Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2000, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2000, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 13. NÓVEMBER 2000 19 Þýski handboltinn: Góður leikur hjá Sigurði Vegna þátttöku þýsku liðanna á Evrópumótunum í handknatt- leik um helgina fóru aðeins fram sex leikir í Bundeslígunni. íslend- ingar létu til sín taka með sinum liðum og skoraði Sigurður Bjamason fimm mörk fyrir Wetzlar sem vann góðan útisigur á Eisenach, 22-27, en i hálfleik var staðan 13-10 fyrir Wetzlar. Wuppertal tapaði fyrir Hildes- heim, 25-21. Dimitri Filippov skoraði sex mörk fyrir Wupper- tal og Heiðmar Felixson skoraði Sögur mörk. Nettelstedt sigraði lærisveina Guðmundar Guðmundssonar í Bayer Dormagen, 26-21, eftir að staðan í háifleik var 14-12 fyrir Nettelstedt. Róbert Duranona skoraði tvö mörk fyrir Nettel- stedt en Róbert Sighvatsson skoraði þrjú mörk fyrir Dor- magen. Úrslit í öðrum leikjum urðu þau að Bad Schwartau sigraði Wallau Massenheim, 28-27, Gummersbach sigraði Hameln, 30-27, og Solingen sigraði Minden, 29-27. Gústaf Bjamason var ekki meðal markaskorara Minden. Magdeburg er efst með 20 stig, Wallau 17 stig, Flensburg 16 stig og Bad Schwartau er í fjórða sæti með 15 stig. Öll liðin hafa leikið 11 leiki. Dormagen og Hildesheim er í neðstu sætunum með þrjú stig. -JKS Golfþing haldið um helgina: Atvinnumönnum leyft að keppa á íslandsmóti Á golfþingi, sem haldið var um helgina, var samþykkt að heimila atvinnumönnum þátttöku á ís- landsmótinu. Með þessari sam- þykkt er aldrei að vita nema áhugi kvikni hjá erlendum kylfingum að koma hingað til lands og keppa. Þetta opnar leið fyrir Birgi Leif Hafþórsson sem gerðist atvinnu- maður í greininni fyrir nokkrum árum og hefur af þeim sökum ekki mátt keppa á Islandsmóti. Af öðrum samþykktum þingsins má nefna að íjölgað verður i hverri deiid í karla- og kvennaflokkum í sveitakeppninni og verða sveitir hér eftir átta talsins. Golfþing hafa hingað til verið haldin ár hvert. Svo verður einnig með næsta þing en þar á eftir verða þau haldin annað hvert ár. -JKS íslandsmeistaramótið í skylmingum: Ragnar meistari - um 40 keppendur tóku þátt í mótinu íslandsmeistaramótið i skylming- um með höggsverð 2000 var haldið í íþróttahúsin við Hagaskóla nú um helgina. Um.40 keppendur tóku þátt í mótinu, þar af um 15 böm og unglingar. Helstu úrslit: Barnaflokkur: 1. Baldur Jezorski 2. Sævar Baldur Lúðvíksson 3. Ragnar Gunnarsson Unglingaflokkur: 1. María Sigmarsdóttir 2. ívar Sveinsson 3. Haukur Jónasson Kvennaflokkur: 1. Guðrún Jóhannsdóttir 2. Sigrún Erna Geirsdóttir 3. Þorbjörg Ágústsdóttir 3. María Sigmarsdóttir Opinn flokkur: 1. Ragnar Ingi Sigurðsson 2. Ólafur Bjamason 3. Andri Kristinsson 3. Arnar Sigurðsson Liðakeppni: 1. Andri Kristinsson, Arnar Sig- urðsson, Hróar Hugoson. 2. Guðjón Ingi Gestsson, Ólafur Bjarnason, Ragnar Ingi Sigurðsson 3. Guðrún Jóhannsdóttir, Krist- mundur Heimir Bergsveinsson, Reynir Örn Guðmundsson, Þorbjörg Ágústsdóttir. -ÓK Norðurlandamótið í þolfimi: Halldór krækti í gullverðlaunin - og Jóhanna Rósa í þriðja sæti í kvennaflokki Halldór B. Jóhannsson úr Ár- manni varð nú um helgina Norð- urlandameistar í þolfimi á Norð- urlandamótinu sem fram fór í Vásterás i Svíþjóð. Jóhanna Rósa Ágústsdóttir krækti í bronsverð- laun í kvennaflokki á sama móti. Halldór hlaut einkunnina 18,15 fyrir æfingar sínar sem er næst- hæsta einkunn hans til þessa. Hæstu einkunn sína hlaut hann á siðasta heimsmeistaramóti sem fram fór i Frakklandi. Patric Jo- hannson frá Svíþjóð varð annar í keppninni og Lasse Lyghner, landi hans, þriðji. Jóhanna Rósa fékk einkunnina 15,925 fyrir sínar æfingar sem tryggði henni þriðja sætið en sig- urvegari varð Maria Svenson frá Svíþjóð með 17,200. Halldór og Jóhanna Rósa hafa verið æfingafélagar undanfarna mánuði og misseri og það hefur gefið þeim báðum mikið. Þau voru bæði mjög ánægð með mótið og árangurinn. Rósa hefur samt unnið þessar tvær stelpur sem voru fyrir ofan hana áður, m.a. á síðasta heimsmeistaramóti, en þrátt fyrir það er árangurinn mjög góður. Næsta verkefni þeirra er mót sem fram fer í Rúmeníu 25.