Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2000, Blaðsíða 7
Ifókus Vikan 10. nóvem b e r t í I 1 6 ■ n ó v e m b e r 1±L1A F F T ii i iTim v t M M II Stórhljómsveitin Todmobile er risin úr rekkju eftir allnokkurn dvala, hefur gefiö út geisladisk og hyggst rúnta um landið á næstu vikum, Fókus hafði samband við Andreu Gylfadóttur söngkonu og spurði hana tíðinda. Jákvæður yfir vötnum Þegar Todmobile ber á góma minn- ast menn fyrri hluta tíunda áratugar- ins, þegar Sálin, Sólin, Nýdönsk og svo auðvitað Todmobile slógust um hjörtu landsmanna. Eftir að Eyþór Amalds sagði sig úr rokkheiminum, lét klippa sig og gekk í lið með Mammoni hefur minna borið á sveit- inni og þau Andrea Gylfadóttir söng- kona og Þorvaldur Bjami Þorvalds- son gítarleikari hafa einbeitt sér að öðrum verkefnum í ríkara mæli, enda margslungnir og hæflleikaríkir listamenn bæði tvö. Nú er hins vegar komið að því að reisa risann við með nýjum diski og hljómleikaferðalagi. Hvernig er nýi geisladiskurinn upp- byggóur? „Þetta er tvöfaldur diskur, sem er safn okkar bestu laga frá árinu 1988 til dagsins í dag. Inni í þessari mynd em svo tvö ný lög.“ Eru einhverjar nýjar stefnur í gangi? „Það má auðvitað þekkja gamla góða Todmobile-sándið, þannig að gömlu aðdáendurnir ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum. Hitt er ann- að mál að ný lög era alltaf ný lög og ekki hægt að segja að þau séu eins og hin eða jafnvel sambærileg." Hversu langur veróur túrinn? „Við ætlum að byrja á því að halda ball á Selfossi núna á laugardaginn, 11. nóvember. Siðan stökkvum við upp í rútuna á mánudaginn og túram landið upp á gamla mátann. Enda- punkturinn verður siðan í Óperunni á fullveldisdaginn, 1. desember." Veróa einhverjar aórar hljómsveitir í samfloti meó ykkur? „Nei, við erum alein í þessu, enda fullfær um að halda þessu uppi sjálf." Er eitthvaö planaó um áramótin? „Nei, við eram nú ekki komin svo langt enn þá. Ég er sjálf upptekin fyrri parts kvöldsins en það er aldrei að vita hvað verður úr nóttinni." Var hljómsveitin hœtt eða var þetta bara langt hlé? „Hljómsveitin hefur aldrei hætt, þetta hefur bara verið spurning um að taka sér frí á stundum. Við gerð- um 3 ára hlé á sínum tíma en síðan gerðum við plötuna Perlur og svín árið 19% með samnefndri mynd. Við höfum annars haft þá stefnu að halda nokkur gigg á ári.“ Tekur Eyþór einhvern þátt í komm- bakkinu? „Það eru 6 ár síðan hann sagði sig úr þessari hljómsveit og hingað til er ekkert útlit fyrir að hann verði með í þessu, nei.“ Hvaóa lög meö Todmobile eru i uppáhaldi hjá þér? „Það eru svo mörg sem koma til greina, enda er þetta sjöundi diskur- inn okkar sem er að koma út. Ég hef samt alltaf haft sérstakt dálæti á lag- inu Bæn, og svo eru nokkur önnur, eins og Spiladósarlagið, Stúlkan og Betra en nokkuð annað.“ í hverju liggur munurinn á að syngja rokk annars vegar og blús eóa djass hins vegar? „Þetta era músíklega ólíkar stefn- ur, en ég get ekki gert upp á milli á neinn hátt. Þetta er bara ólíkt í eðli sínu.“ Ætlió þió að fara aö moka inn tón- listarverölaunum aftur? „Já, það er planið hjá okkur. Við eram að vinna með meira efni og stefnum ótrauð að því að gefa út plötu á næsta ári. Það svífur mjög já- kvæður andi yfir vötnum hjá okkur um þessar mundir." MORGUNVERÐUR: HEIMA Mér líftur yfirleitt best heima. Það er einfald- ast og þægilegast að borða morgunmatinn þar í faðmi fjölskyldunnar. HJÁ JÓA FEL Þar sem ég á heima rétt hjá Jóa Fel finnst mér gráupplagt að fara þangað af og til og fá mér eitthvað létt og gott brauðkyns. Þá tek ég gjarnan strákinn með mér. HÁDEGISVERÐUR: ASKUR ur fyrir að maður líti í bæinn og Kaffibrennsl- an verður þá helst fyrir valinu. SKUGGABARINN Ef ég þræði ekki kaffihúsin heldur ákveð að einbeita mér að einum stað enda ég oftast á Skuggabarnum