Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2000, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2000, Blaðsíða 3
+ 16 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2000 Sport Kjörísbikar kvenna: Jafntefli - hjá Njarðvík og ÍS, 47-47 Fyrri leik 2. deildar liðs Njarðvikur og 1. deild- arliðs ÍS í átta liða úrslitum Kjörísbikarkeppni kvenna lauk með jafmtefli, 47-47, í Njarðvík 1 gær. Liöin mætast að nýju í íþróttahúsi Kennara- háskólans 27. nóvember þar sem ræðst hvort lið- ið fer áfram i hóp þeirra íjögurra fræknu. 2. deildar lið Njarðvikur sýndi i gær að það á heima í 1. deild. ÍS byrjaði leikinn þó betur og hafði forystu, 24-32, í háiileik en í þriðja fjórðungi lokaðist Njarðvikurvörnin. Njarðvík vann leik- hlutann, 17-7, og komst yfir í 41-39. ÍS hitti aðeins úr 3 af 17 skotum sínum í þessum hluta og fimm þeirra stoppuðu á Sæunni Sæmundsdóttur sem varði 5 af 6 skotum sínum í þriðja leikhluta. Síðasti fjórðungur var jafn á öllum tölum en í lok leiksins gat ÍS tryggt sér sigurinn. Stella Rún Kristjánsdóttir fór á vítalínuna eftir að leiktíminn var úti en misnotaði bæði vítin sín og jafhtefli var því niðurstaðan. Flestir bjuggust við framlengingu en þar sem tveir leikir skera úr um úrslitin geta liðin gert jafntefli í fyrri leik. ÍS vann samt leikinn Þegar tölfræðin var lögð saman eftir leik kom í ljós að ÍS hafði í raun unnið hann, 47M9, þar sem ritara leikskýrslu leiksins láðist aö skrá eina af körfum ÍS í öðrum fjórðungi en þar sem dóm- aramir höfðu gengið frá leikskýrslunni standa lokatölur leiksins á skýrslu, 47-47. Stig Njarðvikur: Díana Jónsdóttir, 15, Auður Jónsdótt- ir, 15 (hitti úr 3 af 5 3ja stiga skotum) Eva Stefánsdóttir, 9 (5 stoðsendingar, 3 stolnir), Pálína Gunnarsdóttir, 4 (11 fráköst), Sæunn Sæmundsdóttir, 3 (10 fráköst, 6 í sókn, 6 varin skot, 3 stolnir), Sunna Björg Reynisdóttir, 1. Stig IS: Hafdís Helgadóttir, 11 (19 fráköst, 8 í sókn), Lovísa Guðmundsdóttir, 11 (15 fráköst, 5 stoðsendingar, 3 varin), Kristjana B. Magnúsdóttir, 8, Hekla Maídís Sigurðardóttir, 6 (hitti úr 2 af 3 3ja stiga skotum), María B. Leifsdóttir, 5, Stella Rún Kristjánsdóttir, 4, Þórunn Bjamadóttir, 2 (8 fráköst á 15 mínútum). -ÓÓJ Knattspyrnuhús á Akureyri: Frá knattspyrnuhúsinu í Reykjanesbæ. .DV-mynd Arnheiöur ■ ■ ÍS1ISIsÉÍÍiÍiÍi Rjúpnaveiöin mjög róleg: „Labbað og labbað“ - segir Sverrir Sch. Thorsteinsson veiðimaður Svo virðist sem rjúpnaveiðin gangi enn rólega og veiðimenn sem DV-Sport heyrði í í gærkvöld voru sama sinnis. Veiðin hafði eitthvað tekið kipp þegar kólnaði, en ekki mikið. Rjúpan virðist þétta sig illa og vera mjög dreifð. „Það voru mest kindur sem ég fann, einar sex, en lítið af rjúpunni, ég fékk nokkrar," sagði Sverrir Sch. Thorsteinsson í Hornafirði í gærdag, er við spurðum um stöð- una í rjúpnaveiðinni. „Þetta var góður labbitúr en lítið af fugli, mað- ur hefur oft séð meira. En það er aðeins grátt héma í fjöllum og það þarf meiri