Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2000, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2000, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2000 DV Tilvera 2! DV-MYND EINAR J. Fólkiö á bak við Traust og Trygg Felix Bergsson, Gunnar Helgason og Jón Ólafsson viö upptökur. Meö þeim er Brynhildur Guöjónsdóttir leikkona sem einnig vinnur aö gerö efnisins. Traustur og Tryggur í nýjum ævintýrum: Sögur í leik- formi með miklum söng Traustur og Tryggur er heitið á nýju íslensku bamaefni á geisla- diskum sem Hljóðkúbbur barnanna gefur út. Fyrsti diskurinn kom út fyrir um ári síðan og em þeir nú orðnir 13 alls. Hægt er að gerast fé- lagi í Hljóðklúbbnum og fá nýjan disk sendan heim til sín í hverjum mánuði. Félagarnir Gunni og Felix semja efnið en þeir hafa fyrir löngu getið sér gott orð fyrir vandað og uppbyggilegt bamaefni, meðal ann- ars í Stundinni okkar. Að sögn Felix Bergssonar tjalla geisladiskamir um ævintýri hund- anna Trausts og Tryggs sem búa í Rakkavík en auk þeirra koma fjöl- margir aðrir skemmtilegir karakt- erar við sögu. „Við byggjum efnið þannig upp að sagan er sögð í leik- formi. Þetta eru lítil leikrit. Allir karakteramir eru leiknir og svo syngja þeir,“ segir Felix og bætir við að það sé heilmikil tónlist á hverjum diski. Heiðurinn af tónlistmni á Jón Ólafsson tónlistarmaður og kveðst Felix mjög ánægður með samtarfið við Jón. „Þetta er mikið af mjög skemmtilegum lögum sem Jón er búinn að semja og það kemur að því að við söfnum þessu öllu saman á einn stað og gefum þessa tónlist út,“ segir Felix. Felix segir að þetta efni sé að mörgu leyti byggt upp á svipaðan hátt og annað efni sem þeir félagar hafa unnið í gegnum tíðina. „Þetta hefur skemmtigildi en jafnframt ákveðið fræðslugildi og svo er von- andi einhver fílósófía í þessu sem hugnast fólki. Við erum svolítið að ræða hluti úr nánasta umhverfi krakkanna sem skipta þá máli. Við erum fengnir mjög mikið til að skemmta og það er greinilegt að krakkamir þekkja þessa karaktera mjög vel, þeir hafa verið alveg með á nótunum og syngja með,“ segir Felix og bætir við að til standi að halda stóra tónleika fyrir böm í Borgarleikhúsinu þann 16. og 17. desember næstkomandi. „Þar ætl- um við að syngja þessi lög og leyfa krökkunum að njóta þess með okk- ur. Þetta er alveg óskaplega spenn- andi verkefni. Þetta verður senni- lega i fyrsta sinn sem haldinn er svona stór bamakonsert sem er svo- lítið óvanalegt. Yfirleitt eru þetta skemmtanir, jólaleikrit eða eitthvað slíkt en þama ætlum við bara að vera með tónleika fyrir böm,“ segir Felix Bergsson. -EÖJ Fegurð og förðun Förðun er ekki aðeins til að fá fólk til að líta betur út, heldur er stór hluti forðunar að breyta útliti fólks. Förð- unarskóli íslands hefur þá sérstöðu meðal annarra skóla að kenna fórðun af öllum gerðum og efna þeir til nám- Þessl gæti verið úr hryllingsmynd. Föröun gerö af Stefáni Jörgen. skeiða fyrir þá sem vilja kynnast leyndardómmn fórðunar. í dag hefst þriggja daga námskeið á vegum skól- ans sem ætlað ölliun þeim sem huga að persónusklöpun í leikhúsi og kvik- myndum, búa til fylgihluti fyrir fantasíufórðun, sterkar farðanir, Hrekkjavökufarðanir og grímuböll ásamt grunnvinnu í grímu- og brúðu- gerð. Kennslan fer fram í forðunar- skóla íslands, Einholti 2. Kennarar við skólann eru Stefán Jörgen og Anna Toher, sem jafnframt er skólastjóri. Stefán Jörgen er með þekktustu fórðunarmeistara landsins, hefur unnið við fjölda kvikmynda, meðal annars Myrkrahöfðingjann og nýlega kom hann að sérverkefni fyrir erlenda brellumeistara í