Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2000, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2000, Qupperneq 9
b i ó Ifókus Vikan 10. nóvember til 16. nóvember ll±±gu. V T M M II II í kvöld frumsýnir Stjörnubíó breska eðalkrimmann „Snatch“. Myndin er langþráð önnur mynd leikstjórans Guy Ritchie og skartar hrúgu af úrvalsleikurum, með skurðgoðið Brad Pitt fremstan meðal jafningja. Glæponar í sýrðum hrærigraut Lock, Stock and Two Smoking Barrels var ein allra besta spennu- og grínmynd níunda áratugarins, ef ekki sú besta. Tryllingslegur söguþráöurinn, flugbeitt samtölin, þykkur Lundúnahreimurinn, grát- broslegir bófar, frábær tónlist og geðveikisleg en áhrifarík mynda- taka og klipping sáu til þess að myndin varð ógleymanleg þeim sem hana sáu og gerði leikstjór- ann, Guy Ritchie, að stjömu. Á þeim tveimur árum sem síðan eru liðin hefur Guy helst komist i frétt- irnar fyrir að vera bólfélagi Madonnu númer eitthvað og bamsfaðir númer tvö, en nú er loksins komin frá honum önnur kvikmynd sem ber heitið Snatch. Kaninn bætist í blönduna Eins og í LS2SB gerast hlutirnir í London en nú taka að auki nokkr- ir dólgslegir amerískir rummungar þátt í plottinu. Það eru engir smá- kallar (Ritchie virðist engan áhuga hafa á að búa til bitastæð kvenhlut- verk) sem koma að vestan, t.d. eru Benicio Del Toro (“hand me the fucking keys, you cocksucker, what the fuck?“) og Dennis Farina („Taxi! To the fucking airport“) al- vön bíófúlmenni. Aðalmaðurinn er samt auðvitað gredduvakinn ný- gifti, Brad Pitt, en hann leikur írska sígaunann One Punch Mickey sem er boxari sem neitar að láta kaupa sig. Karakteramir heita reyndar flestir sýrulegnum mafíunöfnum sem gætu fengið Vestmannaeyinga til að skammast sín fyrir flatneskjuna. Fótbolta- slátrarinn fyrrverandi.Vinnie Jo- nes, leikur t.d. Bullet Tooth Tony, Ewen Bremner (Spud úr Train- spotting) leikur fígúru að nafni Mullet, sem útleggst með sítt að aft- an, og aðrir karakterar heita nöfn- um eins og Franky Four Fingers, Boris The Blade, Doug The Head og Turkish. Maraslunginn sögu- þráour Aðstandendur myndarinnar segja að söguþráðurinn sé aðal- númerið en ekki einhver leikarinn, hvort sem hann heitir Brad Pitt eða eitthvað annað. Víst er að plottið gæti gert tölvu gráhærða en þar blandast saman demantarán, gyðingar frá New York með of- næmi fyrir Englandi, hjólgraðir hundar, gamlar hjólhýsakerlingar, fyrir fram ákveðnir boxbardagar og hver veit hvað. Með svona gríð- arlegar væntingar á bakinu hefði Snatch auðveldlega getað valdið vonbrigðum en skemmst er frá því að segja að gagnrýnendur, jafnt og bíógestir, hafa komist iskyggilega nálægt því að óhreinka nærfot sín af fögnuöi yfir því hversu frábær skemmtun myndin er. „Mun betri en LS2SB,“ segja þeir einum rómi, og það eitt og sér er nóg til að reka hvern heilvita mann í bíó, og það í hvelli. Bíóborgin Space Cowboys Nokkrir gamlir refir úr geimferðaráætlunum NASA fá uppreisn æru á gamalsaldri. Snilld- arteymi leikara. Sýnd ki.: 5,30, 8, 10,30 U-571 ★★ .Eflitiðer fram hjá hnökrum og myndin og sagan tek- in án hugleiðinga um mótsagnir og sannleiksgildi þá er U-571 fín spennumynd sem stundum myndar rafmagn- að andrúmsloft."-HK Sýnd ki.: 10 íslenski draumurinn ★★★ ,Á heildina litið ræður Robert I. Douglas vel við formið. ís- lenski draumurinn lofar góöu um framtíðina hjá honum." -HK Sýnd kl.: 6, 8, 10 Buena Vista Social Club Gamlir kúbanskir tónlistarmenn sem eiga Kastro það að þakka að hafa þurft aö fást við skóburstun fremur en hljóðfæraleik síðustu áratugina, samein- ast hér á ný. Heimildarmynd. Sýnd kl.: 6, 8 Bíóhöllin The Nutty Professor II endurgerðri mynd. » Þetta hljómaði ekkert voðalega vel, ef ekki <tÆk væri fyrir Eddy Murphy sem fer með hlutverk sPb'Í**3 hnotuglaða prófesórs- r|3PjSí m r ins og flölskyldu hans allrar. Ef prump er eitt- hvað sem fær þig til að veltast um af hlátri þá er þetta mynd sem þú lætur ekki ganga þér úr greipum Sýnd kl.: 4, 6,50, 8, 10,15 Chlcken Run ★★★ „Húmorinn í Kjúklinga- flóttanum er einstaklega frumlegur og góður auk þess sem fígúrurnar eru vel heppnaðar og raddir eins og best veröur á kosið." -HK- Sýnd kl.: 4, 6, 8, 10 The Kid Bruce Willis hefur gleypt ótæpilegt magn geölyfja og hittir æskumynd sjálfs sins í eiturvímunni. Ekta Disneymynd. Sýnd kl.: 3,50, 5,55, 8,10,05 The Exorcist Þetta er ein frægasta hryllings- mynd allra tíma, í þeim búningi sem leikstjór- inn hefði helst kosið. Særingamaðurinn flæk- ist milli hverfa og rekur á undan sér fjörulalla og púka. Sýnd kl.: 8, 10,30 Gossip Hvar liggja mörkin milli slúðurs og frétta? Það er ekkert grin þegar slúðrið breyt- ist í alvöru lífsins. Sýnd kl.: 10 Space Cowboys (Sjá Bíóborg) sýnd kl.: 8,10,15 Asterix & Obelix Já þeir eru komnir, Ástrík- ur & Steinrikur, til að bösta þessa andsk. Rómverja sem gera lítiö annað en að drekka vín og fara í gufu. Sýnd kl.: 3,50, 5,45 Fantasía/2000 ★★ .