Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2000, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2000 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2000 19 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aðstoóarritstjóri: Jönas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, síml: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.ls/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritsfjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plötugerö: isafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverö 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu fonni og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viömælendum fýrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Lausn í nýju launaketfi Hvergi sést í land, sagði Davíð Oddsson forsætisráð- herra í gærkvöld þegar hann lýsti stööunni í harðri kjara- deilu framhaldsskólakennara og ríkisins. Ráðherra lýsti að vonum áhyggjum af ástandinu enda lamar verkfall skólana og þar með vinnu nær tuttugu þúsund framhalds- skólanema. Kennarar, jafnt grunnskólakennarar sem framhaldsskólakennarar, hafa á undanförnum árum gengið harkalega fram í kjarabaráttu sinni og beitt verk- fallsvopninu tíðar er flestar aðrar starfsstéttir. Það bitn- ar hins vegar á þeim sem sist skyldi, æskulýð landsins. Það er skylda ríkisins að veita þúsundum nemenda þjón- ustu, sagði Davíð, en bætti við að vegna verkfalls fram- haldsskólakennara væri mennta- og starfsframa þeirra stefnt í hættu. Framhaldsskólakennarar telja sig hafa dregist verulega aftur úr viðmiðunarstéttum meðal háskólamenntaðra manna á nýliðnu samningstímabili. Á þeirri forsendu vilja þeir leiðréttingu launa áður en kemur að eiginlegum samningum. Leiðréttingarkrafan nemur um 34 prósenta hækkun og kjarakrafan ofan á það er 30 prósenta hækkun launa næstu tvö ár, þ.e. 15 prósent á ári. Enginn efi er á því að kennarastarfið er mikilvægt og kennurum ber kjarabót. Augljóst er þó hverjum manni að kröfur þeirra eru óaðgengilegar viðsemjandanum, fjár- málaráðuneytinu. Yrði að þeim gengið setti það hóflega al- menna kjarasamninga, fyrr á þessu ári, í uppnám. Með öðru yrði slíkt til þess að uppsagnarákvæði þeirra kjara- samninga yrðu í fullu gildi í febrúar næstkomandi. Krist- ján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra út- vegsmanna, lýsti því raunar svo, í setningarræðu þings samtakanna í gær, að launakröfur opinberra starfsmanna, sem væru margfaldar á við það sem aðrir hefðu fengið, væru sem tifandi tímasprengja. Það væri á ábyrgð ríkis- stjórnarinnar hvort sú sprengja spryngi. Framhaldsskólakennarar miða sig við aðrar stéttir há- skólamanna í störfum hjá ríkinu. Ekkert er óeðlilegt við það en kennarar mega ekki gleyma því að í síðustu kjara- samningum völdu þeir aðra leið í kjarasamningum sinum en önnur félög innan Bandalags háskólamanna. Formaður Félags framhaldsskólakennara hefur lýst því svo að kenn- arar hafi lokast inni í miðlægum kjarasamningi af því að þeir fóru ekki vinnustaðasamningsleiðina 1997. Hlutur dagvinnulauna hefur minnkað hjá kennurum en aukist hjá öðrum. Leið til úrbóta og samræmingar þarf því að frnna en lausnin má ekki leiða til þess að kjarasamningar meirihluta launamanna verði í uppnámi. Þótt treglega horfi nú um lausn kjaradeilu framhalds- skólakennara