Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2000, Síða 24
;44
MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2000
Tilvera I>V
11 f iö
Píanótónleikar í
Salnum
í kvöld kl. 20 heldur
píanóleikarinn Peter Máté
tónleika í Salnum í Kópavogi. Á
efnisskránni er íslensk
pianótónlist frá síðustu
áratugum eftir Jón Þórarinsson,
Leif Þórarinsson, Jórimni Viðar,
Atla Heimi Sveinsson, Þorkel
Sigurbjörnsson og Jónas
Tómasson.
* Leikhús
■ HORFÐU REIÐUR UM OXL
Horfðu reiður um öxl eftir John Os-
borne á Litla sviði Þjóðleikhússins í
kvöld kl. 20. Uppselt.
■ TILVIST Dansleikhús með ekka
sýnir nýtt verk, Tilvist, í Iðnó í kvöld
kl. 21. Nokkur sæti laus. Síðasta
sýning.
■ OFVtÐRHD Nemendaleikhúsið
sýnir í kvöld Ofviðrið eftir William
Shakespeare í Smiðjunni, Sölvhóls-
götu 13. Sýningin hefst kl. 20.
■ VÖLUSPÁ Völuspá eftir Þórarin
Eldjárn sýnd í Möguleikhúsinu við
Hlemm í dag kl. 10:30. Uppselt.
Kabarett _____________________
■ LISTMARAÞON A vegum Ungiist-
ar 2000 veröa sýningar I Hinu Hús-
inu á verkum myndlistar- og Ijós-
myndamaraþona Unglistar 2000.
■ UNGLIST 2000 Á vegum Unglist-
ar 2000 veröur „Open mic“ og
„kareoke" í Deiglunni á Akureyri í
kvöld kl. 20-23:30.
■ UNGLIST 2000 Á vegum Unglist-
ar 2000 veröur í Tjarnarbió kl.
20:30 í kvöld sýning sem nefnist
Dans á rósum. Némendur frá List-
dansskóla íslands, Dansverkstæð-
inu, Klassíska Llstdansskólanum,
't Jazzballettskóla Báru, Dans-
smiðjunni og Dansskóla Birnu
Björnsdóttur dansa af hjartans
lyst.
Fundir
■ LEIKHUS OG LYÐRÆÐI Kl. 20 í
kvöld veröur í anddyri Borgarleik-
hússins Opiö kvöld í Borgarleikhús-
inu. Þar verður rædd hver sé staða
og framtíð lýðræðis? Óformlegar
umræöur í samvinnu við Reykjarvík-
urAkademíuna í tilefni sýninga á Lé
konungi, útgáfu Atviks bókarinnar
„Framtíð lýðræðis á tímum hnatt-
væðingar" og forsetakosninga í
Bandaríkjunum. I innlegg fundar-
manna fléttast atriöi úr Lé konungi
og brot úr leikhús-og stjórnspekitext-
um. Allir velkomnir.
— ■ SÖNGNÁMSKEIÐ Tónlistarskóli
Seyöisfjaröar stendur fyrir djass- og
popp-söng námskeiöi í félagsheimil-
inu Herðubreið á Seyðisfirði 11. og
12. nóvember, undir stjórn Tena
Lesley Palmer, kennara við F.Í.H.
Reykjavík. Þátttökugjaldiö er kr.
5000 fyrir báöa dagana (innifaliö í
veröinu er námskeiö, gisting og mat-
ur), eöa kr. 3500 fyrir 1 dag, laugar-
dag eöa sunnudag. Mikilvægt er aö
skrá sig fyrir fimmtudaginn 9. nóv-
ember í tólvupósti til
muff@eldhorn.is eöa í síma 472-
1775 til Muff Worden, söngkennara
við Tónlistarskóla Seyðisfjarðar.
. ■ FYRIRLESTUR í ÁRNAGARÐI
• UM DONSKUKENNSLU Dr. Auður
Hauksdóttir, lektor í dönsku viö
Háskóla íslands, flytur í dag
fyrirlesturinn „Aö hafa vald á dönsku
- Um dönskukennslu í íslenskum
skólum" kl. 17:15 í stofu 423 í
Árnagarði. Fyrirlesturinn er byggöur á
doktorsritgerö Auðar frá Kaup-
mannahafnarháskóla.
' Sjá nánar: Lífiö eftir vlnnu á Vísi.is
DV-MYND GVA
Sóttu tíma í morgun
Birna María Ágústsdóttir, María Káradóttir, Sonja Bergmann og Eva Georgsdóttir í matsal Kvennaskólans í gær.
