Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2000, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2000, Blaðsíða 1
15 Heimsbikarmótið á skíðum í fullan gang Bann Xaviers stytt Níu mánaða bann sem Abel Xavier, hinn hárprúði leikmaður Everton og portúgalska lands- liðsins, hlaut fyrir hiö eftirminnilega rauða spjald í undanúrslitaleiknum gegn Frökkum á EM í sumar, hefur verið stytt í sex mánuði. Leikmaðurinn sótti þaö hart að fá bannið fellt niður en áfrýjunarnefnd UEFA sagði hegðun hans gagnvart dómara leiksins ekki hafa verið til eftirbreytni og því stæði bannið en yrði stytt. Leikmaðurinn var afar óánægður og ekki siður með þá staðreynd að Everton sendi ekki fulltrúa td dómsins til að verja hann. -ÓK Nef sigraði í Park City Svissneska stúlkan Sonja Nef tryggði sér sinn 5. heimsbikarsig- ur í stórvigi í Park City í gærkvöldi. Nef tókst að vinna upp stórt forskot austurrísku Brigitte Obermoser sem skíðaði frábærlega í fyrri umferð þar sem hún myndaði sér 1,29 sekúndna forskot á næsta keppanda. Martina Ertl, sigurvegarinn í Sölden, fyrstu keppni vetrarins, var 19. eftir fyrri umferð en náði þó að lyfta sér í það sjöunda. Önnur í stórsviginu varð Brigitte Obermoser frá Austurríki og þriðja varð Anja Pársson. -esá Víðförulir dómarar íslenskir handknattleiks- dómarar verða á ferðinni í Evr- ópu um helgina og vinna við fjóra leiki. Stefán Amaldsson og Gunnar Viðarsson dæma stórleik FC Barcelona og Wy- brzeze Gdansk frá Póllandi í Meistaradeild Evrópu, Guðjón L. Sigurðsson og Ólafur Har- aldsson verða við stjórnina í leik Skövde frá Svíþjóð og Savinesti frá Rúmeníu í Evr- ópukeppni bikarhafa, Gunnar K Gunnarsson verður eftirlits- maður á leik Runar frá Noregi og Banik Karvina frá Tékk- landi í Meistaradeildinni sem og Hákon Sigurjónsson á leik THW Kiel frá Þýskalandi og Braga frá Portúgal í sömu keppni. Fitness um helgina Á sunnudaginn kl. 19 verður haldið Bikarmeistaramót íslands í fitness á Broadway. Flestir sterkustu fitnesskeppendur landsins mæta til keppni þar sem keppt er um Hreystisbikar- inn. Mótið er jafnframt úrtöku- mót fyrir Norðurlandamót sem haldið verður í Svíþjóð á næsta ári. Nokkrar nýjar þrautir hafa verið settar upp í hindrana- brautinni sem á örugglega eftir að reyna til hins ýtrasta á kepp- endur. Það verður því spennandi að fylgjast með gengi þeirra um helgina. Viggó Sigurösson er bjartsýnn fyrir leikina gegn Bodo HK um helgina og lætur sjálfsagt í sér heyra á bekknum aö vanda. DV-mynd Hilmar Þór íslandsmeistarar Hauka í handknattleik mæta Bodo HK frá Noregi tvisvar sinnum um helgina á Ásvöllum í Evrópukeppni félagsliða en íslands- meistararnir taka nú þátt í þeirri keppni eftir að hafa dottið út úr Meistaradeild Evrópu i leikjun- um gegn ABC Braga frá Portúgal fyrir skömmu. Haukamir hafa hins vegar verið á hvínandi sigl- ingu hér heima og eru einir og ósigraðir á toppi Nissandeildarinnar eftir níu leiki. DV-Sport hafði samband við þjálfara liðsins, Viggó Sig- urðsson, í gær og spurði hann um leikina um komandi helgi og gengi liðsins í deildinni. „Þetta verða hörkuleikir. Leikirnir gegn Braga voru mikil vonbrigði fyrir okkur og menn ætla sér að sjálfsögðu að gera betur,“ segir Viggó. „Ég er búin að skoða Bodo-liðið nokkuð vel og er bú- inn að sjá þrjá leiki með þeim. Norðmennirnir eru með álíka sterkt lið og við, þeir eru mjög vel mannaðir en styrkleiki okkar er sá að við höfum meiri breidd. Þeir eru með sex mjög góða leik- menn, öflugan miðjumann, öfluga hægri handar skyttu og sterkan línumann en aðal þeirra er vamarleikurinn. Ég vonast hins vegar til þess að heimavöllurinn geri útslagið um það að við komumst áfram. Það eru allir leikmenn Hauka að mestu heilir, Petr Baumruk á að vísu við smávægileg hnjá- meiðsl að stríða en hann spilar. Við reynum bara að halda okkar striki, spilum af öryggi og tökum annan leikinn fyrir í einu. Það er náttúrlega erfitt að spila svona tvo daga í röð en þetta verð- ur sjálfsagt erfiðara fyrir þá því þeir koma ekki fyrr en seinnipartinn á morgun (í dag), fara beint á æfmgu og síðan er leikur á laugardag. Við get- um því ekki kvartað yfir álagi.“ Nú hefur Haukaliðið byrjað íslandsmótið mjög vel og allt gengið ykkur hag, ef frá eru taldir leik- irnir gegn Braga. Hver er galdurinn? „Við æfum mjög vel og undirbúningurinn und- ir mótið var mjög góður. öll umgjörðin í kring- um Hauka-liðið er frábær, aðstæður og stjórnun í kringum liðið er fyrsta flokks og góður stuðn- ingskjami sem kemur á alla leiki, eins og sást í leiknum gegn Fram í Safamýrinni þar sem stuðningurinn við okkur var miklu öflugri en heimamanna.. Það er mjög góður andi í hópnum. Þeir sem voru að koma nýir inn í hópinn hafa komið mjög vel út, Rúnar Sigtryggsson var áður í Haukunum og síðan fáum við Einar Öm Jónsson sem fellur mjög vel inn í hópinn og það er stórkostlegur vinningur að hafa fengið hann,“ sagði Viggó að lokmn. -ÓK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.