Þegar á heildina er lit- ið þolir Fantasía 2000 ekki samanburð við forvera sinn, hún er samt sem áður vel þess virði að sjá hana, tónlistin er fín og teikning- arnar stórkostlegar. Matreiðslan er þaö sem betur hefði mátt gera." -HK Sýnd kl.: 4 Háskólabíó The Nutty Professor II (Sjá Bíóhöll) Sýnd kl.: 5,45, 8, 10,15 Chlcken Run ★★★ (Sjá Bíóhöll) Sýnd kl.: 6 With or Without you Þetta er hugljúf saga um fólk sem þarf annað hvort að vera með Framhaldsmynd af ■m eða án hvors annars. Sýnd kl.: 8 Lulu on the Bridge Enginn veit hvað raun- verulega gerðist á brúnni, en af kynning- arplakatinu aö dæma fór þar fram heljarinnar kossaflens. Sýnd kl.: 6, 8, 10 Dancer in the Dark ★★★★ „Líkt og myndin sjálf er afstaða mín til hennar afskaplega klof- in milli aðdáunar og pirrings. Ég mæli hins vegar mjög með því aö þú drifir þig, lesandi góður, og dæmir fyrir þig." -ÁS- Sýnd kl.: 5,30 101 Reykjavík ★★★ Sýnd kl.: 6 Kringlubíó The Exorcist (Sjá Bíóhöll) Sýnd kl.: 8, 10,30 Bedazzled Brendan Fraser gengur eitthvað illa I kvennamálunum og fær aðstoð djöfuls til þess að vinna hjarta stúlku sinnar. Hversu skemmtilega hljómar þetta? Sýnd kl.: 4, 6, 8,10 Asterix & Obelix (Sjá BTóhöll) Sýnd kl.: 3,30 The Kid (Sjá Bíóhöll). Sýnd kl.: 3,45, 5,50, 8, 10,10 Laugarásbíó Drowning Mona Það fer að miklu ieyti eftir smekk manna, en sumum finnst eggin frá Mónu bara svo vond á bragöið aö þeir vilja drekkja þeim. Sýnd kl.: 6, 8, 10 The Cell Jennifer Lopez leikur f þessum trylli og ekki er gott að átta sig á því hvers kyns mynd er hér á ferðinni, en falleg er hún gleðikonan á henni. Sýnd kl.: 6, 8,10 Shaft Shaft er einn vígalegasti negrinn á svæðinu og þegar hann er leikinn af Samuel L. Jackson lokast hringurinn. Þetta er endurgerö af klassískri bíómynd. Sýnd kl.: 6, 8, 10 Regnboginn What Lles Beneath ★★ „Það er hálffúlt að það fólk sem stendur að What Lies Beneath skuli ekki geta gert betur." -gse Sýnd kl.: 5,30, 8,10,30 Scary Movie Allar hryllingsmyndir fyrir ung- linga, síðustu ár, fá það óþvegið í þessari grfn- mynd. Sýnd kl.: 6, 8, 10 The Kid (Sjá Bíóhöll) Sýnd kl.: 6, 8,10 Blg Momma¥s House ★ Er Martin Lawrence jafngóður gamanleik- ari og Eddie Murphy? Svarið hlýtur að vera neitandi.-HK Sýnd kl.: 6 Loser Það er leiðin- legt að vera talinn aumingi. Sýnd kl.: 8, 10 Stjörnubíó Bedazzled (Sjá Kringlubfó) Sýnd kl.: 4, 6, 8, 10 Snatch Snatch er frá þeim hinum sama manni, sem gerði LS2SB sér og öðrum að gamni. Ekki á þessi að vera sfðri en sú, en um hvað hún er hafa fæstir klú. Sýnd kl.: 4, 6, 8, 10 tónleikar Útgáfutónleikar hljómsveitarínnar Stolið verða haldnir í Kjallaranum við Hverfis- götu næstkomandi fimmtudag. Fyrsti diskur sveitarinnar, Allt tekur enda, kemur út í vikunni og lofa drengirnir hörkutónleikum. Hljómsveitin Stolið hefur starfað í tvö ár og hafa þeir drengir unnið að plötunni allan þann tíma. Þrír meðlimanna koma úr hinni víð- frægu sveit Soma, sem lagði upp laupana árið 1998. Þegar Soma var upp á sitt besta voru sveitaböllin orðin aðalvettvangur sveitarinnar og segja liðsmenn Stolið að slíkt verði ekki uppi á teningnum í þetta skiptið. Þeir segja erfitt að skilgreina tón- listina en áhrifavaldarnir, ef hægt sé að tala um slíka, séu alla vega úr frekar þunglamalegri átt. Er þá átt við post-rokk og þess konar tónlist. Tónlistin þeirra mun þó vart teljast of þungmelt en þeir Viðurkenna fús- lega að ekki megi búast við ein- hverjum útvarpshitturum. Útgáfutónleikarnir verða eins og áður segir í Kjallaranum næst- komandi fimmtudagskvöld. Hús- ið opnar upp úr 21 og mega þeir sem mæta snemma búast við góðum veitingum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.