Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2000, Page 72

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2000, Page 72
Dúkkukerrur og dúkkuvagnar í miklu úrvali Sími 567 4151 & 567 4280 Heildverslun með leikföng og gjafavörur FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Ólgar og kraumar í Þjóðkirkjunni: „Biskupinn lítill kall“ - segir séra Flóki í bréfi til 138 presta „Mikið voðalega er biskupinn annars lítill kall ef hann þarf að senda þessa þrjá húskarla sína fram á sjónarsviðið til að sverta sr. Geir í þeim tilgangi að það rétti eitthvað hlut hans sjálfs,“ segir séra Flóki Kristinsson í bréfi sem hann hefur sent öllum prestum landsins á Net- inu en þeir eru 138 talsins. Bréfið ritar séra Flóki til varnar séra Geir Waage í Reykholti sem hefur viðrað þá skoðun sína, í bréfi til presta, að biskupinn hafi brotið lög á séra Gunnari Björnssyni er hann var lát- inn víkja sem sóknarprestur í Holti í Önundarfirði. Því bréfi svara þrír prestar á Netinu og egna séra Flóka til þeirra bréfaskrifa sem fyrr grein- ir. Fyrirspurn varðandi framgöngu biskups í máli séra Gunnars fékkst ekki rædd á Kirkjuþingi og það sárnar séra Flóka sem telur að bisk- upinn hafi farið klaufalega að og lát- ið reka á reiðanum varðandi mál Séra Róki Kristinsson Fjandinn hlaup- inn í presta eins og svínin. Séra Magnús Erlingsson Hló þegar hann fékk bréfið. séra Gunnars þar til allt var komið í óefni: „Biskupinn gerði lengi vel ekkert í málinu, sinnti þvi bara ekki eins og honum bar þó skylda til, lét það bara reka á reiðanum og úldna þar til dauninn lagði af því langar leiðir," eins og segir í bréfi séra Flóka. „Húskarlar" biskups, eins og séra Flóki kýs að nefna andstæð- inga sína, eru séra Magnús Er- lingsson, sóknar- prestur á ísafirði, séra Jakob Hjálmarsson i Dómkirkjunni og séra Pétur Þórar- insson í Laufási. Um aðgerðir þeirra segir séra _____ Flóki í bréfi sínu: „Er fjandinn hlaupinn í þessa presta eins og svín- in forðum?" Séra Magnús Erlingsson, sóknar- prestur á ísafirði, segist hafa hlegið þegar hann fékk bréf séra Flóka og sé enn hlæjandi, en „... þó bisk- upinn sé lítill í sentímetrum talið er hann stór sem persóna,“ sagði séra Magnús á ísafirði. -EIR Karl Sigurbjörns- son biskup „Lítill í sentímetr- um en stór sem persóna. “ Stöð 2: Karl fréttastjóri Karl Garðarsson hefur verið ráðinn fréttastjóri Stöðvar 2 og má búast við tilkynningu þar um síð- ar í dag. Karl hefur um alllangt skeið starfað á fréttastofu Stöðvar 2 og gegnt starfi fréttastjóra til móts við Sig- mund Erni Rún- arsson að und- anförnu eftir að Páll Magnússon hvarf til annarra starfa hjá ís- lenskri erfðagreiningu. Sigmundur Ernir Rúnarsson hefur látið að því liggja að hann muni ekki starfa áfram á frétta- stofu Stöðvar 2 verði fram hjá hon- um gengið við stöðuveitinguna, eða eins og hann sagði í DV á dög- unum: „Það er nú eða aldrei." Karl Garðarsson neitaði að tjá sig um nýja stöðu sína hjá ís- lenska útvarpsfélaginu seint í gær- kvöldi en beið tilkynningar stjórn- ar Stöðvar 2. -EIR Öldutúnsskóli í Hafnarfirði: Lögregluþjónar handtaka mann grunnskóla i Fimm lögreglumenn komu í Öldutúnsskóla á fimmtudag