Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2000, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2000, Síða 7
MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2000 DV Fréttir Aliminkar og -refir sleppa úr búrum: Eldisminkar veið- ast um allt land Honum brá óneitanlega, bílstjór- anum sem var á ferð á Vesturlands- veginum innanbæjar í Mosfellsbæ í síðustu viku. Eitthvað hvítt kom þjótandi úr húsaþyrpingu, skaust út á veginn og í veg fyrir bílinn. Maö- urinn hemlaði en hafði ekið yfir kvikindið áður en hann náði að stöðva bilinn. Þegar hann fór út úr bílnum til þess að kanna máliö sá hann að um var að ræöa hvítan mink. Kvikindið var dautt og fór ökumaðurinn með það í Náttúru- fræðistofnun íslands. „Brúnir, svartir og hvítir minkar sleppa úr búum allt í kringum land- ið nánast á hverju ári og eins refir sem eru á refabúum," sagði Þor- valdur Bjömsson, húsasmiður og hamskeri, sem starfar við að stoppa upp dýr hjá Náttúrufræðistofnun. Framsýnir bændur fluttu brúna minka til landsins í byrjun fjórða áratugarins til minkaeldis. Fljótlega sluppu minkar úr búrum og aðlög- uðust íslenskum aðstæðum. Fyrstu fullorðnu minkamir með hvolpa náðust 1932 og 1933 við Elliðavatn og brúni villiminkurinn var orðinn dreifður um allt land um miðjan sjö- unda áratuginn. Aðrir aliminkar eru nú að blandast inn í villiminka- stofninn. „Þessir aliminkar eru ails staðar á landinu,“ sagði Þorvaldur og bætti því við að svartir minkar hefðu til dæmis veiðst í Reykjavík, á Kjalar- nesi og í Vopnafirði og hvítir mink- ar hafa veiðst bæði við Hafravatn og Rauðavatn. Hann útskýrði að minkar sem slyppu á vorin og sumr- in ættu auðveldara með að bjarga sér heldur en þeir sem slyppu á vet- uma. Þeir sem komast á staði þar sem æti er, til dæmis í ár þar sem fiskur er, læra að lifa í náttúrunni eins og forfeður þeirra gerðu. Sama þróun er víða annars staðar í heim- inum, til dæmis á eyjum á milli ír- lands og Skotlands, þar sem eldis- minkar 'hafa numið land og eru að verða sífellt algengari. Blöndun eldisrefa út í íslenska náttúru er að margra dómi alvar- legra mál því alirefir hafa blandast íslenska refnum, og þá sérstaklega blárefurinn. Þorvaldur útskýrði að silfurrefurinn gæti hins vegar ekki átt frjó afkvæmi þannig að hann fjölgaði sér ekki í náttúrunni. Minkur úr búi Þorvaldur Björnsson er hamskeri hjá Náttúruvernd ríkisins. Hér heldur hann á minknum sem ekið varyfir í Mosfellsbæ í síöustu viku en sá haföi sloppiö úr búri. Jörðin Lambafell í Austur-Eyjafjallahreppi: Jarðanefnd hafnaði sölunni - kaupandinn vildi stofna heilsuhótel Jarðanefnd Rangárvallasýslu hef- ur hafnað því að Þorsteinn Njáls- son, læknir og forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, fái að kaupa jörðina Lambafell í Austur-Eyjafjallahreppi. Að sögn Ólafs Tryggvasonar, odd- vita Austur-Eyjafjallahrepps, hafði hreppurinn forkaupsrétt að jörðinni og samþykkti hreppsnefndin að Þor- steinn fengi jörðina. Hins vegar hafi Jarðanefnd Rangárvallasýslu, sem einnig varð að samþykkja söluna, hafnað því að jörðin yrði seld Þor- steini. „Málið mun því fara til land- búnaðarráðuneytisins sem úr- skurða á um málið,“ segir Ólafur. Að sögn Þorsteins Njálssonar var hugmynd hans að reisa heilsuhótel á jörðinni og stunda þar einnig yl- rækt. Þorsteinn segir að hrepps- nefndin hafi unnið að málinu fag- lega og tekið hugmyndum hans á já- kvæðan hátt en hann átti fund með nefndinni vegna málsins. „Ég er mjög undrandi og hissa á þeirri stöðu sem upp er komin í málinu,“ segir Þorsteinn og bætir við að það eina sem hann geti gert í stöðunni sé að bíða eftir niðurstöðu ráðu- neytisins. Engir ábúendur hafa verið á Lambafelli í á annan áratug en um er að ræða landlitla jörð. Á jörðinni er gamalt íbúðarhús. -MA Skaðlegir fuglalífi „Það er hægt að ná bæði refum og minkum fljótlega eftir að þeir sleppa; þeir eru þá nógu vitlausir til þess að auðvelt er að ná þeim. Þeir sækja oft í það fyrst i stað að vera við búin en svo fara þeir víðar og tengjast náttúr- unni,“ sagði Þorvaldur. Minkamir eru skaðlegir fuglalifi, sérstaklega' varplöndum sjávarfugla. Þeir hafa til dæmis útrýmt lunda á mörgum eyjum Breiðafjarðar og einnig valda minkar oft miklum skaða í æðarvarpi. Minkurinn og refurinn eru rétt- dræpir árið um kring en það er háð þvi að menn hafi veiðikort. „Sveitarfélögum ber skylda til þess samkvæmt lögum að standa fyrir minka- og refaveiðum," sagði Áki Ár- mann Jónsson veiðistjóri. Á vorin, þegar refurinn liggur á greni, mega hins vegar bara útvaldir menn sem sveitarfélögin ráða skjóta refinn. Flest sveitarfélög greiða veiðimönn- um 2000 krónur fyrir hvert minka- skott sem þeir skila og 7000 krónur fyrir refaskott. Einnig greiða sum sveitarfélög ráðnum mönnum akst- urskostnað og tímakaup fyrir minka- veiðamar. -SMK Hreinlætistækja- dagar BLANCO 22r7331<r 18.990 kr. 51x93 Eldhúsvaskur Ér HOSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is AEO OKO—IAVAMAI * fuí$ *n * í v • ”5; ♦ Nú færðu það þvegið í hinni fullkomnu Lavamat 74639 AEG Þvottahæfni A Þeytivinduafköst B Orkuflokkur A Ljósabretti: Sýnir hvar vélin er stödd I þvottakerfinu Vindingarhrað: 1400/1200/900/700 /400 sn/mín Mjög hljöðát: Ytra byröi hljóöeinangraö Klukka: Sýnir hvað hvert þvottarkerfi tekur langan tíma. Hægt að stilla gangsetningu vélar allt aö 19 klst. fram í timann öll hugsanleg þvottakerfi íslenskar leiðbeiningar Þriggja ára ábyrgð 69.900 Heimsending innifalin í verði á stór Reykjavíkur-svæðinu stgr. B R Æ Ð U R N I R RdDICfaAllST Geblagðtu 14 • Siml 462 1300 Lágmúla 8 Sími 530 2800 www.ormsson.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.