Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2000, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2000 23 tólvui tikni og visinda PS2 selur Óvænt tíöindi á leikjatölvumarkaðnum: Dreamcast og Nintendo PlayStation2 leikjavélin hef- ur selst gríðar- lega vel í Bandaríkjun- um á síðustu dögum. Ætla mætti að velgengni PlayStation2 drægi úr sölunni á leikjavélum eins og Dreamcast og Nintendo 64 en svo er nú alls ekki. Bæði Dreamcast og Nin- tendo 64 leikjavélarnar hafa selst betur á síðustu vikum en á vikun- um fyrir útgáfu Sony á PlaySta- tion2. Sérfræðingar í markaðsmálum í Bandaríkjunum geta skýrt þetta út eins og svo margt annað og segja þeir að fjölmiðlafárið í kringum útgáfu PlayStation2 hafi laðað fleiri nýja neytendur að tölvuleikjamarkaðinum. Og þar sem PlayStation2 var aöeins til í - fjölmiðlafár og tölvuskortur sögð ástæðurnar Ætla mætti að vel- gengni PlayStation2 myndi draga úr söl- unni á leikjavélum eins og Dreamcast og Nin- tendo 64 en svo er nú alls ekki. Bæði Dreamcast og Nin- tendo 64 leikjavélamar hafa selst betur á síð- ustu vikum en á vikun- um fyrir útgáfu Sony á PlayStation2. takmörkuðu upplagi hafi Sega og Nintendo grætt talsvert á kring- umstæðunum. Ekki er ólíklegt að Sega og Nintendo geti gert sér enn meiri mat úr PlayStation2 skortinum þar sem Sony á enn þá í stökustu vandræðum með að anna eftirspurn. PlayStation2 er væntanleg í Evrópu á næstu misserum eða í byrjun desember og er viðbúið að ekki fái allir eintak sem vilja. Evrópubúar eru þó nokkuö betur settir en Bandaríkjamenn þar sem fleiri eintök af PlayStation2 verða á boðstólnum í Evrópu á útgáfudaginn heldur en voru til í Bandaríkjunum eða um 800.000 stykki. Hvort það sama gerist hér í Evrópu, það er aö segja meiri sala á Dreamcast og Nintendo 64, er ekki gott að spá um en fyrir- tækin tvö munu án efa reyna sitt besta til að svc verði. Þeir félagar í Limp Bizkit voru styrktir af Sega í síöasta hljómleikaferöalagi, s.s. rokkarar og kapítalistar. Slappt Kex og Sega - í samstarfi til að auglýsa Dreamcast Tölvuleikjafyr- irtæki standa fyrir alls konar uppákomum til þess að kynna vörur sínar fyr- ir neytendum. Sumir bregða til þess ráðs að klæða fullorðna karl- menn í loðsamfestinga og senda þá út á stræti og torg og önnur gera samninga við hamborgarafyrir- tæki til að breiða út boðskapinn. Sega-fyrirtækið er um þessar mundir með eitt svona brall í gangi og hefur fengið til liðs við sig slyddurokkarana í Limp Bizkit til að selja meira af Dreamcast-vélinni og vörum henni tengdum. Síðasti túr Limp Bizkit var t.d kostaður af Sega og nú er samkeppni í gangi á heimasíðu Sega sem snýst um að finna mynd af nýjasta geisladiski Limp Bizkit á vefsíðunni. Sá sem er svo heppinn að finna slíkan geisladisk fær verðlaun sem eru af ýmsum toga eins og miðar til að komast baksviðs á tónleikum með hljómsveitinni og árituð hljóðfæri sem hetjurnar hafa brúkað við list sína. Þeir sem hafa áhuga á svita- storknum hljóðfærum og samræð- um við þá kóna ættu að athuga málið. -— ■■..... ^ Þýsk stjórnvöld í sálarkrejpu: Arásir á þinghusið - litnar hornauga Stjórnvöld í Þýska- landi eru ekki par ánægð með myndræna útfærslu leikjafyrirtækisins Davilax á Þýskalands í um Deutschland geimverur ókurteisi að þinghúsi tölvuleikn- Invasion þar sem sýna þá ráðast á þinghúsið og eyðileggja það. Talsmaður þýska þingsins segir enn frem- ur að