Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2000, Blaðsíða 25
45
MIDVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2000
I>V Tilvera
Sylvía Sigurðardóttir, 24 ára, keypti video og söluturn:
Langaði til að vinna
fyrir sjálfa mig
DV. GRUNDARFIRÐI___________________
Nýverið var videoleigan og sölu-
turninn Kósý á Grundarflrði sett á
sölu af fyrri eiganda, Guðnýju Lóu,
sem rekið hafði verslunina undan-
farin tvö ár. Nýi eigandinn, Sylvía
Sigurðardóttir, sem er tuttugu og
fjögurra ára, keypti reksturinn af
Guðnýju Lóu. Sylvía er ekki með
öllu ókunnug verslunarrekstri þar
sem hún hafði umsjón með sjoppu-
rekstri í Reykjavík þegar hún var 18
ára.
Áður en Sylvía fór út f verslun-
arreksturinn hafði hún unnið á
veitingastaðnum Kristjáni IX í
Grundarfirði. Sjálf hefur Sylvia
búið í Grundarfirði frá því hún var
12 ára gömul. „Ég ákvað að slá til
þegar tækifærið gafst og prófa þetta
og sjá hvernig gengi. Mig hefur
alltaf langað til að prófa að vera
með eitthvað sjálf, vinna fyrir sjálfa
mig og sjá hvernig mér tækist til.“
Vinnudagurinn hefur verið lang-
ur síðan Sylvía festi kaup á video-
leigunni. „Maður má passa sig á því
að klikkast ekki alveg þegar maður
stendur við frá opnun og fram á
kvöld, sérstaklega þegar unnið er
við þetta alla daga.“
En hvernig tilfmning er það að
standa í atvinnurekstri 24 ára göm-
ul? „Þetta er ákveðin binding en
samt skemmtilegt. Ég sé um allan
daglegan rekstur videoleigunnar.
Krakkarnir sem venja komur sínar
hingað hafa tekið mér vel, hér hitt-
ast þeir, enda er þetta þeirra bæki-
stöð,“ segir Sylvía að lokum.
-DVÓ
DV-MYND SÆDÍS
Umvafin blómum
Sylvía Siguröardóttir í videoleigunni og söluturninum, umvafín blómum.
Stoltir skipasmiðir
Dagur Fannar Magnússon, Reynir Berg, Sara Hrund Helgadóttir, Hanna Björk
Hilmarsdóttir en Henný H. Jóhannsdóttir var fjarverandi. Meö krökkunum á
myndinni er Elen Ingvadóttir sem var í áhöfn víkingaskipsins íslendings.
Ungir athafnamenn
DV, HELLU: '
Þessa ungu, sunnlensku athafna-
menn hittum við á Hellu þar sem
þeir létu hendur standa fram úr
ermum i haustsólinni sem hefur ylj-
að allt fram undir þetta. I blaðinu í
gær birtist röng mynd með strákun-
um. Strákarnir voru að byggja sér
kofa; húsbyggingar í þorpinu þeirra
eru miklar þetta sumarið í kjölfar
jarðskjálftanna. Þessir ungu fram-
kvæmdamenn heita Sveinbjörn,
Þráinn, Hjörvar, Siggi og Eyþór.
-NH
Við fögnum 20 ára útgáfuafmæli Jólagjafahandbókarinnar.
Af því tilefni verður blaðið 80 síður og sérlega veglegt.
Við vekjum athygli á þvi að nú kemur Jólagjafahandbókin út
með okkar vinsæla helgarblaði laugardaginn 2. desember.
í Jólagjafahandbókinni verður lögð áhersla
á skemmtílega umflöllun um jólin og jólaundirbúning.
UHU-leikur krakkaklúbbs DV og Pennans:
O ð 9 d ð
Verðlaun fyrir
víkingaskip
Krakkaklúbbur DV og Penninn
stóðu saman að UHU-leik. Markmið-
ið leiksins var að setja saman vik-
ingaskip úr pappír og UHU-lími.
Margir krakkar sendu skip inn í
keppnina og voru þau hvert öðru
glæsilegra. Fimm skip þóttu þó bera
af og hlutu skipasmiðimir ungu
sem þau gerðu UHU-bakpoka og lím
í verðlaun.
Glæsileg fley
Þau voru litrík og skemmtileg víkingaskipin sem krakkarnir settu saman.
Við bjóðum þér að auglýsa í Jólagjafahandbókinní,
vinsælasta og stærsta sérblaði DV
Athugið að tekíð er við pöntunum til 17. nóvember
en með tillití til reynslu undanfarinna ára er augiýsendum
bent á að hafa samband sem fyrst við Selmu Rut Magnúsdóttur
í síma 550 5720 eða 699 2788,
netfang: srm@ff.is