Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2000, Blaðsíða 4
20 MÁNUDAGUR 13. NÓVEMBER 2000 Sport DV Þórarinn hjá Dundee United Keflvíkingurinn Þórarinn Krist- jánsson hefur undanfama tólf daga verið til reynslu hjá skoska úr- valsdeildar- liðinu Dundee United. Þór- arinn verður eitthvað lengur hjá félaginu en hann hefur þótt standa sig vel á æfingunum. Allt hefur gengið á afturfótunum hjá félaginu í deildinni og hefur því ekki enn tek- ist að vinna leik. Vitað er um lið í neðri deildum á Englandi sem vilja fá Þórarin til reynslu. Gunnleifur kominn heim Gunnleifur Gunnleifsson, mark- vörður Keflvíkinga, er kominn heim eftir að hafa verið til reynslu hjá enska liðinu Bury. Ekki er talið útilokað að Gunnleifur fari út á nýjan leik. -JKS ÍBV-Fram 25-30 1-0, 1-3, 5-5, 8-6, 11-9, (12-12), 12-13, 13-15, 15-20, 17-21, 20-22, 22-27, 25-30. IBV Mörk/viti (skot/viti): Mindaugas Andriuska, 6 (15/1), Eymar Kriiger, 6/3 (11/4), Svavar Vignisson, 4 (10), Guðfinn- ur Kristmannsson, 3 (8), Jón Andri Finnsson, 3 (3/1), Erlingur Richardsson, 2 (2), Sigurður Ari Stefánsson, 1 (1), Aurimas Frovolas, (3), Sindri Olafsson (1). Mörk úr hraóaupphlaupum: 4 ( Svavar 2, Mindaugas, Jón Andri). Vitanýting: Skorað úr 3 af 6. Varin skot/viti (Skot á sig): Gísli Guðmundsson, 13/1 (43/4, 30%, eitt víti í stöng). Brottvísanir: 8 mínútur (Erlingur rautt fyrir 3x2 mín.). Fram Mörk/viti (Skot/víti): Gunnar Berg Viktorsson, 8/2 (12/3), Róbert Gunnars- son, 6/1 (10/1), Njörður Ámason, 4 (4), Vilhelm Gauti Bergsveinsson, 4 (4), Guð- jón Drengsson, 4 (4), Guðlaugur Arnars- son 1 (1), Hjálmar Vilhjálmsson, 1 (3), Björgvin Björgvinsson 1 (4), Maxim Fedukine, 1 (4/1). Mörk úr hraóaupphlaupunu 6 (Guðjón 2, Njörður 2, Maxim, Hjálmar) Vitanýting: Skorað úr 2 af 5. Varin skot/viti (Skot á sig): Magnús Erlendsson 19/3 (44/6 43 %). Brottvísanir: 12 mínútur. Dómarar (1-10): Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson (4). Gceöi leiks (1-10): 7. Áhorfendur: 233. Maður leikins: Magnús Erlendsson, Fram. Grótta/KR-KA 24-22 0-1, 2-1, 3-4, 9-8, (12-11), 12-12, 13-16, 16-18, 18-18, (20-20), 20-21, (22-22), OA-OO Grótta/KR Mörk/viti (Skot/viti): Alexander Peter- sons 9 (20), Hilmar Þórlindsson 7/2 (13/4), Sverrir Pálmason 3 (6), Davíð Ólafsson 2 (3), Magnús Magnússon 2 (6), Atli Þór Samúelsson 1 (2). Mörk úr hraöaupphlaupum: 2 (Davíð, Alexander). Vítanýting: Skorað úr 2 af 4. Varin skot/viti (Skot á sig): Hlynur Morthens 23/1 (45/3, 51%). Brottvísanir: 4 mínútur KA Mörk/viti (Skot/víti): Halldór Jóhann Sigfússon 5/2 (12/2), Guðjþn Valur Sig- urðsson 4 (18/1), Sævar Árnason 4 (4), Heimir Öm Árnason 4 (14), Andreas Stelmokas 3 (6), Giedrius Csemiauskas 2 (4), Hreinn Hauksson (1), Arnór Atlason (1). Mörk úr hraðaupphlaupum: 1 (Gidri- us). Vítanýting: Skorað úr 2 af 3. Varin skot/víti (Skot á sig): Hörður Flóki Ólafsson 19 (43, 44%), Hans Hreinsson 2/2 (3/2, 67%). Brottvisanir: 4 mínútur. Dómarar (1-10): Þorlákur Kjartans- son og Einar Sveinsson (4). Gœði leiks (1-10): 7. Áhorfendur: 160. Maöur leikins: Hlynur Morthens, Gróttu/KR. Gunnar Berg Viktorsson vann í fyrsta skipti leik í Eyjum meö ööru liöi en ÍBV í gær og lét mikið aö sér kveöa í leiknum. DV-mynd Hilmar Þór Ohappatalan 13 - Eyjamenn ósigraðir í tólf leikjum í röð á heimavelli ÍBV tók á móti Fram í Eyjum í gærkvöldi i toppslag í Nissandeildinni. Fyrir leikinn sátu Framarar í öðru sæti með 12 stig en Eyjamenn í þvi fjórða með tiu stig og gátu því með sigri kom- ist upp að hlið gestanna. En Fram- arar hafa verið að spila vel að undanfornu, að undanskildum leiknum gegn Haukum, og héldu uppteknum hætti á heimavelli ÍBV og sigruðu í leiknum, 30-25. Eyjamenn höfðu fyrir leikinn ekki tapað síöustu tólf heimaleikj- um sínum og var því búist við hörkurimmu. Heimamenn skor- uðu fyrsta mark leiksins en gest- imir svöruðu með þremur mörk- um og bættu svo um betur og náðu þriggja marka forystu, 2-5. En þá hrukku Eyjamenn í gang og skoruðu næstu fimm mörk leiks- ins og komust tveimur mörkum yfir, 7-5. Liðin skiptust á að skora, allt þar til fjórar mínútur voru eft- ir af fyrri