en það til að fuglinn komi. Ég heyrði aðeins í einum sem var að smala héma áðan og hann sá aðeins þrjár rjúpur. Það er mest labbað og labbað en lítill fugl. Þessir hörðustu hafa verið að fá eitthvað af fugli en oft hefur það verið meira,“ sagði Sverrir sem sagðist vera búinn að fá í jólamat- inn fugl. „Rjúpnaveiðin hefur oft gengið betur en núna, það eru allavega engar háar aflatölur það sem af er tímabilinu," sagði Jóhann Vil- hjálmsson byssusmiður í gærdag og hann bætti við: „Við fórum upp á Kjöl fyrir fáum dögum og þar var lítið að hafa. Við sáum ekki mikið af sporam eftir fuglinn og það feng- ust fáar rjúpur. Það eru auvitað til menn sem hafa fengið ágætt en þeir stunda veiðina mikið," sagði Jó- hann enn fremur. Þaö bendir allt til þess lítið verði til af fugli núna um jólin nema veiðin fari eitthvað að glæðast. Rjúpan gæti lika orðið dýr undir tönn. -G. Bender Sigurfinnur Jónsson meö nokkrar rjúpur en hann fer mikiö til rjúpna í næsta nágrenni Sauöárkróks. DV-mynd BJJ fyrir íþróttamenn á Norðurlandi sem hafa beðið lengi Loksins, segja margir, eftir að Akur- eyrarbær ákvað að ráðast í fram- kvæmdir við knattspymuhús á félags- svæði Þórs. Það hefur verið lengi í umræðunni en staðsetningin hefur alltaf verið á félagsvæði Þórs. Á fundi bæjarstjórnar í síöustu viku var geng- ið frá fjármögnun verksins en ákveðið hefur verið að veita 80 milljónir í verk- ið á næsta fjárhagsári. Heildarkostnað- ur við húsið verður um 200 milljónir að sögn Þórarins B. Jónssonar, for- manns Iþrótta- og tómstundaráðs. Húsið á að vera 76 metrar á breidd og 114 m á lengd. í því verður áhorf- endaaðstaða öðrum megin og fjórar brautir með gerviefni hinum megin. Fyrir aftan markið verða svo brautir fyrir stökkgreinar. Húsið verður 12,5 metrar á hæð. Það verður óupphitað en knattspymuhúsið í Ikast er fyrir- myndin. Margir segja að húsið verði að vera upphitað en mörg dæmi hafa komið upp í Reykjaneshöll um að of mikill raki hafi myndast í húsinu. Knattspyrnuhúsið á Akureyri veröur sjálfloftræstandi en gat verður í loft- inu til að hleypa lofti inn. Það getur snjóað inn um gatið í loftinu en snjór verður þá rétt á hliðunum að sögn Þór- arins. Það verður hins vegar að at- huga hvort atrennubrautirnar verða þaktar snjó nokkra daga eða vikur á ári. Útboð á næsta leiti Miklar umræður hafa verið í verk- efnahóp sem skipaður var um málið en í honum em forsvarsmenn Akur- eyrarbæjar, KA, Þórs og Ungmennafé- lags Akureyrar. Menn eru ekki sam- mála um hvort húsið eigi að vera upp- hitað en það kemur í ljós seinna i vet- ur hvor leiðin verður valin. Húsið verður sett í útboð öðru hvoru megin við áramót að sögn Þórarins. Húsið mun fara í alútboð en sá galli er þó á gjöf Njarðar að aðeins má vinna fyrir 80 milljónir fyrsta árið. Þórarinn sagði þó að ef einhver aðili vildi byggja hús- ið og fjármagna fyrir Akureyrarbæ til ársins 2002 þá væri líklegt að því til- boði yrði tekið. Þegar Þórarinn var spurður um