Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2000, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2000 Skoðun I Rennireið handan hornsins Magnús Þór Ólafsson nemi: Vodkaflösku til að hafa yfir áramótin. Helena Gunnarsdóttir nemi: Mig langar í fullt af fötum. Jóhann Bogi skrifar: Margt bendir til þess að sam- göngumál muni gjörbreytast á næstu áratugum, þegar ökutæki, einnig bílar, verða tiltæk til að fara eftir ákveðnum rennibrautum í stað þess að aka alfarið á vegum með þeim takmörkunum sem fylgja því í dag. - Fækkun slysa mun verða að veruleika, svo og mikill spamaður á orku. Fyrir nokkuð mörgum árum varð ég þeirrar reynslu aðnjótandi um skeið að aka handvagni með járn- hjólum á járnbrautarteinum, sér- hönnuðum fyrir þau. Til að koma vagninum á ferð og halda hraðan- um þurfti ótrúlega litla orku. Ég las „Á bíla yrðu hönnuð sér- stök jámhjól sem hœgt yrði að slaka niður þegar þurfa þætti og þyrfti þá ekki ann- að en að stýra hraðanum og tengja þreifara vegna hindrana fram undan...“ í leiðbeiningum þar að lútandi að hlass á hjólum á brautarteinum þyrfti 200 sinnum minni orku en fyrir sama hlass á hefðbundnum dekkjum á malbiki eða steypu. Em þá járnbrautarteinar og járn- braut æskilegust? Ekki endilega. En teinar innbyggðir í vegina á lengri vegalengdum gætu orðið framtíðin. Á bíla yrðu hönnuð sérstök járnhjól sem hægt yrði að slaka niður þegar þurfa þætti og þyrfti þá ekki annað en að stýra hraðanum og tengja þreifara vegna hindrana fram undan, sem og til að halda eðlilegri fjarlægð frá næsta ökutæki. Til að fara af brautinni á ný þyrfti að lyfta járn- hjólunum svo hefðbundnu hjólin tækju við. Ekki er vafi á að flestir ökumenn vildu geta ferðast á þennan máta á lengri leiðum. Margfalt minni orka og margfalt minni einbeiting við stýri (sjálfstýring). Og það sem betra er; meira öryggi og á eigin far- artæki. Sjálfur hef ég ekki aðstöðu til útfærslu hugmyndarinnar. En Skrýtiö jólaátak kirkjunnar Reyknoltsskoli. „Með mikilli elju hafði fengist stuðningur meira en tuttugu frœðimanna auk forráðamanna stofnana víða um veröld, en frekar vildi prestastéttin sveitakrá í Reykholtsskóla þar sem haldnar skyldu drykkju- veislur að fornum sið“ Áram saman hef ég kallað á hjálp kirkjunnar til að spyrna við einu mesta fjöldamorði mannkynssögunn- ar, framið með stuðningi og aðstoð íslenska ríkisins. Ástþór Svo rækilega er Magnússon, þv| framfylgt hér '5SSZ5S' að utanríkisráð- —...........— herra stöðvaði á sjálfan aðfangadag jóla flug Friðar 2000 með gjafir, lyf og matvæli til handa sárþjáðum börnum. - Kirkjan þagði þunnu hljóði. Kirkjunnar menn, sem gera út á kærleika Krists, láta neyðarópin sem vind um eyra þjóta. í trylltum darraðardansinum er jörðin mergsogin og litlu látið skipta líf og framtíð heillar þjóðar. Þær grimmilegu ofsóknir gegn saklausum almenningi í írak sem viðgangast með stuðningi íslendinga verða einn örlagavaldurinn að stríði múslíma og kristinna manna í náinni framtíð.. Nýjasta fíaskó kirkjunnar er bréf til kaupmanna, m.a. til Erotica Shop í Reykjavík, um verðlaun fyrir bestu útstillinguna, kynningarefnið og auglýsinguna nú fyrir jólin. Verslun- areigandinn er hvattur til þátttöku og honum skýrt frá að biskup ís- lands afhendi verðlaun við sérstaka athöfn með fjölmiðlum. Áhugavert væri að vita hvað biskup telur við- eigandi jólaútstihingu í þennan glugga. Er umburðarlyndið fyrir klámi og öfuguggahætti orðið slíkt að kirkjan vilji opna glugga Erotica Shop upp á gátt, bera gervityppin á torg og vekja athygli á því að