og fjármálaráðuneytisins hlýtur lausn henn- ar að felast í nýju launakerfi sem, auk hóflegra kjarabóta nú, bætir kjör kennarastéttarinnar sé litið til lengri tíma. Samninganefnd ríkisins hefur lagt fram tilboð um nýtt launakerfi sem hugsanlegan lykil að lausninni og samn- inganefnd kennara hefur lýst sig reiðubúna að ræða það kerfi og hugsanlega tilfærslu á yfirvinnugreiðslum yfir í dagvinnu. Með þessu færðust framhaldsskólakennarar nær þeim stéttum sem þeir vilja miða sig við. Mikilvægt er að samninganefndir deiluaðila komi sér saman um niðurstöðu hið fyrsta. Nú er að líða fyrsta vika verkfallsins sem lamar starf framhaldsskólanna í landinu. Því hefur verið haldið fram að standi verkfallið lengur en í 10 daga takist ekki að ljúka haustönn í skólunum, með ófyrirséðum afleiðingum. Verkfallsvopnið er vandmeðfar- ið. í þessu tilfelli skaðar það þann helst sem enga aðild á að verkfallinu, æskulýð landsins. Jónas Haraldsson r>v Hvernig raða skal lýðræði „Það kom því einhvem veginn ótrúlega flatt upp á mig, þegar ég var að raða í hillur, samviskusamlega eftir staf- rófsröð, að á bókasafninu er enginn greinarmunur gerður á bókum. Enginn gæðamunur, á borgarbókasafninu er ekkert stigveldi í bókmenntum, engin kanóna.“ Ég er eitt af þeim smádýr- um í múmíndalnum sem hafa aldrei almennilega skilið póli- tík. Ekki svo að skilja að ég sé ekki pólitísk; ég hef skýrar og ákveðnar skoðanir á póli- tík og rek heilmikla heimatil- búna pólitíska stefnu, en það er þetta með pólitíkina sem vandlega afmarkað fyrirbæri, stjórnmálaumræðuna og stjórnmálafræðina sem ég bara næ ekki. Þetta er allt saman ábyggi- lega mjög merkilegt og bráð- nauðsynlegt (allavega hlýtur kona að álykta svo þegar hún horfir upp á grafaivarlega jakkafataskrýdda karla ræða pólitík í sjónvarpinu (sem betur fer sér hún slíkt hvergi annars stað- ar)) en þegar ég verð fyrir því að lesa um stjórnmál eða heyra talað um stjómmál hef ég allt í einu athyglis- gáfu á við menntskæling (innan við 1 min.) og fer að hugsa um eitthvað annað. Eins og til dæmis ... bókasöfn. Gott dæmi um lýðræði Þannig var það, að þegar svo atvik- aðist að ég fékk í hendur fagurlega bleika bók um framtíð lýðræðis á tím- um hnattvæðingar, þá byrj- aði ég samviskusamlega að lesa formálann og fann hvemig ég fylltist áhuga um þetta merka málefni: hver verða örlög lýðræðis í tæknivæddri framtíð? Á lýð- ræði eftir að flækja sig vand- lega í vefjum tæknisamfé- lagsins eöa verður lýðræðið eitt af þeim fjölmörgu fyrir- bærum (eins og mennska, náttúra, peningaseðlar) sem faila í gegnum möskva nets- ins og týnast í sílíkonhaf- inu? Ég hef einmitt lesið svo mikið af áhugaverðum sæberpönk skáldsögum sem taka á þessari spurningu um lýð- ræði og alvald stórfyrirtækja, mikið er nú sæberpönkið merkileg og vanmetin bókmenntagrein, sem minnir mig á að bókasafnið á allt of lítið af góðu sæ- berpönki - úbbs, sjáiði, þarna er ég aft- ur komin út i bókasöfnin. Reyndar, þegar ég fer að hugsa um það, þá eru bókasöfn alveg ofboðslega gott dæmi um lýðræði. Þegar ég vann fyrst hjá borgarbóka- safninu var ég nýútskrifaður bók- menntafræðingur og stútfull af þekk- ingu á heimsbókmenntunum, ismum og atviksorðum. Það kom því ein- hvern veginn ótrúlega flatt upp á mig, þegar ég var að raða í hillur, sam- viskusamlega eftir