-26. nóvember næstkomandi. -AIÞ Halldór B. Jóhannsson varö Norðurlandameistari í þolfimi í Vásterás um helgina. DV-mynd Hilmar Þór Sport Hanna Kjartansdóttir og stöllur hennar í KR voru ekki í neinum vandræðum með aö leggja ÍS að velli 11. deildinni. DV-mynd E.ÓL 1. deild kvenna í körfuknattleik: Góður sigur - Keflvíkinga í nágrannaslagnum Keflavíkurstúlkur höfðu góð- an sigur, 67-47, á Grindvíking- um í 1. deild kvenna í Keflavík í gærdag. Keflavík byrjaði leikinn betur en Grindavíkurstúlkur voru þó að láta boltann vinna vel en vantaði að klára sóknirn- ar betur. Þær byrjuðu betur í öðrum leikhluta og munurinn varð minnst fjögur stig en Keflavík- urstúlkur komust á sporið aftur og leiddu f leikhléi, 35-22, í hálf- leik. Aftur byrjuðu Grindavík- urstúlkur betur er seinni hálf- leikur hófst, munurinn hélst þó alltaf í kringum 10 stigin. Er síðasti leikhlutinn hófst náði Keflavík að setja niður tvær 3ja stiga körfur á skömm- um tíma og Grindavík náði aldrei að brúa það bil og lokatöl- ur 67-47. Besti leikmaður Keflavíkur var Svava Stefánsdóttir sem lék í nánast öllum stöðum á vellin- um. Sigríður Guðjónsdóttir, Marín Karlsdóttir og Kristín Blöndal voru einnig að leika vel. Miklu munaði að Bima Val- garðsdóttir og Erla Þorsteins- dóttir léku ekki vegna veikinda. Hjá Grindvíkingum voru Sig- ríður Anna Ólafsdóttir og Sandra Guðlaugsdóttir atkvæða- mestar en aðrir leikmenn stóðu þó vel fyrir sínu. Stig Keflavíkur: Svava Stef- ánsdóttir 24, Marín Karlsdóttir 12, Sigríður Guðjónsdóttir 12 (9 fráköst), Kristín Blöndal 10 (7 stoðsendingar), Gréta Guð- brandsdóttir 4, Bonnie Lúðviks- dóttir 3, Guðrún Guðmundsdótt- ir 2. Stig Grindavíkur: Sigríður Anna Ólafsdóttir 15 (8 fráköst), Sandra Guðlaugsdóttir 11, Erna Rún Magnúsdóttir 8, Bára Hlín Vignisdóttir 4, Ólöf Helga Páls- dóttir 3 (7 stolnir), Rut Ragnars- dóttir 3, Þuríður Gísladóttir 3. Auðveldur sigur KR-stúlkur tóku á móti IS á Seltjamarnesinu í gær og unnu nokkuð auðveldan sigur, 76-57. Heimastúlkur náðu snemma for- ystunni, komust meðal annars í 12-0, og lítið virtist ganga hjá ÍS og staðan eftir fyrsta leikhluta 19-13. Það var svipað uppi á ten- ingnum í öðrum leikhluta og KR-ingar juku forskot sitt í tiu stig fyrir hálfleik. KR hélt síðan áfram að auka forskot sitt og á meðan ekkert gekk hjá Stúdínum gátu heima- menn leyft sér að gera fullt af mistökum án þess að komast í vandræði og til marks um það má nefna að þær töpuðu boltan- um 27 sinnum í leiknum en unnu samt með tæpum 20 stig- um. Bestar í liði KR voru þær Hildur Sigurðardóttir og Gréta M. Grétarsdóttir en hjá ÍS var Hafdís Helgadóttir atkvæðamest en hún fór út af með flmm vill- ur í þriðja leikhluta. Einnig áttu Lovisa Guðmundsdóttir og Stella Kristjónsdóttir ágætis- leik. Stig KR: Gréta M. Grétars- dóttir 18, Hanna B. Kjartansdótt- ir 12 (2 varin), Hildur Sigurðar- dóttir 11 (10 fráköst), Kristfn B. Jónsdóttir 10, Helga Þorvalds- dóttir 8, María Káradóttir 4, Sig- rún Hallgrímsdóttir 4, Guðrún Sigurðardóttir 4, Sigrún Skarp- héðindóttir 3, Hrund Þórsdóttir 2. Stig IS: Hafdís Helgadóttir 12 (4 varin), Stella Kristjónsdóttir 11 (7 stolnir), María B. Leifsdóttir 11, Lovísa Guðmundsdóttir 10 (11 fráköst, 4 varin), Hekla Sigurðardóttir 5, Cecilia Larsson 3, Júlia Jörgensen 2, Þórunn Bjarnadóttir 2, Jófríður Halldórsdóttir 1. -EÁJ/ÓK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.