Verkfall kennara í framhaldsskólum:
Reyna að halda sínu striki
í gær hófst verkfall kennara í fram-
haldsskólum landsins. Um 1.300 kenn-
arar eru því komnir i verkfall og um
15.000 framhaldsskólanemendur fá því
enga eöa i það minnsta mjög litla
kennslu.
Blaðamaður DV heimsótti í gær
Kvennaskólann í Reykjavík og hitti
fyrir þær Evu Georgsdóttur og Bimu
Maríu Ágústsdóttur í 2. FÞ og Mariu
Káradóttur og Sonju Bergmann í 4. N
en Sonja er einnig formaður Keðjunn-
ar, nemendafélags Kvennaskólans.
Fóru í tíma
Ekki var fjölmennt í skólanum en
reytingur var þó af nemendum sem
greinilega höfðu mælt sér mót til að
læra. Flestar kennslustofur voru opn-
ar, þar á meðal tölvustofan, bókasafnið
var einnig opið og matsala nemenda
var opin fram yfir hádegi. Þær stöllur
Fjölskyldumál
höfðu allar verið í tima um morgun-
inn, Eva og Birna María í leikflmi hjá
stundakennara og María og Sonja í eðl-
isfræði hjá Ingibjörgu Guðmundsdótt-
ur skólameistara. Stundakennarar eru
ekki í verkfalli og ekki heldur skóla-
meistarar sem kunnugt er.
„Við vorum í leikfimi í morgun og
hittumst svo nokkrar og ætlum að
læra,“ segir Birna María. „Við höfum
ágæta aðstöðu," segir María en þær
Sonja eru með 8 tíma á viku. „Skóla-
meistarinn kennir eðlisfræðina og svo
erum við með stundakennara í efna-
fræði." Birna María og Eva eru hins
vegar bara með einn tima á viku í leik-
fimi.
Hugsa um einn dag í einu
„Maður verður að reyna að halda
sínu striki," segir Sonja og María bæt-
ir við að það sé samt erfitt að skipu-
leggja langt fram í timann vegna þess
að ekkert er vitað um hversu langt
verkfallið verði. „Kennararnir reyndu
að leiðbeina okkur um hvaða leiðir
væri best að fara í lærdóminum en
þeir settu okkur auðvitað ekkert fyr-
ir,“ segir Sonja.
Kvennaskólinn er bekkjarkerfis-
skóli þannig að nemendur hans taka
ekki lokapróf fyrir jól eins og nemend-
ur áfangaskóla. „Þetta verður ekki eins
erfitt hjá okkur eins og í áfangaskólun-
um vegna þess að við tökum bara upp
þráðinn þar sem frá var horfið þegar
verkfallið leysist, segir Maria.
Stelpurnar sögðust allar ætla að
nýta sér aðstöðuna í skólanum til að
læra og sögðust ágætlega vongóðar um
að ná að halda dampi í náminu. „Það
þýðir ekkert annað.“ Þær töldu að erf-
iðast yrði að missa úr stærðfræðinni
og öðrum raungreinum vegna þess að
Eitt lítið hliðarspor
Ég hitti mann í liðinni viku sem
hafði orðið fyrir þeirri óskemmtilegu
reynslu að konan hans hélt fram hjá
honum og það með manni sem bæði
þekktu og viðmælandi minn taldi í
raun einn af sínum bestu vinum. Hon-
um var mikið niðri fyrir, bæði reiður
og sár: „Traust og trúnaður er mikil-
Framhjáhald er rótin að
gagnkvæmri vantrú, af-
brýðisemi, sárindum og bit-
urleika. Þegar traustið er
eitt sinn rofið eiga flestir
erfitt með að vinna sig út
úr því gagnkvœma van-
trausti sem skapast. Að
halda áfram í sambandinu
krefst gríðarlegrar vinnu.
vægasti hluti hjónabandsins," sagði
hann. „Við hétum hvort öðru því að
vera trú þegar við giftum okkur, eða
það minnir mig allavegana! Ég hélt
alltaf að við værum sammála um
hvað trúnaður þýddi. Að enginn ætti
að fá að komast upp á milli okkar! Að
nálægð og traust ætti að tengja okkur
saman. Að við værum bara fyrir
hvort annað. Þess vegna finnst mér
það svo sárt að hún Dísa skuli hafa
svikið mig, haldið fram hjá mér.“
Flestir sem hafa orðið fyrir því að
maki þeirra hélt fram hjá þeim eru ör-
ugglega sammála því sem þessi maður
sagði. Traust og trúnaður eru grund-
vallaratriði í hverju sambandi. Ef
traustið er í lagi er hægt að standast
svo margt annað sem getur komið upp
á í lífinu. Samt vitum við að bæði
karlar og konur brjóta þennan trúnað.