stafrófsröð, að á bókasafninu er enginn greinarmunur gerður á bókum. Enginn gæðamunur, á borgarbókasafninu er ekkert stig- veldi í bókmenntum, engin kanóna. Barbara Cartland heldur móðurlegri vemdarhendi yfir Raymond Carver, Dostojevskí nuggar kjölum saman við Arthur Conan Doyle, Sue Grafton og Maxím Gorkí snúa bökum saman, James Joyce og Jóhamar eru mestu mátar og Halldór Laxness deilir glað- ur hillu með H. R. Haggard. Rithöfundar allra þjóða sameinast undir merkjum stafrófsins, og það eina sem aðskilur Suður-Afríska höf- undinn Coetzee frá Guðrúnu frá Lundi eru nokkrir bókstafir. Sömu- leiðis er flokkakerfið lýðræöislegt þar sem heimspeki, dulspeki og tölvu- fræði eiga samleið, listir og íþróttir eru dús og ýktar æviminningar eru óhikað felldar undir sagnfræði. Muldur úr hillunum Snemma á morgnana, þegar myrkrið lúskrar enn i augum glugg- anna, má heyra lágt muldur úr hillun- um þar sem Raskolnikof og Sherlock Holmes ræða um glæpi og refsingar og veikt skrjáf þegar Bjartur snýr aft- ur úr ævintýraferð til náma Salómons konungs; Joyce hækkar röddina þegar hann predikar módemisma yfir Jó- hamri og deilan endar með litlum dynk. Bók liggur á gólfinu. Sagan segir að á nýársnóttu fari bækurnar á skrið og skiptist á síðum; markmiðið er aö búa til bók sem inni- heldur eina lykilsíðu úr öllum heims- ins bókum. Enginn hefur enn fundið þessa bók bókanna en þeir sem hana lesa öðlast eilíft líf. Úlfhildur Dagsdóttir Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræöingur Sjáandinn og símsvarinn tónað boðskapinn um nýj- an skóla og nýjar viddir í menntun lands og lýðs. Nýr skóli þar sem framtíð- arverur sitja allar sem fastast á sama stað en era þó sem skáldið forðum enn að ferðast. Var hans kvæði þó ort af mun minna tilefni. En þarna iða í sama sæti íhugular og einbeitt- ar menntahetjur framtíð- arinnar og þjóta um víðan völl frá Timbúktú til Tíbet um Trékyllisvík og sprikla ekki einu sinni eitt andartak í net- inu. Hvílík sæla hefur það ekki ver- ið okkur jarðbundnum þrælum van- ans að hlýða á þennan lofsöng og seint verður það fullofað aö slíkur sjáandi skuli upp rísa meöcd vor og láta svo lítið að gegna í senn ráð- herraembætti, því hvaö er einn ráð- herrastóll anda sem á sér slíka fram- tíðarsýn? Niöur til moldvörpunnar Að vísu hefur á stundum laumast að mér púki og hvíslað að ekki sé gott að sameina þjónkun við valdhaf- ana hugsjóninni en sem betur fer hafa bemskuáhrifin unnið á þeim leiða fauta og gleðin fyllt huga minn á ný. Þar til í gær. Þá varð mér ófor- varendis á að hlýða á umræður á Al- þingi sem er ákaflega óhollt þeim sem vill trúa á stórar hugsjónir því margur er þar maður jarðbundinn og geflnn fyrir þvarg og þras. Um- ræðuefnið var líka þess eðlis að dregur hugann fremur niður til moldvörpunnar en lyftir til himin- sala; karp um kjaramál. Og vegna þess að þarna voru rædd kjaramál kennara kom að því að fram steig sjá- andinn og hugsjónajöfurinn Bjöm Bjamason og lyftist þá önd min. Nú myndi umræð- an lyftast á hærra plan. En undarlega var maðurinn breyttur, likt og heföi lent í álögum illra trölla; í stað hins forkláraða vígreifa hug- sjónamanns með eld í augum og gullvængjuð orð á tungu var kominn lúpulegur læðu- púki sem tuldraði og muldr- aði í gaupnir sér meðan aug- un hvikuðu til og frá: Ég er nýtur, ég