Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2000, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2000 I>V Fréttir Þorbergur B. Halldórsson, gjarnan nefndur Beggi litli, úrskurðaður í gæsluvarðhald: Strokufangi fra siðasta ári kominn aftur inn - lögreglan kærir og ákærir hann fyrir hátt í tuttugu þjófnaðarbrot undanfarið Ungur maöur, Þorbergur B. Halldórsson, sem gjaman var nefndur Beggi litli um síðustu ára- mót, þegar hann strauk úr gæslu fangavarða í miðborg Reykjavíkur, var í gær úrskurðaður í gæslu- varðhald til 20. desember vegna margítrekaðra þjófnaðarbrota síð- ustu vikur og mánuði. Hann var síðast handtekinn á miðvikudag eftir að hafa farið inn á vinnustað Þorbergur B. Halldórsson Var gjarnan nefndur Beggi litli um síö- ustu áramót, þegar hann strauk úr gæslu fangavaröa í miöborg Reykja- víkur. í Pósthússtræti þar sem hann stal þremur veskj- um og jafnmörgum far- símum. Þorbergur bíður dóms í öðm máli þar sem honum eru gefin að sök fjölmörg auðgunar- brot á tímabilinu frá 14.-20. október. Lögregl- an hefur hann einnig grunaðan um 9 önnur þjófnaðar- og auðgunar- brot á tímabilinu frá 8. ágúst til 7. nóvember. Lögreglan fékk Þorberg þvi úrskurðaðan í svo- kallaða síbrotagæslu, enda þykir sýnt að ungi maðurinn er ekki fyrr laus úr fangelsi en hann byrjar að brjóta af sér aftur. Samkvæmt upplýsing- um lögreglu era talsverð brögð að því að afbrota- menn fari inn á vinnu- staði, jafnvel á folskum forsendum, þykist t.a.m. vera iðnaðarmenn, og steli síðan veskjum með greiðslu- og debetkortum starfsmanna. Þannig sé heldur alls ekki óalgengt að fólk skilji „pin“-númer eftir í veskjum sínum, væntanlega til að gleyma þeim ekki - og þannig sé auðvelt Þorbergur strauk frá fangavöröum fyrir síðustu áramót Hann faidi sig í Landssímahúsinu, komst óséöur út og hélt svo upp á þúsaldamótin. Strokiö kostaöi hann hins vegar tveggja mánaöa afplánun til viöbótar. Hann er nú aftur bak viö lás og slá fyrir fjölmörg ný afbrot. fyrir þjófana að taka út peninga, t.d. á greiðslukortum. Þorbergur losnaði úr 8 mánaða fangelsisafplánun í sumar. Hann Lögreglan í Reykjavík bíður niðurstöðu úr erlendri DNA-rannsókn: Ákæra væntanleg í mann- drápsmálinu á Leifsgötu Lögreglan í Reykjavík bíður eftir niðurstöðum úr DNA-rannsókn er- lendis vegna manndrápsmálsins á Leifsgötu þann 23. júlí síðastliðinn þegar Hallgrímur Elísson, 47 ára, lést. Að öðm leyti er rannsóknin á lokastigi samkvæmt upplýsingum DV. Hin grunaða í málinu, 38 ára kona, hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til þriðjudagsins 14. nóvember. Því má búast við að krafa komi fram hjá lögreglu um að það verði framlengt i byrjun næstu viku. Konan viðurkenndi að hafa lent í átökum við Hallgrím en segir að þau hafi ekki leitt til dauða hans. í málinu liggja fyrir framburðir vitna sem segja að hin grunaða hafi ráðist á