Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2000, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2000, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2000 I>v Fréttir Hollendingurinn sem fær þyngstu refsingu í fíkniefnamáli hérlendis - 9 ára fangelsi: Fernando íhugar að fá að afplána í Hollandi - yfirvöld hér setja gjarnan skilyrði um að sömu ákvaeði gildi um afplánim og hér heima Héraðsdómur Reykjaness taldi það á engan hátt koma til refsilækkunar að Femando Jose Andrade, 46 ára Hol- lendingur, skyldi ekki ætla að koma með 14.292 e-töflur til íslands þegar hann var handtekinn i Leifsstöð á leið frá Amsterdam til New York í septem- ber. Fyrir það að hafa haft efnin á sér innanklæða í flugstöðinni, og þar með á íslensku yfirráðasvæði, fær hann þyngsta dóm sem kveðinn hefur verið upp í fíkniefnamáli - 9 ára fangelsi. Engu skiptir að maðurinn var á leið- inni úr landi og hugðist ekki dreifa efnunum hér á landi. Samkvæmt upplýsingum DV er Femando að íhuga að sækja um að fá að afplána dóminn heima í Hollandi. Hann getur gert það hjá dómsmála- ráðuneytinu. Á hinn bóginn tók hann sér frest til að ákveða hvort hann áfrýj- ar niðurstöðu héraðsdóms til Hæsta- réttai’. Hvernig sem dómsniðurstaðan verður þegar upp verður staðið er ljóst að samkvæmt íslenskum lögum getur Femando ekki sótt um reynslulausn fyrr en að loknum tveimur þriðju hlut- um afplánunar dómsins. Ef héraðs- dómurinn verður látinn standa, 9 ára fangelsi, getur Femando fyrst sótt um reynslulausn síðari hluta ársins 2006. GÚdir þá einu hvort hann afplánar hér á landi eða í Hollandi. Fái hann að af- plána í sínu heimalandi má búast við að yfirvöld hér á landi setji það skil- yrði að sömu ákvæði gildi ytra um af- Fernando Jose Andrade plánun og hér heima. Hins vegar getur tekið marga mánuði að fá slík mál í gegn, hér heima og ytra, þar sem sótt er um að afplána refsidóma í öðram löndum. Femando kom með e-töflumar allar faldar innan undir hjólabuxum en utan yfir var hann í venjulegum síð- buxum. Ástæða þess að hann var stöðvaður í Leifsstöð var sú að starfs- menn Schiphol-flugvallar í Amsterdam létu yfirvöld hér á landi vita - granur lék á að vegabréf hans væri falsað. Þegar vegabréfið var skoðað ókyrrðist Femando. Þegar hann var spurður hvort hann væri með eitthvað í buxna- vösum sínum viðurkenndi hann strax að vera með 2.000 e-töílur. Þær reynd- ust svo vera 14.292. Femando gaf þá skýringu fyrir dómi að hann hefði í júlí séð mann henda ruslapoka í gám í Rotterdam, heimaborg sinni. Hefði hann farið að kanna hvað hefði verið í pokanum og komist að raun um að það vora e-töfl- ur. Hann kvaðst hafa verið atvinnu- laus í 4 ár. Femando sagði að harrn hefði ákveðið að fara með efnin til Bandaríkjanna og koma þeim í verð. Héraðsdómur Reykjaness leit sér- staklega til þess við refsiákvörðun sína hve „mikið magn hættulegra fikniefna ákærði hafði i vörslum sínum“. Gunnar Aðalsteinsson kvað upp dóminn. -Ótt Víkingur fann loðnu: Menn í start- holunum DV, AKUREYRI:________________ „Þetta era bara fýrstu fréttir, en auðvitað munum við fylgjast vel með framvindu mála næstu sólarhring- ana,“ segir Sverrir Leósson, útgerðar- maður nótaskipsins Súlunnar á Akur- eyri. Aðeins