Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2000, Blaðsíða 8
8 Útlönd FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2000 DV Talning atkvæða í Flórída dregst enn á langinn: Margar vikur í að úrslit kosninganna verði Ijós Bandaríkjamenn höfðu enn ekki fengið nýjan forseta í morgun, þremur dögum eftir einhverjar tví- sýnustu forsetakosningar í sögu landsins. Ekki er útlit fyrir að úr- slitin liggi fyrir fyrr en eftir nokkr- ar vikur, eða hugsanlega seinna, vegna yfirvofandi lögsókna. Katherine Harris, innanríkisráð- herra Flórída, sagði að úrslit yrðu ekki kunn fyrr en í fyrsta lagi næstkomandi fostudag, 17. nóvem- ber, þegar frestur til að utankjör- fundaratkvæði berist á áfangastað rennur út. A1 Gore varaforseti sneri aftur til Washington í gærkvöld en keppi- nautur hans, repúblikaninn George W. Bush, ríkisstjóri í Texas, vann að því hörðum höndum að koma saman starfsliði og nýrri ríkis- stjóm. Bush er þess fullviss að hann muni verða lýstur réttkjörinn næsti forseti Bandaríkjanna. Frambjóðendurnir þurfa á 25 kjörmönnum Flórída að halda til að sigra í kosningunum. Endurtalningu atkvæða í Flórída er nú lokið i 66 sýslum af 67 og sam- kvæmt óopinberum niðurstööum var forskot Bush aðeins 229 at- kvæði. Kjörstjóm í Palm Beach sýslu hefur ákveðið að atkvæði þar verði talin þriðja sinni og verða þau talin í höndunum. Þriðja talningin hefst ekki fyrr en á laugardag og henni verður ekki lokið fyrr en í fyrsta lagi á mánudag. Mikil reiði ríkir meðal kjósenda í Palm Beach sýslu vegna kjörseðils- ins sem margir segja að hafi verið ákaflega ruglingslegur. Margir segja að vegna þessa hafl þeir greitt Pat UPPBOÐ Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins, Austurvegi 4, Hvolsvelli, þriðjudaginn 14. nóv- ember 2000 kl. 15 á eftirfar- andi eign: Geitasandur 4, Hellu, þingl. eig. Kristjón L. Kristjánsson, gerðarbeiðandi er sýslu- maður Rangárvallasýslu. SÝSLUMAÐUR RANGÁRVALLASÝSLU Buchanan, frambjóðanda Umbóta- flokksins, atkvæði sitt en ekki Gore, eins og þó hafi verið ætlunin. Þúsundir kjósenda hafa efnt til mótmæla gegn framkvæmd kosning- anna. Ásakanir um að ekki hefði allt verið með felldu voru svo miklar að Janet Reno dómsmálaráðherra féllst á beiðni mannréttindasamtaka blökkumanna um að kannað yröi hvort blökkumönnum hefði verið mismunað á sumum kjörstöðum. Lögspekingar sögðu í gær að lög- sóknir í Flórída gætu leitt til þess að kosið yrði þar upp á nýtt, þar sem lög ríkisins heimili mönnum að bera brigður á úrslitin ef sannanir flnnast fyrir því að rangur maður hafi á einhvem hátt fengið fleiri at- kvæði. Ef lagaflækjumar í Flórída hafa ekki verið leystar þann 18. desem- ber þegar kjörmenn koma saman til Nýjustu tölur kynntar Katherine Harris, innanríkisráöherra Flórída, kynnir síöustu tölur í taln- ingu atkvæöa í forsetakosningunum. að velja forseta gæti svo farið að dómari þyrfti að gefa út tilskipun þar sem Jeb Bush ríkisstjóra, yngri bróður Georges W. Bush, yrði mein- að að gefa út yflrlýsingu um hvor frambjóðandinn hafi unnið alla kjörmenn ríkisins. Án þessa vottorðs frá ríkisstjór- anum gætu kjörmenn Flórída ekki tekið þátt í atkvæðagreiðslunni um forsetann þann 18. desember. Miðað við stöðuna nú þýddi það að A1 Gore myndi fara með sigur af hólmi. Gore hefur þegar tryggt sér 260 kjörmenn en Bush 246. A1 Gore hefur enn meirihluta at- kvæða kjósenda á bak við sig og í gærkvöld var munurinn um tvö hundrað þúsund atkvæði af tæplega eitt hundrað milljón greiddum at- kvæðum. Fjöldi atkvæða kjósenda skiptir þó ekki máli þar sem fjöldi kjörmanna ræður úrslitum. tmcui muoi. ««w uictwi ruMUMtMtomxt.noook mnutu i.roðð mf.PUBUCAN) C10RCE W.SUSH mw»i OlCACmNO Kintiait iKMQCRATlC) Al C0RE musttf J0UIÍBIRUM MW-M' IUCTMS IO««US»Uf ut UlBfRTAniAW HARRY 8R0WNE mumt RRI OUVtER mmww •c»mS» W i nalv «** tktíHtt) r.Tutuc..