Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2000, Blaðsíða 4
F F T T R Y i inT...............................hl.....N.....11, Vikan 10. nóvember til 16. nóvember lifið Ifókus í kvöld frumsýnir Háskólabíó fram- hald hinnar geig- vænlega vinsælu grínmyndar The , Nutty Professor ) með Eddie Murphy. í The Klumps er Janet Jackson í hinu aðalhlutverkinu og Eddie sjálfur í helstu aukahlut- verkum sem meðlimir hinnar frjálslega vöxnu Klump-fjölskyldu. „Á föstudagskvöldið var ég að leika í leikrit- inu Strætið sem er frábært leikrit sem verið er að sýna í Stúdenta- leikhúsinu. Eft- ir leikritið fór ég með sam- starfsfólki, vin- um og kunn- ingjum á djam- mið. Laugardagurinn fór að mestu í hvíld og um kvöldið var ég aftur að leika í Stræt- inu. Seinna um kvöldið horfði ég í fyrsta sinn á myndina Englar alheimsins sem er al- veg frábær mynd. Helgina end- aði ég síðan á að fara og borða ljómandi góðan mat hjá mömmu og pabba.“ Hlynur Páll Pálsson bók- menntafrœðinemi. Féria er nýr fastur háralitur frá UOréal er býður upp á fjölmarga litatóna. Féria skiptist í Féria Color liti og Féria Contraste strípuliti sem innihalda bursta til að greiða strípur í hár. Féria er fyrir þá sem vilja leika sér að litum! Nú með 15% kynningarafslætti! Lyf&heilsa Brúðkaup í bígerð Þegar við komum til leiks stendur til að ljúflingurinn Sherman giftist prófessor Denise Gaines, sem Janet Jackson leik- ur. Denise sæta hefur með mat- græðgi sinni falliö í kramið hjá Klumpunum, sérstaklega ömmu gömlu, sem er himinlifandi yfir því að litli strákurinn hennar fái nú loksins að ríöa. Gleðistöngull- inn tággranni og kjaftfori Buddy Love, sem spratt úr iðrum Shermans í fyrri myndinni, er hins vegar ekki jafn sáttur og ákveður að dúkka upp á yfirborð- ið og grípa í taumana. Birtingar hans eru margslungnar, en kjaft- urinn og stælarnir á honum eru slíkir að Sherman er við það að missa alla virðingu. Slagurinn stendur að mestu um yngingarlyf sem Sherman hefur fundið upp og hefur reynt að halda leyndu fyrir Buddy. Auðvitað mistekst sá felu- leikur, og það meira að segja eftir að Klumparnir sumir hverjir stel- ast í lyfið með lostaörvandi afleið- ingum. Sherman á þá á brattann að sækja að ná aftur formúlunni, stabílísera fjölskylduna og sann- færa Denise um að það sé ekki glappaskot hjá henni að ætla að giftast sér. Janetar þáttur Janet Jackson hefur fyrir löngu sýnt að henni er fleira til lista lagt en að vera bara örverpið í Jackson-familíunni músíkölsku Langþráð pylsa og shake „Á föstudags- kvöldið gerði ég ekkert nema að bera á mig brúnkulitinn og fór snemma að sofa. Um morg- uninn fór ég í samanburðinn fyrir fitness- keppnina og svo aftur heim til Keflavíkur í myndatöku hjá Suðurnesjablöðunum. Svo var mótið um kvöldið og eftir það fékk ég mér pylsu og shake sem ég hafði beðið lengi eftir að gera. Ég ætlaði síðan að fara í Leikhúskjallarann en mundi að ég átti eftir ritgerð og að læra fyrir þrjú próf þannig að ég sat í súpunni með það á sunnudaginn." Freyja Siguröardóttir fitness- meistari Klumparnir í fning Eddie Murphy er kominn fram á sjónarsviðið enn einn ganginn, nú með aðra mynd sína um spik- fjallið Sherman Klump og ævin- týri hans. Fyrri myndin, sem var aftur endurgerð á meistarastykki Jerry Lewis, The Nutty Profess- or frá 1963, var sprenghlægileg og reisti feril Murphy við eftir að hann hafði ekki gert almennilega mynd árum saman. Nú hristir hann, með dyggri aðstoð þolin- móðra förðunarmeistara, fram úr erminni nánustu ættingja prófess- orsins, hina útblásnu Klump-fjöl- skyldu, sem vakti feikna lukku með drundrímum sínum í fyrri myndinni. Janet Jackson fer með hlutverk tilvonandi brúðar Shermans Klump í myndinni. Fjölskyldan er ekki lengi að taka hana í sátt þegar þau komast að því að stúlkan getur innbyrt heilu ósköpin af mat. og geðheilsutæpu. Á yngri árum lék hún í sjónvarpsþáttaröðunum Good Times og Diffrent Strokes, sem voru feikivinsælar í Banda- ríkjunum, og Fame-þáttunum, sem ættu vart aö þurfa kynningar við. Hún hefur gefið út slatta af hljómplötum og má þar helst nefna Control og Rhythm Nation 1814 frá seinni hluta níunda ára- tugarins og er þvílíkur fantadans- ari að í samanburði er Michael stóri bróðir eins og draghölt fylli- bytta á níunda glasi. Staða hennar í poppheiminum er því sterk, en til þessa hefur framlag hennar til kvikmyndanna takmarkast við rullu á móti Tupac Shakur í Poetic Justice, sem John Singleton leikstýrði og kom út 1993. Nú er bara að sjá hvort hún nær að meika það á hvíta tjaldinu sem verðandi Klump-kona. Svo má geta þess að í Lífinu eftir vinnu má nálgast frímiða á mynd- ina, en hann gildir fyrir þá 300 fyrstu sem hafa rænu á að not- færa sér hann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.