Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2000, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2000, Side 5
Ifókus Vikan 10. nóvember tll 16. nóvember llflðpFTT R Y T N N II Grínmeistarinn Eddie Murphy hefur upplifað jafnt velgengni og mótlæti á kvikmyndaferli sínum. Gagn- rýnendur og bíógestir hafa andað heitu og köldu á framlög hans í Hollywood, en nú ætlar hann sér að fylgja eftir vinsældum The Nutty Professor. M i ku snillingur Eddie Murphy er ein skærasta grinstjarna síðustu áratuga. Hann fæddist árið 1961 í Brooklyn, en vakti fyrst athygli í sjónvarpsþáttunum Saturday Night Live þegar hann var aðeins 19 ára gamall. Upp úr því hasl- aði hann sér völl í Hollywood með myndum eins og hinum klassísku 48 HRS., þar sem hann og hinn sítimbraði Nick Nolte mynduðu óborganlegt teymi, og Trading Places, sem skartaði Dan Aykroyd í hinu aðalhlutverkinu og hinni á tíð- um berbrjósta Jamie Lee Curtis í aukahlutverki sem gleðikona. Að þessu loknu festi hann sig í sessi með úberhittaranum Beverly Hills Cop. Löggan snarráða Axel Foley var það vinsæl í þessari hasarmynd að talin var ástæða til að gera aðrar tvær með sama nafni. Grínið í fyrirrúmi Eddi hélt þó fast í grínið og ferðað- ist um Ameríku með síbreytilega uppistandsrútínu sína, sem má sjá í allri sinni dýrð í Delirious, þar sem hann hermir snilldarlega eftir seríu af persónum eins og Elvis, Mr. T, Mich- ael Jackson og James Brown. The Golden Child, sem kom út árið 1986, þótti hins vegar misheppnuð og því reið á að næsta mynd nyti vinsælda. Þannig vildi svo til að Eddi fékk spjallþáttafrömuðinn þáverandi Arsenio Hall til að leika með sér fjölda hlutverka í myndinni Coming to America. Félagarnir léku jafnt karla og konur, svertingja og gyðinga, presta og graðnagla, og stóðu sig með prýði i þess- um ólíku hlutverkum, en þó að myndin væri þræl- fyndin á köflum og með snillinga eins og Samuel L. Jackson og Eriq La Salle (Benton í ER) í aukahlut- verkum skyndibitaræn- ingja og hárslímserfingja voru móttökur hennar ekki sem skyldi og frægðarsól Edda fór lækkandi. Hnignun og endurkoma Á næstu árum gerði Eddi þunnildislegar myndir sem fóru mikið til fyrir ofan garð og neðan, eins og hina grautfúluBoomerang. Hann gerðist meira að segja svo tæpur að birtast í myndbandi við lagið Rem- ember the Time með viðr- ininu Michael Jackson, sem hafði verið uppáhalds- skotmark hans á árum áður. Þó að það örlaði á sprettum eins og í The Distinguished Gentleman var það ekki fyrr en með The Nutty Professor sem viðtökurnar fóru að lagast og hjólin fóru að snúast á ný. Eddi hefur verið mis- jafn síðan, en hér á síðunni fylgir listi með helstu myndum hans. Eddie Murphy er einn af vinsælustu gamanleikurum síðari tíma þó myndir hans hafi verið misjafnar í gegnum tíðina. Þrátt fyrir villt líferni á yngri árum hefur hann nú róast og sést hér með eiginkonu sinni, Nicole. Myndir Eddies 48 HRS. (1982) Trading Places (1983) Delirious (1983) Beverly Hills Cop (1984) Best Defense (1984) The Joe Piscopo Video (1985) The Golden Child (1986) Beverly Hills Cop II (1987) Raw (1987) Coming to America (1988) What’s Alan Watching? (1989) Harlem Nights (1989) Another 48 HRS. (1990) The Distinguished Gentleman (1992) Boomerang (1992) Beverly Hills Cop 111 (1994) Vampire in Brooklyn (1995) The Nutty Professor (1996) Metro (1997) Mulan (1998) Doctor Dolittle (1998) Holy Man (1998) Life (1999) Bowfinger (1999) Nutty Professor II: The Klumps (2000)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.