varn- ingurinn hafi hlotið blessun hennar til jólagjafa? Ætlar biskup virkilega að verðlauna hrunadans gullkálfsins um jólin? Nóg fannst mér hræsnin í rógburði frá biskupsstofu um Frið 2000 sem svar við umsókn um Reykholt undir friðarháskóla. Með mikilli elju hafði fengist stuðningur meira en tuttugu fræðimanna auk forráðamanna stofn- ana viða um veröld, en frekar vildi prestastéttin sveitakrá í Reykholts- skóla þar sem haldnar skyldu drykkjuveislur að fornum sið. Það er mál manna að viðlíka hafi gætt eftir hrunadansinn á Þingvöll- um í sumar og opinberaði þá djúpu gjá sem myndast hefur á milli al- mennings og þjóðkirkjunnar. Mönn- um blöskraði 800 milljóna króna sukkið í gullkálfínn á ÞingvöOum á sama tíma og biskup bað þjóðina um fimm þúsund kall til að leysa barn úr ánauð á Indlandi. Betur hefði biskup gert með þvi að fá þessar miUjónir i eitthvert verðugt kristOegt verkefni eins og það að frelsa 160.000 böm úr ánauðinni. Sá taumlausi guUgröftur sem við- gengst hér fyrir jól hefur á undan- förnum árum sett margar tekjulitlar fjölskyldur í skuldafen og jafnvel rú- stað heimUi í kjölfar kreditkorta- skulda. Hvemig getur þetta átt sam- leið með kristnum jólaboðskap? Hvað langar þig að fá í jólagjöf? Unnur Aldís Kristinsdóttir nemi: Mig tangar í nýtt, stórt rúm því það ískrar rosaiega i mínu. Þóra Birgisdóttir nemi: Mig langar í nýtt rúm því það brakar svo mikið í mínu. Svo langar mig í snjóbretti. Helgi Schram nemi: Alheimsfrið og brauö handa hungr- uðu börnunum í Afríku. Svo langar mig auðvitað í Þóru Birgis. Arnar Aðalsteinsson nemi: 6/7. Dagfari Milljónir maökaslátraranna Þetta er flott stefna hjá netmiðli á 21. öldinni og sýnir svo ekki verður um villst að stjóm- endur miðilsins eru vel með á nótunum. Þar á bœ stjórna menn sem taka auðvitað milljónir fram yfir kjamyrtar og sannar fréttir. Þetta er flott stefna hjá netmiðli á 21. öldinni og sýnir svo ekki verður um viUst aö stjórnendur miðUsins eru vel með á nótunum. Þar á bæ stjóma menn sem taka miUjónimar fram yfir kjamyrtar og sannar fréttir. Brottrekstur veiðiskríbents á Strik.is hefur undanfama daga verið mönnum tilefni vangaveltna. Ungur og grimm- ur veiðimaður skrifaði á Strik.is mjög athyglisverðar og góðar greinar um veiði. í einni þeirra fór hann hörðum orðum um slátrarana sem skipa maðkahoUin frægu í laxveiðiánum okkar. Það var meira en forráðamenn Strik.is þoldu og skribentinn var rek- inn. Niðurstaðan er athyglisverð: Strik.is er ritskoðaður fjölmiðill. Nokk- uð sem margir héldu að heyrði til fortíð- inni. Nú er hins vegar ljóst að aðrar regl- ur gilda á Strik.is en öðrum fjölmiðlum. Má undarlegt teljast að á netfjölmiðli, sem telur sig þjóna lesendum á nýjum tímum, sé rit- skoðun í hávegum höfð. Aðalástæða þess að umræddur veiðiskríbent var rekinn var að fram undan var undirritun á stórum auglýsingasamningi á milli Strik.is og fyrirtækis í bænum, samningi upp á margar miUjónir króna. Nú vildi svo tU að fyrirtækinu stjórnuðu tveir af maðkaslátrurunum frægu og þeir gátu ekki með neinu móti þolað skrif manns undir fuUu nafni um maðkahollin. Fyrirtækið setti Strik.is stólinn fyrir dymar: ann- aðhvort væri skríbentinn rekinn eða auglýsingasamningurinn væri úr sög- unni. Netmiðillinn sem hér um ræðir hefur orðið að aðhlátursefni manna á meðal. Trúverðugleiki hans er að engu orð- inn. Héðan í frá vita lesendur á Strik.is að það sem þar stendur hefur sloppið í gegnum ritskoðun miðUsins og auglýsendur eru sammála skoðun- um sem þar birtast - og stjórna frétta- skrifum