hálfleik að gestimir náðu að jafna leikinn í 11-11. Mestu munaði um að Magnús Er- lendsson í marki Fram spilaði fyrri hálfleik mjög vel og reyndar í leiknum öllum. Staðan í hálfleik var jöfn, 12-12. Fámennt en góðmennt Fram-liðið hóf seinni hálfleik af miklum krafti og fjórir Framarar skoruðu fyrsta markið á móti fimm Eyjamönnum. Eftir að liðin höfðu skoraö sitt hvort markið tók við stórskotahríð Fram, með Eyjamanninn Gunnar Berg Vikt- orsson í fararbroddi, sem endaði með því að Framarar voru komn- ir með fimm marka forystu, 15-20. Eyjamenn spiluðu á þessum leikkafla afar illa og munaði mik- ið um brottrekstur fyrirliðans, Er- lings Richardssonar, í upphafi seinni hálfleiks. Eyjamenn neit- uðu að gefast upp og Mindaugas Andriuska, sem hafði spilað illa í sóknarleiknum, fann netmöskv- ana aftur en þrjú mörk frá honum komu Eyjamönnum aftur inn í leikinn. Minnstur varð munurinn tvö mörk, 20-22, en þá tóku Fram- arar aftur við sér og tryggðu sér öruggan flmm marka sigur, 25-30. Fyrsti sigurinn í Eyjum Gunnar Berg Viktorsson sagði eftir leikinn að hann hefði verið staðráðinn í því að sigra í leikn- um í gærkvöldi. „Ég hef aldrei unnið leik hérna með öðru liði en ÍBV þannig aö þetta er í fyrsta skipti. Ég var staðráðinn í því eft- ir leikinn í fyrra, þegar þeim var færður sigurinn á silfurfati, að ég myndi koma hingað á næsta ári og vinna. Það er náttúrlega frá- bært að koma hingað og góð til- flnning að sigra héma, kannski svolítið blendnar tilfinningar, en það er alltaf gaman að sigra. Ég þekki mig náttúrulega vel hérna, þekki fjalirnar, enda uppalinn í húsinu þannig að ég fann mig mjög vel í leiknum og náði að stríða gömlu félögunum," sagði einn besti maður vallarins, Gunn- ar Berg Viktorsson. -jgi Spennuveisla á Nesinu - Grótta/KR hafði sigur gegn KA, 24-22, í framlengdum leik Það var boðið tii mikUlar spennuveislu á Seltjamamesinu á laugardaginn þegar Grótta/KR tók á móti KA í NissandeUdinni. Heimamenn höfðu sigur, 24-22, eftir framlengdan leik. Strax frá fyrstu mínútu var greinUegt í hvert stefndi þar sem jafnt var með liðunum aUan fyrri hálfleik þó svo að Grótta/KR leiddi með einu marki í hálfleik, 12-11. Norðanmenn komu mun ákveðnari til leiks í síðari hálfleik og náðu fljótlega þriggja marka mun en það dugði þeim þó ekki því fyrir frábæra markvörslu Hlyns Morthens komust heima- menn aftur inn í leikinn og við tók æsispennandi lokakafli þar sem allt gat gerst. Bæði lið fengu góð tækifæri tU að tryggja sér sig- urinn en segja má að heimamenn hafi misnotað nokkur guUin tæki- færi þegar þeir vom einum fleiri þegar tíu mínútur voru eftir og staðan 18-18, en þá vom þeir of bráðir á sér í sókninni og misnot- uðu þrjár sóknir í röð. Það kom þó ekki aö sök því að sama var upp á teningnum hjá gestunum þar sem sóknarleikurinn var ansi mistækur á köflum. Petersons sterkur í framlengingunni hélt spennan áfram og þar voru það KA-menn sem náðu forustunni en í stöðunni 22-22 slitu heimamenn sig loks frá gestunum og skoruðu siðustu tvö mörkin og innbyrtu þar með tvö dýrmæt stig. Hjá Gróttu/KR átti Hlynur stór- leik í markinu og varði hann 23 skot, en auk hans var þáttur Alex- anders mikill því hann skoraöi niu mörk og var ásamt Hilmari burðarásinn í sókn þeirra. Hjá KA bar mest á Guðjóni Val í sókn- inni en auk hans stóð Hörður Flóki fyrir sínu í markinu, en það dugði þó ekki norðanmönnum. Batamerki „Það eru mikil batamerki á lið- inu en því miður dugði það ekki til sigurs í dag. Ég held að þetta hafi líka verið spuming um heppni þegar komið var út i fram- lenginguna, þar eigum við til að mynda skot i stöng og ef sá bolti hefði farið inn tel ég að við hefð- um haft sigurinn," sagði Atli Hilmarsson, þjálfari KA. „Ég er ánægður með að menn hættu aldrei og gáfust ekki upp. Okkur vantaði að taka upp þráð- inn frá því sem var upp á Varmá, það skorti herslumuninn í vamar- leiknum og það var aðeins of mik- ill flumbrugangur í sóknarleikn- um i fyrri hálfleik, en menn héldu áfram og uppskáru eftir því,“ sagði Ólafur Lárusson, þjáif- ari Gróttu/KR. -ÞAÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.