjármálum okkar sjálfir. Krónan stendur og feU- ur með okkur sjálfum. Höfum þann metnað að halda gengi hennar uppi með hagsýni og dugnaði. Pissum ekki i skóinn, svo sú samlíking sé notuð. - Hún passar vel ef selja á landhelgina útlendingum tU að halda uppi fólsku gengi sem orðið er vegna óstjórnar okkar sjálfra. Lúðvík Gizurarson „Þegar útgerð á svona nýju 1.500 milljóna skipi ergerð upp gjáldeyrislega þá verður oft lítið eftir. Útlendingar taka til sín hagnaðinn að stórum hluta. Því er það að mörg svona skip og kaup á þeim fella krónuna þegar til lengri tíma er litið. “ Lúðvík Gizurarson hæstaréttarlögmaöur sumartíma á íslandi? Margt mælir með breytingu „Ég er hlynntur þvi að taka upp sumartíma á Is- landi. Mín skoðun byggist meðal annars á því að ég hef búið aUa mína tíð í þröngum firði fyrir norðan. Mér finnst stundum sárt að geta ekki setið lengur og notið sólar- innar. Ég held að þetta sé mjög gott bæði fyrir mannlíf- ið og atvinnulífið. Þar vega samskipti okkar við Evrópu þungt. Flestir ferðamenn koma frá Evrópu og við flytjum mest út tU Evrópu. Við höfum því mikU samskipti við þjóðimar á þessu svæði. Þar getur komið sér Ula þegar munar tveimur klukkustimd- um á vinnutíma manna. Það er því margt sem mælir með þessu. Ég geri ekki mikið með þau rök sem andstæð- ingar frumvarpsins hafa sett fram. Þau eru lítUvæg. Það er ekki mikið mál í dag að flytja tU klukkuna. Ég tel að það hafi lítil sem engin áhrif á geðheilsu manna. Ég myndi segja það mjög æskUegt ef vUji þing- ins fengi að koma fram í atkvæða- greiðslu um þetta mál, eins og gert var með boxið og vindstigin." Krisfján L. Möller þingmaöur Sam- fylkingar Tæknilega óframkvæmanlegt „Ég er á móti þessu frumvarpi þvi á íslandi ríkir sumartími aUt árið. Það var lög- fest áriðl968, svo það er tæknUega óframkvæmanlegt að ætla að fara að hafa sér- stakan sumartima á sumrin, því það yrði þá sumar-sumar- tími. Mér finnst þessi tillaga jaðra viö að það sé verið að óska eftir því að hnattstöðu íslands verði breytt. AUt í tiUögunni stríðir gegn náttúrulögmálinu og ég tel að í henni sé gert litið úr mögulegum áhrifum þessarar ytri breyt- ingar á innri klukku líkam- ans. Ég hef trú á því að nátt- úruleg klukka mannsins tengist klukku alheimsins. Börn sem vakna á íslandi klukkan 7 í dag eru að vakna einum og hálfum tíma fyrr heldur en náttúrulega klukk- an segir tU um því við erum á röngum tíma nú þegar. TU- lagan gengur út á að þau þyrftu að vakna einni klukkustund fyrr heldur en þau gera nú. Þá eru þau orðin tvo og hálfan tíma á skjön við náttúrulegu klukk- una.“ Kolbrún Halldórsdóttir þingmaöur Vinstri grænna Fyrr í vikunni deildu þingmenn harkalega um hvort taka ætti upp sumartíma á Islandi. Ellefu þingmenn úr fjórum flokkum hafa lagt fram frumvarp þess efnis. Umræðan snerist einnig um hvort breytingin hefði áhrif á geðheilsu manna. Sýndist sitt hverjum i þeim efnum. Málinu hefur nú verið vísað til allsherjarnefndar. -li- Ummæli Göróttur gjaldmiðill „Skiptir okkur engu þó að íslensk heimili og fyrirtæki þuríi að borga helm- ingi hærri vexti af lánunum en í ná- grannalöndunum? Skiptir engu að vitað er og viðurkennt að matvælaverð