manninn, tekið um hálsmál hans og í hálsbindi og snúiö upp á bind- ið. í niðurstöðu krufningarskýrslu réttarmeinafræðings er talið að maðurinn hafi látist af völdum kyrkingar og að um manndráp sé að ræða. Hin grunaða situr í gæsluvarð- haldi með tilliti til almannahags- muna. Búist er við aö ákæra verði gefin út á hendur henni þegar nið- urstöður berast úr fyrrnefndri DNA-rannsókn. -Ótt komst í fréttir á milii síðastliðinna jóla- og nýárs þegar hann strauk frá fangavörðum sem voru að fara með hann inn i byggingu Héraðsdóms Reykjavíkur við Lækjartorg. Þor- bergur hljóp sem fætur toguðu að Landssímahúsinu við Austurvöll þar sem hann faldi sig inni í litlu herbergi og gat læst að sér. Lögregl- an leitað hans ákaft en fanganum tókst að komast óséður út úr bygg- ingunni eftir að hafa verið inni í kompunni i 4 klukkustundir. Hann komst síðan til kærustu sinnar og náði að halda upp á áramótin áður en lögreglan fann hann og kom hon- um aftur undir lás og slá. Strokið kostaði Þorberg tvo mánuði í auka- afplánun. Hann var reyndar ekki að strjúka í fyrsta skipti. Fyrr á þessu ári sagði Þorbergur í samtali við DV að 23. nóvember á siðasta ári hefði hann strokið frá sjúkrastöð SÁÁ er hann var í meðferð. 5 dagar liðu þá áður en lögreglan fann hann. -Ótt Patreksfjörður: 23 rjúpum stoliö Ókunnur aoili gerði sér lítiö fyrir ! og stal 23 rjúpura sem héngu utan á húsi á PatreksnrOi aöfaranótt sunnudagsíns. Veiðimaöurinn og s húsráðandinn hafði hengt veiðina ; upp fyrir utan lijá sér, en þegar hann vaknaöi i gærmorguil upir' götvaði hann að jólamaturinn var i horfmn. Logreglan á Patreksfiröi er ineö. ... ! Frétt DV á mánudag. Patreksfjörður: 23 rjúpum skilað Tuttugu og þrjár rjúpur sem hurfu utan af húsi veiðimanns nokkurs á Patreksfirði um síðustu helgi hafa skilað sér aftur til veiði- mannsins. Frétt í DV á mánudaginn var sagði frá hvarfl rjúpnanna en þeim var stolið aðfaranótt sunnu- dagsins. Þegar veiðimaöurinn vakn- aði á miðvikudagsmorgun uppgötv- aði hann rjúpurnar sínar 23 í poka fyrir utan dyrnar hjá sér. Hann hef- ur nú hengt þær upp aftur utan á hús sitt. Lögreglan á Patreksfirði gat ekki sagt til um hvort samviskubit varð til þess að þjófurinn skilaði jólamat veiðimannsins aftur. -SMK Reynir Neil, fréttaritari DV í Neskaupstað, látinn Reynir Neil, fréttaritari og ljósmyndari DV í Neskaupstað, er látinn. Hann var 54 ára, fæddur á Isle of Wight 1946. Reynir ákvað að flytja til Neskaupstaðar fyrir nær fjórum árum, heillaðist af íslandi og valdi sér búsetu eystra. Reynir bar nafnið Neil Shave og var hann barnasálfræðingur að mennt. Lét hann sig mjög varða málefni vandræðaunglinga. Með fyrrver- andi eiginkonu sinni eignaðist hann tvö böm sem eru uppkomin en enn fremur tóku þau í fóstur tvo baldna stráka sem uxu úr grasi og urðu mætir borgarar. Reynir Neil var mikill áhugamaður um kajak-íþrótt- ir