leikjaframleiðand- inn hafi ekki fengið nein leyfi frá þýska þinginu til að setja mynd af þing- húsinu í tölvuleikinn. Talsmaður Davilax ver leikinn og segir hann snúast um að verja Þýskaland fyrir árás úr geimnum og að leikurinn Þýsk yfirvöld eru ekkert ofsalega „ligeglad“ sé hvorki blóðugur né of- Þv' hvaö veröur um þinghúsiö þeirra. beldisfullur (skrýtinn leikur um árásir á þinghús það). Ekki er víst að leikurinn fái að komast í hend- ur leikjavina í Þýskalandi þar sem í bígerð er lögbann á hann. Það er greinilegt aö þýskir þingmenn eru viðkvæmari en bandarískir kolleg- ar þeirra þar sem óteljandi tölvu- leikir gerast í Hvíta húsinu og þinghús þeirra í Bandarikjunum er sprengt í loft upp að staðaldri í bandarískum kvikmyndum. Það er kannski bara svona lítið að gera í Þýska þinginu. Svissneskur banki í vandræðum - setti upplýsingar um viðskiptavini á Netið Svissneskir bankar eru þekktir um all- an heim fyrir þagmælsku um hagi viðskipta- vina sinna. Enda eru svissneskir bankar vinsælir hjá auðjöfrum og millum sem vilja halda því leyndu hve mikið af peningum þeir eiga. Auk þess bjóða svissneskir bank- ar reyndar mjög góð vaxtakjör. Fyrir skömmu kom hins vegar smá óhapp upp hjá svissneska bankanum Credit Suisse sem er annar stærsti bankinn í Sviss. Einhver starfsmaður bankans setti nefnilega upplýsingar um viðskiptavini bankans og stöðu reikninga þeirra á heimasíðu bankans í hugsunarleysi. Meðal þeirra viðskiptavina sem lentu á heimasiðu bankans voru menn eins og breski leikarinn Roger Moore og þýski popparinn Udo Juergens. Ekki voru viðskiptavin- ir Credit Suisse ánægðir með þessa mjög svo opinskáu upplýs- ingaveitu Credit Suisse enda öðru Roger Moore ætlar ekki aö kæra en Udo Juergens ætlar aö gera þaö. vanir. T.d. ætlar Udo Juergens að Stóra spuminginn í þessu öllu höfða mál gegn Credit Suisse á saman er samt, hver er þessi Udo næstu dögum. Juergens? Legacy of Kain: Soul Reaver 2: Kemur fýrst á Dreamcast - vegna velgengni fyrri leiksins á henni Tölvuleikur- inn Legacy of Kain: Soul Rea- ver fékk fínar viðtökur er hann kom á markaðinn. Leikurinn þótti mjög vel heppnaður og var ljóst að ekki yrði aðeins um einn leik að ræða enda hafði Legacy of Kain: Soul Reaver allt það til aö bera er ger- ir góðan framhaldsleik. Legacy of Kain: Soul Reaver heimsótti svo flestar leikjavélar og gerði góða hluti á þeim öllum. Dreamcast-út- gáfan af Legacy of Kain: Soul Rea- ver þótti sérlega vel heppnuð og vel gerð enda vélin kraftmikil í myndrænni vinnslu. Nú er á leiöinni framhald af Legacy of Kain: Soul Reaver sem nefnist því frumlega nafni Legacy of Kain: Soul Reaver 2. Legacy of Kain: Soul Reaver 2 mun koma út fyrst fyrir Dreamcast-vélina enda hún orðin eins konar heimavöllur Net-leikjamiölar hafa enga stjórn á munnvatnsstreymi yfir LoK: Soul Reaver 2. leiksins. Legacy of Kain: Soul Rea- ver 2 mun hafa alla þessa venju- bundnu eiginleika sem framhalds- útgáfur hafa og óþarfi að fara nánar út í það. Net-leikjamiðlar hafa fengið að líta dýrðina aug- um og eru vel- flestir á þeirri skoöun að Legacy of Kain: Soul Reaver 2 sé frábær leikur. Það er svo bara að bíða þar sem Legacy of Kain: Soul Reaver 2 mun án efa skola á strendur íslands í náinni framtíð. Það er tölvu- leikjafyrirtækið Eidós sem gefur Legacy of Kain: Soul Reaver 2 út og Crystal Dynamics sem að bjó hann til.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.