^. (GREiN) RAIPHHAOÍR mxa»t WI»0«RUDUKE (S0CIAUSI W0RKERS) JAMfS HARAIS mvtnt MARCARET TROWf !!*► OiATURAl IAWI JOHN HACfUH mwii NATGOlOHABffi !)*► ͧlipif|Sý| "7 ’: Ti 1. cmtut r*iu u*tH cauktt. nc*:2* kattUMRI.7t» ímrOFjM) PAl BUCHAWAB 1201A fOSTtR ra mvonx isociAitsn 0AVI0IMBTMUB nuom MARY CAl HOtUS iictmtan tCOHSllTUIION) HOWARD PHIIUPS nuan* J. CURTIS fRAWR taiMmt [WORKEnS VVORLu) M0MCA UOORCHf AD CIOMAURIVA VVnill 1K CANOIOAIt I* ¥»» • t*iíM k* »•«**»**. *»**«* ÞUM« W CM b«« Ufö «t Uö»« 11URK PACt 10 COHímUt V01IMC > Umdeildur kjörseöill Svona lítur umdeildur kjörseðill úr Paim Beach sýslu fyrir forsetakosningarnar út. Margir kjósendur sem höfðu í hyggju aö kjósa Al Gore, forsetaefni demókrata, greiddu í raun Pat Buchanan atkvæöi sitt. Ástæöan er sú aö reiturinn sem táknar atkvæöi greitt Buchanan er annar í rööinni ofan frá en reiturinn fyrir Gore þriöji. Nafn Gores er hins vegar annað í rööinni ofan frá, í vinstri dálki kjörseöilsins, og því skapaðist þessi ruglingur. Nítján þúsund atkvæöi voru gerö ógild af þessum sökum þegar kjósendur reyndu aö leiörétta mistökin og merktu viö tvo frambjóöendur. UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Asparfell 4, 0501, 54,9 fm 2ja herb. íbúð á 5. hæð m.m., merkt A, ásamt geymslu í kjallara, merkt A-5 (0035), Reykjavík, þingl. eig. Jón Bjömsson, gerðarbeiðend- ur lbúðalánasjóður og Sparisjóður Rvíkur og nágrennis, útibú, þriðjudaginn 14. nóvember 2000, kl. 14.30. Frakkastígur 12, 0102, 3ja herb. íbúð á 1. hæð í N-enda m.m., Reykjavík, þingl. eig. Aldís Westergren, gerðarbeiðendur íbúðalánasjóður, Kreditkort hf., Spari- sjóður Rvíkur og nágrennis, útibú, og Tryggingamiðstöðin hf., þriðjudaginn 14. nóvember 2000, kl. 13.30. Gnoðarvogur 44, 0202, íbúð á 2. hæð t.h. m.m, Reykjavík, þingl. eig. Langholts- kjör ehf., gerðarbeiðendur Frjálsi fjárfest- ingarbankinn hf., þriðjudaginn 14. nóv- ember 2000, kl. 10.30. Háberg 22, Reykjavík, þingl. eig. Vilborg Benediktsdóttir og Guðmundur Ámi Hjaltason, gerðarbeiðendur íbúðalána- sjóður og Tollstjóraskrifstofa, þriðjudag- inn 14. nóvember 2000, kl. 13.30. Hólaberg 62, Reykjavík, þingl. eig. Rakel Dóra Sigurðardóttir og Runólfur Sig- tryggsson, gerðarbeiðandi íbúðalánasjóð- ur, þriðjudaginn 14. nóvember 2000, kl. 14.00. Iðufell 6, 0302, 50% ehl. í 2ja herb. íbúð á 3. hæð í miðju m.m., Reykjavík, þingl. eig. Rúnar Ásþór Ólafsson, gerðarbeið- endur fslandsbanki-FBA hf. og Toll- stjóraembættið, þriðjudaginn 14. nóvem- ber 2000, kl. 10.30. Safamýri 93, 33,33% ehl., 5 herb. íbúð á jarðhæð, Reykjavík, þingl. eig. Anna M. Þorsteinsdóttir, gerðarbeiðandi Eignar- haldsfélagið Jöfur hf., þriðjudaginn 14. nóvember 2000, kl. 11.00. Ugluhólar 12, 0301, 4-5 herb. íbúð á 3. hæð t.v. og sérgeymsla á 1. hæð, Reykja- vík, þingl. eig. Þuríður Bima Halldórs- dóttir og Guðmundur Oddgeir Indriða- son, gerðarbeiðendur íbúðalánasjóður, Lífeyrissjóðir, Bankastræti 7, og Uglu- hólar 12, húsfélag, þriðjudaginn 14. nóv- ember 2000, kl. 15.00._______________ Vindás 2, 0404, 2ja herb. íbúð á 4. hæð, Reykjavík, þingl. eig. Guðrún Þóra Karlsdóttir og Guðmundur Brynjar Lúð- víksson, gerðarbeiðandi íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 14. nóvember 2000, kl. 15.30._______________________________ Þórufell 2, 0403, 3ja herb. íbúð á 4. h.t.h. m.m., Reykjavík, þingl. eig. Dröfn Hlíðar Guðmundsdóttir, gerðarbeiðendur íbúða- lánasjóður og Þómfell 2, húsfélag, þriðju- daginn 14. nóvember 2000, kl. 16.00. Þórufell 12, 0202, 2ja herb. íbúð á 2. h. í miðju m.m., Reykjavík, þingl. eig. Guð- finnur Sigurðsson, gerðarbeiðendur íbúðalánasjóður, Kreditkort hf., Spari- sjóður vélstjóra og Þómfell 12, húsfélag, þriðjudaginn 14. nóvember 2000, kl. 16.15._______________________________ SÝSLUMAÐURINN f REYKJAVÍK Búnir að fá alveg nóg Bandaríkjamenn segjast vera búnir að fá upp í háls af kosninga- málinu en ræða það þó alls staðar þar sem þeir koma saman. Kjósend- ur segja að svo líti út fyrir að ekki sé allt með felldu. Og í Hollywood veltu kvikmyndaframleiðendur þvi fyrir sér hverjir hefðu kvikmynda- réttinn og hvort tími væri til að kalla á vettvang nýja handritahöf- unda. Einn framkvæmdastjóranna í Hollywood taldi líklegt að þegar væri farið að semja um kvikmynda- réttinn að kosningum aldarinnar. Sú kvikmynd myndi hafa allt sem þyrfti Flestum þykir grunsamlegt hversu lítill munurinn er í Flórída þar sem ríkisstjórinn, Jeb Bush, er bróðir George Bush. Allir virðast sammála um að kjör- mannakerfið sé úrelt og að tími sé kominn til breytinga. Endurtalningar krafist Mótmælendur fyrir utan ríkisstjórabústaöinn í Texas þar sem Bush fundaöi meö starfsmönnum. Stuttar fréttir Okunnugt um mútur Fyrrverandi bandamaður Jos- ephs Estrada, for- seta Filippseyja, setti mútuféð sem spilavítiskóngar greiddu forsetanum inn á reikning for- setaembættisins. Bandamaður Estrada sagði féð aldrei hafa farið um hendur forset- ans. Síamstvíburi á batavegi Siamstvíburinn Jodie er á góðum batavegi, að sögn breskra lækna. Mary, tvíburasystir Jodie, lést er þær voru aðskildar á mánudaginn. Bióðbað á Súmötru Indónesíski herinn hefur undan- farna daga skotið yfir 100 manns til bana í Aceh á Súmötru, að sögn mannréttindasamtaka. 100 þúsund gegn nasísma Yfir 100 þúsund manns efndu í gærkvöld til mótmæla í Berlin í Þýskalandi gegn nýnasisma. Pjöldi árása hefur að undanförnu verið gerður á innflytjendur og bænahús gyðinga í Þýskalandi. Skipsbók Kúrsk fundin Rússneskir embættismenn stað- festu í gær að þeir væru að skoða skipsbókina sem kafarar fundu um borð í kafbátnum Kúrsk. Ágreiningur í flokknum Ágreiningur er í Verkamannaflokkn- um í Noregi um hvort íhuga eigi um- sókn um aðild að Evrópusambandinu á næsta kjörtímabili og hvort einkavæða eigi að hluta olíuris- ann Statoil. Thor- bjorn Jagland flokksleiðtogi varaði í gær á flokksþingi við að deilumar gætu orðið til þess að hægri öfl fengju völdin. Hafna bresku bióði Svissneski blóðbankinn hafnar frá og með áramótum blóðgjöfum frá þeim sem dvalið hafa lengur en sex mánuði í Bretlandi. Ekkjan reyndi sjálfsvíg Patrizia Reggi- ani, fyrrverandi eiginkona tisku- kóngsins Maurizios Guccis, reyndi að svipta sig lifí í fang- elsinu á Italíu þar sem hún afplánar 26 ára fangelsisdóm fyrir að hafa fyrirskipað morð á tiskukónginum. Aftaka í Texas Mexíkanskur ríkisborgari, Migu- el Flores, sem dæmdur var fyrir morð, var í gær tekinn af lífi i Texas með eitursprautu. Aftakan fór fram þrátt fyrir mótmæli frá fjölda landa. Flores var ekki greint frá því við handtöku að hann hefði rétt til að hafa samband við ræðismann Mexíkó. Fundað um kúariðu Frönsk stjómvöld leita nú leiða til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kúariðu. Frakkar hafa dregið úr neyslu nautakjöts.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.