miðilsins. Ljósi punkturinn í þessu öUu er sá að nú geta hin ýmsu fyrirtæki sem hafa áhuga á að auglýsa á Strik.is fullnýtt sér miðUinn - með öðrum orðum ráðið því sem birtist á Strik.is og hvað ekki. Þetta eiga örugglega margir stjórnendur fyrir- tækja eftir að nýta sér í framtíðinni. í þeim auglýsingasamningum sem gerðir verða í framtíðinni á Strik.is verða örugg- lega ákvæði þar sem tekið er fram að ekki megi birta greinar eða fréttir á miðlinum sem séu í andstöðu við hagsmuni fyrirtækjanna eða and- vígar skoðunum stjórnenda þeirra. ^ n . Þórhall Heimisson fyrir Dómkirkjuprest Jón Björnsson skrifar: í umræðunni um nýjan prest í Dóm- kirkjuna á næsta ári vU ég láta mitt álit í ljós með nokkrum orð- um. Ég tel afar heppi- legt að söfnuðurinn fái nú ungan mann sem er virtur kennimaður og býður af sér góðan Ég mæli hér prestur Dóm- ^að Því að séra Þór- kirkjunnar. Þórhaliur Heimisson prestur. - Myndi sóma sérvelsem P°kka' haUur Heimisson sæki um starfíð. Hann hefur undanfarið látið frá sér fara skrif um fjölskyldumál og era þau mikið lesin, enda feiknavel farið með efnið. Séra ÞórhaUur yrði verðugur arftaki hins virta Hjalta Guðmundssonar sem gegndi prestsstarfi með sóma í Dóm- kirkjunni um langt árabU. Vonandi hefur ÞórhaUur Heimisson áhuga á að sækja um starfíð. Fargjöldin hækka Árni Magnússon skrifar: ----------------- • Nú hafa Flugleiðir hf. hækkað al- menn fargjöld um 7% í miUUandafíug- inu. Það undarlega er að þessi hækk- un er einungis á farseðlum sem seldir eru á íslandi, ekki erlendis. Ég las svar blaðafuUtrúa Flugleiða við spurningu Morgunblaðsins þar að lút- andi og voru þau sannarlega ekki trú- verðug. Fram kom þar að verið væri að hækka fargjöldin eftir markaðs- svæðum „hér og þar“ eins og það var orðað, og augsýnUega verið að drepa málinu á dreif í svarinu. Við höfum blessunarlega átt kost á öðram undan- komuleiðum með flugi til Evrópu en með Flugleiðum en það eigum við ekki á Ameríkuleiðinni. Það ætlar að verða bið á flugfrelsinu tU og frá Am- eríku hingað til lands. Verkfalliö skellur á. - Geta útlendingar bjargað? Fá erlenda kennara Foreldri hringdi: Ég er farin að óttast að ekki verði samið í kennaradeUunni að svo stöddu og miklar róstur eigi eftir að verða þegar loks samið verður því þá koma kennarar annarra skóla með kröfu upp á sömu laun. Ég skU ekki hvers vegna ekki er leitað út fyrir landsteinana eftir kennurum í fram- haldsskólana. Það væri góð lausn. Eða er einhver munur á þessari atvinnu- grein og fískiðnaðinum í því tiUiti? Varla er fiskiðnaðurinn eitthvað óæðri starfsgrein. Þar þykir sjálfsagt að bjarga málunum með erlendu vinnuafli. Hví ekki í skólunum líka? Hugsum til fuglanna Vilhjálmur Alfreðsson skrifar: Á þessum árstíma verðum við að ihuga ástandið hjá litlu fuglunum, þessum vinum okkar allra. Smáfugl- arnir era eflaust Ula settir í frostinu og rokinu svo þeir fagna hverri matargjöf sem til þeirra berst. Ef sagan úr Gamla testamentinu er sönn, þar sem talað er um dúfurnar hans Nóa er gáfu honum tU kynna að þurrt land væri loksins að fínna eftir syndaflóðið, þá eru fuglarn- ir sannarlega góðir vinir. Ég hef aUtaf fylgst með störunum sem ég held að séu afar greindir fuglar. - Smá saga: Móðir mín var mikiU fuglafræðingur á sinn hátt en hún var aldrei hrifín af störam. Hún sagði að þeir gengju eins og þýskir hermenn! P5K' Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn I slma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV, ÞverhoKi 11, 105 ReyKjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.