í ESB er mun lægra en hér á landi? Skiptir engu máli að ís- lensk fyrirtæki þurfa enn að búa við sveiflur í tekjum og afkomu vegna geng- issveiflna íslensku krónunnar? Hvað kostar að halda áfram með eigin gjald- miðil, handónýta mynt, sem hvergi er gildur gjaldmiðill nema á íslandi? Skipt- ir engu máli að erlendir aðilar eru treg- ir til að fjárfesta hér vegna þess að við erum ekki aðilar að ESB? Sveinn Hannesson, framkvstj. Sam- taka iðnaöarins, í 10. tbl. Fréttabréfs íslensks iönaðar. Lögreglan á vegum úti „Það er ekki einungis hraður akstur sem bannaður er í lögum. í 4. gr. um- ferðarlaga segir meðal annars: „Vegfar- andi skal sýna tillitssemi og varúð svo að eigi leiði til hættu eða valdi tjóni eða óþægindum, og þannig að eigi trufli eða tefji umferð að óþörfu.“ Það væri gaman að vita hvort menn telja skipu- lagðan hægagang allt að 200 flutninga- bifreiða um helstu umferðargötur höfuð- borgarinnar samrýmast þessu ákvæði. Það verður laglegt ef menn fara að tíðka þær aðferðir sem notaðar voru í gær. Loka aðgangi að fyrirtækjum ef þeir eru óhressir með gjaldskrána. Og hindra svo umferð almennra borgara um göturnar á eftir. Að minnsta kosti virðist mega ætla hvað lögreglan mun gera ef þessum aðferðum verður beitt: Hún mun fylgjast með.“ Úr Vef-Þjóðviljanum 2. nóvember Verkfallsvilji - samningsvilji „Að mínum dómi hefúr hraði kennara við verkfallsboðun ekki verið í neinu samhengi við fram- gang viðræðnanna. Almennt séð boða verkalýðsfélög ekki til verkfalla fyrr en viðræður eru komnar i hnút. En í þess- ari deilu var efnt til atkvæðagreiðslu um verkfall eftir einn fund hjá sátta- semjara, áður en formleg kröfugerð var lögð fram. Einhver myndi segja að þetta ferli, ásamt sjálfri kröfugerðinni, bæri meiri vott um verkfallsvilja en samningsvilja." Geir H. Haarde fiármálaráöherra. - Úr Degi 2. nóvember ^Þjóóviljinn Að vita meira og minna í þroskuðum lýðræðis- ríkjum gera menn sér grein fyrir mikilvægi þess að geyma söguleg gögn svo að komandi kynslóðir geti kynnt sér söguna til að skilja betur eigin sam- tíma. Það er ein ástæðan fyrir því að þessi ríki eru þroskuð; þau læra af eigin sögu, því sem rétt var gert og rangt. Þannig er þetta ekki á íslandi. Það hefur forsæt- isráðherra sagt okkur. Upplýsinga- lögin, sem ríkisstjórn Davíðs Odds- sonar fékk samþykkt og áttu að verða til að auka gegnsæi í stjórn- sýslunni, hafa orðið til þess að færri gögnum er haldið saman en áður, að hans sögn. Hann er hættur að skrá ýmislegt sem að sögulegu gagni gæti komið, af ótta við að það komist í rangar hendur. Rangar hendur eru, eins og dæmin sanna, forsætisráð- herra mjög hugleiknar. - Svo hug- leiknar, að hann skrifar ekki einu sinni tölvupóst af ótta við þessar sömu röngu hendur. Hinn duldi vísdómur Á fundi með sagnfræðingum gerði forsætisráðherra sérstaklega að um- ræðuefni söluna á Fjárfestingar- banka atvinnulífsins, sem er honum greinilega enn ofarlega í huga. Þar gekk á ýmsu, eins og við munum, sérstaklega eftir að ráðherrann upp- götvaði að rangar hendur höfðu keypt hlut í bankanum. En erindi Davíðs var þetta: Fréttir fjölmiöla af sölunni á FBA voru svo vitlausar, þeir vissu svo