er gegn, ég svara öllum fyrirspurn- um. Öðruvísi mér áður brá, komin svarvél í stað hins glaðbeitta sveim- huga sem lýsti upp menntabrautir framtíðarinnar. Fróm ósk til ráðherra Já, svo brá mér að síðan hef ég vart fest blund á brá. Því er það mín fróma ósk og bón til hæstvirts menntamálráðherra Bjöms Bjama- sonar að til þess að hugsjónaeldurinn kulni ekki út meðal þjóðarinnar, og síst af öllu má hún við því í skamm- degissvartnættinu, að hann útvegi ráðuneyti sinu sem allra fyrst sím- svara sem örugglega fæst með kosta- kjörum hjá Landsímanum, afhendi honum síðan öll sín embættistákn, titla jafnt sem tignarklæði, og læsi síðan kirfilega á eftir sér þegar hann gengur út úr ráðuneytinu til að boða þjóð sinni glæsta framtíð og uppmála henni stórar sýnir. Því af sjáendum er aldrei nóg en í ráðherraembætti nægir að nota símsvara. Geirlaugur Magnússon Geirlaugur Magnússon, framhaldsskólakennari og skétd „Og vegna þess að þama vom rœdd kjaramál kennara kom að því að fram steig sjáandinn og hugsjónajöfur- inn Bjöm Bjamason og lyftist þá önd mín. Nú myndi umræðan lyftast á hærra plan. En undarlega var mað- urinn breyttur..." Frá unga aldri, sennilega fyrir áhrif Æskunnar, Ljósberans og bibl- iusagnanna, hef ég hrifist af sjáend- um og hugsjónamönnum. Uppljómað- ir innra eldi stíga þeir fram meðal lýðsins og óttast hvergi grjótkast, háðsglósur eða krossfestingar fái þeir að lýsa glæstum framtíðarsýnum og göfugum áformum. Þótt einhverjir raunsæishaftavinir séu að tauta að frá þeim sýnum sé langt til fram- kvæmda þá skiptir slíkt engu því hin máttuga sýn kveður í kútinn gráma hversdagsleikans og ryður burt svart- sýnisþokunni úr hugskotinu. Á sama stað en ferðast þó Því hefur það verið sönn ánægja og ósegjanlegur hugarléttir aö fylgj- ast með framgangi Bjöms Bjarna- sonar menntamálaráöherra undan- farin ár . Hann hefur við mýmörg tækifæri stigið fram, forkláraður til augnanna, lyft sjónum til hæða og Með og á móti Fyrirlitlegur þankagangur j „Samtök þjóð- emissinna eru n andstyggilegt fyrir- W bæri sem stendur fyrir allt það lægsta í majmeðlinu - for- dóma, kynþáttahatur og slik- an ömurleika sem hvað eftir annað hefur leitt heimsbyggð- ina inn I hörmulegar styrjald- ir. Milljónir manna liggja í valnum og heilu og hálfu þjóð- unum hefur verið útrýmt. Að í upphafi 21. aldarinnar skuli einhverjir mannvesalingar enn vera við sama heygarðshom mannfyrir- litningarinnar og fyrr er mér óskilj- Björgvin G. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar. anlegt. Það er mér fyrirmun- að að skilja slíkan þankagang og mér fmnst hann fyrirlitleg- ur. Hins vegar er ekki rétt aö banna slíkum samtökum að starfa en ef þau færa sig upp á skaftið og fara að ata út- lendinga rógi og beita þá of- beldi, líkamlegu eða andlegu, á að sjálfsögðu að grípa til þeirra ráðstafana sem lög gera ráð fyrir.