undirlagið í knattspyrnuhúsinu sagði hann að ekki króna yrði spöruð í þeim málum. Skipt verður alveg um undir- lag. Efsta lagið veröur gúmmígras en það er það nýjasta i dag. Það er betra heldur en sandgrasið í Reykjaneshöll- inni að sögn Þórarins. Knattspyrnu- menn brenna sig oft á sandgrasinu en það á ekki að gerast með gúmmigras- inu en það er unnið úr gömlum bildekkjum eða þá úr gömlum Nike- skóm. Þetta þýðir mikið rask á starfsemi Þórs yfir sumarið enda fer heill gras- völlur undir svæðið. Búningsaðstaða er öll fyrir hendi en líklegast verður farin sú leið að byggja tengigöng úr Hamri yfir í knattspyrnuhúsið. Þórar- inn segir að bæjaryfirvöld muni hjálpa Þórsurum að leysa það mál enda megi ekki líta á húsið sem vandamál. Marg- ir knattspyrnumenn munu örugglega fagna því þegar knattspyrnuhúsið verður tekiö i notkun enda er aöstað- an ekki góð yfir vetrarmánuðina. -JJ NBA-DEILDIN Úrslit í nótt: Washington-San Antonio .... 95-99 Strickland 24, Hamiiton 19, Richmond 15, Parks 13 - Robinson 21 (14 frák.), Duncan 19 (10 frák.), Anderson 19. Toronto-Portland ...........80-86 Carter 37, Williamson 11, Williams 9, Peterson 6 - Wallace 25, Smith 15, Stoudamire 14, Wells 9. Sacramento-L.A. Lakers .. . 110-112 Christie 32, Stojakovic 29 (17 frák.), Barry 14, Williams 11 - O'Neal 33 (16 frák.), Bryant 31 (10 frák.), Rider 14. Houston-Charlotte ..........84-80 Mobley 23, Taylor 17, Francis 13, Olajuwon 11 - Davis 20, Mashburn 18 (11 frák.), Wesley 14, Coleman 12. Denver-Chicago .............89-85 McDyess 16 (11 frák.), Clark 16, Van Exel 15, Lenard 11 - Brand 22, Mercer 17, Hoiberg 13, Benjamin 8. Utah-Orlando................99-84 Russell 23, Malone 15 (12 frák.), Starks 15, Stockton 13 (11 stoös.) - McGrady 24, Armstrong 16, Miller 11. Vancouver-L.A. Clippers .... 72-76 Dickerson 16, Abdur-Rahim 15, Harrington 14 (10 frák.) - Odom 21, Olowokandi 14, Strong 13, Mclnnes 9. Lokaatokin hjá Birgi Leifi Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnu- maður í golfi frá Akranesi, hóf leik á lokaúrtökumóti evrópsku mótaraðarinn- ar í morgun á Sotogrande-vellinum á Costa del Sol á Spáni. Alls eiga 168 kylfingar, sem allir era atvinnumenn, þátttökurétt á mótinu. Leiknir verða sex hringir á jafnmörgum dögum á tveimur völlum, en keppendum verður fækkað í 75 eftir fjóra hringi, en 35 efstu keppend- urnir í mótslok komast inn á aðalmóta- röð Evrópu og fá að leika þar árið 2001. Þetta er fjórða árið í röð sem Birgir Leifur kemst inn á lokaúrtökumótiö, en þar hefur herslumuninn vantað. Þar eru saman komnar ýmsar kynslóðir kylfinga, gamalreyndir og þekktir kylfmgar sem hafa átt slæmt ár og misst þátttökurétt sinn í mótaröðinni. Þar eru einnig ungir og kappsfullir eldhugar, sem freista þess að komast inn á evr- ópsku mótaröðina í von um frægð og frama. Miklir möguleikar Fyrir ári var Ian Poulter meðal þátt- takenda á lokamótinu. Þetta var fyrsta tilraun hans við að komast inn á móta- röðina. Það