og sit þá í róleg- heitum frekar en að flippa eitt- hvaö út. RÓNANTÍK: ^GAMLI MIÐBÆR- I^INN Eg er mjög II hrifinn g ö m u m Ég dreifi staðar- , valinu^ svolít-W ið I há-S deginu þegar ég \ stekk úr vinnunni til aö fá mér\, 'sjL eitthvað iv gogginn. Askur er með mjög góð- an mat og sérstak- lega viðkunnanlegt N umhverfi og ég fer oft þangað. JB o g f i n n s t m j ö g skemmtilegt að ganga um í eldri hverfum, eins og svæðinu upp af Það er ákaflega róm- MR PIZZA HUT Stundum vil ég hafa há- degismatinn í léttari kantinum og þá fer ég iðulega í hollustuna á hlaðborðinu á Pizza Hut. antiskt hverfi. KVÖLDVERD- UR: HÓTEL HQLT ELLIÐAVATN Elliðavatn er sérstaklega fal- legur staður og ég gæti vel hugsað mér að búa þar, það er örugglega frábært. Elliöavatn er vin í stórborginni. i HEILSA: | ÍÞRÓTTAHÚSIÐ í SAFAMÝRI ’ Handboltaæfingarnar með Fram hafa haldið mér að mestu við efniö hingað til en við tökum á því í íþróttahúsinu við Safamýri. Eins og með morgunmatinn finnst mér yfirleitt best að vera heima hjá mér. Ég fer að- allega út að borða á tyllidögum og þá er Hoitið góður kostur. Þjónustan þar er góð og virkilega dekrað við mann þannig að maður fer sáttur þaðan út. KENTUCKY FRIEP CHICKEI Hinum megin á skalanum í minni veitinga- húsasókn er Kentucky Fried Chicken. Það er pottþétt að fara þangað og fá sér take-away ef maður nennir ekki að elda. ÚT Á DJANNID: KAFFIBRENNSLAN Ég hef ekki ... SUND-N LAUGIN í LAUGARDAL Mér finnst mjög gaman að skreppa með fjöl- skyldunni í Laugardalslaugina þegar tími gefst. Maður er náttúrlega aldrei of gamall til að fara í rennibrautina þannig aö ég dreg strákinn meö mér í hana. Annars nenni ég aldrei að synda þannig að ég hangi bara í pottinum. Njöröur Árnason handboltakappi. Krufningar, uppvakningar, keðjusagir, vampírur og fleira fínirí er í boði í hryllings- myndaviku Filmundar sem nú stendur yfir í Háskólabíói. Keðj u sag i r og kolgeggjaðar mæður í gær hófst hryllingsmyndavika Filmundar í Háskólabíói með sýningu á nýrri þýskri kvikmynd, Anatomy, í leikstjórn Stefans Rizowitskys. Myndin varð ein sú mest sótta í Þýskalandi og Austur- ríki þegar hún var frumsýnd þar fyrr á þessu ári. Anatomy fjallar um læknanem- ann Lindu sem er við það að byrja nám sitt í krufningum. Á leiðinni í lestinni í fyrsta tímann kynnist hún tveimur öðrum læknanemum, Gretchen og David. David hverfur á dularfullan hátt á leiðinni og sjá þær ekki til hans aftur fyrr en í fyrsta krufningstímanum sem lík- ið sem krufið skal. Spennan eykst jafnt og þétt í leit Paulu að sann- leikanum um dauða Davids. Paulu leikur Franka Potente sem einhverjir ættu að kannast við því hún lék aðalhlutverkið í kvikmyndinni Run Lola Run. Aðrar myndir í hryllingsmynda- vikunni eru ekki síður spennandi. Þar má fmna Dracula frá ‘58 með Christopher Lee í aðalhlutverki (hann hefur komið til íslands), hina klassisku Night of the Liv- ing Dead frá ‘68 og The Texas Chain Saw Massacre frá ‘74, sem einnig fyllir flokk sígildra hryll- ingsmynda. Tvær hrollvekjur eru á hátíð- inni sem hljóta þann heiður að vera fyrstu kvikmyndir leik- stjóranna í fullri lengd, hin ný- sjálenska The Irrefutable Truth about Demons og þýski hryllingurinn Curiosity and the Cat. Að lokum er þarna verk danska leikstjórans Martins Schmidt, Sidste Time, að ógleymdri hinni stórkostlegu Braindead Peters Jacksons, en hann er meðal annars frægur fyrir Bad Taste, Heavenly Cr- eatures og Frigtheners, með Michael J. Fox í aðalhlutverki. staðir á Islandi Reykjavík: Austurstræti 3, Suðurlandsbr. 46, Esso-stöðin Ártúnshöfða & Kringlunni. Hafnarfjörður: Esso-stöðin, Lækjargötu 46, Esso-stöðin, Reykjavíkurvegi 54. Keflavík: Hafnargötu 32. Akureyri: Kaupvangsstr. 1. *SUBUURY* Ferskleiki er okkar bragð."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.