lyftist brúnin á þeim sem að loðnuútgerð standa í gærmorgun þegar fréttir bárast af því að Víkingur AK-100 frá Akranesi hefði fengið 600 tonn af loðnu þá um nóttina út af Vest- fjörðum. Víkingur var eitt loðnuskipa á þess- um slóðum og fékk mest um 150 tonn 1 einu kasti. Sverrir Leósson sagði að þótt menn fylgdust vel með framvindu mála þá þýddi það ekki að menn æddu af stað við fyrstu fréttir eins og stund- um hefði e.t.v. gerst. „Það var um þetta leyti á síðasta ári að tvö skip ftmdu fýrstu loðnuna við Kolbeinsey og fylltu sig þar. Síðan gerði brælu og við mættum strax að henni lokinni á svæðið og eyddum þarna mörgum dögum án þess að finna neitt. Það er því best að bíða aðeins við og sjá hvemig þetta þróast núna,“ seg- ir Sverrir. Hann segir að olíuverð hafi tvöfaldast á einu ári og olíuverðið sé orðið svo hátt að menn eyði minni tima núna í leit en áður var og rjúki ekki upp til handa og fóta þótt einhverjar fréttir heyrist. „En ef þessu heldur áfram hjá Víkingi fórum við að koma okkur af stað, ég tala nú ekki um ef einhver hreyfmg yrði á loðn- unni austur með Norðurlandinu," segir Sverrir. -gk Akureyri: Þrjú ný 30 km hverfi Alþjóða hafrannsóknaráðið í gær: Leggur til 263.000 tonna þorskveiði í Barentshafi Kísiliðjan stærsti vinnuveitandinn Kísiliðjan í Mývatnssveit er langstærsti vinnuveitandinn í Skútu- staðahreppi en samkvæmt upplýs- ingum frá Gunnari Emi Gunnars- syni, framkvæmdastjóra fyrirtækis- ins, eru störf í Kísiliðjunni um 50 á ársgrundvelli. Atvinnustarfsemin í Skútustaðahreppi er sambland af iðnaðarstarfsemi, þar sem Kísiliðjan og Kröfluvirkjun eru áberandi, og ferðaþjónustu, verktöku, landbúnaði og þjónustu hins vegar. íbúar hrepps- ins eru um 450 talsins. í skýrslu Byggðastofnunar frá 1997 kemur fram að gera megi ráð fyrir að 210 manns, eða tæplega helmingur íbúa, þurfi að finna sér annað lífsviður- væri ef starfsemi Kísiliðjunnar legð- ist af. -gk Visindanefnd Alþjóða hafrann- sóknaráðsins lagði til í gær að ekki yrðu veidd meira en 263 þúsund tonn af þorski I Barentshafi á næsta ári. Að sögn Fiskaren er þetta 153 þúsund tonnum meira en talið var óhætt að veiða í ár en norsk og rúss- nesk stjómvöld tóku reyndar ekki meira mark á spá fiskifræðinganna en aö ákveðið var aö fara tæplega 200 þúsund tonn fram úr ráðgjöf- inni. í tillögum vísindanefndarinnar er lagt til að þorskkvótinn á strand- svæðum í Noregi utan Barentshafs verði 22 þúsund tonn en það er 18 þúsund tonnum minna en nefndin lagði til á þessu ári. Lögð er til 200 þúsund tonna aukning á loðnuveið- um í Barentshafi og að kvótinn verði 630 þúsund tonn á næsta ári. Talið er óhætt að veiða alls 115 þús- und tonn af ufsa og grálúðustofninn í Barentshafi er talinn þola 11 þús- und tonna veiði. Varðandi veiðar á ýsu er lagt til að norðan 62°N verði leyft að veiða 66 þúsund tonn. Vísindanefndin hefur einnig lagt fram tillögur í sambandi við tegund- ir eins og makríl og botnfiskveiðar í Norðursjó. Lagður er til 665 þúsund tonna makrílkvóti, 87 þúsund tonna ufsakvóti í Norðursjó og 60 þúsund tonna ýsukvóti. Þorskstofninn í Norðursjó er talinn of veikur til þess að þola veiðar. -DVÓ Veöriö í kvötd Sóiargangur og sjávarföll REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 