og kynntist Islandi fyrst gegnum þá íþrótt. Reynir setti á fót fréttavef fyrir Neskaupstað og birti þar marg- ar stórkostlegar ljósmyndir sínar, auk þess sem DV birti mikinn fjölda mynda hans og frásagna af bæjarlíf- inu. Samstarfsmenn á DV senda fjölskyldu og fjölmörgum vinum Reynis Neil samúðarkveðjur. Reynir Neil. Vettríð í kvójd Stormviðvörun Búist er viö stormi vestan til á landinu. Norðaustlæg átt, 18 til 23 m/s vestan tii en 13 til 18 austan til. Dálítil rigning noröan og austan til en skýjað á Suövesturlandi og viö Breiðafjörö. Hiti 1 til 6 stig, mildast allra syðst. I nótt kólnar lítiö eitt. Sóiariag í kvöld 16.42 16.14 Sólarupprás á morgun 09.44 09.42 Síódeglsflóö 17.27 21.00 Árdegisflóó á morgun 05.46 10.19 Skýringjar á veðurtáknum VINDÁTT 10°4— HITI -io° SVINDSTYRKUR V roftcr i nwtrum á sekúndu ^ 1 & HEIOSKÍRT o e> iö LÉTTSKÝJAD HÁLF- SKÝJAO SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ í? 0 %í 1§t? RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓK0MA : = ÉUAGANGUR RRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA Hálka vlða á vegum Hálkublettir og hálka er á Hellisheiöi og Þrengslum, einnig á fjallvegum á Vesturlandi, Vestfjöröum, Norðurlandi og Austurlandi. Skafrenningur og hálka eru á Öxnadalsheiöi, Víkurskaröi og Fljótsheiöi, einnig á Mývatns- og Möðrudalsöræfum. Hálka og mjög hvasst er viö suöurströndina. CZ3SNJÓR mm ÞUNGFÆRT mm ÓFÆRT El og vægt frost noröan til Á morgun veröur noröan- og norðaustanátt, 13 til 18 m/s. Él og vægt frost noröan til en skýjaö meö köflum og hiti 1 til 5 stig sunnan til. » 1 MrVlúfl.ljíU dur: ( vjlv i -2" til .7" ' Vindur: 10-15 Hiti \ Hiti-2* til-7* Vindur: 3-8 in/si '.J Hití 6° til-6* Vindun 8-13 Norólæg átt, 10-15 m/s allra austast en annars hæg. Él á noröaustur- horninu en léttskýjaö sunnan og vestan til. Frost 2 tll 7 stlg. Hæg norólæg eöa breytileg átt, léttskýjaö og frost 2 tll 7 stlg. SV 8-13 m/s, slydda eöa rignlng og hltl 2 til 6 stlg vestan tll en hæg breytlleg átt, léttskýjaö og frost 1 tll 6 stlg austan tll. 1 Vftðríð W.B AKUREYRI snjókoma 0 BERGSSTAÐIR alskýjaö 2 B0LUNGARVÍK rigning 3 EGILSSTAÐIR 0 KIRKJUBÆJARKL. skýjaö 2 KEFLAVÍK rigning 4 RAUFARHÓFN alskýjaö 2 REYKJAVÍK alskýjaö 4 STÓRHÖFÐI rigning 4 BERGEN hálfskýjaö 5 HELSINKI súld 4 KAUPMANNAHÖFN skýjaö 8 OSLO skunr 6 ST0KKHÓLMUR þokumóöa 7 ÞÓRSHÖFN skýjaö 2 ÞRÁNDHEIMUR skýjaö 8 ALGARVE heiöskírt 11 AMSTERDAM skúrir 7 BARCELONA heiöskírt 6 BERLÍN léttskýjaö 5 CHICAG0 alskýjaö 3 DUBLIN skýjaö 0 HALIFAX alskýjaö 7 FRANKFURT léttskýjaö 3 HAMBORG skýjaö 8 JAN MAYEN snjóél -1 LONDON skýjaö 5 LÚXEMBORG léttskýjaö 0 MALL0RCA heiöskírt 2 MONTREAL 11 NARSSARSSUAQ heiöskírt -13 NEW Y0RK rigning 13 0RLAND0 hálfskýjaö 22 PARÍS skýjaö 2 VÍN rigning 5 WASHINGTON þokumóöa 19 WINNIPEG þoka -4 233*31

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.