lítið um það sem raunverulega gerðist að ill- mögulegt verður fyrir sagnfræðinga framtíðarinnar að gera sér rétta mynd af málinu. Það eru bara örfáir menn sem vita sannleikann í því máli, þar á meðal náttúrlega Davíð. Nú er rétt að spurt sé: Af hverju segir Davíð Oddsson þjóðinni ekki hvað er satt og logið í þessu máli? Eigum við að vaða í villu og svíma árum saman um þetta mikilvæga mál sem fékk Davíð og vini hans til að hrökkva upp af standinum á sín- um tíma? Til dæmis: Hvemig nákvæmlega tókst drengjunum í Kaupþingi að „eyðileggja einkavæðingarstefnu ríkisstjórnarinnar", eins og Davíð orðaði það? Hver var glæpur Orca- hópsins annar en sá að þar var Jón Ólafsson innan borðs? Hvenær upp- götvaði forsætisráðherra að hluta- bréf ganga kaupum og sölum á markaði og að hann hefur ekkert um það að segja hveijir kaupa þau? Hvers vegna miðlar Davíð Odds- son okkur fávísum ekki af vísdómi sínum um þetta sem hann býr yfir í svo ríkum mæli að eigin sögn? Það er væntanlega ekkert að fela? Ekkert sem þolir ekki dags- ins ljós? Hverjir nauðguðu Fjallkonunni? Þetta er ekki í fyrsta eða eina skiptið sem leiðtoginn gefur í skyn að hann viti nú eitt og annað sem aðrir vita ekki, eða öllu heldur að hann viti miklu betur en við hin og þess vegna séu skoðanir allra ann- arra svo vitlausar. í sumar var gert það sem kallað var „áhlaup" á íslenzku krónuna. Fjársterkir aðilar á markaðnum gerðu tilraun til að veikja gengi krónunnar með þeim aíleiðingum að Seðlabankinn varð að grípa til neyð- arráðstafana. Þetta þurfti í rauninni ekki að koma mjög á óvart. Efna- hagsstefna ríkisstjórnarinnar hefur veikt krónuna svo rækilega að grandvarir menn eru farnir að kalla hana handónýtan gjaldmiðil. Og með frjálsum gjaldeyrisviðskiptum má búast við því að menn, sem skynja aðstæður á markaðnum rétt, nýti sér þær þegar tækifæri gefast. En þetta var ekki aðalumræöuefni forsætisráðherra á þessum tíma. Um „áhlaupið" var talað eins og Fjall- konunni hefði verið nauðgað, og for- sætisráðherra setti upp dularfulla svipinn og meira en gaf í skyn að hann vissi hverjir stæðu á bak við þetta ofbeldi. En hann sagði okkur það ekki. Af hverju ekki? Á ekki þjóðin nokkum rétt á að vita hverjir þessir óþjóðhollu menn voru, sem misnot- uðu okkar ástkæra gjaldmiðil? Voru það bankar? Lifeyrissjóðir? Verð- bréfafyrirtæki? Ekki búast við svörum Líklega þykir Davið betra að hafa þessar upplýsingar fyrir sig, ef hann hefur þær þá. Líklega fmnst honum betra að láta „þá“ vita að hann viti; „þeir“ verða þá kannske meðfæri- legri og óliklegri til að haga sér öðru- vísi en ráðherrann vill. Það eru eðlileg viðbrögð þess sem tamið hefur sér hroka og yfirlæti sem stjórnunarstíl, þess sem veit alltaf betur og meira. Það eru eðlileg viðbrögð þess, sem setur upplýsinga- lög og notar þau síðan sem afsökun til að fela upplýsingar. Karl Th. Birgisson „Hver var glæpur Orca-hópsins annar en sá að þar var Jón Ólafsson innan borðs? Hvenœr uppgötvaði forsœtis- ráðherra að hlutabréf ganga kaupum og sölum á mark- aði og að hann hefur ekkert um það að segja hverjir kaupa þau?“ -Jón Ólafsson fésýslumaður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.