16.48 16.22 Sólarupprás á morgun 09.37 09.30 Síódegisflób 16.17 20.50 Árdegisflóð á morgun 04.40 09.13 SkýtirtSaráveðiiriákiiuni 10°, VINOÁTT -10° VINDSTYRKUR N. c i metrum 5 sokúwiu r HBÐSKÍRT 30£3 o LÉTTSKYJAÐ HALF- SKÝJAÐ SKYJAÐ ALSKÝJAÐ w w RIGNING SKÚRIR Oi SLYDDA : tgé SNJÓKOMA Vlða léttskýjað Hægviðri og víða léttskýjað, en sunnan og suðvestan 5 til 10 m/s og dálitlar skúrir eða slydduél við vesturströndina síðdegis. Ö’ í? "i* = ÉUAGANGUR ÞRUMU- SKAF- ÞOKA VEOUR RENNÍNGUR Færð BYGGT A UPPLYSINGUM FRA VEGAGERÐ RIKiStXS Hálkublettir víða á fjallvegum Hálkublettir eru á Hellisheiöi og í Þrengslunum. Einnig eru hálkublettir á fjallvegum á Snæfellsnesi, Vestfjörðum, Noröurlandi og Austurlandi. Að ööru leyti er góð færö á vegum. HÁLT czzjSNJÓR mm ÞUNGFÆRT Bt ÓFÆRT Hlýnar í veðri Hægt vaxandi SA-átt með rigningu vestanlands á morgun, 10 til 15 m/s síðdegis. S og SA 5 til 10 austanlands og þurrt að kalla. Hlýnar í veðri, og hiti vtöa 0 til 5 stig síödegis á morgun, hlýjast sunnan til. Fostud Vindur: /f/'. 10-18 m/s Hiti 1° tll 6° 4' Laugar, Vindur: /^ 8-13 i»ys Hiti 0° tii -5° Sunnud WM ■s Vindur: /’ 8-13 Hití 0° «1-5° Austan og síóan noröaustan 10-15 m/s en 13-18 m/s norðvestan til og með suðurströndlnnl. Viða rlgnlng, einkum sunnan- og austanlands. Norðaustan 8-13 m/s og snjókoma með köflum norðan- og austanlands, en fremur bjart veður suðvestan tll. Heldur kólnar. Norðaustan 8-13 m/s og snjókoma með köflum norðan- og austanlands, en fremur bjart veður suðvestan til. Heldur kólnar. DV, AKUREYRI:____________________ Umhverfisnefnd Akureyrarbæjar hefur lagt til að á næsta ári verði farið í aðgerðir við 30 km hverfi í Hlíðar- hverfi, Gerðahverfi 1 og Holtahverfi. Áætlaður kostnaður við íramkvæmd- imar er 14 milljónir króna. Umhverfis- ráð hefur beint því til framkvæmda- ráðs að gera ráð fyrir þessum aðgerð- um við gerð framkvæmdaáætlunar við gatnagerð á næsta ári. Undanfarin ár hefur staðið yfir til- raun á Akureyri með 30 km hverfi og hefúr niðurstaða þeirra tilrauna verið sú að slysatíðni hefur lækkað mjög í þeim hverfum þar sem umferðarhrað- inn hefúr verið færðm’ niður. Nú hafa íbúar í Holtahverfi safnað undirskrift- um þar sem skorað er á bæjaryfirvöld að minnka umferðarhraðann í hverfi þeirra og var bent á að umferðarhrað- inn í hverfinu væri of mikill og mikil slysahætta samfara honum. -gk BffiSU^^H AKUREYRI heiöskírt -9 BERGSSTAÐIR skýjaö -3 BOLUNGARVÍK alskýjaö 2 EGILSSTAÐIR -12 KIRKJUBÆJARKL. léttskýjaö -5 KEFLAVÍK léttskýjaö -4 RAUFARHÖFN léttskýjað -10 REYKJAVÍK léttskýjaö -5 STÓRHÖFÐI léttskýjaö -1 BERGEN skýjaö 10 HELSINKl alskýjaö 7 KAUPMANNAHÖFN léttskýjaö 9 ÓSLÓ rigning 8 STOKKHÓLMUR rigning 8 ÞÓRSHÖFN skúrir 3 ÞRÁNDHEIMUR rigning 7 ALGARVE léttskýjaö 8 AMSTERDAM rigning 8 BARCELONA léttskýjaö 8 BERLÍN hálfskýjaö 6 CHICAGO hálfskýjað 4 DUBLIN skýjaö 6 HALIFAX alskýjaö 8 FRANKFURT alskýjaö 9 HAMBORG rigning 8 JAN MAYEN léttskýjaö -4 LONDON skýjaö 8 LÚXEMBORG skúrir 6 MALLORCA léttskýjað 6 MONTREAL léttskýjaö 5 NARSSARSSUAQ heiöskírt -13 NEW YORK hálfskýjað 9 ORLANDO léttskýjaö 19 PARÍS skýjaö 8 VÍN skýjaö 7 WASHINGTON mistur 8 WINNIPEG þoka -1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.