gekk eftir og var hann val- inn nýliði ársins í Evrópu í ár. Hann lauk keppnistímabilinu í 31. sæti á pen- ingalistanum, þar sem sigur hans á hinu svokallaða Fimm hundruð ára móti í Brasilíu vó þyngst. Hann lék einnig fyr- ir hönd Englands í Dunhill-liðakeppn- inni á St. Andrews fyrr í haust. Á þess- ari dæmisögu sést að þegar ísinn er brot- inn, sem 168 kylfingar reyna að gera suð- ur á Spáni næstu sex daga, opnast nýjar víddir í golfheiminum. FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2000 17 DV Sport Heimsbikarkeppnin á skíðum á fullan skrið um helgina: Tónninn gefinn - i fyrsta svigmóti vetrarins í Park City í Bandaríkjunum Herman Maier heimsbikarmeistari byrjaöi tímabiliö vel í Sölden og veröur erfiöur viðureignar í vetur. Reuter Keppni í svigi karla og kvenna í heimsbikarkeppninni í alpagrein- um hefst um helgina í Park City í Bandaríkjunum. Kristinn Bjöms- son á góðar minningar frá þeim stað en þar varð hann í 2. sæti ár- ið 1997. Kristinn verður þó því miður ekki með vegna meiðsla en hann sleit krossbönd í hné á æf- ingu í Sviss fyrr í haust. Búist er við honum til keppni í febrúar á næsta ári. Keppni í alpagreinum hófst þó fyrir þremur vikum meö stór- svigskeppni karla og kvenna í Sölden í Austurríki. Þar beindist athyglin helst að Hermanni Maier, Austurríkismanninum sem hefur verið nánast ósigrandi í þeirri keppni og er hann einnig ríkjandi heimsbikarmeistari í samanlögð- um alpagreinum. Hann lauk keppni á síðasta tímabili með 2000 punkta, 560 punktum meira en Kjetil Andre Aamodt og með meira en 1000 punkta forskot á Josef Strobl frá Austurríki sem lauk keppni í 3. sæti í samanlögðum árangri í keppni í alpagreinum. Maier brást ekki væntingum í Sölden og vann góðan sigur. Alexandra Meissnitzer snýr aftur í keppni kvenna vakti mesta athygli áhorfenda árangursleysi stúlknanna frá Austurríki en nú- verandi meistari Michaela Dorf- meister og stalla hennar Anita Wachter voru langt frá að koma sér á meðal þriggja efstu, sem og hin svissnesku Sonja Nef. Það kom mörgum á óvart að Þjóðverjinn Martina Ertl sigraði á mótinu eftir að hafa verið 17. í fyrri umferð. Þá varð önnur Andrine Flemmen frá Noregi sem var 19. eftir fyrri um- ferð. Hin geysisterka Alexandra Méissnitzer frá Austurríki er þó óð- um að jafna sig af meiðslum sem hún hlaut á síðasta keppnistímabili og keppir hún í stórsvigskeppninni. Nef og Dorfmeister virðast hins vegar hafa jafnað sig eins og sýndi sig í stórsviginu í gær. Norskur sigur í svig- keppninni? Norðmenn eiga gifurlega sterka svigmenn sem eru til alls líklegir um helgina. Kjetil Andre Aamodt, núverandi meistari, mun leitast við að hefja titilvörn sina með sigri en landar hans Christian Ole Furuseth buhel á síðasta tímabili þótti hann skíða vel það sem af var tímabils. í keppni kvenna beinist athygl- inni að núverandi meistara, Spela Pretnar frá Slóveníu, en ólíkt öðr- um keppnisgreinum er ekki búist við að framlag Austurríkis