“ nasistaflokks á Islandi Afnám tjáningarfrelsis er aöferð alræðisins stjómmálaflokka sem þeim litist illa á. Það reynir fyrst á trú okk- ar á málfrelsið þegar einhver segir eitthvað sem okkur mislík- ar. Öðru máli gegnir hins vegar ef stjómmálaflokkurinn beitir sér fyrir ólöglegum aðgerðum; hefúr t.d. ofsóknir gegn einhverj- um hópi manna. Shkt er nú þeg- ar bannað. Nasistaflokkur Hitlers þrifist því ekki á íslandi. Rökræðan er besta vopnið rBoðskapur svo- kallaðra íslenskra þjóðemissinna leggst hrikalega illa i mig. Ég er samt ekki viss um að ég hafi rétt til þess að banna þeim að tala. Eitt af einkennum alræðis er virðing- arleysið fyrir málfrelsinu. I Sov- étríkjunum mátti enginn vera ósammála Stalín og í Þýskalandi höföu menn verra af ef þeir and- mæltu boðskap nasista. Lýðræðisríki Vesturlanda hafa hins vegar valið leið málfrelsis. Það yrði íslendingum ekki til góðs ef valdamenn þjóðarinnar á hverj- um tíma tækju upp á því að banna þá Hafsteinn Þór Hauksson laganemi. gegn röngum hugmyndum. Við rökræðu kemur í ljós hver hefur rangt fyrir sér og hver rétt. Ég hef því ekki áhyggjur þótt þjóðemissinnum sé heimilt að tjá skoð- anir sínar.“ -rt Nokkrir einstaklingar hafa boðað stofnun þjóðernissinnaös flokks. Flokkurinn hefur samið svartan lista yfir þau fyrirtæki sem hafa útlendlnga í vinnu. Um- deilt er hvort leyfa eigi flokkinn sem sumir telja vera nasistaflokk. Ummæli Aðhaldssöm peningastefna „Stefnan í pen- ingamálum er að- haldssamari um þessar mundir en nokkru sinni síðan núverandi skipan fiármálakerfis og peningastjómunar komst á. Áhrifa hærri stýrivaxta Seðlabankans gætir þvi nú með fullum þunga og stuðla að því að draga úr eftirspum og treysta forsendur verðstöðugleika á næstu misserum. Miðað við núver- andi aðstæður mun Seðlabankinn áfram reka aðhaldssama peninga- stefnu þar til ótvíræð merki sjást um að úr ofþenslunni dragi og að verð- bólga stefni öragglega á það stig sem er í okkar viðskiptalöndum." Birgir Isleifur Gunnarsson seölabanka- stj. I Mbl. 9. nóvember. Kreppan sýnir sig „Milliuppgjörin vora vonbrigði, rekstraramhverfi fyrirtækjanna hef- ur breyst mjög til hins verra og al- mennt er frekar dökkt framundan á hlutabréfamarkaöi. Verðtryggð rikisskuldabréf eru kannski helsti kosturinn í stöðunni núna, ekki síst í ljósi verðbólguútlits. Allt verðfall á verðbréfum, hvort sem um ræðir hátæknifyrirtæki eða rikis- skuldabréf, hefur þau áhrif að fiár- munir tapast og það getur leitt til samdráttar." Þorvaldur Lúövík Sigurjónsson, sérfræöingur hjá Kaupþingi, í Degi 9. nóvember. Eitt stórt skipulagsleysi „í allri fiölmiðl- * un er afskaplega mikilvægt að menn velji sér ákveðinn markhóp sem stil- að skal á, til dæm- is ákveðnir aldurs- hópar eða þá að höfðað sé til ákveð- inna áhugahópa og svo framvegis. Sjónvarpið fer hins vegar þá leið að búa til huggulegan magasínþátt sem fiölskyldan getur sameinast við að horfa á meðan hún fær sér ís eftir steikina á laugardagskvöldi. Útkoman í þættinum verður því eins og maður sé kominn í gamla kaupfélagsverslun úti á landi; allt fæst og ægir öllu sam- an í einu stóru skipulagsleysi." Siguröur Bogi Sævarsson blm. f Degi 9. nóvember. Skoðun Vitnisburður tveggja forseta Karl Th. Birgisson blaöamaöur Þegar þetta er ritað er kjaradeila framhalds- skólakennara enn óleyst. Fréttir af samningum eru, eins og flestar fréttir af samningum, okkur dauðlegum og óinnvigð- um fullkomlega óskiljan- legar. Ósamrýmanlegar fullyrðingar um prósent- ur hér og þar era marklausar því að þeir eru líklega teljandi á fingrum annarrar handar sem skilja launakerfi framhaldsskólakennara ' frekar en önnur launakerfi. Það er hins vegar áberandi hvað ekki er talað um: Eru skólarnir nógu góöir? Eru kennararnir nógu góðir? Hvemig standa íslenzkir