Kannanir sýna að það er alltaf ein-
hver hluti bæði karla og kvenna sem
hafa átt í ástarsamböndum samhliða
sambúð eða hjónabandi. Fæstir
í sambúð eru kannski hissa á
þessu og margir hafa daðrað við
hugsunina um framhjáhald,
„bara eitt smá hliðarspor", þó
aldrei hafi orðið úr neinu. Það
kostar bæði vilja og staðfestu að
vera trúr. Og þó að vilji og stað-
festa séu fyrir hendi, þá dragast
bæði karlar og konur að öðrum
en maka sínum, gefa öðrum
auga „svona í mesta sakleysi".
Það væri kannski allt í lagi að
viðurkenna þessa staðreynd,
það eitt og sér myndi fyrir-
byggja framhjáhald. Því oft er
það einhver óljós spenningur
sem er kveikjan að framhjáhald-
inu, spenningur sem aftur
breytist í samviskubit og vanlíð-
an hjá mörgum eftir að framhjá-
haldið hefur átt sér stað, hvort
sem upp kemst eða ekki.
Á ýmsum tímabilum lífsins
þramma margir í gegnum sprengju-
svæði hvað þetta varðar, meðvitað og
ómeðvitað. Freistingarnar leynast
viða. Og margir framkvæma þá þvert
á fyrri heit. Framhjáhald er eitt það
versta sem komið getur fyrir samband
og leiðir margt illt af sér. Það ætti
enginn að hafa framhjáhald í flimting-
um. Framhjáhald hefur eyðilagt allt of
mikið bæði fyrir einstaklingum og
heilu Qölskyldunum. Stundum hef ég
heyrt því haldið fram að hliðarspor í
hjónabandinu sé nú bara ágætt og til
þess fólgið að hleypa nýjum eldi í
kulnaðar glæður. Aðrir segja aö það
sé jafnvel hollt og til marks um sjálf-
stæði parsins í sambandinu og um-
burðarlyndi. En þau pör' sem hafa
upplifað framhjáhald í sínu eigin sam-
þar væri svo margt sem þyrfti að
spyrja kennara um og sjálfsnám væri
þannig auðveldara í öðrum greinum.
Stelpurnar óttuðust greinilega að
verkfallið yrði langt þó að sú hugsun
væri greinilega sterk í þeim að hugsa
bara einn dag í einu. Þær voru spurð-
ar að því hvað nemendur ætluðu að
gera til að halda hópinn, annað en að
læra saman. „Félag framhaldsskóla-
nemenda ætlar að halda úti heimasíð-
unni verkfall.is og heldur ball í tilefni
af opnun hennar nú i vikunni," segir
Sonja, „svo verður eitthvað skipulagt í
hverjum skóla fyrir sig en ekkert langt
fram í tímann.“
Að lokum sögðust stelpurnar að-
spurðar ekki stefna að því að vera
kennarar. Þær sögðust telja að starfið
væri skemmtilegt en launin allt of lág
til að freista þeirra.
-ss
Þórhallur
Heimisson
skrifar um
fjölskyldumál á
miövlkudögum
bandi myndu ekki lýsa því svona
fjálglega. Framhjáhald er rótin að
gagnkvæmri vantrú, afbrýðisemi, sár-
indum og biturleika. Þegar traustið er
eitt sinn rofið eiga flestir erfitt með að
vinna sig út úr því gagnkvæma van-
trausti sem skapast. Að halda áfram í
sambandinu krefst gríðarlegrar
vinnu. Og það eru ekki allir til-
búnir að leggja þá vinnu á sig
fyrir maka sem hefur svikið.
Auðvitað er það samt svo að
mörgum tekst þetta, tekst að
vinna sig út úr vandanum og ná
að byggja upp á nýtt traust og
trúnað. Þau pör sem standa
frammi fyrir þessum vanda
ættu að vera ófeimin að leita
sér aðstoðar fagfólks því oft get-
ur þriðji aðili hjálpað til við að
opna nýjar leiðir út úr ógöng-
unum. En hjá mjög mörgum er
öll slík vinna því miður til
einskis eftir að trúnaðarbrotið
hefur átt sér stað. Það ættu all-
ir að hafa í huga sem eru
kannski að daðra við hugmynd-
ina um „eitt lítið hliðarspor".
Þegar það spor hefur verið stig-
ið er of seint að snúa við. Því að
eins og maðurinn sagði sem ég
sagði frá héma áðan þá er „traust og
trúnaður mikilvægasti hluti hjóna-
bandsins". Og traust er betra heilt en
vel bætt.