kvikmynd- inni Monster sem var að hluta til tek- inn hér á landi. Anna Toher hefur langa reynslu af kennslu og ráðgjöf i fórðun og haldið fjölda förðunar- keppna. LA-Z-BOY stóltinn er vinsælasti heilsu- og hvíldarstóllinn í Ameríku. LA-Z-BOY stóttinn gefur frábæran stuðning við bak og hnakka og uppfyltir kröfur nútímans um aukin þægindi. Innbyggt skarnmel tyftir fótum sem léttir á btóðrðs og hjarta og eykur vetlíð3n. LA-Z-BOY (Skrásett vörumerki) LA”Z”B0Y er skrasett vörumerki og fæst aðeins i Húsgagnahöltinni. Verið vandlát. tryggið gæði og betri endingu. Framleitt í UbA Tegund: Omma kr. 68.270,- HÚSGAGNAHÖLLÍN Margar tegundir. Veró frá kr. 37.980,-. Aklæói & leður í miklu úrvaLi. Biidshöfða, 110 Reykjavík, sími 50 8000. www.husgagnahoUín.i BORGARSKIPULAG REYKJAVIKUR BORGARTÚN 3-105 REYKJAVÍK • SÍMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Auglýsing um afgreiðslur borgarráðs Reykjavíkur á auglýstum deiliskipulagstillögum. í samræmi viö 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, meö síðari breytingum, eru hér með auglýstar afgreiðslur borgarráðs Reykjavíkur á eftirtöldum deiliskipulagstillögum: Hálsahverfi, deiliskipulag Borgarráð Reykjavíkur samþykkti þann 26. september sl. nýtt deiliskipuiag fyrir Hálsahverfi sem afmarkast af Bæjarhálsi til suðurs, Bitruhálsi til vesturs, lóðum næst Suðurlandsvegi til norðurs og Vesturlandsvegi til austurs. Deiliskípulagstillagan var auglýst til kynningarfrá 7. júlí til 4. ágúst með athugasemdafresti til 18. ágúst 2000. Þrjár athugasemdir bárust við tillöguna og var hún samþykkt með smávægilegum breytingum til að koma á móts við þær. Umsögn um athugasemdirnar hefur verið send athugasemdaaðilum og þeim tilkynnt um afgreiðslu borgarráðs. Skipulagsstofnun var sent deiliskipulagið til skoðunar og gerði stofnunin ekki athugasemd við að auglýsing um gildistöku þess yrði birt í B-deild Stjórnartíðinda. Miklabraut, deiliskipulag vegna breikkunar Borgarráð Reykjavíkur samþykkti þann 26. september sl. deiliskipulag af Miklubraut, milli Kringlumýrarbrautar og Grensásvegar, vegna breikkunar götunnar. Deiliskipulagstillagan var auglýst til kynningar frá 9. ágúst til 6. september með athugasemdafresti til 20. september. Athugasemdir bárust frá 10 aðilum og var tillagan samþykkt með smávægilegri breytingu til að koma á móts við athugasemdir. Umsögn um athugasemdirnar hefur verið send athugasemdaaðilum og þeim tilkynnt um afgreiðslu borgarráðs. Skipulagsstofnun var sent deiliskipuiagið til skoðunar og gerði stofnunin ekki athugasemd við að auglýsing um gildistöku þess yrði birt í B-deild Stjórnartíðinda. Laugardalur, breytt deiliskipulag vesturhluta Laugardals Borgarráð Reykjavíkur samþykkti þann 19. september sl. breytingu á deiliskipulagi vesturhluta Laugardals. Deiliskipulagstillagan var auglýst til kynningar frá 26. júlí til 23. ágúst með athugasemdafresti til 6. september. Tvö athugasemdabréf bárust. Var tillagan samþykkt með nokkrum breytingum vegna þeirra auk þess sem svæðið sem breytingin tók til var stækkað. Umsögn um athugasemdirnar hefur verið send athugasemdaaðilum og þeim tilkynnt um afgreiðslu borgarráðs. Skipulagsstofnun var sent deiliskipulagið til skoðunar og gerði stofnunin ekki athugasemd við að auglýsing um gildistöku þess yrði birt í B-deild Stjórnartíðinda. Nánari upplýsingar eða gögn um framangreindar deiliskipulagsáætlanir og afgreiðslu þeirra er hægt að nálgast á skrifstofu Borgarskipulags Reykjavíkur að Borgartúni 3, Reykjavík. Borgarskipulag Reykjavíkur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.