framhalds- skólanemendur í samanburði viö ná- grannalöndin? Og svo framvegis. Kennarar halda því auðvitað fram - og með nokkrum rétti - að með hærri launum fáist betri kennarar og þar með betri skólar. Þetta er hins vegar afar þröngt sjónarhorn á skólamál og stendur umræðu um þau fyrir þrifum. - Undir þetta taka tveir forsetar sem gert hafa launa- baráttu kennara að viðfangsefni sínu, þótt með ólíkum hætti sé. sem voru ekki einu sinni rétt stafsett. Clinton lagði þess vegna til að kennarar yrðu látnir þreyta próf til að tryggja að þeir byggju yfir sömu kunn- áttu og krafizt var af nemend- um í 8. bekk. Eins og við var að búast brugöust kennara- samtök ókvæða við þessum hugmyndum og sögðu þær jafngilda árás á kennarastétt- ina alla og óumdeilda hæfi- leika hennar. En Clinton hafði sitt fram og niðurstaðan varð sú að 1.300 kennarar í Arkansas ýmist féllu á prófinu eða vildu ekki taka það og hættu. 1 kjölfarið hækkaði Clinton laun kennara um tíu pró- sent. Þetta ásamt fleiru varð til þess að í Arkansas urðu hraðari framfarir í skólamálum en í flestum öðrum ríkj- um og Clinton fékk orð á sig fyrir að láta ekki hagsmunasamtök ráða stefnu sinni heldur gæta hagsmuna almennings, sem í þessu tilviki voru nemendur og skattgreiöendur. Og Ólafur Ragnar Á Degi símenntunar hélt Ólafur Ragnar Grímsson ræðu sem vakti of litla athygli miðað við innihaldið. Dæmi um lýsingar forseta lýðveldis- ins á stöðunni í íslenzkum skólamál- um: „Hefðin festist hægt og bítandi í kerfi reglugerða og laga og stéttarfé- lög kennara, skólameistara og sér- fræðinga ófu hagsmuni sína saman við námsform fyrri alda. Skólinn varð ekki aðeins hús og starfsvettvangur í föstum skorðum tíma og árstíða heldur einnig vel girt vígi hagsmuna, réttinda og kjara. Menntunin var skilgreind sem ein- ingarmæld afurð með fastmótað upp- haf og skýr endalok og oft hefur virst sem hagsmunir stofnana og starf- stétta hafl ráðið þar meiru en inn- takið sjálft. Undanfarin ár og jafnvel áratugi hefur umræoa okkar íslendinga á vettvangi skólamála og menntunar verið of bundin við samninga um kaup og kjör, um lög og reglugerðir, réttindi og kröfur, skipulag stofnana og húsakost. Allt eru þetta þörf við- fangsefni og nauðsynleg, en þau mega hvorki byrgja okkur sýn né læsa okkur í liðnum tíma.“ - Er nokkur að hlusta á forsetana? Karl Th. Birgisson Bill Clinton Þegar Bill Clinton, fráfar- andi Bandaríkjaforseti, var ríkisstjóri í Arkansas vora menntamál honum mjög hugleikin. Þau voru í nokkrum ólestri og ríkið stóðst engan veginn saman- burð við aðra landshluta, sama hvort mælikvarðinn var frammistaða nemenda, laun kennara eða útgjöld sem hlutfall af tekjum ríkis- ins eöa miðað við höfðatölu. í Arkansas, eins og víða annars staðar, höfðu kenn- arar uppi kröfur um hærri laun og héldu því fram að launahækkun væri forsenda þróunar og framfara í skóla- starfi. Clinton tók undir þetta svo langt sem það náði en hann hafði lika áhyggjur af því að kennarar væru ekki nógu góðir og bar m.a. fyrir sig kvartanir foreldra sem höfðu sýnt honum bréf frá kennurum barna sinna Bill Clinton og Ólafur Ragnar Grímsson - „tveir forsetar sem gert hafa launabaráttu kennara að viðfangsefni sínu þótt með ólikum hœtti sé.“ - En er nokkur að hlusta á forsetana?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.