og handjárn- uðu ungan mann á göng- um grunnskólans. Pilt- urinn, sem er af grunn- skólaaldri, hafði verið á skólalóðinni og á göng- um skólans í langan tima. „Hann var sóttur hingað að okkar beiðni, hann var búinn að vera hérna innan dyra í skólanum og á lóðinni lengi í okkar óþökk,“ sagði Viktor Guðlaugsson, skólastjóri Öldutúns- skóla. Sögur gengu á milli nemenda skólans um að lögregla hefði verið kölfuð til vegna gruns um eiturlyfja- sölu til unglinganna i skólanum en Viktor sagðist ekki vita tilgang veru piltsins í skólanum. „Hann var óboðinn gestur og hefur verið hér í reykingum á skólalóðinni, sem við viljum ekki hafa hér, enda ætlumst við til þess að skólinn sé fyrir nemendur og starfsfólk en ekki utanaðkomandi aðila sem hanga hér innandyra og á lóðum," sagði Viktor. Að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði voru ekki höfð afskipti af piltinum vegna sölu eiturlyfja en hins vegar voru höfð afskipti af honum þar sem hann var að trufla kennslu. -SMK Öldutúnsskóli í Hafnarfiröi. LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 , DV-MYND HILMAR PÓR í fínu formi Islandsmeistarakeppnin í súludansi fór fram i Þórscafé viö Brautarholt í Reykjavík í gærkvöldi. Þátt tóku íslenskar stúlkur til jafns við aðrar sem af er- lendu bergi eru brotnar og var hart barist við súluna. Hér sést Guðrún hita upp fyrir keppnina síðdegis í gær en Guðrún var í fínu formi eins og sjá má. Litbolti í Kópavogi færir út kvíarnar: Skotgarður í hraðfrystihús - barist innanhúss í vetur Gamla hraðfrystihús Bæjarút- gerðarinnar við Mýrargötu f Reykjavík fær nýtt hlutverk innan skamms ef samningar nást við nú- verandi eigendur um að húsinu verði breytt í bardagasvæði fyrir Litbolta ehf. sem reka skotgarða í Kópavogi og i Saltvik. „Við erum með hraðfrystihúsið við Mýrargötu til skoðunar, svo og nokkra aðra staði. Þetta skýrist á allra næstu dögum,“ sagði Eyþór Guðjónsson, framkvæmdastjóri Litbolta, og nefndi skemmu við Boðagranda, aðra niðri á Granda og þá þriðju við Kópavogshöfh. Spenntastur er Eyþór þó fyrir hrað- frystihúsinu við Mýrargötu, sem er um 2500 fermetrar, með stórum sölum, ranghölum og kjörið til skotbardaga innanhúss. Húsið hefur staðið svo til autt að undanfómu en þar var gerð til- raun til að reka nýstárlega bilasölu fyrir nokkrum misserum; tilraun sem mistókst. Skotgarður Litbolta við Nýbýlaveg í Kópavogi er rekinn á bráðabirgðaleyfi frá sýslumanninum í Kópavogi enda hafa nágrannar kvartað mikið yfir há- vaða og óþrifnaði sem fylgir rekstri garðsins. Umsókn Litbolta um varan- legt leyfi til rekstursins er til skoðunar hjá sýslumanni og viðbúið að skot- garðinum i Kópavogi verði lokað. Þá stendur eftir skotgarður í Saltvík og svo sá nýi sem vætanlega verður opn- aður í hraðfrystihúsinu við Mýrargötu innnan skamms. Aðsókn í skotgarða Litbolta hefur verið með ágætum og eru heimsóknir þangað orðnar fastur liður í skemmti- dagskrám fjölmargra starfsmannafé- laga. -EIR brotlw P-touch 9400 Stóra merkivélin sem þolir álagið 10 leturgerðir margar leturstærðir 16 leturstillincjar prentar í 10 linur borði 6 til 36 mm Rafport Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.