muni skipta sköpum. Sérstök athygli beinist þó að heimastúlkunni Krist- ina Koznick sem þótti standa sig vel undir lok síðasta tímabils. Snjóar mikiö í Park City Fyrir ári þurfti vegna snjóleysis í Park City að flytja keppnina til Copper Mountain í Colorado. Móts- haldarar segja þó nóg hafa snjóað á undanförnum dögum og búast við skemmtilegu móti. Svigmót vetrarins 2000-2001 19/11/00 Park City, Bandaríkjunum 11/12/00 Sestriere, Ítalíu 21/12/00 Kranjska Gora, Slóveníu 7/1/01 Les Arcs, Frakklandi 14/1/01 Wengen, Sviss 21/1/01 Kitzbúhel, Austurríki 23/1/01 Schladming, Austurríki 17/2/01 Shiga Kogen, Japan 18/2/01 Shiga Kogen, Japan 11/3/01 Áre, Svíþjóð -esá Andrine Flemmen, Noregl, er kannski hátt uppi eftir verölaunin í stórsviginu í Sölden en enn er nóg eftir af keppni vetrarins. Reuter og Lasse Kjus koma einnig sterk- lega til greina. Sá síðamefndi er þó að stíga upp úr meiöslum sem héldu honum frá keppni á síðasta tímabili. Búist er viö að hinn austurríski Mario Matt komi einnig sterkur til keppni en eftir sigur hans í Kitz- ' ^ m BrÓITA lt(i I.VaII’ÍUSAMIÍAN'D Eins og skot á botninn! Það er óheiðarlegt og hættuiegt að nota lyf til að bæta íþróttaárangur. Viltu taka slíka áhættu? Bland i P oka Hin bandariska Picabo Street mun ekki keppa á mót- inu í Park City um helgina. Hún slasaðist í brunkeppni í mars 1998 og hefur lítið keppt síðan. Fyrir fram var talið að Street myndi marka endur- komu sína í Park City en hún er fyrrum heimsbikarmeist- ari í bruni og Ólympíumeist- ari i stórsvigi. Þá mun helsti keppinaut- ur Hermanns Maier í bruni, Kristian Ghedina, missa af öllum fjórum keppnunum í Bandaríkjunum og Kanada en búist er við honum aftur til keppni í desember. Hann meiddist við æfingar í sumar en hann lauk keppni í 2. sæti brunkeppninnar á síðasta tímabUi. Áttfaldur verdlaunaha.fi á Ólympíuleikunum og nífaldur heimsmeistari í skíðagöngu, Björn Dœhlie frá Noregi, er meiddur og kemur ekki til keppni fyrr en í febrúar á næsta ári. Dæhlie á við bakmeiðsli að stríða en segist þó stefna ótrauður á þáttöku á næstu Ólympíu- leikum 2002. Dæhlie er 33 ára gamall. Skíðalandslió Makedón- iu ferðaðist tU Austurríkis fyrir síðustu helgi en ferð þess seinkaöi mjög þar sem það missti af lest á leiðinni. Þjálfari liðsins ákvaö þvi að leyfa sínum mönnum að hvíla sig þegar á áfangastað var komið en áætlað hafði verið að fara með lestinni sem fórst á laugardagsmorg- un með hrikalegum afleiðing- um. Minnst 155 manns létust í því slysi. Lokanióurstaóa síðasta keppnistímabils í samanlögð- um árangri í keppni karla í alpagreinum er athyglisverð fyrir þær sakir að Austurríki á 8 menn meðal 10 efstu. Að- eins KjetU Andri Aamotd, Noregi (2. sæti) og Kristian Ghedina, Ítalíu (4. sæti) ógn- uðu einokun Austurríkis. Hermann Maier vann 4 af 5 mögulegum keppnum á síð- asta tímabUi, brun, risasvig, stórsvig og samanlagðan ár- angur. -esá i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.